Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 20 Kynlegt hve margar þær eru þessar stórkostlegu íslenzku myndlistarkonur, sem hrunið hafa niður á miðjum aldri. Og í raun athyglisvert hve margar úr einmitt þessum hópi hafa verið orðnar þekktar fyrir myndlist sína víðs vegar út um heim! Eitthvað á þessa leið varð einum sýningargesta að orði við opnun málverkasýningar á verkum Ragnheiðar Ream á Kjar- valsstöðum um síðustu helgi. Þetta er vissulega eftirtekt- arvert, bæði hve islenzkar konur í myndlist hafa einmitt .á undan- förnum 1—2áratugum náð langt í samkeppninni erlendis, og einnig að þær hinar sömu hafa hrunið niður á fimmtugs og sex- tugs aldri, einmitt í blóma list- ferils síns, þegar þær áttu mikið ógert. Nýlega var á yfirlitssýn- ingu Ásgerðar Búadóttur stórt ofið teppi, sem hún hefur ein- mitt gert í minningu 7 lista- kvenna á svipuðu starfskeiði og hún sjálf. Það er tileinkað Bar- böru Árnason, Gerði Helgadótt- ur, Nínu Tryggvadóttur, Ragn- heiði Ream, Eyborgu Guð- mundsdóttur, Maríu Ólafsdóttur í Kaupmannahöfn og færeyskum félaga hennar, Áslaugu af Heyg- um. Úr hinum merkilega hópi listakvenna eru þó sem betur fer framúrskarandi listakonur á lífi. Konur eins og Louisa Matthías- dóttir, sem lengi hefur verið með- al topplistamanna í New York, og sjálf Ásgerður Búadóttir, sem er meðal þekktustu listamanna á Norðurlöndum. Á skoðunarferð um nýuppgert gamalt stórhýsi Fjárfestingabankans í Helsinki — sem er listaverk út af fyrir sig — og hýsir valin listaverk, sem safnað hefur verið víðs vegar um heim, stóð ég allt í einu and- spænis einu af hinum sérkenni- legu teppum Ásgerðar úr ull og hrosshári. Aldurshópur ís- lenzkra myndlistarkvenna, sem kemur á eftir þessum merkis- konum, er svo óðum að hasla sér víðan vöil, eins og t.d. grafík- listahópurinn. Eg er ekki viss um að menn hafi veitt því at- hygli hve konurnar í íslenzkri myndlist hafa skarað fram úr og náð langt erlendis, þegar sagt er háðslega: „Af hverju eru svona fáar konur tónskáld ...“ o.s.frv. Metinn er maðurinn manngildi er hugsjónin. Enginn um ölmusu biður ... var sungið á kvennafrídaginn 1975. Iðulega hefur þó verið brugðið öðrum mælikvarða á konur en karla. Og allt er nagað vanans tönnum. Konur lengst af metnar eitthvað á borð við það sem segir í vísunni, sem hún Guðríður í Austurhlíð brá fyrir sig í ræðu á bændahátíð fyrir nokkrum árum: Öllum skepnum æðri er frú á henni bóndinn hefur mætur. Hún er á við keflda kú komin að burði um veturnætur. En sú tíð er að líða hjá. Það eru allar jafnréttiskonur að minnsta kQsti sammála um, hvar í flokki sem þær standa — og slatti af körlum líka. Breyting til jafnréttis á öllum sviðum er orð- in ofarlega á stefnuóskaskrám allra stjórnmálaflokka. En hvernig? Það er spurningin, spyrjum við eins og Shakespeare sálugi. Og konum hefur reynzt jafn erfitt að fóta sig á svarinu eins og Hamlet heitnum. Hvernig á í raun með nýjum tímum og lífsháttum að veita konum sama frelsi og val í lífi sínu sem körl- unum, án þess að börn og fjöl- (skyldulíf detti niður á milli í um- skiptunum. Þess vegna hafa flestir líka, hvar í flokki sem þeir standa, lengi verið sammála um að t.d. völ á góðri dagvistun fyrir ung börn og samfelldur skóladagur fyrir þau eldri sé nauðsyn. Og málinu miðar — of hægt þó — sakir viðvarandi „peningaskortsleysis". En í umræðunni er jafnan bara ein kona, „ung kona með fjölmörg börn“. Þær eru til. Sjö manna heimilin í Reykjavík eru 36 og 8 manna heimilin fimm. Tveggja manna heimilin aftur á móti 10 þúsund, og einhleypar konur um 33 þúsund talsins. Fyrir utan það sem er lykilmál fyrir barnakonurnar, þarf því fleira til að allar konur standi í raun jafnfætis körlum. Sjálf- stæðiskonur hafa í heilan áratug verið í sínum félögum að reyna að fóta sig á þessu. Héldu m.a. stóra ráðstefnu um fjölskyldu- pólitík, aðra um konuna á vinnu- markaðnum og gáfu út bókina „Fjölskyldan í frjálsu samfélagi" með greinum, þar sem krufðir voru ýmsir þættir málsins. Mér hefur sýnzt að þarna vegi tveir stórir þættir býsna þungt: miklir og sveigjanlegir endur- menntunarmöguleikar og full- orðinsfræðsla, fyrir þær sem kjósa að helga nokkur ár uppeldi barna og heimili, án þess að verða á eftir, og hins vegar sveigjanlegur vinnutími hvar sem því verður við komið í þjóð- félaginu, svo að heimilisfólk geti skipt með sér heimaveru og heimastörfum og unnið