Morgunblaðið - 03.03.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.03.1982, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1982 Frelsarinn og Póló eftir Vilhjálm Eyþórsson Margir hafa orðið til þess að skýra þann grundvallarmun, sem er á alræði (totalitarianism) og einfæði (dictatorship). Virðist þó ekki vanþörf á að rifja upp nokkur atriði, sem miklu máli skipta í ljósi siðustu atburða heima og er- iendis, þegar fantatökum Rússa á þjóðum Austur-Evrópu er jafnað við innanlandsátök í kotríki einu í Mið-Ameríku. A útifundi nokkrum, sem hald- inn var í tilefni af „Póló“, (sbr. Ungó og Tékkó), nýjustu uppá- komu sovétvaldsins í Austur- Evrópu, voru ýmsar kröfur gerðar. Athyglisverðara var þó hvaða krafa var ekki borin fram: Ekki var- krafist frjálsra verkalýðsfé- laga og grundvallarmannréttinda þegar í stað í öðrum löndum Austur-Evrópu, Sovét, Albaníu, Norður-Kóreu, Víetnam, Kúbu eða Kína. Þó má benda á að stjórn Kína hefur aldrei þessu vant verið treg til að gagnrýna Sovétmenn i Póllandsmálinu, og t.d. stjórnir Kúbu og Víetnam styðja þá alfar- ið, enda munu frjáls verkalýðsfé- lög svipta stoðunum undan alræð- iskerfi allra þessara landa. Við slíkum kröfum var þó varla að búast, því kenna mátti ýmsa forystumenn „vináttufélaga“ á fundinum. Þess í stað virtust málefni lands eins í Mið-Ameríku fara mjög fyrir brjóstið á fundarmönnum. Land þetta, sem fæstir vissu áður að var til, hvað þá að þeir gætu staðsett það á landakorti, liggur raunar á mörkum Nicaragua, Guatemala og Honduras og er nokkru minna en Norðurlands- kjördæmi eystra (20.935 km2). Það ber nafnið „Frelsarinn" (E1 Salva- dor). Reynt er nú að læða því inn hjá fólki, að herforingjastjórnir séu höfuðandstæðingar lýðræðis. Þessar stjórnir eru þó flestar veik- ar, eins og ég kem síðar að, en auðvelt er að afla sér stiga með árásum á þær. Alræðiskúgun hálfrar heims- byggðarinnar virðist nú vera gleymd, og ólíklegustu menn taka undir þennan söng. Það eru einkum þrír hópar manna, sem alræðissinnar beita fyrir sig í sókninni eftir völdum. Þetta eru menntamenn, listamenn og verkamenn, og hafa allir fengið að reyna hvað það táknar, að vera „tæki í baráttunni". Hvað verkamenn snertir hefur tekist að læða því inn hjá fólki, andstæðingum jafnt sem stuðn- ingsmönnum, að sú eðlilega ósk allra vinnandi manna, að vilja hærri laun fyrir vinnu sína sé á einhvern hátt tengd hjárænufræði þeirra Marx og Lenins um efna- hagsmál. Hefur Marxistum tekist furðuvel að virkja þessa frumþörf allra manna sjálfum sér til fram- dráttar, en þeir líta á verkamenn sem tæki í baráttunni fyrir eigin völdum, enda athyglisvert, að eng- inn af helstu spámönnum komm- únista hefur komið úr röðum verkamanna. Jafnskjótt og kommúnistar hafa náð völdum er verkalýðsbarátta bönnuð undir því yfirskyni, að „verkamenn" hafi tekið völdin, og sé hún því óþörf. Það merkilega við þessa röksemdafærslu er, að fjöldi manns trúir henni, heima og erlendis. Hver sá, sem síðan reyn- ir að halda fram málstað verka- manna er handtekinn með þeim rökum, að hann „vinni gegn hags- munum verkalýðsins". Þetta hefur gerst í öllum kommúnista- ríkjunum, en ekki einungis í Pól- landi. Klykkt er út með því, að nú sé komið á „verkamannalýðveldi". Af menntamönnum og lista- monnum er svipaða sögu að segja. Pólland Það er ástæða til að benda á, að þótt ástandið sé slæmt í Póllandi eygja Pólverjar nú örlitla von. Þar hefur verið kveikt sú ljósglæta frelsis, sem alræðið óttast mest. Alræðiskerfið, hvort sem er í Kína, Víetnam, Kúbu eða Sovét er nátttröll, sem vinnur verk sín í skjóli myrkurs og blekkinga og óttast ekkert meira en ljósið. Þess