Morgunblaðið - 03.03.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.03.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1982 63 flokkar kenna sig við þessi „fögru“ orð. Jafnframt hefur tekist að koma óorði á svokallaða „hægri“ stefnu, m.a. með því að orða sósí- alistann Hitler við hana. Meðal uppáhaldsorða þeirra eru t.d. „lýðræði", „frelsi,“ „verkalýð- ur“ og „alþýða“. í munni kommún- ista eru þetta öfugmælin ein. Fangabúðir Rússa í austanverðu Þýskalandi nefnast t.d. „Lýðræð- islega lýðveldið,“ (Demokratische Republik). Mér sýnist það hljóti að vera eitthvert séríslenskt afbrigði „hlutleysis til vinstri," að svo virð- ist, sem fjölmiðlar hér óttist þess- ar nafngiftir kommúnista. Sá ótti er þó ástæðulaus, því ríkisstjórnir þessara landa vilja hafa þetta svona, og nánast móðgun við Austur-Þjóðverja að kalla land þeirra „Þýska alþýðulýðveldið". Pol Pot, einhver mikilvirkasti fjöldamorðingi sögunnar, kallaði ríki sitt „Lýðræðis-Kampútseu," (Democratic Kampuchea). ís- lenskir fjölmiðlar (sem flestir fögnuðu valdatöku hans), þorðu hins vegar ekki að nota það nafn, sem Rauðir Kmerar sjálfir ákváðu og kölluðu ríkið því „Alþýðulýð- veldið Kampútseu". Þá kom babb í bátinn. Víetnamar, sálufélagar Rauðra Kmera, gerðu innrás í Kambódíu. Þeir komu sér fljótlega upp lepp- Hó Chi Mihn stjórn, sem hlaut nafnið „Alþýðu- lýðveldið Kampútsea" (People’s Republic of Kampuchea). Hér er úr vöndu að ráða fyrir fjölmiðla. Öfugmælafræðin er eitt megin einkenni alræðisríkjanna, en Orwell gerir vel grein fyrir henni í bók sinni 1984, sem enn er senni- lega merkasta ritið um þessi vís- indi. Ef nógu stórt er logið, og endurtekið í sífellu, fara rnenh að efast. Ef endurtekið er nægilega oft: „Hvítt er svart, hvítt er svart," fara menn að hugsa: Er hvítt hvítt? — Eða kannski svart? Niðurstaða alltof margra verður, að hvítt sé grátt, að sannleikskorn hljóti að leynast í lyginni. Þessir menn verða fulltrúar „hlutleysis til vinstri". Þeir eru hinir nytsömu sakleysingjar, sem kommúnistar beita hvarvetna fyrir sig. Þeir neita því nú, gegn öllum rökum, að „þjóðfrelsishreyf- ing“ hinnar „lýðræðislegu bylt- ingarfylkingar" sé í raun undir stjórn kommúnista, þrátt fyrir at- burðina í Nicaragua, þar sem kommúnistar hafa undanfarið verið að losa sig við þá nytsömu sakleysingja, sem studdu Sandin- ista til valda og komu á alræðis- kerfi að kúbanskri fyrirmynd. Sagan frá Indó-Kína virðist ætla að endurtaka sig. Kórvilla þessara manna í Ví- etnam-málinu var fólgin í því, að þeir fóru að trúa því, að alræðis- sinnað kommúnistaríki á borð við Norður-Víetnam væri að berjast fyrir „frelsi" með hernaði í ná- grannalöndum sínum. Suður- Víetnam, Laos og Kambódía voru þegar frjáls og sjálfstæð ríki þeg- ar Ho Chi Minh hóf „þjóðfrelsis- hernað“ gegn þeim. „Hlutleysingjar til vinstri" lögðu þannig blessun sína yfir blóði drifna útþenslu- og land- vinningastyrjöld Hanoi-manna. „Þj óðf relsishreyf ingarnar" reyndust vera „þjóðkúgunarhreyf- ingar" og jafnvel „þjóðarmorðs- hreyfingar", eins og dæmin sanna. Kommúnistar reyna nú að not- færa sér þjáningar fólks í E1 Lenín Salvador til árása á Bandaríkin, og sjálfum sér til framdráttar. Sagan sýnir, að þjáningar fólks í fjarlægum heimshlutum skipta þá því aðeins máli, að með þeim sé unnt að „stuðla að framgangi sósí- alismans". Vandræðaleg þögn grúfir nú yf- ir Víetnam-málinu, skyld þeirri, sem verður á mannamótum, þegar vond lykt gýs skyndilega upp. Einhver hefur gert í buxurnar. Armæðu-vandræða og berrassa- bókahöfundar Norðurlanda hafa verið í sárum vegna þessa máls, en virðast nú hafa tekið gleði sína. Þeir, sem ekki hafa fundið annað skotmark hentugra til árása á Bandaríkin en Andrés Önd, sem þeir hafa