Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982 Jfé Pottarím Umsjón: SIGRUN DAVÍÐSDÓTTIR BrauA er fjarska mikilvæg uppi- staða í daglegu fæði okkar, eða ætti a.m.k. að vera það. I»ví midur hefur brauðiO orðið fyrir barðinu á megrunarpostulum ýmiss konar, og verið úthrópað sem fitandi. Brauðið sjálft er ekki svo fitandi ef hægt er að stilla sig um að nota það aðeins sem undirtyllu undir alls kyns feitmeti. Gróft brauð er nauðsynlegt fyrir meltinguna. I*að gerir fæðuna í meltingarveginum ekki eins þétta, þannig að hún gengur greiðlegar í gegnum okkur. Oneitanlega gagnlegt, ekki satt? Hér á eftir fara tvær brauð- uppskriftir. Sú fyrri hentar einkar vel sem venjulegt brauð. Sú síðari hentar vel í smábrauð, t.d. til að hafa með mat eða hafa sem meðlæti með te eða kaffi. Gott brauð er ómissandi á köku- borðið... Brauð er gott að frysta. Smá- brauð getið þið þítt með því að stinga þeim frosnum í heitan ofn og láta þau þiðna þar og hitna í gegn. Um leið og þið setjið þau í ofninn bregðið þeim þá undir kaldavatnsbununa og setjið á grind í ofninn. Grind, svo brauð- ið standi ekki í bleytu, heldur þorni vel að utan og hitni jafnt. Á þennan hátt verður brauðið eins og nýtt. Reyndar er hægt að nota sömu aðferð til að fríska upp á gamalt brauð. Stærri brauð er bezt að láta þiðna við stofuhita. Ef ykkur lízt svo getið þið hitað þau upp þegar þau eru full þiðnuð. Það má nota margt gott í brauð, svo það er auðvelt að búa til margvíslegt brauð. Ymislegt mjölkyns fæst. Notið gjarnan óhvíttað hveiti. Coop-hveiti sem fæsti í Kaupfélögum, SS-búðinni á Háaleiti og víðar, er afbragð. Óskandi að meira sæist af mjöli frá því fyrirtæki. I Náttúru- lækningabúðinni fæst steinmal- að heilhveiti. Einnig í SS-búð- inni Háaleiti frá ensku fyrirtæki sem heitir Prewett’s. Þar er til bæði fínmalað hveiti í hvers kyns bakstur og svo 100% heil- hveiti, þ.e. hveiti sem ekkert er sigtað úr af klíði og kími. I Kornmarkaðnum fæst einnig stundum bandarískt steinmalað hveiti. Þar fæst líka stundum valsað hveiti, rúgur og aðrar korntegundir. Kornið er þá sett heilt milli valsa og kemur út sem flögur, þ.e. kornið er brotið upp. Mjög gott í brauð og reyndar grauta og morgunverðarblöndur líka, þ.e. „Musli" eða musl. Svolítið af heilu hörfræi eða sesamfræjum er góð viðbót. Einnig sólblóma- fræ. Hunang gefur gott bragð í brauð. I Náttúrulækningabúð- inni og Kornmarkaðnum fæst maltextrakt. 1—2 msk af því er feiki góð viðbót í brauð. Þið get- ið þá blandað þvi í vatnið. Vökvi er ómissandi í brauð. Það er handhægast að nota vatn úr krananum. Súrmjólk og mjólk, undanrenna og léttmjólk eru einnig góðir kostir. Þið getið notað þessa vökva eingöngu, blandað þeim saman á einhvern hátt eða blandað þá vatni. Pressuger er tvímælalaust bezt í brauð. Þurrger finnst mér henta betur í kökur. Ýmsir bak- arar eru svo vinsamlegir að selja ger. Það er sannarlega þakkar- vert... Möguleikarnir eru margir í brauðbakstrinum. Þið getið haldið ykkur við uppskrift, hald- ið hlutföllunum milli vökva, mjöls og gers, en breytt um vökva og mjöl eftir þvi sem ykk- ur sýnist. Það má segja margt gott um brauðbakstur. Þegar þið komist upp á Iagið að breyta til við brauðbakstur, þá komist þið ör- ugglega að því að brauðbakstur er með skemmtilegri matverk- um. Sköpunargáfan getur fengið að njóta sín