Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982 Tyfburabræðurnir frá Hvíta Skarði Byrjuðu snemma Það voru aðeins 35 mínútur á milli tvíburanna þegar þeir komu í heiminn. Phil kom á undan en Steve á eftir. Þannig er það líka oftast í dag þegar þeir bræður etja kappi saman í svig- eða stórsvigs- keppnum víða um heim. En mun- urinn er bara ekki eins mikill. Nú skilja aðeins hundruðustu hlutar úr sekúndu. Þeir Phil og Steve eru eineggja tvíburar. Svo líkir eru þeir að með ólíkindum er. Það kemur oft fyrir að blaðamenn spyrja Phil og segja. „Hvað heldur þú um mögu- leika bróður þíns Phil?“ en þá kemur svarið: „Það er ég sem er Phil.“ Þeir bræður eru fæddir 10. maí árið 1957 og eru þeir ættaðir frá „Hvíta-skarði“ í Washington-ríki í Bandaríkjunum. En Washington- ríki er á vesturströnd Bandaríkj- anna. Ingemar Stenmark er 14 mánuðum eldri en þeir bræður. Faðir þeirra rak skíðaskóla og þeir hófu skíðaiðkun um svipað leyti og þeir lærðu að ganga. Frá þeim tíma átti skíðaíþróttin hug þeirra allan. Þegar þeim óx fiskur Þeir hjálpa hvor öðrum en eru samt keppinautar af kostgæfni fyrir keppnistímabil- ið í vetur og æft um sumartímann á Nýja Sjálandi þol, þrek og lyft- ingar. Það er ekki bara nóg að renna sér á skíðum. Steve, sem er nýgiftur, er upp- tekinn við að byggja sér hús í Arizona, þar sem hann ætlar að búa í framtíðinni. En Phil er piparsveinn og nýtur lífsins í rík- um mæli þegar hann er ekki á keppnisferðum víða um heim. Phil segist ekki vera í giftingarhugleið- ingum. Báðir hafa þeir orðið mikl- ar tekjur af skíðaíþróttinni, og lifa því góðu lífi. Og eftir stóra sigra á síðasta keppnistímabili sækjast mörg stór auglýsingafyrirtæki eftir að fá þá í vinnu. Láta þá auglýsa allt frá raksápu upp í bíla. Það gefur góðar tekjur. í framtíð- inni hafa þeir áætlanir um að koma á laggirnar góðum skíðastað fyrir almenning og stunda þar skíðakennslu eins og faðir þeirra gerði. Mikil keppni á milli tvíburanna Það hefur ávallt verið mikil keppni á milli tvíburanna. Frá því að þeir muna fyrst eftir sér hafa þeir verið að keppa. Alveg sama hvað þeir tóku sér fyrir hendur, það þurfti alltaf að vera keppni hvor myndi gera betur eða hvor yrði á undan. Sem dæmi má nefna að árið 1981 þurfti Phil að sigra í einni svigkeppni til viðbótar til að ná heimsbikartitli í fyrsta sinn. Þetta var í Búlgaríu. En hvað skeði? Jú, tvíburabróðirinn var ekki á því að gefa sitt og barðist fyrir betri tíma en bróðir. Og í síðari umferð- inni tókst honum það. Hann náði betri tíma og sigraði. Phil varð að sætta sig við annað sætið og að hreppa ekki heimsbikartitilinn um hrygg, aðstoðuðu þeir föður sinn við skíðakennsluna. Hæfileikar þeirra komu fljótt í ljós. Þeir þóttu bera af jafnöldrum sínum og keppnisskap þeirra þótti einstakt. Þeir létu ekki sinn hlut fyrr en í fulla hnefana og gáfu aldrei eftir. Tóku mótlæti vel, það virtist herða þá í hverri raun. Hófu alþjódlega keppni árið 1976 Árið 1976 hófu þeir bræður að keppa í alþjóðlegum mótum í Evr- ópu. Það þótti nokkrum tíðindum sæta að Bandaríkjamenn skildu koma með jafnframbærilega skíðamenn. Fljótt fóru þeir bræð- ur að láta til sín taka á stórmót- um. Phil var allan tímann atkvæðameiri og gekk betur. En Steve var sjaldnast langt undan. Phil náði svo að sigra í heimsbik- arnum árið 1980—1981 og aftur á keppnistímabilinu sem er að