Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982 75 fjármögnuð með myndarlegu fjár- framlagi viðkomandi sveitarfélags og sýslusjóðs. Síðan er leitað til fyrirtækja á staðnum og ýmissa sjóða um stuðning, ávallt við góð- ar undirtektir. Því er ekki að neita að oft hefur verið erfitt að kljúfa kostnaðinn, sem stundum hefur farið um eða yfir hundrað þúsund krónur. Samt hefur yfirleitt geng- ið vel að láta enda ná saman. Dýr- asta mótið var á Akureyri, sem gerði það að verkum að halli varð á helgarskákmótunum 10, eða um 1000 krónur að meðaltali. Tímarit- ið Skák færir hann væntanlega með auglýsingakostnað." Hversu mörg helgarmót hafa nú farið fram og hvar hafa þau verið haldin? „Nú hefur farið fram ein tylft helgarskákmóta. Þau hófust í júní 1980 í Keflavík og síðan var teflt í Borgarnesi, ísafirði og Bolungar- vík, Húsavík, Akureyri, Neskaup- stað, Vestmannaeyjum, Vík í Mýrdal, Sauðárkróki og Grímsey. Sem fyrr segir ætlaði ég aðeins að halda 10 mót, en vegna fjölda áskorana taldi ég mér ekki fært annað en sinna þeim stöðum sem langaði til að fá mót og ákvað því að bæta fimm mótum við. Sá mæl- ir er löngu sprunginn. Næsta hrina hófst á Hellissandi og síðan var teflt í Höfn í Hornafirði." Eftir fyrstu tíu mótin var fyrir komulaginu breytt. Hvernig hefur sú breyting tekist og í hverju er hún fólgin? „Upphaflega var keppnisfyrir- komulagið þannig að keppendur höfðu eina og hálfa klukkustund hvor fyrir fyrstu þrjátíu leikina og síðan hálftíma til að ljúka skák- inni. Þá voru tefldar sex umferðir. Nokkur umræða var ávallt í gangi um þetta atriði í fram- kvæmd helgarmótanna. Það varð til þess að rétt þótti að reyna nýtt fyrirkomulag við næsta áfanga, sem hófst á Hellissandi. Umferð- unum var fjölgað upp í níu, en nú er umhugsunartíminn aðeins ein klukkustund á hvorn keppanda fyrir alla skákina. Vissulega hafa menn efasemdir um þetta fyrir- komulag eins og hitt, þannig að vel má vera að enn verði breyting á, enda æskilegt að halda mótun- um síungum." Hefurðu verið ánægður með að- sóknina að mótunum? „Yfir höfuð hef ég verið ánægð- ur með þátttökuna, hún hefur oft farið fram úr björtustu vonum, en aðsókn áhorfenda hefur aftur á móti verið mjög mismunandi. Þrátt fyrir talsverða umfjöllun virðist svo sem mótshaldið hafi farið framhjá fólki á stundum. Þetta hefur þó lagast eftir því sem mótunum fjölgar og víst er að oft hef ég verið kvaddur með þeim orðum að næst kæmi fjölmenni." I framhaldi af þessu, hvað kostar að vera með í helgarskákmóti fyrir fólk á höfuðborgarsvæðinu? „Það fer auðvitað eftir því hvar er teflt hverju sinni, en það hefur jafnan tekist góð samvinna við þá sem farþegaflutninga stunda, hvort sem er á sjó, landi eða í lofti. Til vísbendingar fyrir væntanlega þátttakendur er kostnaður fyrir hvern þeirra yfirleitt aðeins 30—50% af því sem ferð og gisting myndi kosta ef viðkomandi ferð- aðist á eigin vegum." Þú hleyptir helgarmótunum af stað upp á eigin spýtur, en eftir mót- ið í Keflavík varð Skáksamband ís- lands einnig aðili að mótunum. Hvernig hefur samstarfið gengið? „Já, eftir fyrsta helgarskákmót- ið hafði dr. Ingimar Jónsson for- seti SI samband við mig og bauð fram samvinnu Skáksambandsins. Sú samvinna hefur síðan byggst á því