óheft. Og krökkum finnst gaman að fylgjast með bakstrinum og móta deigið ... Góða skemmtun. Fræbrauð Þetta brauð á að geymast vel. Það er búið til á annan hátt en gengur og gerist með brauð, lík- ist meira súdeigsbrauði. Fyrst er Gott og vænt brauð svolítið mjöl og vatn lagt í bleyti ásamt geri. Eftir að blandan hefur staðið í um sólarhring er meira vatni og mjöli blandað í, auk malts eða hunangs og gjarn- an einnig krydd, og sjálft deigið búið til. Þið getið breytt til eins og áð- ur er sagt. Því meira rúgmjöl sem sett er í brauðið, því þéttara verður það og blautara. Hveiti gerir brauð létt. Heilhveiti gerir brauð þurrara. Rúgsigtimjöl er blanda af rúg og hveiti. Þetta er frábært mjöl, en sést því miður sárasjaldan. Grípið það ef þið sjáið og notið í brauð. Þið verðið ekki svikin af því. Rúgsigtimjöl er m.a. notað í normalbrauð. Þið getið mótað smábrauð úr uppskriftinni hér á eftir, en hún er þó einkum hugsuð í venjulegt brauð. Þið getið mótað það í kringlótt brauð, eða flatt það út, rúilað upp og búið til aflangt brauð. Brauðið verður léttara ef það er rúllað upp á þennan hátt en ekki aðeins mótað í lengju. Þið sjáið greinilega á endum formbrauða í búðum að þau eru rúlluð upp. 2 dl vatn 2 dl rúgmjöl um 1 tsk. pressuger, þ.e. lítill moli. 1. blandið þessu saman og lát- ið standa á eldhúsborðinu í um sólarhring. Ef blandan stendur mikið lengur verður hún tölu- vert súr. Það fellur ekki í allra smekk, því bragðið af brauðinu verður nokkuð súrt. Ef blandan stendur óvart svo lengi, getið þið hellt helmingnum af og notað i aðra uppskrift, hvaða brauð- uppskrift sem er. Bætið þá 1 dl af vatni við 5 dl hér á eftir. Þið getið einnig tvöfaldað þessa uppskrift hér, ef blandan verður of súr. 5 dl vatn 2 dl hörfræ (1—2 tsk salt eftir smekk) 1—2 msk steytt eða malað kúm- en (Caraway seeds) 1 msk. maltextrakt eða hunang 4 dl rúgmjöl 1 dl. heilhveiti, gjarnan stein- malað gróft um 13 dl hveiti, helzt óhvíttað hveiti. 2. Hellið vatninu, hörfræjun- um, saltinu (ef þið notið það), kryddinu, maltinu eða hunang- inu, rúgmjölinu og heilhveitinu saman við blönduna frá degin- um áður. Hrærið vel í, svo þetta samlagist og látið það gjarnan standa í um 10—15 mín. Ef þið eruð að undra ykkur á hvers vegna haft er svo lítið ger í brauðið þá er skýringin sú að þegar gerið stendur í rúgmjölinu og vatninu gerjast deigið og verður ein allsherjar gerblanda, sem lyftir svo öllu deiginu. 3. Bætið nú hveitinu í, fyrst um 10 dl og síðan eftir þörfum þar til þið hafið samhangandi deig sem er auðvelt að hnoða. Það er þægilegt að hnoða deigið fyrst í vél, t.d. handþeytara og hnoða síðan á borði. Þegar þið hnoðið á borðinu er afar gott að strá maísmjöli á borðið svo deig- ið festist ekki við. Maísmjöl heldur borðinu þurrara heldur en hveiti gerir. Hrísmjöl gerir sama gagn. Þegar þið hafið hnoðað deigið vel þá setjið þið það í skál eða plastpoka, breiðið yfir það og látið það standa í um 4—8 klst. Það verður mun betra þegar það fær að lyfta sér svo lengi í ró og næði. 4. Þegar deigið hefur lyft sér vel og rækiiega er það hnoðað aftur, mótað og sett á plötu eða í form. En það rennur ekki út þeg- ar það er bakað, svo form er ekki nauðsynlegt. Þið fáið 2 stór brauð eða 3 minni úr uppskrift- inni. Látið nú deigið lyfta sér en þar til það er orðið vel útblásið og fallega