veist að með offorsi miklu, hafa nú fundið E1 Salvador, en þar er vissulega einnig ráðist á garðinn, þar sem hann er lægstur. Fyrst á annað borð er verið að vekja athygli manna á slíkum af- skekktum Krummavíkum heims- byggðarinnar sýnist nærtækara að ræða t.d. um Laos, því þetta fólk leið einmitt sérstaka önn fyrir Indó-Kínabúa þar til fyrir fáum árum. I Laos (sem er liðlega ellefu sinnum stærra en E1 Salva- dor), fer óvígur „þjóðfrelsisher" Víetnama sem logi yfir akur. Sér- stök áhersla er lögð á að útrýma búddatrú innfæddra og eru reist líknesi Ho Chi Minh á helgistöð- um þeirra, sem fólki er sagt að dýrka í nafni „hr. Max Leníns“, en munkar hvíla hjá garði í fjölda- gröfum. Sem kunnugt er (sbr. meðferð- ina á Kínverjum) eru Víetnamar kynþáttahatarar miklir, og beita þeir helst aðferðum Hitlers til að losa sig við minnihlutahópa. Þeim er ekki síst í nöp við Hmong- þjóðflokkinn og strá banvænu eitri yfir þorp hans, sem innfædd- ir nefna „gula regnið". Þessu eitri hafa Sovétmenn og leppar þeirra einnig beitt í Kambódíu, Jemen og Afganistan. Laótar eiga sér nú formælendur fáa. Fréttir eru fáar og strjálar, og reynt er að varpa grun á þær. Vinstri menn og „hlutleysingjar Marx til vinstri" hafa öðrum hnöppum að hneppa. Þeir, sem áður lögðu á sig ómælt erfiði og gönguferðir til stuðnings fögru mannlífi í Indó- Kína, eru nú illa fjarri góðu gamni. E1 Salvador skal það vera, og þeim hefur einstaklega vel tek- ist að beina athygli heimsins frá Indó-Kína og að blórabögglum sínum. Stórmannlegra væri það, ef vinstri menn, ekki síst félagar í „vináttufélaginu" við Hanoi beittu áhrifum sínum austur þar til bjargar Laótum og Kmerum. Merkilegt er það, hvað vinstri menn og „hlutleysingjar til vinstri" sýna kúgun hvers konar mikið tómlæti ef hún fer fram í nafni sósíalismans (Guðs). Ýmsar einræðis- og herforingjastjórnir kenna sig við sósialisma og vinstri stefnu og njóta stuðnings Sovét- manna og leppa þeirra. Þetta eru t.d. Eþíópia, Mosambik, Angóla, Sýrland, Irak, Suður-Jemen, Gínea-Bissau o.fl. Ástandið í mörgum þessara landa er síst betra en í E1 Salvador og sums staðar miklu verra. Þetta eru yfir- leitt óvenju hrottalegar stjórnir. Þær njóta hins vegar að því er virðist friðhelgi fyrir gagnrýni vinstri manna og „hlutleysingja til vinstri". Enginn hirðir um ör- lög þess fólks, sem verður fyrir barðinu á þeim. Nytsamir sakleys- ingjar krefjast þess ekki, að Al- þingi álykti um ástandið í þessum löndum. Þessar stjórnir eru ekki í hópi blóraböggla vinstri manna og geta því farið sínu fram án þess að óttast gagnrýni vinstri manna eða þeirra, sem þeir hafa í taumi. Vinir alræðis Eitt af því, sem einkennir al- ræðisstjórnir, og skilur þær frá einræðisstjórnum, er sú stað- reynd, að þær eiga fjölda dyggra stuðningsmanna erlendis sem jafnan halda fram málstað þeirra, og draga fjöður yfir það sem mið- ur fer. Fróðlegt hefur verið að fylgjast með málflutningi þeirra undanfarin tuttugu ár eða svo. Nú má enginn skilja orð mín svo, að þetta fólk sé einhverjar ófreskjur. Því fer víðs fjarri. Yfir- leitt er hér um að ræða vamm- laust fólk og góðviljað. í röðum þess má jafnvel finna nánast heil- aga menn. Orð þess og athafnir verða ein- ungis skýrð í ljósi hins trúarlega inntaks alræðisins. Þannig er varasamt að leggja siðferðilegt mat á stuðningsmenn alræðis, því þeir haga sér, eins og fyrr sagði samkvæmt því siðferði, sem þeir búa til sjálfir, til að ná fram baráttumálum sínum, og er yfirleitt alls ekki ljóst, að neitt sé athugavert við framferði sitt (sbr. Torquemada). „Guð“ er með þeim. Til skamms tíma studdu þessir menn alræðiskúgun kommúnista undanbragðalaust hvar sem var í heiminum. Til þess arna eyddu þeir gífurlegri orku og