að þeir reyna að mæta óskum mínum sem framkvæmdastjóra mótanna um mótshaldið án þess að hafa afgerandi áhrif á gang mála. Þannig hafa þeir alltaf boð- ið einhverjum tveimur ungmenn- um á hvert mót og lánað töfl og klukkur svo eitthvað sé nefnt." Ilafa mótunum verið gerð góð skil í fjölmiðlum? „Blöðin og útvarpið hafa staðið sig vel en ég tel sjónvarpið hafa brugðist. Sterkustu skákmenn þjóðarinnar hafa verið að tefla á mótunum og sum þeirra eru sterk- ustu skákmót sem nokkru sinni hafa verið haldin með innlendri þátttöku eingöngu. Samt hefur sjónvarpið notað hinar fáránleg- ustu afsakanir til að komast hjá því að birta fréttir frá mótunum. Jafnvel þegar fréttaritarar þess úti á landi hafa viljað senda fregnir hefur þeim verið hafnað og fréttamann sinn á Neskaupstað leituðu þeir uppi áður en mótið hófst til þess að banna hpnum að senda fréttir af þeim! Á fyrstu þrjú mótin í Keflavík, Borgarnesi og Bolungarvík—ísafirði var ekki minnst í sjónvarpinu, en á hverju þeirra voru þó fimm alþjóðlegir titilhafar meðal þátttakenda." Hvert helgarmótanna ert þú ánægðastur með? „Þótt öll séu mótin minnisstæð, hvert á sinn sérstaka hátt, þá seg- ir það sig nærri sjálft að Gríms- eyjarmótið skaraði fram úr. Ferðin til Grímseyjar var jú umvafin ævintýrablæ skákeyjunn- ar og goðsögu hennar." Viltu rifja upp eitthvert skemmti- legt atvik frá mótunum? „Þau eru auðvitað svo fjölmörg og ógleymanleg, t.d. kaffiboð kvenfélagsins í Vík þar sem deilt var um höfund Njálu. Þar hélt Jón Gíslason fræðimaður fróðlegt er- indi um sögusvið Njálu og kenn- ingar um það hver hafi verið höf- undur hennar. Okkar víðfrægi Benóný var ekki á sama máli og Jón í því efni. En einmitt í þessari sömu ferð höfðum við í fyrsta og eina skiptið leiðsögumann með okkur þar sem Jón Gíslason var, en hann er sjálfsagt einhver fróðasti maður um staðhætti og sögu Suðurlands. Það sannast best á því að á leið- inni frá Reykjavík til Víkur lýsti Jón landslagi og kennileitum án nokkurs hiks, þótt hvergi sæist út úr langferðabílnum sakir þoku og rigningar. Skákmenn fundu þó ráð við því og ákváðu að fara þessa leið í betra veðri síðar og rifja upp frásögnina. Kemur þar að góðum notum frábært minni skákmanna. En hvert mót á auðvitað sín skemmtilegu atvik, bæði á tafl- borðinu og utan þess. Skáklega eru mér einna minnisstæðust lok- in á úrslitaskák Jóns L. Árnason- ar og Dan Hanssonar á Hellis- sandi þar sem allt var til staðar, frábærlega flókin og vel tefld skák, mikið tímahrak og snilldar- leikir, ívafðir afleikjum í réttu hlutfalli." Það hafa gengið miklar þjóðsögur um skákáhuga íslendinga, bæði hérlendis sem erlendis. Telur þú að við séum jafn miklir taflmenn og af er látið eftir reynslu þína af helg- arskákmótunum? „Tvímælalaust! Hvar sem ég hef farið um landið með helgarskák- mótin hef ég orðið var við geysi- legan skákáhuga, bæði við undir- búning og framkvæmd mótanna. Þá virðist mér sem mjög vel sé fylgst með skákdálkum og skák- fréttum í blöðunum og í þeim fáu tilvikum að menn sem ég hef hitt hafa haldið því fram að þeir kynnu ekki mannganginn hafa þeir viðurkennt hið gagnstæða við nánari eftirgrennslan. í mínum huga blandast enginn efi þeirri fullvissu að hvergi í ver- öldinni séu jafn fáir