Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 IVIunið stjörnuhátíð Útsýnar á Broadway í kvöld „Það er engin þörf að kvarta þegar blessuð sólin skín“ Nú er voriö komið viö Miöjaröarhafiö Blómstrandi vorgróöurinn angar og sólargeislarnir verma skammdegiskalda norðurálfubúa Bezti tíminn í sólarlöndum Costa del Sol 18. apríl — 19 dagar Costa del Sol er heill- andi heimureólskins og glaðværöar, sögu og náttúrufegurðar og þaðan snýr farþeginn heim endurnærður og hvíldur með efldan lífs- þrótt. Fjölbreytt úrval kynnisferöa undir leið- sögn reyndra farar- stjóra Útsýnar, sem gjörþekkja sögu lands- ins og lífsstíl íbúanna. Félagsstarf s.s. spila- kvöld, bíngó o.fl. Gisting meö hálfu fæði á Hotel Alay (4ra stjörnu). Verð kr. 7.600,00 Vorferðir aldraðra 1982 Nú fer hver aö verða síðastur aö tryggja sér sæti í vorferðir aldraðra Pantiö núna áður en allt selst upp.* Mallorca 5. maí — 3 vikur Einn vinsælasti sumar- leyfisdvalarstaður is- lendinga um árabil og eldri borgarar, sem dvöldu á Mallorca á vegum Utsýnar sl. ár, létu sérstaklega vel af dvölinni og þjónustunni á hótelinu, fararstjórun- um og allri fyrirgreiðslu Útsýnar. Úrval kynnis- ferða og félagsstarf. Gisting meö hálfu fæöi á Hotel Forte Cala Vin- as (4ra stjörnu). Verð kr. 9.800,00 Ath.I Sérstaklega hagstæðir greiösluskilmálar fyrir þá sem panta fyrir páska MAOO Gott úrval verzlana og veitingahúsa — næturlífið fjörugt og fjölbreytt og skemmtilegar kynnisferðir. Beztu gisti- staðirnir: Porto Nova, Vista Sol, Hotel Guadalupe, Hotel Forte Cala Vinas, Hotel Victoria Sol og Hotel Valparaiso. 1 Palma Nova og Magaluf eru vinsæl- ustu og beztu baðstrandarbæirnir á Mallorca, um 15—20 km frá höfuð- borginni Palma, á vesturströnd Palma-flóans. Hér ríkir hinn rétti andi til hvíldar og hressingar — óþvingað, frjálslegt letilif, viö beztu aðstööu á daginn — en fjölbreytt skemmtanalíf á kvöldin. Fjöldi verzlana og góðra matsölustaða. Strætisvagn gengur til Palma á hálftima fresti. Góðar sandstrendur, öruggar og þægilegar fyrir börn. Sædýrasafn, hestaleiga og fleira til skemmtunar og góð aðstaða til hvers konar íþróttaiðkana, s.s. tennis, golf, sjóskíði, siglingar o.fl. Hótel Guadalupe Vistlegt þriggja stjörnu hótel um 300 m frá ströndinni í Magaluf. Öll her- bergi með einkabaði og svölum. Rúmgóðar setustofur, barir og mat- salur. Inni- og útisundlaug ásamt barnalaug. Við sundlaugina eru framreiddir smáréttir í hádeginu. Hálft eða fullt fæði. Hotel Valparaiso Þetta frábæra 5 stjörnu lúxushótel stendur í 22.500 fermetra garði í íbúðarhverfinu „La Bonanova", fjarri öllum skarkala, en aðeins í fárra mín- útna fjarlægð frá miðborg Palma. Rúmgóð, fagurlega búin svefnher- bergi, með einkabaði, síma, sjón- varpi, mini-bar og svölum. Matsalir, barir og næturklúbbar. Sundlaugar — úti og inni — góð sólbaðsað- staöa. íþróttasalur, gufubað, nudd- stofa o.m.fl. Eltt glæsilegasta hótel Evrópu, sem uppfyllir kröfur þeirra allra vandlátustu. Vista Sol Nýtízkulegt íbúðahótel, sem stendur á hæðinni milli Palma Nova og Magaluf um 250 m frá góðri sand- strönd. Bjartar og vistlegar ibúðir með 1 svefnherbergi, setustofu með 2 svefnplássum, eldhúskrók, baðher- bergi og svölum. Örstutt í verzlunar- hverfið og næturlífið á Magaluf. Hér eru öll þægindi, s.s. kjörbúð, bjartar, rúmgóðar setustofur, kaffitería og bar. Stórt og gott sundlaugarsvæði, sundlaugarbar og innisundlaug. Hér er rikjandi sú umhyggja sem starfs- fólk „Sol'-hótelhringsins ber fyrir gestum sinum og haldið er uppi fjöl- breyttu félags- og skemmtanalífi inn- an hótelsins, fyrir gesti á öllum aldri. Hótel Forte Cala Vinas Glæsilegt ’ fjögurra stjörnu hótel, staðsett á klettatanga í Cala Vinas- flóanum skammt frá Magaluf. Rúm- góð, vel búin herbergi með eínka- baði, öll loftkæld. i hverju herbergi er útvarp, simi og hafsyn. M|ög gott fjölskylduhótel, með öllum þægind- um. Stór og góð sundlaug og barna- laug með frábærri sólbaðsaðstöðu og smárétta-bar. Forte Cala Vinas naut mikillar hytli Utsýnarfarþega á sl. sumri fyrir frábæra þjónustu og alúð starfsfólksins. Hótel Victoria Sol Fimm stjörnu lúxushótel við „Paeso Martimo“-strandgötuna í Palma, þekkt fyrir fyrsta flokks aöbúnaö og þjónustu, ný standsett, verður dval- arstaður þeirra sem gera miklar kröf- ur. Vel búin herbergi með einkabaði, sima og svölum, öll loftkæld. Rúm- gott, vel búið sólbaðssvæði og garö- ur kringum tvær sundlaugar og barnalaug ásamt bar og smárétta- stað. Veitingasalurinn í Victoria er þekktur fyrir gómsæta rétti og þaðan er fagurt útsýni yfir Palma-flóann. Dansað á kvöldin undir berum himni. Feröaskrifstofan Utsýn eykur anægju og eflir hag þimn Reykjavík, Austurstræti 17, símar 26611 og 20100. Kaupvangsstræti 4, Akureyri sími 96-22911. V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.