vegna eru nú öll kommúnistaríkin sammála um að kæfa Samstöðu í Póllandi. Þótt full ástæða sé til að styðja Pólverja nú, er e.t.v. enn brýnna að rétta þeim hjálparhönd, sem enn búa við svartnætti í hinum kommúnistalöndunum. Þeir hafa enn enga slíka von sem Pólverjar. Einræði í E1 Salvador hafa alræðissinn- ar (kommúnistar) sem nefna sig því þverstæðukennda nafni „Lýð- ræðislega byltingarfylkingin" haf- ið manndráp í því skyni, að „þjóð- frelsa" landið. Þetta hefur skapað andrúmsloft haturs og tortryggni og leyst úr iæðingi það ofbeldi sem víða blundar í löndum, sem búa við hungur og offjölgun. í raun ríkir nú borgarastyrjöld margra ólíkra afla í iandinu, svipað og í Líbanon, og stjórnin virðist ekki fá við neitt ráðið. Nú er reynt með öllu móti að gera Bandaríkjamenn ábyrga fyrir ástandinu í landinu, en allir virðast hafa gleymt, að það voru kommúnistar sem hófu manndrápin. í ríkjum Mið-Ameríku hefur ofbeldi ýmiss konar verið land- lægt svo lengi, sem sögur fara af þeim. Trúarbrögð Azteka og Maya voru grimmileg, og ferill Spán- verja var blóði drifinn (e.t.v. Bandaríkjunum að kenna?). Þessi lönd hafa verið sjáifstæð í hund- rað og sextíu ár, en stjórnarfar hefur verið ótryggt og veður öll válynd. Astandið í landinu nú verður best skýrt í ljósi sögunnar og arfsins frá Spánverjum og indí- ánum, en ekki með árásum á helsta blóraböggul vinstri manna, Bandaríkin. Einræðisþjóðskipulag ýmiss konar hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda, og raunar er mann- kynssagan að mestu saga einræð- isþjóðfélaga. Þessi þjóðfélög hafa verið og eru mismunandi að gerð. Sums staðar hefur einræðið verið harðneskjulegt, annars staðar til- tölulega milt. Skoðanakúgun hef- ur aldrei náð jafn langt og í alræð- isþjóðfélögunum. Hefur líkamiegu ofbeldi sums staðar verið beitt, en það sýnir einmitt veikleika þess- ara stjórna. Andleg kúgun í al- ræðisríkjum er hins vegar svo al- ger, að líkamlegt ofbeldi ætti að vera óþarft. Því er þó iðulega beitt þar einnig, ef þurfa þykir, og þá á eftirminnilegan hátt (aðfarir Stal- ins, Hitler, Pol Pot o.m.fl.). Ein- ræðisskipulag er hið útbreiddasta í heiminum í dag eins og verið hef- ur um aldir, og ákaflega vándséð, hvernig lýðræðisþjóðum verði um það kennt. Aðgerðir einræðis- stjórna beinast fyrst og fremst að virkum andstæðingum þeirra, að hluta til að lýðræðissinnum, en þó ekki síst að kommúnistum, þ.e. þeim, sem sjálfir vilja setjast í stóla pyntingarmeistaranna, hvað þeim hefur sums staðar tekist, svo sem í Indó-Kína og á Kúbu. í þessum löndum eru þeir, sem ekki ógna beinlínis völdum ein- ræðisherranna yfirleitt látnir í friði. Herforingjastjórnir og aðrar einræMsstjórnir sækjast oft eftir stuðningi ríkjandi kirkju, en taka þó ekki pð sér hlutverk hennar að dæmi a!'æðisstjórna. Ná þær því aldrei gerum andlegum kverka- tökum á þegnum sínum. Þær styðjas ekki við efnahagskerfi, sem be nlínis tryggir fátækt eða örbirgð þegnanna eins og alræðis- stjórnir kommúnista, og ná því oft góðum efnahagslegum framför- um. Þessar stjórnir eru, þó slæmar séu, tvímælaiaust skárri kostur en alræðiskúgunarkerfi kommúnista. Þetta stafar ekki af því, að ein- ræðisherrar séu upp til hópa betri menn en alræðisherrar. Skýringin er einfaldlega sú, að einræðisherr- ar hafa ekki á valdi sínu þá hug- myndafræði, þann Stóra sann- leika, sem gerir þeim kleift að kúga þegna sína sálariega jafnt sem líkamlega. A síðari árum hef- ur þrengt mjög að einræðisstjórn- um, því sótt hefur verið að þeim úr tveimur áttum, þ.e. af lýðræðis- sinnum og alræðissinnum, sem telja þær auðvelda bráð. Þessar stjórnir eiga sér formælendur fáa, þær bauka