Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982 settist ég að í Kaupmannahöfn og hafði ofanaf fyrir mér með skrift- um. Ég seldi margar sögur í dagblöð, vikublöð og tímarit — en fyrstu árin fékk ég aldrei tíma af- lögu til að skrifa bók. Næstu þrettán árin bjó ég svo í Kaup- mannahöfn og undi mér prýðilega. Mér likaði alltaf vel við Dani. Ég vann mér fljótlega nokkurt nafn sem rithöfundur í Danmörku og verk mín voru þýdd á sænsku og þýsku. Það var Máttur jarðar. Upplagið nýkomið úr prentun, lá á forlaginu í Dresden, en eyðilagðist í loftárásunum miklu á Þýskaland í febrúar 1945. Ég þekkti urmul af íslendingum í Höfn á þessum árum. Meðal ann- ars Gunnar Gunnarsson. Svo var Guðmundur Kamban nágranni minn. Þeir voru ólíkir menn. Gunnar Gunnarsson alla tíð mjög þjóðlegur og strax árið 1930 birtist En ég er sáttur samt! Samtal við Jón Björnsson rithöfund 75 ára Jón Björnsson rithöfundur. Hann býr í geysimikilli blokk austur í bæ, þar sem eru leiguíbúðir fyrir aldraða. ()g unir sér þar vel. A sjöundu hæð með útsýni suð- ur yfír land, vestur yfir haf. Sjötíu og fimm ára — en þó ekki gamall. Grannur meðal- maður á vöxt og segist vera hraustur eins og ungur mað- ur. I>að liggur vel á honum; hann púar vindla og fær sér í nefið — og stundum neðan í því. Anægður með tilveruna og vinnur að nýrri skáldsögu eftir 18 ára þögn. Mbl. átti samtal við Jón Björnsson á 75 ára af- mæli hans hinn 12ta mars sl. Hann segir: Ég er fæddur að Holti í Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu. Foreldr- ar mínir voru Marín Þórarinsdótt- ir og Björn Runólfsson, bóndi og hreppstjóri. Þau bjuggu ágætu búi á þess tíma mælikvarða, en jörðin var afskekkt. Þá voru engar brýrnar og urðum við að sækja alla vöru til Víkur í Mýrdal eða suður að Skaftárósi þar sem vél- bátur héraðsbúa kom reglulega. Ég vann öll störf sem tilheyra í sveit, en var aldrei gefinn fyrir landhúnað. Ég vildi skrifa bækur. Læs varð ég fimm vetra og las þá allt sem ég komst yfir. Það var mikil bókmenning á mínu heimili. Fyrsta endurminning mín er tengd Jóni Trausta. Ég var þriggja ára gamall, þegar Guðmundur Magnússon kom heim að Holti og dvaldi hjá okkur í þrjár vikur. Hann var að undirbúa sögu frá Skaftáreldum og vildi kynna sér staðhætti. Ég minnist þess, að einn daginn var ég eitthvað að óþekktast og hljóp þá útá hlað og tók að hamast í þvottasnúrum sem þar voru. Þá kom Jón Trausti útúr bænum tautandi: Nú, hvað nú, hvað er nú! Og gaf mér danska silfurkrónu. Það tókst vinskapur með Jóni Trausta og föður mínum og skömmu fyrir andlát sitt ætlaði skáldið víst að heimsækja okkur, en komst ekki. Það var í Kötlu- gosi. Landstjórnin sendi björgun- arskipið Geir austur með aðföng, því Mýrdalssandur var ófær. Jón Trausti var þá um borð og langaði að Síðu, að því er fólkið hans sagði seinna — en það var ófært vegna brims. Tunnum var þá kastað út- byrðis og rak þær svo uppí sand- inn. En Jón Trausti fór til Reykja- víkur og dó nokkru síðar úr spönsku veikinni á besta aldri. Það mun vera til pennateikning af Kötlugosi sem hann gerði í þessari ferð, en ekki veit ég hvar hún er niðurkomin nú. Ég minnist manns úr æsku minni, sem dó hjá okkur árið 1930. Guðmundur hét hann og var Guð- mundsson. Hann sótti sjóinn og var fróðleiksmaður. í landlegum skrifaði hann upp fornar sögur og kvæði og lét eftir sig margar bæk- ur handskrifaðar. Hann er einn hinna síðustu, trúi ég, sem lögðu það fyrir sig. Ég skrifaði eitt sinn í Urvals-tímaritið þátt af Guð- mundi. Öðrum Guðmundi Guð- mundssyni man ég eftir. Guð- mundur kíkir var sá kallaður. Hann var síðasti flakkari á Suður- landi. Flakkrútan hans var frá Suðurnesjum og alla leið austur í Fljótshverfi. Ég fylgdi honum oft milli bæja, þegar ég var unglingur og fannst hann afar fróður — en það sagði fóikið, að hann hefði aldrei nennt að vinna! Maður byrjaði