Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982 77 ÓLAFUR Skúlason heitir fram- kvæmdastjórinn á Broadway- skemmtistaðnum. Nýkominn í bæinn eftir rúm tvö ár sem hótelstjóri á Húsavík. — Ég kunni mjög vel við mig á Húsavík, segir Ölafur í stuttu spjalli: Það var sérstaklega Mölin kallaði ánægjulegur tími og margs að minnast. Þar kynntist ég ekki öðru en afbragðs fólki og hótel- ið var í fyrirtaks ástandi. En það var aldrei ætlunin að dvelja lengi á Húsavík. Ég er fæddur og uppalinn á Mölinni og þar á ég heima. Mér líst ljómandi vel á mig hér á Broadway. Gestirn- ir sýnast ánægðir og erlendir skemmtikraftar, sem hér troða upp ljúka miklu lofsorði á allt og alla hér — svo betra getur það ekki verið. Starf mitt er að vísu nokkuð annað en á Húsa- vík, en líflegra, býst ég við, því veturnir voru ansi daufir nyrðra. Svo einkennilegt sem það nú er, þá sækja Islendingar fremur í skíðastaði erlendis en í þessa fyrirtaks aðstöðu sem er til dæmis norður á Húsavík. En mér líkar stórvel í þessari nýju stöðu hér. Það jafnast þó ekki á við Gullfossárin? Vissirðu það líka! Já, ég var aðstoðarbryti á Gullfossi í tólf ár frá 1961 — 1973. Það var ein- stakur tími. Vonandi að íslend- ingar eigi eftir að eignast sitt eigið skemmtiferðaskip áður en langt um líður. Það er rekstr- argrundvöllur fyrir slíku skipi, ef það er staðsett í Miðjarðar- hafi á vetrum og síðan flogið með farþegana, eins og þeir gera Þjóðverjarnir. Jú, það myndi að sjálfsögðu freista, ef manni stæði til boða brytastarf á íslensku skemmtiferðaskipi. En það hefur ýmislegt breyst og óneitanlega er starfið hér á Broadway mjög spennandi. Sómakonur MYNDIN birtist nýverið í Lögberg — Heimskringlu af Halldóru Bjarna- dóttur, sem lést í nóvember sl., 108 ára að aldri, og Frú Johnson nokk- urri. Myndin var tekin árið 1937 í Winnipeg, þegar Halldóra var þar á ferð að heimsækja skyldmenni og það var sonur frú Johnson, Ragnar Johnson í Toronto, sem sendi blað- inu myndina, þegar þ*r fregnir bár ust vestur að Halldóra væri látin. Morjju nbladið / Kmilía. íslensk fegurð f Englandi A MEÐAN forseti vor heimsótti Englendinga birtist svohljóð- andi klausa í Dagbók breska blaðsins Daily Express: „Þeir eru ekki margir blaða- mennirnir jafn aðlaðandi og hún Hildur Helga Sigurðardóttir. Hún er 25 ára gömul dóttir sendiherra íslands í Lundúnum og sendir héðan fregnir til siní heima af forseta íslands meða- enskra. Opinber heimsókn Vig- dísar Finnbogadóttur, forsets Islands, hófst í gær, en hún hef- ur ein kvenna í vorum heimi ver- ið kjörinn í embætti þjóðhöfð- ingja. (Það athugist að íslend- ingar hnýta jafnan „dóttir“ aftan í kvenmannsnöfn, en „dóttir" þýðir „daughter") Helga, eins og hún vill að hún sé kölluð, er hér á vegum stærsta dagblaðsins á Islandi, Morgun- blaðsins." Klausunni fylgdi svo 2ja dálka mynd af Helgu. Nokkrum dögum síðar birtist lesendabréf í sama blaði. Það var eftir James nokk- urn Jones í Watford. Hann skrif- aði: Icelandic beauties to warm the hearl Úr lesendadilki Express Aí. ivrtx Myndin af Hildi Helgu sem birtist í Express „Þeir eru lánsamir íslendingar með sitt kalda og fráhrindandi heiti á landi sínu, ísland, að geta skartað hér í Englandi á sama tíma tveimur bráðfallegum kon- um, hinum aðalaðandi kvenfor- seta og sendiherradóttur í blaða- mennsku! En hvílík nöfn: Vigdís Finnbogadotir og Helga Sigur- hadotir." Um svipað leyti birti breska blaðið Daily Mail stóra mynd af íslenskum fegurðardísum úr sýningarsamtökum nokkrum, og stóðu þær fimm saman innan um dúfurnar á Trafalgar-torgi, dúðaðar í ullarklæðnað og brostu framaní myndavélina. Blaðið sagði að þessi klæðnaður hefði ábyggilega verið upplagður í kuldakastinu í Englandi fyrr í vetur — og bætti við að Vigdísi forseta myndi vafalaust finnast sem hún væri heima hjá sér, þegar hún sæi klæðnað þennan! Klausan úr Mail A new hot look froni Iceland... THE tooiantftv look canto to Lonrton yestoirtay in a collocMon •( olothea to keep the cold at bay. rt« girit pnl on »»r» emtlee anrt ihrtf ttnk my autftt* alllf <rt w*al an4 jólnró |n« r>Ht<oo« )n TrelaWar Seuare lór a faattlon oaraiu Tlw coat, hat* anrt i«»Ur». rt«*tfn«rt wltn thr m«n leelenrttc artntti Wórtr rturlnf •ritam't r*«tm tíf epíH. Th% ilml parartt wn n •«*>•** tor ■ rttionr r«tterrtay «v»«ina hefort the Ittlenrtíc pt**«<«i>t al tne CHurehUl Mottt. TH* Proalrttnt Mx Vifrtit rinnteeadottir. it tn «» ottVeml «uit to Krltárti- but oieariy tnooó ttótnm martt her ttm at nom«, Með börnum ÞAR SEM styttan af Héðni Valdimarssyni gnaefir yfir veg- farendur vestur á Hringbraut er skemmtilegur leikvöllur. Eftirlitskonan þar er nýhætt störfum. Aðalbjörg Þórðar- dóttir heitir hún og hefur litið eftir krökkum á leikvelli þessum í rúman áratug. Blessuð börnin, segir hún; þau eru indæl. Hingað hafa aldrei komið önnur en góð börn. Hún sest í róluna fyrir ljósmyndarann um leið og hún segir að sér hafi líkað prýðisvel að starfa úti við þessi ár: það sé svo heilnæmt loftið. Jú, segir Aðalbjörg, ég mun koma hingað oft og fylgjast með börnunum, þó ég láti nú af þessu starfi. Ég á ekki nema góðar minningar héðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.