Morgunblaðið - 03.03.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.03.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1982 61 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MANUDEGI TIL FÖSTUDAGS ' ÍMgiááa Mtfi Athyglisverdar barnabækur Kennari skrifar: Vegna starfs míns sem kennari hef ég kappkostað á undanförnum árum að fylgjast með útgáfu barna- og unglingabóka. Því mið- ur koma á markaðinn alltof fáar íslenskar bækur, yfirgnæfandi hluti útgáfunnar eru myndasögur og þýddar bækur. Að sjálfsögðu eru sumar þýddu sögurnar góðar, en þær íslensku hljóta þó að standa okkur nær. Ein hinna nýju íslensku barna- bóka sem út komu fyrir síðustu jól heitir ÆvinUýraheimar eftir Sig- urð Gunnarsson fyrrv. skóla- stjóra. Ég las þessa bók mér til óblandinnar ánægju. Þótt efni bókarinnar fjalli aðallega um villt spendýr í sjó og á landi tekst höf- undi að vekja eftirvæntingu og áleitnar spurningar, sem eiga brýnt erindi til allra og þó ekki síst ungu kynslóðarinnar. Bókin sameinar mjög vel fræðslu- og skemmtilestur. Auk þess er sagan rituð á hreinu og fögru máli, sem gefur bókinni sérstakt gildi. Rétt er að geta þess að bókin er prýdd fjölda ljósmynda og teikn- inga, til glöggvunar á efninu. En Sigurður Gunnarsson fyrrv. skóla- stjórí slíkt er mikilvægt, til dæmis í sambandi við kennslu. En ég tel bókina einmitt vel fallna sem viðbótarnámsefni í náttúrufræði. Sigurður Gunnarsson er kunn- astur sem mikilvirkur og ágætur þýðandi. En fyrir tveimur árum kom út fyrsta frumsamda barna- bók hans „Ævintýrin allt um kring" sem vakti verðskuldaða athygli. Ég minnist þess ekki að hafa séð ritdóma í blöðum eða tímaritum um Ævintýraheima, og kann ég enga skýringu á því. En að mínu mati stendur hún síst að baki fyrri bókinni. Það gladdi mig þessvegna er ég sá nýlega ritað um bækur Sigurð- ar Gunnarssonar af þekkingu og raunsæi í dálkum Velvakanda Morgunblaðsins og dagblaðinu Tímanum, en þar segir m.a. í niðurlagsorðum: „Því eru börnum þessar bækur Sigurðar Gunnarssonar hollur lestur. Hann gæti síðar orðið þeim hvöt til að hverfa á vit landsins — án skotvopna og tryllitækja en með stækkunargler og sjónauka í hönd.“ Ég vil sterklega taka undir þessi orð greinarhöfundar. Þessar fal- legu og sönnu sögur af nábýli manna og dýra í ríki íslenskrar náttúru er ákjósanlegt lestrarefni, jafnt á heimilum og í skólum. Frá Læknum í Öskjuhlíðinni meðan allt lék þar í lyndi. Þessir hringdu . . . Skemmdarverk á „Læknum“ og útivistarsvæðinu í Öskjuhlíð Kona sem stundar útivist hringdi: „Mig langar til að hefja máls varðandi atvik sem kom fyrir okkur hjónin nú í vikunni," sagði hún. „Sem kunnugt er hefur „Læk- urinn“ í Öskjuhlíðinni lengi verið heilsulind margra, jafnt ungra sem aldinna, er hafa stundað þar böð. Við hjónin ætluðum að skreppa í lækinn fyrir skömmu en þegar við komum að læknum, það mun hafa verið um fjögurleytið síðdegis, þótti okkur skrítið að þar var engan mann að sjá. Um þetta leyti dags er þarna yfirleitt fullt af fólki þegar veður er gott. Við fundum líka megna olíulykt þarna og sáum að það var olíubrák á vatninu. Við skelltum okkur samt ofaní og þó við værum ekki í vatninu 'nema skamma stund náði svartur olíuóþverrinn að festast við húð okkar og urðum við að hafa mikið fyrir því að þrífa okkur eftir þetta stutta bað. Þegar við vorum að fara hittum við ungan pilt sem stundaði kafanir í voginum þarna fyrir neðan og sagði hann að þykk olíubrák væri á sjónum fyrir neð- an lækinn — Þetta er það sem við ætlum að bjóða vorfuglunum okkar og æðarfuglunum, sem þarna eru mikið á vorin. Mér finnst að þetta ætti að taka til athugunar. En hver er svo ástæðan fyrir þessu. Undir Öskjuhlíðinni eru jafnan gömul flugvélaflök þar sem stundaðar eru eldvarnaræfingar. Við þær er notuð einhver úrgangs- olía og kveikja þeir stundum í flugvélaskrokkunum oft í viku. Reykurinn sem mengaður er olíu- óþverra sest að ofar í Öskjuhlíð- inni en óþverrinn kemst svo í læk- inn með leysingavatni eftir þíður. Þetta er hreint skemmdarverk hvað Lækinn áhrærir — og svo skil ég ekki í að þessi biksvarti reykjaróþverri geti verið hollur fyrir þennan fallega gróður sem komið hefur verið upp þarna í Öskjuhlíðinni. Ég trúi því varla að Reykvíkingar horfi aðgerðarlausir á það að eitt af aðgengilegustu úti- vistarsvæðum þeirra sé skaðað með þessum hætti áfram." S^5 SlGeA V/öGA í iiLVttAU /.- HAKI " \ (ram) Vinnupallar til sölu og leigu. Einfaldir — Traustir — Hagkvæmir. Æjy BREIÐFJOROS BLIKKSMIÐJA HF Leitid nénari upplýaingm aóSigtúni 7 Simi•29022 Polar-Mohr ..a... Útvegum þessar heims- þekktu pappírsskurðar- vélar beint frá verk- smiðju. Vesturgötu 16, sími 13280. Prufu-hitamælar -s- 50 til + 1000 C í einu tæki með elektrón- ísku verki og Digital sýn- ingu. SöiarCaaitgy:!? VESTURGOTU 16 - SÍMAR 14630 - 21480 Ég þakka hjartanlega eiginmanni m'inum, börnum, tengda- börnum, frændfólki, öörum vinum og kunningjum sem glöddu mig á sjötugsafmœU mínu 25. febrúar, med heimsóknum, gjöf- um, blómurn og skeytum. Guö blessi ykkur um ókomin ár. María Júlíusdóttir, Ránargötu 20, Akureyri. Erum flutt að NYTT SÍMANÚMER i 8 81055 BJÖRN KRISTJÁNSSON HEILDVERSLUN $£% %ÍN! jfó ALtffi 40 LióóiA M16 5fT/« vMtefitíMÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.