víst að krota eitthvað ungur eins og allir krakkar. En fyrst birtist eftir inig saga á prenti árið 1927. Það var í Lesbók Morgunblaðsins. Ég var tvítugur þá. Kirkjuferð heitir sagan og er í aðra röndina sveitasaga. Ég skammast mín nú hálfpartinn fyrir hana, en ég get sýnt þér hana. Jón rís á fætur og nær í þriðja árgang Lesbókar Mbl., innbund- inn. Þar stendur á síðu 283: „Höfundur sögu þessarar er unglingspiltur austur í Holti á Síðu. Hann hefir alið allan sinn aldur á afskektu sveitaheimili og engrar menntunar notið. Þar hef- ur hann samið nokkrar smásögur, m.a. þá sem hjer birtist. Þó að við- vaningsbragur sjáist á sögu þess- ari, er hún að ýmsu þess verð, að koma fyrir almennings sjónir." Æjá, segir Jón. Það er langt síð- an þetta var. Snemma gerði ég mér grein fyrir því að ég yrði að leita mér tilhlýðilegrar menntunar, ef ég ætlaði að skrifa bækur. Þegar ég var orðinn fullveðja fór ég á lýð- háskóla þar sem heitir Voss í Nor- egi. Ég var einn vetur á þessum norska skóla og líkaði vel. Þar var enginn rembingur með próf. Ég kynntist nokkuð norskum bók- menntum nokkuð og svo skrifaði ég litillega. Það birtust meðal annars sögur eftir mig í héraðs- blaðinu í Vossevangen. Á skólan- um var alfarið notuð nýnorska. Skólastjórinn, Lars Eskeland, þekktur maður á íslandi á sinni tíð, var ákafur landsmálsmaður. Ég var um það lauk bara orðinn nokkuð sleipur í nýnorskunni, en aldrei kunni ég nú fyllilega við hana. Ég var heima sumarið eftir, en fór svo á lýðháskólann á Askov um haustið. Þar las ég bókmenntir og reyndi að ná dönskunni, því ég var ákveðinn í að gerast höfundur á danska tungu. Ég hef alltaf verið ákaflega mikill íslendingur í mér, en möguleikarnir voru takmark- aðir hér heima. Litil útgáfa á þeim árum og höfundar þurftu jafnvel að gefa út bækur sínar sjálfir og safna áskriftum. Á Askov var margt merkismanna. Þar kynntist ég m.a. einum afkastamesta bókmenntafræðingi Norðurlanda, Jörgen Bukhdal. Hann hélt þar fyrirtaks fyrirlestra. Við skrifuð- umst lengi á, við Jörgen Bukhdal — en nú er kall orðinn blindur og lagstur í kör. Hann barðist alla tíð í fremstu fylkingu með íslending- um í handritadeilunni. Og þeir voru fleiri á Askov sem studdu ís- lendinga ákaft í þeirri baráttu. Einn af kennurunum var Jakob Appel sem í tvígang var mennta- málaráðherra Dana. Skólastjór- inn, J.Th. Arnfred, var einn þeirra sem færðu okkur á endanum handritin heim. Ég hitti hann ein- mitt þá, kallinn. Landi okkar, Bjarni Gíslason, tók einnig fljótt við sér í handritamá|inu og skrif- aði fjölda greina og flutti ótal fyrirlestra í þeirri baráttu eins og við vitum. g var tvo vetur á Askov. Sumarið á milli flæktist ég svolítið og brá mér meðal annars til Þýskalands. En svo eftir hann grein þar sem hann krafðist þess að Flateyjarbók yrði afhent íslendingum. Kamban var á hinn bóginn alþjóðlegur í anda. Það var líflegt félagslíf með ís- lendingum í Höfn á þessum árum og mjög náið í seinni heimsstyrj- öldinni. Þó það væri beljandi stríð útum allar jarðir, þá sluppu Danir vel frá þeim ósköpum og við Is- lendingarnir höfðum það flestir huggulegt. En þú komst heim? Já, ég hafði ekki séð ísland í 15 ár. Svo vildi ég koma bókum mín- um yfir á íslensku. Þar að auki langaði konuna mína mjög heim. Við höfðum gifst árið 1932, ég og Guðbjörg Sigurðardóttir. Én við vorum alls ekki ákveðin í að setj- ast að heima. Við héldum íbúðinni okkar í Kaupmannahöfn eins lengi og við máttum. En eftir að við vor- um einu sinni komin til íslands fórum við hvergi aftur. Ég tók til við að þýða bækur mínar á ís- lensku. Ég hafði skrifað þrjár skáldsögur á dönsku, sem heita: Máttur jarðar, Heiður ættarinnar og Jón Gerreksson. Þá hafði ég skrifað fjórar unglingabækur og voru m.a. teknir kaflar úr einni þeirra, Leyndardómi fjallanna, í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.