Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.03.1982, Blaðsíða 36
84 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982 „ 'Attu hunot P " ... að skapa farsælt fjöh skyldutíf. TM Ftac U.S. Pit Off.-al rtghts rtMrvMl *1M2 Loa Angata* TknM Syndícat* Bravó. Vid munum gifta okkur for stjóri góóur! Með mor^unkaffinu Kg átti auðvitað aldrei að rispa eig- in fangamark á vegginn. HÖGNI HREKKVISI ,, SÁSTU !... HAKJM BuKKA&l 50N JU .' " „EN HANN FÉKN BKJALUPU BÍNU * Sigrfður P. Blöndal skrifar: „Þessir óhamingju- sömu unglingar þurfa á athvarfi að halda“ Mér fannst athyglisvert að hluta á viðtal við Laufeyju Jak- obsdóttur (ömmuna í Grjótaþorpi) í þættinum „Bolla, bolla" í útvarp- inu á miðvikudagskvöld um starf- semi hennar þar. Mér er því miður kunnugt um mörg börn og ungl- inga, sem flýja þurfa heimili sín vegna drykkjuskapar foreldranna eða annarra slæmra ástæðna. Sum þessara barna leita athvarfs hjá vinum og vandamönnum, en önnur taka því miður foreldra sína til fyrirmyndar og fá sér áfengi. Nú hef ég ekkert á móti því að áfengis sé neytt ef rétt er með far- ið, en ekki að hvolfa því í sig eins og svo mörg okkar gera, en von- andi eiga Islendingar eftir að læra að umgangast áfengi á réttari hátt eins og svo margt annað, sem við eigum ólært. Þegar ég var ungl- ingur (f. 1915) átti ég því láni að fagna að mega hitta jafnaldra mína á heimili foreldra minna og annarra Reykvíkinga. Þar var rabbað saman, sungið og stundum dansað og ekki bar á öðru en að allir skemmtu sér án þess að haft væri áfengi um hönd. Því miður hefur þessi siður lagt niður að mestu leyti, en þó er mér kunnugt um að nokkur ung hjón hér í Reykjavík og víðar hafa tekið upp þennan skemmtilega sið og leyft unglingunum að skemmta sér á heimilum sínum um helgar og á afmælum. Vegna þessa leið- inlega ástands er ég sammála Laufeyju Jakobsdóttur um að þessir óhamingjusömu unglingar þyrftu á einhverju athvarfi að halda, þegar svona er ástatt á heimilum þeirra, sem sennilega er oftast um helgar og held ég að fé borgarinnar sé ekki illa varið til uppbyggingar slíkrar stofnunar og/ eða aukinnar fyrirbyggjandi fræðslu um þessi mál. Er leitt til þess að vita að sumir lögreglu- menn skuli ekki sýna þessu máli Laufey Jakobsdóttir meiri skilning að áliti Laufeyjar Jakobsdóttur. Ekki álít ég það mannbætandi, ef unglingar þurfa af óvitaskap að flýja á náðir áfengis vegna slæmrar heimilis- ástæðna, að þeir séu svo settir undir lás og slá af lögreglunni. Eins mætti kannski stofna samtök skilningsríks fólks, sem leyfðu þessum unglingum að leita til sín þegar illa er ástatt á heimilum þeirra og þau hafa hvergi höfði sínu að halla og sjá enga aðra leið en að leita á náðir Bakkusar. Sigríður P. Blöndal Vilhjálmur Einarsson skrifar: Meining mín var að sýna frjálsræðisglömrurum í spegil Til Velvakanda. Jeg þakka vini mnum og sam- herja ( í áfengismálum), H.Kr. fyrir að veita athygli og vekja at- hygli á bréfkorni sem Velvakandi birti fyrir mig 19. febrúar s). Orð hans hjá Velvakanda 24. febrúar gefa mjer kærkomið tilefni til að skýra afstöðu mína, því að vera má að fleiri hafi misskilið mig en H.Kr. Meining mín var sú að sýna frjálsræðisglömrurum í spegil þar sem sjá mætti hve innantómt og fjarstætt það er að ekki megi am- ast við ósiðum, og jafnframt sýna áfengisneytendum að fordæmi þeirra skiptir máli. Þetta vildi jeg gera með svo beisku háði að eng- inn gæti misskilið hvað jeg væri að fara. Sérstaklega hélt jeg að orð mín um stofnanirnar, sjúkra- húsin og fangelsin væri ekki hægt að misskilja. Sem sagt: Jeg þarf ekkert að læra af H.Kr. í þessu efni, heldur er jeg honum í öllu sammála og tek undir þá ósk hans að þessi orðaskipti verði „ein- hverjum umhugsunarefni“. Vilhjálmur Einarsson. PJS. Eftir að þessar línur voru ritaðar sá jeg í Velvakanda (29.02) að nafni minn á Egilsstöðum ber það af sjer að hafa ritað „bréf- kornið" sem birtist 19.02. Mjer er ljúft og skylt að skýra frá því að jeg á heima að Engjavegi 22 á Selfossi. Vísa vikunnar Hjarðsveinninn á stokkin sté strengdi bogans víra: Heiti ég því að koma á kné kóngi möppudýra. Hákur. lEggEB-Haukdal: . ... Hjörleifur reyn- ir „að spila öliu |frá SuðurJandi“ - er ekki „æviráðinn" scm iðnaðarráðherra I EGGERT Haokdil, .Iþinji. | »flr I forjítugrcl. I mf- I UHiblMI .r Mr I •««. SjálfM*«» I muM 1 ^hrludAJifrdcaL I að Hjörkifur f.udormMMon iðn ?!**"****”»■ k‘r' .Mf'IH'n**) ■ * AIM»fl o* | I bjiis rnrlTHintfum verið að I tjri' «* "pil* Hh I ri >*Í"Umdi" u, á þi.jn.Kl.r |l»l M fnkmri .irkluir 09 lurk.frrk.. MnM 4 fkM.rl.ndl I E*wrt Hulud.1 Mgir f I ***': ork“»'‘l- tomi .nn Sji grein Eggert. H.uk- d»ll á bl». 10. Kostar menningin peninga? „Menningin kostar peninga." Það var ungur maður sem sagði þessi orð í Ríkisútvarpið nýlega. Hann var þá nýkominn heim af þingi Norðurlandaráðs. Annar eldri sagði áður „vilji er allt sem þarf“. Þessir sómamenn hafa efa- laust báðir rétt fyrir sér. En í þessu sambandi má benda á að einstaklingar og mörg félög, hafa lyft grettistaki í menningarátt, án þess að peningarnir væru þar að- alatriðið. Til dæmis kvennfélögin, slysavarnafélögin, skátafélögin, íþróttafélögin, o.fl., sem hafa með viljaþreki og þegnskylduvinnu lyft menningunni nokkuð hátt, en lík- lega ekki eins hátt og Nordsat hnötturinn mundi gera? En spurningin er, hvort pen- ingagræðgin og almennar kröfur til þeirra, eru ekki að leiða þjóð- irnar út á villigötur ómenningar- innar. Mörgum sem er gott til gulls, gleymist þessi kenning. Þekktu sjálfan þig til fulls, það er dýpsta menning. J.Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.