hver í sínu horni, en eiga ekki vísan stuðning pólitískra afla utan heimalandsins. Ailir eru vondir við einræðisherra. Banda- ríkin hafa þó sent nokkrum þeirra vopn, en það er eingöngu vegna þess, að einræðisherrar, þó vondir séu, eru alltaf betri kostur en al- ræðiskerfið. Benda má á, að ein- ræðisríkin hafa flest nóg með sig og leitast ekki við að fiytja út kúg- unarkerfi sitt af trúarlegum Stalín ástæðum, eins og alræðisríkin (t.d. Sovét, Kúba, Víetnam) hafa gert. Hafa ber í huga, að í stórum heimshlutum hefur aldrei þekkst annað en einræði og virkt lýðræði hefur átt erfitt uppdráttar í flest- um löndum þriðja heimsins. Víða um heim, t.d. í Tyrklandi og ýms- um Suður-Ameríkulöndum hafa skipst á veikburða lýðræðisstjórn- ir og herforingjastjórnir. Þessar herforingjastjórnir hafa flestar haft það að yfirlýstu markmiði að skila af sér völdunum þegar „eðli- legt ástand" hafi komist á. Margar hafa staðið við það, en sumar ekki. Þessar stjórnir hafa þó reynst furðu veikar og hafa iðulega hrun- ið því nær fyrirvaralaust. Gott dæmi um mun þessara þjóðskiplaga er að finna í sjálfu höfuðbóli alræðisins, Rússlandi. Þar ríkti um síðustu aldamót ein- ræðisstjórn, eins og verið hafði síðan í forneskju (kannski var það Bandaríkjunum að kenna?). Þessi stjórn var á ýmsan hátt harðn- eskjuleg, og margir voru fangels- aðir vegna skoðana sinna. Póli- tískir fangar voru þó taldir í þús- undum en ekki í milljónum, eins og síðar varð, því keisarastjórnin lét að hætti einræðisstjórna fyrst og fremst fangelsa raunverulega andstæðinga sína, svo sem Lenin, þ.e. þá, sem hún taldi ógna völdum sínum, en ofsóknarbrjálæðis á borð við hreinsanir Stalíns síðar, gætti ekki. Meðferð þessara fanga var yfirleitt önnur og betri en síð- ar varð. Lenin stundaði t.d. rit- störf og skotveiðar í fangavistinni. Kommúnistar eru ekki vanir að hafa hátt um þá staðreynd, að síð- ustu tvo áratugina fyrir fyrri heimsstyrjöld var hagvöxtur örari í Rússlandi en nokkru sinni síðar. Þeim Lenin og Stalin, sem létu fangelsa og myrða milljónir manna í nafni efnahagsframfara og fagurs mannlífs, tókst aldrei að ná jafn örum hagvexti og keisara- stjórninni tókst án blóðfórna eða slagorða. Þetta er merkilegt, því hagvöxturinn er kommúnistum einkar hjartfólginn, og afsaka þeir gjarnan ódæði Lenins og Stalins með tilvísun til hans. Undir þessari stjórn, sem svo mjög hefur verið úthúðað, stóðu bókmenntir og listir með miklum blóma, og menn á borð við Dostoj- efski, Tsjaikovski, Tolstoj, Tsékov, Moussorgski o.m.fl. gerðu garðinn frægan. Rússar horfa enn aftur til þessarar stjórnar með óttabland- inni og illa dulinni aðdáun. Keisarastjórnin var að mörgu leyti dæmigerð einræðisstjórn, meingölluð, en hefði hæglega get- að þróast í átt til lýðræðis. Lýð- ræðissinnar náðu raunar völdun- um skamma hríð árið 1917, fram að þeim atburðum, sem gjarnan eru kallaðir „októberbyltingin“, en það var í raun valdarán kommún- ista frá lýðræðissinnum. Þar kom einmitt einkar vel í ljós, að höfuð- óvinur lýðræðisins er ekki einræð- Maó ið, heldur alræðið og stuðnings- menn þess. Það er ekki öllum nægilega ljóst, að Lenin hrifsaði ekki völdin af keisaranum, heldur af innbyrðis sundurþykkum lýð- ræðissinnum. Síðan hefur svart- nætti alræðis grúft yfir Rússlandi. Segja má, að þótt einræði sé slæmt, sé þó alltaf von um bjart- ari framtíð, en þær þjóðir sem hafa orðið alræðinu að bráð, hafa enga slíka von. Einræði þróast oft yfir í lýðræði (t.d. Spánn, Portúgal og Grikkland), en alræði aldrei. Einungis eitt alræðiskerfi hefur fallið á vorum dögum, þ.e. kerfi Hitlers, og hann barðist til síðasta manns. Stuðningsmenn