prent- svertu, og margir dálkakilómetrar finnast á söfnum því til staðfest- ingar. Ástæðulaust er að gleyma þessu. Þjóðvilji fyrri ára er nú sú beinagrind í fataskáp kommún- ista, sem þeir helst vilja gleyma. Nokkrir jónmúlr halda enn tryggð við þessa stefnu, og er þeirra af- staða karlmannlegust. Þeir verða e.t.v. sakaðir um tvöfalt siðgæði, en síður um hræsni. Allir vita hvar þeir standa. Margir úr röðum kommúnista hafa dvalið langdvölum í sæluríkj- um austan tjalds, og ættu því að vera hnútum þar kunnugastir. Merkilegt var og er það tómlæti, og jafnvel fjandskapur, sem þeir hafa sýnt þeim fáu ofurhugum, sem þora að berjast fyrir mann- réttindum í löndum, sem enn búa við svartnætti alræðis, ekki síst þeim, sem eru andstæðingar sósí- alisma sem slíks. Það virðist ekki vera fyrr en andstaðan er komin á það stig, að nánast jafngildir póli- tísku sjálfsmorði, að taka málstað sovétvaldsins, eins og í Tékkó- slóvakíu á sínum tíma og nú í Pól- landi, að rokið er upp til handa og fóta og kveðjast menn allt í einu hafa fundið sitthvað athugavert við „framkvæmd sósíalismans," en þó einungis í því landi, sem er á 'oddinum hverju sinni. Þeir kveðj- ast nú „stuðja" Samstöðu í Pól- landi. Verkalýðsleiðtogar úr þeirra röðum fara þó austur fyrir tjald á fund opinberra „verkalýðsfélaga" austur þar, sem beinlínis eru stofnuð til höfuðs verkamönnum. Erfitt er að hugsa sér að vest- rænir verkalýðsleiðtogar þægju boð frá hliðstæðum verkalýðsfé- lögum, sem einræðisstjórnir ráða t.d. í Suður-Ameríku, eða að „vin- áttufélög" yrðu stofnuð við slíkar stjórnir. Þessi „vináttufélög" eru merki- leg fyrir margra hluta sakir. Með þátttöku í þeim vilja kommúnistar sýna hollustu sína við viðkomandi alræðisstjórn. Félagar i slíkum samtökum geta með engu móti skorast undan að teljast stuðn- ingsmenn alræðis. Má hugsa sér viðbrögð þeirra, ef „vináttufélög" yrðu hér stofnuð við einræðis- og herforingjastjórnir. Félög þessi eiga m.a. að annast „menningar- tengsl". T.d. eru fengnir lista- menn, sem eru stjórnvöldum þóknanlegir, og látið í það skína, að hér sé um samskipti „alþýðu" landanna að ræða. í heimalandinu er síðan látið svo, sem félagar „vináttufélagsins" túlki hinar réttu skoðanir almennings í við- komandi vestrænu ríki. Samtök af þessu tagi eru þannig beinlínis stofnuð til stuðnings alræðis- stjórnunum, og til höfuðs þegnum þeirra. Félagar í „vináttufélögum" við t.d. Kúbu, Kína, Víetnam, Sovét eða Albaníu munu seint krefjast þess, að grundvallarmannréttind- um verði komið á í þessum lönd- um, hvað þá að þar verði stofnuð frjáls verkalýðsfélög. Öfugmælafræði alraeðisherr- anna gætir einnig mjög í mál- flutningi erlendra stuðnings- manna. Þeir, sem láta sig _örlög þjóða Austur-Evrópu, Indó-Kína, Sov- étríkjanna, Norður-Kóreu, Kína eða Kúbu engu skipta, saka gjarn- an andstæðingana um „mannhat- ur“. Þeir, sem hvetja til blóðsút- hellinga í nafni „þjóðfrelsis“, kenna sig gjarnan við frið. Meist- arar persónuníðs ásaka mótherj- ana fyrir „dólgshátt", ef þeim þyk- ir á sig hallað. Þeir sem sjálfir ala á hatri milli þjóðfélagshópa heima og erlendis, hrópa hæst um „hat- ursáróður". Þeir sem eru í sérstöku vináttusambandi við alræðisríki, saka andstæðinga sína um „tvö- falt siðgæði". Þannig mætti enda- laust halda áfram. Nú eru dregin fram kröfuspjöld og blóðlitaðir fánar. Það er löngu kominn tími til, að lýðræðissinnar í öllum flokkum geri sér grein fyrir því, að höfuð- óvinir þeirra eru ekki máttvana herforingjastjórnir, heldur alræð- ið og stuðningsmenn þess. 13DAGA PASKAFERD 6.APRIL BEINT FLJUG I SOLINA OG SJOINN ISLENSKT LEIGUFLUG ALLA T.FTTF) FERÐAMIÐSTÖDIIM AÐALSTRÆTI9 SÍM128133 11255

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.