lagað. Það tekur um 1 klst. eða svo. 5. Setjið ofninn á 200° 6. Þegar ofninn er orðinn heit- ur og brauðið hefur lyft sér vel, þá setjið það inn á neðstu rim. Ef þið rennið ofnskúffu undir með heitu vatni í, verður brauð- ið með mýkri skorpu og rakara en ella. Látið nú brauðið bakast í 1—114 klst., eða þar til að er fallega brúnt að utan og gefur frá sér holhljóð þegar bankað er í það. Ef brauðið er stórt veitir ekkert af 1 14 klst. 7. Takið bakað brauðið út úr ofninu og látið það kólna á grind eða standandi upp á glasi. Hafið gjarnan hreint stykki yfir brauðinu. Ef þið ætlið að frysta brauðið, þá látið það fyrst kólna alveg áður en það er sett í fryst- Hafið í huga að þó drjúgur tími líði frá því þið byrjuðuð að baka og þar til þið haldið á bök- uðu brauðinu, þá eru ekki mörg handtök við brauðbaksturinn. Smábrauð Hér á eftir fer ofur venjuleg uppskrift af grófu brauði, sem hentar vel við hin ýmsustu tæki- færi. Uppskriftin er stór en það er varla frágangssök að baka nóg til að frysta líka ... Utaná brauðið er gott að segja sesamfræ, kúmen, hörfræ eða t.d. hveitiflögur, eða einhverja blöndu af þessu. Eins og þið sjíð hér á eftir er auðvelt að festa slíkt með hveitilími, þ.e. blöndu af hveiti og vatni. Hveitiblandan verður alveg glær við bakstur- inn. Ef ykkur sýnist svo, getið þið sett salt saman við hana, hún gefur þá bragð í brauðið. Uppskriftina getið þið auðvit- að notað sem hugmynd, haldið hluföllum vökva, mjöls og gers en bætt í því sem hugurinn girn- ist í það og það skiptið ... 25 gr. ger V-i vatn (salt og/eða krydd eftir smekk) 1—2 msk. maltextrakt 2.14 dl rúgmjöl, gjarnan gróft um 11 dl hveiti. 1. Hrærið öllu saman nema hveitinu. Ef deigið á að lyfta sér hratt, þá velgið vatnið upp í um 37°. En ef ykkur liggur ekkert á, útbúið t.d. deigið um morguninn og ætlið að baka það um kvöldið, þá notið kalt vatn og látið lyfta sér hægt. Það gefur býsna góðan árangur. Blandið nú um 10 dl af hveiti í og hrærið þar til deigið hangir saman. Bætið hveiti í eft- ir þörfum. Látið nú hnoðað deig- ið standa þar til það hefur lyft sér vel og rækilega. 2. Hnoðið deigið og mótið það. Þið getið mótað það í löng og mjó brauð, bollur eða kringlur. Það er einnig hægt að fletja deg- ið út í mjóa lengju, brjóta hana í þrennt eftir endilöngu líkt og vínarbrauð og skera í lítil brauð. Þau verða þá kubbsleg, lyfta sér vel og það er auðvelt að taka þau í sundur og smyrja. 3. Setjið ofninn á 250°. 4. Blandið saman 1 hluta af hveiti og 3 af vatni. Penslið þessu á brauðin, stráið því á sem ykkur lízt bezt, látið síðan svo- lítið af hveitiblöndunni drjúpa á brauðin og stingið þeim inn í heitan ofninn. Brauðin eru ekki nema um 15 mín. að bakast. Fylgist með þeim í ofninum því bökunartíminn fer eftir stærð þeirra. Já ilmurinn er indæll og bragðið eftir því... Ef ykkur liggur á eða viljið fá brauð sem eru svolítið þurr og með fremur stórum götum innan í, þá hrærið þið deigið eins og venjulega og mótð þau beint á plötuna. Látið nú brauðin lyfta sér vel á plötunni og bakið þau síðan eins og áður er Iýst. Þið sleppið sem sé að láta deigið lyfta sér ómótað í skálinni. Þið getið auðvitað penslað brauðin eins og ykkur lízt bezt. Brauð bakað á þennan hátt er afbragð með osti, ekki sízt gráðaosti og camenbert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.