Hitlers fara nú með veggjum. Sósíalisminn Alræðisstjórnir nútímans eru nýtt fyrirbæri, og eiga sér varla sögulegar hliðstæður. Ef til vill má þó segja, að vöid kaþólsku kirkjunnar á miðöldum yfir lífi og limum manna hafi nánast verið alræðisvöld, en þó er reginmunur á: Kirkjan hafði ekki jafnframt framkvæmdavald, það var í hönd- um aðais og konunga, og kirkju- höfðingjar sóttust ekki eftir kon- ungdómi. Sæluríki kristinna manna var á himnum, en ekki fólgið í nýskiptingu eignaréttar o.fl. á jörðu. Það telst varla tilviljun, að sósí- aiisminn, grundvöllur alræðisins, kemur fram þegar kenningar Darwins og almenn þróun i vísind- um og tækni voru að svipta stoð- unum undan heimsmynd Biblí- unnar, þannig að kirkjan missti smám saman aðdráttarafl sitt. Þessi nýju trúarbrögð koma fram undir dulargerfinu „vísindaleg efnishyggja". Trúarbrögðin heita nú „hugmyndafræði". Nú á að skapa himnaríki á jörðu á „vísindalegan" hátt. Hinn nýi Guð er sósíalisminn sjálfur, og Marx er einungis spámaður hans. Allir vinstri menn, þótt ekki séu alræðissinnar, tala með lotningu um sósial- ismann. Hann er friðhelgur, þótt gagnrýna megi kenningar spá- mannsins og minni postula á borð við Lenin, Hitler (þjóðernissósíal- ismi), Mao o.fl. Innbyrðis deilum vinstri manna má því mjög líkja við trúarbragðadeilur kristinna manna: Deila má um túlkunina, en enginn efast um tilveru Guðs. Gagnrýni á sósíalismann sjálfan er guðlast. Það hefur hins vegar sýnt sig, að lýðræði þolir einungis tak- markaðan skammt af sósíaiisma, svipað og að unnt er að draga fram lífið þótt neytt sé eiturs daglega. Ef skammturinn verður of stór, deyr sjúklingurinn Sá kínalífseiexír, sem sósíalism- inn er, það töframeðal, sem á að lækna öll mannanna mein, er í raun banvænt eitur og ríður hverju því þjóðfélagi að fullu, sem of stóran skammt tekur. Alræðið Allir alræðisherrar styðjast við sósíalisma, hvort sem þeir heita Hitler, Stalin, Mao eða Pol Pot. í höndum alræðisherranna verður Hitler sósíalisminn sá Stóri Sannleikur, sem er í höndum Flokksins og Leiðtoga hans, og gerir þeim kleift að ná andlegum kverkatökum á þegnum sínum og erlendum stuðn- ingsmönnum. í alræðisþjóðfélög- um eru bókstaflega öll völd, and- leg jafnt sem veraldleg saman- komin hjá þeim, sem ræður kirkj- unni (Flokknum). Alræðisherrar og stuðningsmenn þeirra eru því eðli málsins samkvæmt siðlausir, eða öllu fremur siðvilltir (amoral), því þeir geta túlkað athafnir sínar að eigin geðþótta með tilvísun til þess Stóra Sannleika, sem þeir sjálfir ráða yfir. Yfir þeim vofir ekki reiði Guðs, því túlkun vilja Guðs er í þeirra eigin höndum. Þetta minnir nokkuð á hugsun- arhátt Torquemada, helsta pynt- ingameistara spánska rannsókn- arréttarins. Hann var dagfars- prúður maður, sem vann verk sín í þjónustu Guðs, og dó saddur líf- daga í þeirri trú, að athæfi sitt hefði verið Guði þóknanlegt. Hinn trúarlegi þáttur alræðis- ins er geysimikilvægur, nauðsyn- legt að hafa hann í huga, ekki síst til þess að skilja, hvernig alræðis- herrum, Hitler jafnt sem Stalin, Ho Chi Minh jafnt sem Pol Pot, hefur reynst auðvelt að afla sér stuðningsmanna erlendis eins og ég vík síðar að, meðan einræðis- herrar eiga sér formælendur fáa. Hlutleysi til vinstri og nytsamt sakleysi Airæðissinnar eru einkar fundvísir á hugtök, sem hljóma vel í eyrum, og endurtaka í sífellu orð, sem þeim finnast falleg. Þeim hef- ur þannig tekist að Ijá hugtökum eins og „sósíalismi" eða „vinstri stefna" einhvern jákvæðan blæ í augum margra, sem m.a. hefur orðið til þess að ýmsir, bæði ein- stakir menn og heilir stjórnmála-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.