Alþýðublaðið - 10.09.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.09.1920, Blaðsíða 2
a Afgreiðsla Maðsias er í Alþýðuhusinu við lagólfsstræti og Hverfisgötu. Síml 988. Auglýsingum sé skilað þangað •ða I Gutenberg í síðasta lagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að koma I blaðið. Það er mikið að greinarhöf. skuli ekki klína skækjunafninu líka á stúikur þær, sem ganga hér á „fasta skóla". Það heíði annars verið eftir honum. En að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur virðist vera hans líf og yndi. Fróðlegt væri að vita, hve „mörg hundruð" kvenna, sem ekki eiga hér í raun og veru heimili, koma til bæjarins á haustin. Líklega eru þær færri en S. Þ. gerir sér i hug- arlund. Margar af stúlkum þeim er vetrarvist vilja fá hér í bæ, eru stúikur sem á eigin spítur eru að reyna að mannast að einhverju leyti. Hinar auðvitað til, því miður, sem vantar nægan sálarþroska til þess að standast allar freistingar höfuðstaðarins. En það verður ekki læknað með ósanngjörnum og skammarlegum svívirðingarorðum óhlutvandra manna um kvenfólkið yfirleitt. Það verður verk sannra menningarfrömuða að kippa því i lag með tilstyrk góðra manna. Lagaákvæði, eða annað því líkt, yrðu tii einskis gagns. Þó bæjarstjórnin færi að hamla eitthvað í móti aðstreými til bæj- arins, sem engin lög þó leyfa, þá yrði erfitt að þekkja að þá, „sem ekki eru til annars en óþrifnaðar og í vegi fyrir fátækum fjölskyldu- mönnum", eins og S. Þ. kemst að orði, og hina sem ekki eru það. Eða kannske þarna væri hætt embætti handa S. Þ ? En væri það ekki ráð, ef út- streymið úr sveitunum til höfuð- staðarins er eins mikið og grein- arhöf. heldur, að eitthvað væri gert til þess að gera sveitirnar meira aðlaðandi á vetrum en þær nú eru. T. d. að reisa lýðháskóla í hverri sveit, eða eitthvað annað sem máli skiítir. Vill ekki S- Þ. beita sér fyrir • þessu; þá væri hann meiri maður eftir en áður? Til Reykjavíkur hefði hann aldrei átt að fiytja. ALÞYÐUBLAÐIÐ Eða því gerði hann það, fyrst bærinn er þessi spillingarinnar staður? Unga fólkiau er síður lá- andi en honum, sem á að vera kominn til vits og ára. Kona. Rússneska gullið í Noregi, Rússneska gullið, sem sagt var frá i skeyti nýlega, að Alfred Madsen ritstjóri hefði ætlað að „smygla* til Noregs og tekið var af honum, var eign rússnesku stjórnarinnar og ætlað til þess að greiða ræðismönnum laun þeirra, og til þess að kosta með ræðis- menn í Noregi. Eins og menn ef til vill rekur minni til er Litvinof, sendimaður rússastjórnar um þess- ar mundir að semja við norsku stjórnina. Segja norsk blöð, er oss hafa borist, frá, þv/, að örg- ustu afturhaldsblöðin hafi auðvitað gert sér mat úr þessu og borið það á blöð jafnaðarmanna, að þau hefðu ijárstyrk frá Rússum til þess að halda uppi allskonar æs- ingum. Blöðin kveða engan vafa á því, að gullinu verði skilað aftur, og hin mesta fjarstæða sé að tala um gullsmygl, því gull sé auðvitað ekki tollskyld vara í Noregi. Það er algerlega röng fregn, að Alfred Madsen hafi ver- ið handtekinn. Og tilhæfulaust er það með öllu, að norsk blöð séu styrkt með rússnesku gulli. Um þetta efni segir „Social- Demokraten" meðal annars: „Við mundum umsvifalaust taka við fé frá rússneskum félögum vorum. Norskir verkamenn hafa eftir mætti tekið þátt í verklýðs hreyfingunni erlendis og stutt hana fjárhagslega. Það er gagnkvæm skylda allra verklýðsfélaga. Flokkur vor hefir þó ekki, hvorki til styrktar blöðunum eða öðrum störfum, þegið eina einustu rússneska rúblu. Vér höfum gert það að fastri reglu, að félagarnir sjálfir beri þau gjöld, sem nauð- synleg eru til þess, að starfað sé í sérhverjum félagsskap. En ef nauðsyn krefur, munum vér ekki eitt augnablik skirrast við að leita hjálpar rússneskra félaga vorra, eða annara erlendra samherja." Síðan segir blaðið að árlega sé- gerð grein fyrir fjárframlögum tii blaðanna, engu síður en öðrum tekjum þeirra. Hér er sýnilega sama aftur- gangan á ferðinni, eins og sótti' að Daily Herald og hún er jaíifc greiniiega kveðin niður. : Um daginn 09 veginn. Kreikja ber á hjólreiða- og: bifreiðaljóskerum eigi síðar en kl. 71/* í kvöld. Bíöin. Gamla Bio sýnir: „Dótt- ir Jafeths". Nýja Bio sýnir: „Pen- ingar herra Árna", eftir sögu Selmu Lagerlöf. Samvinna. Kaufélag Reykjavfk- ur og Kaupfélag Reykvikinga kaupa kjöt í félagi ofan úr Borg- arfirði og selja hér í bænum. Af vangá féll nafn Kaupfélags Reykja- víkur úr auglýsingunni í blaðinu í gær. Kjötið er selt á Laugaveg: 17, bakhúsi. Ný uppfanding? Degi eftir að' Alþýðublaðið leiðrétti prentvillu, sem í því stóð, um hitann aðfara- nótt sunnudagsins, kemur „Vísir" fram á sjónarsviðið og fræðir les- endur sína á því, að Vísisritstjór- inn sé betri hitamælir en hitamælir veðurathugunarstöðvarinnar. Hann segir: „ . . . og hitinn hefði átt að vera 2,7 stig, þá skiftir það f sjálfu sér engu í þessu máli, hvort verið hefir heitara eða kaldara í þessum töframælir stöðvarinœar, því það var ýrost. . . “ Það skyldi þá fara svo fyrir ritstjóranum, að hann í stjórnartíð Jóns Magnús- sonar yrði á endanum gerður að ríkishitamæli! — Nóg er í honum kvika-„silfrið“ I Iínattspyrnamenn klingdu út með dansleik í Iðnó í gær. Var þar margt manna og fjörugt, eins og gefur að skilja. Vestmannaeyingarnir er skemt hafa bæjarbúum undanfarið með knattspyrnu sinni og liðlegum leik fóru í dag á Sterling heimleiðis. Hafi þeir þökk fyrir komuna og njóti góðrar heimferðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.