Alþýðublaðið - 02.07.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.07.1931, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBbAÐIÐ r B Ríkislögreglan og „Morgunblaðið“. Það gloppaðist upp úr „Mgbl.“ á pTiðjudaginn, að löngun íhalds- forkóltanna eftix rikislögreglu brennur enn í peiin, engu síðuT en þegar peir reyndu að svala prá sinni árið 1925 með .pví að freisita að fá herfrumvarpið lög- tekið. Þá reyndu peir eftir föng- uim að breiða yfir tilganginn og hafa oftast reynt pað síðan, þótt svó hafi farið sem segir í dæmi- sögunni, að „auðþektur er asninn á eyrunum". Tilgangurinn varð ekki falinn. Nú gleymir „Mgbl.“ líka öllum tilraunuin til að sikýla asnanum u ndir , Ijónshúö eða kasta yfir hann sauðargæru, og er pað að vonum, að löngun í- haldsins í að fá herinn verði jafnvel hræ'sninni yfirsterkari þegar til lengdar lætur, enda á siaman málefni og málflutningur þegar „Mgbl.“ er að mæla meö ríkislögreglu. : Saimúð „Mgbl.“ með norskri ríkislögreglu er engin uppgerð. Þegar norskir verkamenn mót- mæla því, að verkfallsbrjótar vaði uppi og auðvaldið noti þá til þess að traðka rétti verka- lýðsins, og þegar svo mótmælum verkamiannanna er svarað með þvi, aö þeir eru barðir með kyjf- um og slöngvað er á þá vatni, þá er „Mgbl.“ svo sem ekki að taka upp hanzkann fyrir þá, enda bjóst víst enginn við því. En jþegar verkamennirnir tóku þessum aðförum ekiki með auð- mýkt og knéfalli, þá segir „Mg- bl.“, að „þá sáu allir, nema jafn- aðarmenn, að svo búið mátti ekki lengur standa“, þ. e. nú þyrfti að leggja auðvaldinu til „ríkis- lögreglu“-her til þess að ráða niðurlögum verkalýðsins. Þiað er auðséð, að „Mgbl.“ er ánægt yfir því, að tilfaga norska íhalds- mannaforingjanis um að taka 100 þúsund kr. af norsku þjóðinni til ' þess að setja á stofn ríkislög- reglu gegn verkaiýðnum skyldi vera siamþykt. Það er eins og undir logi von urn, að sá d raum- ur íslenzka ihaldsins kunni að rætast áður (en lýkur, að hér verði líka komið upp ríkislög- reglu með ,t,ækjum“, á sama hátt Tig í Noregi, til þesis að efla veldi burgeisanna ;gegn verkalýðniutm, vernda verkfallsibrot )og hamla gegn kröfum um viðunandi kaup- gjald. Þessi ,,Mgbl.“-igrein sýnir, að á íhaldsforkóifunum íslenzku og málsvörum þeirra sannast, þótt á sérstakan hátt sé, að „andinn lifir æ hinn sami, þótt afl og 'þroska nauðir lami“. Veorið. Kl. 8 í smorgun var 10 stiga hiti í Reykjiavík. Útlit hér á Suðvesturlandi: Vaxandi suðaust- anátt, sennilega allhvöss í nótt. Regn. Reitað « hjálpj ðanðastindn. Hneyhslanteð framhoma fátæhrasíiórna. A (þriðjudagsmorgun komu tveir verkamenn inn í ritstjórn- arskrifstofu Alþýðublaðsins og tjáðu starfsmönnum blaðsins, að kunningi þeirra,. bagaður og sijúk- ur einstæðiinigur, hefði látist á mánudag og að þeir teldu sögu þessa manns verða þess að koma fyrir sjónir alþýðu, því að hún sýndi íljóslega það miskunnar- leysi, er fælist í fátækráfrajm- færinu eins og það er nú. Þessir mienn voru Stefán Sigurðsson, Vitastíg 17, ,og Jóhann Snæfekl. 