ljúka, 1981-1982. Steve kom nokkrum sinnum mjög á óvart og náði tvívegis fyrsta sæti í svigkeppni. Sigraði þá meðal annars sjálfan Sten- mark, en það þykir mikið afrek þegar um svig er að ræða. Hjálpa hvor öðrum en eru þó keppinautar Samvinna þeirra bræðra er ann- áluð. Þrátt fyrir að þeir séu keppi- nautar hjálpa jjeir hvor öðrum eins og nokkur kostur er. Það bregst ekki í alþjóðlegum mótum, að sjá má þann sem fyrr hefur farið brautina með lítið labb- rabb-tæki að gefa þeim sem uppi er og á brautina ófarna upplýs- ingar um aðstæður. Hvernig rennslið er. Hvaða hlið eru erfið- ust og svo framvegis. Það eru ein- mitt þessar upplýsingar sem oft eru þungar á vogarskálunum þeg- ar verið er að berjast við hundr- aðshluta úr sekúndu. Þetta uppá- tæki þeirra hefur fært þeim marga sigra. Þeir aðstoða hvorn annan við að smyrja skíðin, yfir- fara bindingar o.fl. Þeir hafa ekki aðra aðstoðarmenn en sig sjálfa. Enda má segja að hjörtu þessara eineggjuðu tvíbura slái í takt, svo vel þekkja þeir orðið til hvors ann- ars. Eitt sinn fór Phil einn til keppni í Evrópu. En þá gekk honum illa. Það vakti tnikla athygli í heimi skíðamanna og skíðaáhuga- fólks þegar fram kom skíðamaður sem ógnaði veldi skíða- kóngsins Ingemar Stenmark. Það var fyrst í fyrravetur sem ungur Bandaríkjamaður tók heimsmeistaratitilinn af Sten- mark. Phil Mahre varð efstur í stigakeppni heimsbikarsins og í ár endurtók hann sama leikinn. Það sem Phil Mahre hefur fram yfir Stenmark er að hann keppir líka í bruni og krækir sér þar í dýrmæt stig í hinni hörðu keppni. En Phil Mahre er ekki einn um að veita Stenmark keppni í skíða- brekkunum. Tvíburabróðir hans Steve er ekki langt undan. Og í vetur var það hann sem kom verulega á óvart í tvígang er honum tókst að sigra bæði bróður sinn og sænska skíða- kónginn. En hvaðan eru nú þessir tveir kappar sem eru svo líkir að erfitt er að þekkja þá í sundur. Heimsbíkarkeppninní (’80—'81) er lokiö og þeir bræður samgleöjast. Phil, sigurvegarinn, númer 11, og Steve, númer 16, en hann hafnaöi í fjóröa sæti. Phil Mahre i fullri ferö ókveöinn í aö gefa ekki sitt. Hann sagði eftir á: „Mig vantaði Steve. Ég saknaði hans allan tím- ann. Bæði sem bróður og keppi- nautar." 40 sinnum yfir Atlantshafið „Við erum orðnir þreyttir á því að keppa mikið í Evrópu. Á keppn- istímabilinu sem er að ljúka höf- um við þurft að fljúga 40 sinnum yfir Atlantshafið. Það er ansi mik- ið“, sagði Steve í spjalli við blaða- menn fyrir skömmu. „Það er mikil þreyta sem kemur í okkur eftir erfið keppnistímabil eins og í vet- ur. Núna verðum við hvíldinni fegnir," bætti Steve við. Þeir höfðu báðir undirbúið sig fyrr en í næstu keppni. Já, það er ekkert gefið eftir. Phil Mahre er mesti keppinaut- ur Ingemar Stenmark í dag. Þrátt fyrir að Stenmark sigri oftar í svigi og stórsvigi, nær Phil sér bara í stig í brunkeppnunum. Þar er hann ekki að keyra af einhverju ofurkappi. Heldur lætur sér nægja að safna nægilega mörgum stigum til að vinna heimsbikarinn. Phil segir sjálfur að sjálfsagt eigi hann heimsmet í því að verða í öðru sæti í stórmótum í skíðaíþróttinni. En hann sé ekki búinn að segja sitt síðasta orð í skíðaíþróttinni. „Ég á enn mikið inni og ég ætla mér að láta það koma í ljós,“ segir skíðakappinn Phil Mahre frá „Hvíta-skarði". Samantekt ÞR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.