einstaklingar þjóðar ókunnugir skáklistinni og hér, enda eigum við íslendingar að vera stoltir af því hvernig skák- listin er okkur í blóð borin og halda því óspart á lofti. Til sannindamerkis um þetta má geta þess að Rússar hafa hælt sér af því að eiga flesta titilbera allra skákþjóða, eða um 160 tals- ins. En vel að merkja losa þeir 250 milljónir íbúa og í samanburði við íslendinga, sem eiga nú 7 titilhafa, ættu þeir að eiga 7000 slíka til að standa okkur jafnfætis og hana- nú!“ Að lokum, Jóhann Þórir. Þú ert þekktur, a.m.k. á meðal skákmanna fyrir að hafa mikið á prjónunum. Hvað er nú framundan, halda helg- armótin áfram og verða þau jafntíð og verið hefur? „Að gefnu tilefni vil ég enn und- irstrika að ég hef litið svo á, að mitt hlutverk sé fyrst og fremst að halda úti skáktímaritinu og fá, þegar vel árar, einhverjum skák- bókmenntum snúið á íslenska tungu, en skákmótahald eigi eðli sínu samkvæmt að vera í höndum skákhreyfingarinnar í landinu. Hitt er svo annað mál að ég hef á undanförnum árum stundum fall- ið í þá gryfju að benda á í Skák- blaðinu hvað betur mætti fara og hvað mætti gera til eflingar skák- listinni. Þegar ég fæ síðan það svar frá skáksamtökunum að til- lögur mínar séu óframkvæman- legar stend ég frammi fyrir því að framkvæma þær sjálfur ellegar sætta mig við að vera talinn fara með fleipur eitt. Þannig hef ég lagt á brattann með ýmislegt og nú síðast með helgarskákmótin. Vinsældir þeirra hafa orðið mér mikið ánægjuefni og einhvernveginn hefur það orðið fast í mönnum að þetta séu mín mót og það væri að ryðjast yfir á mitt verksvið að taka við. Auðvitað eru slíkar ályktanir alrangar og best væri ef félögin í héraði sameinuðust með Skáksambandinu í að halda fán- anum á lofti. Eins og áður er getið ætlaði ég aldrei að sanna tilverurétt hug- mynda minna með fleiri en tíu mótum, en frammi fyrir spurning- unni hvers þeir eigi að gjalda sem ekki hafa fengið mótin, finnst að- eins eitt svar: Halda fleiri mót! Eru einhverjar fleiri nýjungar á döfinni? „Ég hef nú um nokkurt skeið verið að brjóta með mér að halda 15 mínútna mót í Laugardalshöll- inni næsta haust þar sem keppt yrði að því að koma þátttakenda- fjöldanum í tvö þúsund manns. Ef einhverjum finnst það vera há tala, má segja frá því að í firma^ og stofnanakeppnunum sem SÍ gekkst fyrir, fyrir u.þ.b. 20 árum, voru þátttakendur meira en 600 talsins og áhuginn hefur vaxið mikið síðan. Hugmyndin byggist á því að keppnin verði firmakeppni þar sem hver stofnun eða fyrirtæki má senda eins marga keppendur og þeir telja sér fært, allt frá ein- um og uppúr og keppnin því allt frá einmenningskeppni til fjöl- mennrar sveitakeppni og allir tefla í sama mótinu, sem yrði haldið á einum degi. Einn draumurinn er að setja upp skákskóla í eiginlegri merkingu, þar sem okkar snjöll- ustu skákmeistrar tækju að sér kennslu einstaklinga eða hópa. Fyrir slíka starfsemi er húsnæði nú þegar til staðar. Skákferðalög til útlanda hafa ávallt heillað mig og ég hef nú staðið fyrir tveimur slíkum. í því sambandi er skemmtilegast að fá 15—20 manna hóp til keppni við sambærilegan fjölda einhvers staðar erlendis, samanber Prag- förina árið 1972, sællar minn- ingar. Þá miða ég ekki við að um sé að ræða neitt eiginlegt úrvals- lið, heldur menn sem langar til að sameina skák og skemmtiferð. Þannig hefur talsverðu púðri verið eytt í hugsanlega Búlgaríuferð.