'Þeim fórust orð á þessa leið: Kunningi okkar hét Þorsteinn Bjarnason. Hann ^var úr Lóni í Austur-Skaftafel Issýslu. Þorsteirm heitinn hefir alla tið verið ein- stæðingur, og af því að hann hrapaöi í svonefndu Almanna- skarði fyrir austan fyrir mörg- um árum, var hann bagaður, halt- ur og yfirleitt bar aidrei sitt barr upp frá því. Varð þessi vöntun hans og til þess, að hann vann oftasit fyrir lágu kaupi og aúk þes-s átti hann mjög erfitt roeð að vinna vonda vininu eða sækja vinnu iangt. Gigt þjáði hann mjög síðustu árin auk annars ias- leika og síðustu 8 mánuðina áð- ur en hann dó var hann mjög sjúkur, en þó á s.kriði. Hann fór til nuddlækniSi, en vegna sjúk- dómskositnaðarins þrutu ráð- hans og hann stóð uppi einn og slypp- ur, gat hvorki greitt lækniíshjálp, fæði, þjónusitu, húsnæði eða ann- að. Honum leið oft í vetur mjög illa af þesisum sökum, en svo 14. febrúar s. 1. tók hann það ráð að skrifa hreppsniefndaroddvitanum í fæðingarhreppi sínum, Lóni í A- Skaft. Skrifaði Þorsteinn honum og bað hreppinn um að láta í té að láni 500 kr. til þess að hann gæti fenigið bót meina sinn-a og orðið -aftur fær til vinnu. Svar við þessu bréfi fékk hann löngu sieinna, og höfum við það hér með: Hlíð, 15. marz 1931. Góði vin! Ég meðtók í gær bréf þitt diagsett 14. f. m. ásamt æfiferils- skýrslu þinni. Þú óskar eftir 500 króna styrk frá hreppnum vegna veikinda. Þú ímyndar þér máske að það sé ekki nema sjálfsagður greiði að gera þetta og að hrepp- inn muni ekfcert um það þó hann hjálpi þér í bili, því þú vonir að þér auðnist að borga þetta fljót- liega aftur. En það er nú fyrst og fremst svo, að hreppurino hefir þær byrðar að bera, að hann hefir orðið að taka lán til að borga þau útgjöid, 'Siem á hann hafa hlaðist nú á seinni ár- um, af því að ekki hefir þótt við- lit að leggja það alt á i útsivör- um vegna þess þau eru orðin svo geysi há. Líka hefir hreppurinn orðið -að borga mikið vegna sjúk- linga, og nú sem stendur má búas.t við að slíkur kostnaður, sem á hreppinn kemui í ár, verði um 2 þúsiund krónur, er stafar af (sjúklingum frá í fyrra (og sumium, sem eru enn á sjúkra- hús,i. Þú | geitur imyndað þér hversu imikil byrði þetta er * fámennum og fátækum hreppi. Svo kemur þú og biður um 500 króna styrk of.an á þetta, sein fyrir er. Þú getur því nærri, hvort það er auðveit fyrir okkur að bæta því á annað. Hreppsnefndin hefir því engin tök á að sinna þessari beiðni, bæði vegn,a þess, hvernig ásitæður hreppsiins eru, og svo það, að hún verður að álíta, aö þú hljótir að hafa unnið þér sveitfesti síðan þú fórst héð- an. Að vísu er það ekki vel ljós.t eftir skýrsiunni að d.æma, en hafir þú flakkað um heimiilis- laus fleiri ár, þá er pér það sjálfum versit. — Þá .getum við ekki síður orða bundist um það, að tæplega sé takandi mjúkum höndum á því, að þú sem ein- hleyiiur maður, er elt hefir at- vinnuna þar sem hún hefir verið bezt, og þar af leiðandi getað notið í Tíkum mæli það háa kaup, sem verið hefir undanfarin ár, — skulir ekki geta staðið straum -af isjáifum þér, þó undir jiessum kringumstæðum sé, eiins og , flesitir almennilegir menn. Hingað til hefir hreppurinn tekið þátt í að lána og borga sjúk- dómskostnað, sem fallið hefir á fátæka fjöls/kyldumenn, en ein- hleypir menn hafia ekki leitað á náðir hreppisims