Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982 51 lestrarbækur fyrir unglingaskóla í Svíþjóð. Þá hafði ég skrifað ótölu- legan fjölda smásagna og þátta fyrir blöð og tímarit. Ég var svo lánsamur að fá útgefanda strax og ég kom heim. Fyrst Ragnar í Smá- ra en síðan Norðra. Næstu árin lifði ég af því að þýða bækur mín- ar á íslensku, en árið 1949 talaðist svo til með okkur Valtý Stefáns- syni að ég kynnti bækur í Mbl. með Kristmanni Guðmundssyni. Ég þekkti Kristmann vel. Hafði kynnst honum í Ósló á sínum tíma og svo bjó hann eitt ár í Kaup- mannahöfn. Af þessum bók- menntaskrifum hafði ég nokkrar tekjur í 7 ár. Svo gerðist ég rit- stjóri „Heima er best" árið 1952 og var það í fjögur ár. Um þetta leyti tók ég saman Valtý á grænni treyju. Var það fyrsta frumsamda skáldsagan mín á íslensku. Svo samdi ég leikrit uppúr henni sem var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu vet- urinn 1953 ur.dir leikstjórn Lárus- ar Pálssonar. Valtý á grænni treyju þýddi ég seinna á dönsku og kom sú þýðing út í Danmörku árið 1977. Allt gekk þetta semsé snurðu- lítið hjá mér. En svo veiktist ég hastarlega. í rúm tvö ár var ég spítalamatur, en alltaf var ég nú eitthvað að krota samt. Þeg- ar ég hafði náð mér af veikindum þessum gerðist ég bókavörður við Bæjarbókasafniö í Reykjavík. Ég sá um fullorðinsdeildina í Bú- staðaútibúinu þar til á miðju ári 1977 að ég varð að hætta fyrir ald- urs sakir. Ég kunni ákaflega vel við mig á bókasafninu og hefði ekkert haft á móti því að starfa þar lengur. En þó ég væri nú ekki fullan vinnudag á safninu, þá var það lýjandi samt og maður var ekki alltaf upplagður að setjast við skriftir að loknu dagsverki. Þó skrifaði ég fyrstu árin Jómfrú Þórdísi. Sú bók kom út árið 1964. Síðan er 18 ára þögn, ekki satt? Jú, síðan er 18 ára þögn. Það var ýmislegt persónulegt basl sem tók tíma manns þessi ár. Ég missti nú konuna og fleira kom í dæmið. En það er langt síðan ég byrjaði að safna drögum að nýrri skáldsögu. Hún á að gerast í Kaupmannahöfn í lok seinna stríðsins. Það mætti kalla hana heimildarskáldsögu. Ég hef viðað að mér geysimiklum föngum, ekki þó nóg og þyrfti að fara til Hafnar að leita frekari fanga. En ég hef einsett mér að klára þessa sögu. Hvað finnst þér um bókmenntir seinni tíma, Jón? Ég er nú ekki svo kunnugur seinni tíma bókmenntum íslensk- um eftir að ég hætti á safninu, en ég held mér sé óhætt að segja að það sé lægð í íslenskri skáldsagna- gerð. Það má segja að ekki sé von á öðru en lægð eftir risa eins og Halldór Laxness og Gunnar Gunnarsson. Og í mörgum löndum öðrum er svipaða sögu að segja. í Noregi hefur enginn komið í stað Ibsen, Björnson og Hamsun. Það eru vitanlega margir góðir höf- undar í Noregi — en engir afburðamennirnir. Svo er einnig um ísland. En við eigum mörg ágæt ljóðskáld, bæði hefðbundin svokölluð og þau sem yrkja í nýju formi. Jón Björnsson er nú kvæntur Grétu Sigfúsdóttur. Þau þekktust lítillega frá því í Kaupmannahöfn snemma á fjórða áratugnum — en hvenær urðu þau ástfangin? Ja, ætli við höfum ekki orðið ástfangin árið 1969, ef það er rétta orðið, en við giftum okkur ekki fyrr en 1972. Eg held nú að fólk verði ekki ástfangið á fullorðins- árum eins og ungt fólk, en þó má það vera. Það er meira spursmál um félagsskap, trúi ég, þegar árin taka að færast yfir. Það er ekkert verra fyrir fullorðið fólk en ein- semd. Jú, segir Jón Björnsson: Á sjötíu og fimm ára afmæli mínu er ég sáttur. Sáttur við Guð og menn. Að vísu hef ég aldrei orðið milli og aldrei átt bíl og aldrei ditt og datt. En ég er sáttur samt. Málverka- sýning í Keflavík JÓN Baldvinsson myndlistarmaður hefur opnað málverkasýningu í Keflavík og stendur sýningin til 21. mars. Sýningin er á Strandgötu 28. Á sýningunni eru 27 málverk, landslagsmyndir og annað. Allt sem er á þessari sýningu málaði Jón á síðasta ári. STANDIÐ ÞIÐ ÁTÍMAMÓTÖM ? BESTU ÓSKIRUM LÁNSAMA FRAMTÍÐ Allir þeir sem standa á þeim merku tímamótum aö veröa fjárráöa, eöa gangi þeir í hjónaband á því ári sem þeir hefja eöa Ijúka söfnun geta fengiö alveg sérstakt plúslán: Tímamótalániö. Mismunurinn er sá aö lánsfjárhæöin er 50% hærri en venjulegt plúslán. Endurgreiöslutíminn lengist tilsvarandi. Tímamótalán getur veriö verötryggt eöa ekki skv. ákvöröun lántaka. Erekki Útvegsbankinn einmitt banki fyrirþig? ÚTVEGSBANKANS ÞÚ SAFNAR OG BANKINN BÆTIR VIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.