á mis- munandi tíma. En möguleikarn- ir á slíkri tilhögun fara hraðvax- andi með tölvubyltingunni, eins og komið er fram víða í Evrópu. Á undanförnum árum hefi ég því helzt reynt að leggja þessum málum lið. Það hefur gefizt vel að auka fullorðinsfræðslu í skólakerfinu og ekki síður að efla Námsflokka Reykjavíkur, fá undir þá Miðbæjarskólann og hafa þá svo sveigjanlega að þeir lagi sig jafnharðan að þörfum samfélagsins. Nú eru þar um 2000 manns að afla sér menntun- ar, sem þeir ekki fengu áður, í prófadeildum, námskeiðum til réttinda og hverskonar viðbót- arnámi. Konur í meirihluta. Sveigjanlegur vinnutími hefur líka verið undanfarin ár á óska- lista. Þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hafá ítrekað borið fram tillögur um athugun á sveigjanlegum vinnutíma í ríkis- fyrirtækjum. Og í borgarstjórn flutti undirrituð tillögu um sveigjanlegan vinnutíma í borg- arstofnunum. Allra flokka borg- arfulltrúar kepptust við að lýsa fylgi sínu. Þegar svo ári síðar var spurt hvað framkvæmd liði, þar sem margar konur í þjón- ustu borgarinnar höfðu eftir leitað, var að heyra á borgar- stjóra, að málið væri komið í gang í samvinnu við starfs- mannaféiagið. Það gladdi því mitt hjarta, þegar ég las í blöð- unum um daginn, að nú hygðist Rafmagnsveita Reykjavíkur- borgar ríða á vaðið. Rafmagns- stjóri segir mér að einkum konur hafi mikinn áhuga á því. En hvað gerist. Málið fer aftur á flæking um kerfið. Er erindi RR nú vísað úr borgarráði til starfskjaranefndar. Ég sendi konunum og RR, sem oft hefur verið í fararbroddi með mætar nýjungar, baráttukveðjur. Megi þær hafa betri sigur í baráttunni við kerfið en riddarinn sjón- umhryggi í sjónvarpinu! Næsta orusta verður kannski yfirgripsmeiri. Þótt flestir séu sammála um að sveigjanlegur vinnutími sé það sem koma skal og hljóti að koma, þá setja stjórnvöld, samningamenn á vinnumarkaði, hagræðarar í bönkum o.s.frv. í öll lög og reglur sístyttan kyrfilega afmarkaðan vinnutíma á deginum og styttan Ieyfilegan opnunar- og þjónustu- tíma. Verður nú ekki dulítið erf- itt að dreifa vinnunni, ef hún verður öll að fara fram á sömu klukkustundunum? Líklega er eitthvað til í því hjá Huxley karlinum, að maðurinn sé skrýtin skepna — búinn blöndu af taugaveiklun hestsins, þrjósku asnans og meinsemi úlf- aldans. RNYRfl 27 • Getum nú boðiö þennan glæsilega Mýra 27, þilfarsbát á íslandi. • Hann hefur í gegnum mörg ár verið einn vinsælasti fiskibátur af þessari stærð í Noregi. • Meðal annars vegna eftirfarandi kosta: • Traustleika og framúr- skarandi sjóhæfni. (Djúpur kjölur). • Einstaklega góörar skipulagningar á allri vinnuaðstöðu. • Fyrirkomulagi á manna- íbúðum. • Haganlegri staösetningu allra tækja í stýrishúsi og á þilfari. • Þessi árangur hefur náðst með góðri sam- vinnu við norska fiski- menn. • Byggöur samkvæmt norðurlandareglum. • Helstu mál eru þessi: • Heildarlengd 8,17. • Mesta breidd 2,75. • Athafnasv. á þilfari ca. 9 fm. • Djúprista 1,25. • Ath. Einnig er hægt aö fá bátinn ófull- buinn þ.e.a.s. skrokk meö áföstu húsi. k Hringiö eöa akrifiö og féíd frakari upplýaingar. • Á. Björgvinsson, Reynihvammi 5, 200 Kópavogi, sími 91-42347. VANTAR ÞIG VINNU (nj VANTAR ÞIG FÓLK í Þl At'GLVSIR l'M AI.L.T LAND ÞEGAR Þl Al'G- LYSIR I MORGl'NBLAÐIM Hótelstjórar Helgolandsgadehótelanna. Frá vinstri: Mogens Nedergaard á Selandia, Jan Larsen á Triton, Chr. Jensen á Westend, Erik Nedergaard á Absalon og Niels Skov á Hebron, formaður sameiginlegrar stjórnar hótelanna. Hótelin í Helgolandsgade í Khöfn: 5 hótel sam- eina rekstur FLESTIR íslendingar sem ferð- ast hafa til Kaupmannahafnar þekkja ýmist af eigin reynslu eða afspurn hótelin í Helgolands- gade, Hotel Hebron, Westend, Triton, Absalon og Selandia, en þessi gata hefur lengi verið köll- uð hótelgatan. Nú hafa þessi 5 hótel sameinað afgreiðslu sína á einn stað og bjóða þannig 650 herbergi með 1200 rúmum. Á undanförnum árum hefur hótelum fækkað mjög í Kaup- mannahöfn og húsnæðið notað undir skrifstofur, en nú er haf- in herferð til þess að stöðva þessa þróun og liður í því er þessi samvinna Helgolands- gadehótelanna, að sögn Ejner Skov, forstjóra Hotel Hebron, en umrædd hótel teljast ekki í hópi úrvalshótela, en þau hafa verið gerð upp á undanförnum árum og þykja vistleg. Verð á herbergi er frá 135—350 kr. sólarhringurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.