fyr en þú nú. Viljir þú, eða sjáir ekki nein önnur ráð en að fá hjálp okikar hér, þá verður þú að koma hing- að austur og tala við okkur. Mun þá upplýsast betur, hvort okikur beri ,að taka þig á okkar arma, — og verði svo >aö vera, þá verður reynt að gera það, sem unt er þér til hjálpar, enda verð- ur þú þá að fara eftir þeiim ráð- um, sem hreppsnefndin telur beet henta. Með beztu óiskum og kveðju. St. Jónsson. Þannig fékk þesisi sjúki ein- 'Stæðingur ‘á . fimtugsaldri nieit- un um hjálp og snuprur í of- análag. Er ekki hægt fað sjá, hvort þær hafi átt að koma í stað styrksins eða ekki. Þegar Þor,siteinn heitinn liafði íengið þesisar „beztu óskir og kveðju“ var hann alveg á flæði- skeri staddur. Kunningjar hans hér höfðu hjálpað honum dálítið, en það hrökk alls ekki til, og svo fór hann að snapa sér vinnu. Hann fékk einhvern reiting, en var alt af fárveikur, og svo var það aðfaranótt s. i. mánudags kl. 2 áð fiann varð dauðveikiir. Var símað til lækna, og Jón Hj. Siig'- Sigurðsison og Björn Gunnlaugs- son komu og skoðuðu han,n. En pá var komið -hádegi. Töldu þeir hann báðir dauðveikan og sögðu, að það yrði að fara með harin í Landsspítalann tafarlaust, en áður þyrfti áð útvega ábyrgð fyr- ir þvi, að sjúkrahússvist hans yrði greidd. Fór Stefán því í skrifstofu borgarstjóra. Var þá kl. rúmlega 1. Tjáði hann skrif- stofufóikinu frá málavöxtum og óskaði eftir því, að bærinn gengi i ábyrgð fyrir sjúkrahússvist Þor- steinS', og hann bað um, að þessu yrði ,'hraðiað, því að iimaðtirinn væri dauðvieikur. Svarið, sem Stefán fékk, var neitun, auk þess sieim það var skýrt út fyrir hon- um á mjög einkennitegan og miður kurteisan hátt, að bænum bæri ekki skylda til þessa. En það er alrangt. Við svo búið fór Stefán og náði í Jón Hj. Sigurðisison lækni og tjáði honum málavexti. Tók Jón þá iinálið að sér, og nokkru síðar kemur sjúkrabifreið heim til Þorsteins og fer með hann í Landsispítalann. ,— Þá var kl. um 31/2. Vax þá liðið nieira en dægur frá því að maðiurinn veikt- ist En rétt um Jeið og hann var kominn inn í sjúkrahúsið var hann örendur. ' - ». • Þannig er þettia dæimi um mis- kunnarleysi fátækralaganna og ofan á það bætist rangsleitni og kæruleysi þeirra, er eiga að fram- kvæma þau. Skrifstofa borgar- stjóra hér og „sveitarhöfðinginn“ fyrir austan Ieggjast á lítiLmagn- ann, einstæðinginn fatlaðan og aldraðan og hjálpa sjúkdóminum til að gera út af við hann. Vægari orð er ekki hægt að hafa um þetta. Þannig eru öryggis- lausir alþýöuimenn eins og fót- knettir á milli hreppsnefndanna og bæjarstjórnanna. Dauðveikmn er þeiim varnað hjúkrunar og lækningar n©ma v meö ábyrgð. Lófarnir eru (tómir, og ábyrgðin fæst ekki. Kveðja frá „Zeppelin greifa“. Frá loftskipinu „Zeppeiin greifa“ barst póistmálastjóra loftskeyti, sem í þýðingu er svo- hljóðandi: „Þökk fyrir ágæta aðstoð við póstupptökuna. Berið kv-eðju for-- swtisráðherra og þjóðinn».“ PóstmáLastjóri vill bæta viö þakklæti til póstimianna fyrir á- gæta aðstoð við þetta tækifæri, til lögreglunnar sömúleiðisi, og til allra, sem viðstaddir voru, fyr- ir prúða fmmkomu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.