“ Með þessum orðum var hug- myndabanka Jóhanns Þóris lokað að sinni, því síminn hringdi og viðmælandi okkar skipti fyrir- varalaust yfir í skákmál, enda greinilega skákmaður á hinum enda línunnar. Við þökkuðum því fyrir skemmtilegt spjall og fróð- legar upplýsingar, en um leið og við kvöddum heyrðist mér Jóhann segja í símann: „Þú áttir að fórna biskupnum á f7, hugleysinginn þinn!“ MP Það hefur orðið fóst venja að heiðra nokkra forvígismenn skákhreyfingar innar í lok hvers helgarmóts. Á mótinu á Akureyri voru þrír menn heiðraðir fyrir áratuga störf í þágu skáklistarinnar. Frá vinstri á myndinni: Jóhann Þórir og síðan þeir Albert Sigurðsson og Jón Ingimarsson, fyrrverandi formenn í Taflfélagi Akureyrar, Margeir Sigurjónsson, stuðningsmaður skákhreyfingarinnar í áratugi og lengst til hægri er Ingimar Jónsson, núver andi forseti Skáksambands Islands. Jón Ingimarsson er nú látinn. Frá Akureyrarmótinu. Benóný Benediktsson og Helgi Ólafsson tefla eina af minnisstæðustu skákum helgarmótanna. Þeir hafa báðir sett svip á mótin, hvor á sinn hátt, og tekið þátt í flestum þeirra. Sýnir í Ás- mundarsal LEIKFLOKKUR Hvammstanga sýnir „Stundarfrið" í félagsheimil- inu á Seltjarnarnesi kl. 16.00 í dag, ekki í kvöld eins og sagði hér í blaðinu á föstudag. Ér beðist vel- virðingar á þessari misritun. Frjáls fjölmiðlun hf. kaupir Videoson: Reynt að kaupa innlenda þætti Fyrirtækið Frjáls fjölmiðlun hf., sem rekur Dagblaðið og Vísi, hefur keypt allt hlutafé fyrirtækisins Videoson, sem rekið hefur myndbandakerfi í Reykjavík og víðar. Var gengið frá kaupunum sl. fimmtudagskvöld og sagði Hörður Einarsson fram- kvæmdastjóri og útgáfustjóri að ákveðið hefði verið að kaupverðið yrði trúnaðarmál. Hörður Einarsson sagði að eitt fyrsta verkefnið væri að ganga frá öllum réttindum varðandi efni sem sýnt yrði og ekki yrði sýnt annað en það sem full réttindi væru fyrir, en ekki væri enn hægt að segja nákvæmlega hvernig rekstri fyrirtækisins yrði háttað. Yrðu t.d. teknar ákvarðanir varð- andi starfsmenn Videoson nú eftir helgina. Þá sagði Hörður að fyrst um sinn yrði nafninu Videsoson haldið. Einnig nefndi hann að reynt yrði að auka hlut innlends efnis og mætti ímynda sér að hægt yrði að kaupa þætti af innlendum kvikmyndagerðarmönnum. Fyrirhugað er að opna eftir helgina skrifstofu að Síðumúla 8 þar sem auglýsingadeild Dag- blaðsins og Vísis er til húsa og mun Jóhannes Reykdal tækni- stjóri DV veita henni forstöðu fyrst um sinn. Passíukórinn í Akureyrarkirkju PASSÍUKÓRINN á Akureyri Bytur oratoríuna Messías eftir Georg Friedrich Hándel í Akureyrarkirkju nk. þriðjudag 16. marz kl. 20.30. Strengjasveit Tónlistarskólans niun aðstoða ásamt félögum úr Sinfóníuhljómsveit Islands. Kon- sertmeistari er Paula Parker. Semballeikari Helga Ingólfsdóttir. Einsöngvarar eru: Sigrún Gests- dóttir sopran, Rut Magnússon alt, Garðar Cortes tenor, Halldór Vilhelmsson bassi. Stjórnandi Ro- ar Kvam. Tónleikarnir verða ekki endur- teknir, og er forsala aðgöngumiða hafin, og fást þeir í Bókaverzlun Jónasar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.