Morgunblaðið - 20.03.1982, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982
11
menn vildu koma í veg fyrir að
Rússar fengju að móta stefnuna í
ýmsum pólskum innanríkismál-
um, eins og þeir vildu fá að gera.
Rússar vildu koma í veg fyrir ýms-
ar endurbætur og vildu að breytt
yrði um forystu, en þá sögðu Pól-
verjar: „Nei, þetta eru okkar mál,
komið ykkur aftur til Moskvu og
við ræðum við ykkur seinna." Ég
held að viðhorfin séu þau sömu í
dag, þannig tók Jaruzelski til
dæmis engan pólitískan ráðgjafa
sinn með sér er hann fór til
Moskvu um daginn, aðeins efna-
hagsmálasérfræðinga. Hann vildi
ekki ræða stjórnmál í Moskvu, og
ég held að herstjórnin treysti sér
til að gera miklu frjálslyndara
samkomulag við Samstöðu heldur
en Rússar nokkru sinni kærðu sig
um. Sem aðilar að Varsjársátt-
málanum hafna þeir þó ekki al-
mennu forystuhlutverki Sovét-
ríkjanna."
Óánægja Rússa
„Og Rússar eru að ýmsu leyti
hundóánægðir með herstjórnina.
Hún hefur gripið til ýmissa um-
bóta í skjóli herlaga og kommún-
istaflokknum er haldið til hliðar.
Rússar eru óánægðir þar sem hér
gæti orðið um fordæmi fyrir önn-
ur ríki að ræða, að herinn tæki
æðstu ráð í sínar hendur, jafnvel í
Sovétríkjunum. Það sem æfir
Rússa er einnig það, að herinn
hefur stutt hófsamari öflin en
ekki harðlínumennina, Jaruzelski
telst til hófsamari aflanna. Rússar
eru líka áhyggjufullir þar sem
herstjórnin hefur ekki virzt ætla
að endurreisa flokksræðið, en það
hefur Jaruzelski ekki gert, meðal
annars vegna klofnings í flokkn-
um, og einnig vegna þess að aft-
urhaldsöflin hafa þar of mikið að
segja að hans mati. Meðan flokk-
urinn er þannig trltölulega mátt-
laus getur Jaruzelski komið ýms-
um umbótum í kring að eigin vild.
Þannig munu um 20 umbóta-
frumvörp bíða afgreiðslu þingsins,
og mörg þeirra ganga þvert á
hagsmuni skriffinna flokksins og
leiðtoga hans, og njóta óvinsælda
flokksins."
Við höfum nánast ekkert minnzt á
Walesa í þessu samtali?
„Ég held að of mikið hafi verið
gert úr hans hlutverki í vestræn-
um fjölmiðlum. Hann gegnir
miklu frekar táknrænu hlutverki
en að vera sá pólitíski þungavigt-
armaður, sem flestir halda. Það er
kækur á Vesturlöndum að tengja
hreyfingar ákveðnum einstakling-
um og menn halda hann hinn
sterka leiðtoga, sem hann í raun
og veru ekki er. Hann nýtur þó
mikilla vinsælda og hann er hóf-
samari en margir hinna leiðtog-
anna, og hann mun eflaust hafa
mjög þýðingarmiklu hlutverki að
gegna ef stjórnin, kirkjan og Sam-
staða ná samningum um einhvers
konar þjóðareiningu. Hann þarf
vitsmunamenn sér við hlið, þarf á
hugmyndafræðingum að halda,
virðist ekki mjög hugmyndafrjór
sjálfur, en á auðvelt með að átta
sig á möguleikum og skynjar vel
hvernig vindar blása. Hann hefur '
harðlega neitað að eiga nokkrar
samningaviðræður við herstjórn-
ina meðan ráðgjafar hans fá ekki
að vera viðstaddir. Hann vill ekki
að kommúnistar geti haft áhrif á
sig eða skoðanir sínar með
kænsku eða lymskubrögðum."
Að endingu var prófessor Pelcz-
ynski spurður um ástandið í pólsk-
um efnahagsmálum, matvæla-
skortinn o.þ.h. Hann sagði ómögu-
legt að ráða fram úr þeim örðug-
leikum án vestrænnar aðstoðar.
Væri það í raun ljósi punkturinn
við hörmungarástandið, því af
þessum sökum gætu vestræn ríki
beitt ráðamenn miklum þrýstingi
og knúið þá til að láta herlög úr
gildi falla, halda áfram umbótum.
An tilslakana fengju Pólverjar
enga hjálp, og ef þeir fengju ekki
hjálp, hryndi allt efnahags- og at-
vinnulíf saman. Sér hefði t.d. verið
sagt, að ef engin hjálp bærist fyrir
lok þessa árs, yrði að loka helm-
ingi allra verksmiðja landsins.
ágás.
Snorri Sveinn og
Hjörleifur sýna
í Norræna húsinu
SNORRI Sveinn Friftriksson og
Hjörleifur Sigurftsson listmálar-
ar opna sýningu á verkum sínum
í Norræna húsinu laugardaginn
20. mars kl. 15.
Hún verður opin alla daga
vikunnar til 4. apríl, kl. 16—22
virka daga en 14—22 um helg-
ar.
Þessir tveir málarar sýndu
saman í Norræna húsinu á
fyrstu sumarsýningu þess árið
1976 ásamt Ragnheiði heitinni
Jónsdóttur Ream, en svo vill
til að yfirlitssýning á verkum
hennar verður opnuð sama
daginn. Auk framangreindrar
sýningar hafa þeir félagar
haldið allmargar einkasýn-
ingar hvor um sig og tekið
þátt í samsýningum.
A myndinni má sjá Hjörleif Sigurðsson og Snorra Svein Friðriksson ásamt
aðstoðarmanni við að setja upp sýninguna.
AFRÍKA Á ÍSLANDI
Brasilía
syning a
þurrskreytingum
úr efni
frá Afríku,
Brasilíu, Ítalíu
og víðar.
SÝNIKENNSLA
í DAG KL. 2—6
Sjáiö handbragöiö hjá fagfólkinu.
Allt efni selt á staönum.
Til aö annast uppsetningu sýn-
ingarinnar höfum viö fengiö
mjög færan skreytingameistara,
Hollendinginn Berty Mur, sem
getur gert ótrúleg listaverk
úr hinu furöulegasta efni.
Heimsækiö gróöurhúsiö um helgina.
Sjáið nýjan stíl í skreytingum
í Blomaval
TILBOÐ: 40%
AFSLÁTTUR
í tilefni sýningarinnar verður selt mikiö magn af
þurrblómum, með mjög miklum afslætti eða 40%.
Opið
alla
daga
kl. 9—21
GróÖurhúsinu viö Sigtún: Símar 36770-8631+0