Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 21 * Friörik Asmundsson skólastjóri Stýrimannaskólans 1 Vestmannaeyjum: Stjórn og sigling skipa (safoldarprentsmiðja hf. hefur nýlega gefið út bókina „Stjórn og sigling skipa“, eftir Guðjón Armann Eyjólfsson, skólastjóra Stýrimanna- skólans í Reykjavík. Óhætt er að segja, að hér sé komin bók, sem skipstjórnarmenn hafa beðið eftir og sömuleiðis nemendur og kennarar stýri- mannaskólanna. Ég tel nauðsyn- legt að þessi bók verði til í hverju skipi sem handbók fyrir sæfarend- ur. I þessari bók eru siglingaregl- urnar myndskreyttar, sem er nýj- ung hér í kennslubók um þetta nauðsynlega fag og er það kær- komið. Þótt siglingareglurnar séu alþjóðlegar, hefur myndskreyting bókarinnar verið færð í íslenskan búning hvað varðar sérstakar ís- lenskar aðstæður, einkum í sam- bandi við ljós- og bendingarmynd- Guðjón Ármann Eyjólfsson ir á fiskiskipum. Þann þátt bókar- innar vann Rafn Sveinbjörnsson, listfengur vestfirskur sjómaður, en hann lést 6. mars 1978. Höfund- ur tileinkar minningu hans og ís- lenskum sjómönnum þessa bók. I bókinni eru yfir 300 myndir og eru margar þeirra í litum. Leið- beiningar eru um vaktir og varð- stöðu skipstjóra, stýrimanna og annarra skipverja, en þær eru teknar saman af alþjóðasiglinga- málastofnuninni 1974 og 1978. Það er álit margra, að þær séu ekki síður nauðsynlegar en siglinga- reglurnar sjálfar. Meðal annarra kafla bókarinnar má nefna neyðarstöðvun og stöðv- unarvegalengd skipa, ratsjárút- sendingar (plott), afmarkaðar að- skildar siglingaleiðir, siglingu með ratsjá og merkjagjafir í sjáv- arháska. Hið nýja alþjóðlega sjó- merkjakerfi, IALA, kerfi A og B, hliðar- og höfuðáttarmerki er kynnt rækilega í máli og myndum, en áformað er, að á sumri kom- anda verði sett út hér við strendur íslands 61 bauja eftir kerfi A. Lýsingar eru í máli og myndum af nokkrum dæmigerðum árekstr- um, m.a. einum, sem varð fyrir innan Vestmannaeyjar milli fiski- báts og flutningaskips. Margt fleira er í bókinni til upplýsingar og fróðleiks fyrir skipstjórnar- menn. Höfundur tiltekur í formála nokkra sérfræðinga, sem veittu honum lið við samningu bókarinn- ar, t.d. Björgvin Þór Jóhannsson tæknifræðing, kennara við Vél- skóla Islands, og samkennara hans í Stýrimannaskólanum, þá Asmund Hallgrímsson, Þorvald Ingibergsson, Ingólf Þórðarson og Jónas Sigurðsson, fyrrverandi skólastjóra Stýrimannaskólans í Reykjavík. Ýmsir fleiri, bæði inn- lendir og erlendir menn, hafa veitt lið við gerð bókarinnar. Það var ánægjulegt, að Guðjón Ármann tók að sér samningu þessarar bókar. Hann er vel kunn- ur efninu og vinnur það af kost- gæfni og alúð, eins og hann er þekktur að úr öllum sínum störf- um. Þetta er bók, sem á að vera til í hverju skipi og allir skipstjórn- armenn þurfa að eignast. Ég óska íslenskum sjómönnum til hamingju með þessa vönduðu bók og þakka höfundi frábært starf. Friðrik Ásmundsson Ódýrar skíðaferöir til Siglufjarðar. Gisting í skíðamiðstöðinni á Hóli. Mjög góð aðstaða til skíðaiðkana. Skíðalyftur — Göngubrautir Stökkpallur A F erðashrifstofan Ifarandi Lækjargötu 6A — Reykjavík — Sími 17445 *BIIASYMKiG* EHH í BÁS að Gagnheiði 11 AMERICAN EAGLE „ameriski örninn" er fjórhjóladrifsbill meó Quatra Track I algjörum sérflokki, bill sem á engan sinn llka. Vélin er 6 strokka, 258 cid., sjálfskiptur, aflhemlar, vökvastýri og Select Drive benslnsparnaöar-rofi sem skiptir milli 2ja eóa 4ra drifa eftir þvi sem vió á. CONCORD er ameriskur lúxus-bill meó öllu. Vélin er 6 strokka, 258 cid., sjálfskiptur, vökvastýri, afl- hemlar, vióarklætt mælaborö, quartz-klukka, plussáklæói, vinyltoppur, teppalögð farang- ursgeymsla, listar á hlióum og krómlistar á brettaköntum, silsum og kringum glugga. D- 78 x 14 hjólbaróar meö hvitum hringjum, gúmmllistum á höggvörum og hljóöeinangr- un er mjög góó. FIAT PANDA blllinn sem er öóruvisi meó sérstaklega frumlega innréttingu til fjölbreyttra nota t.d. sæti fyrir 5 fulloröna, eóa svefnpláss fyrir 2 og má llka breyta I sendiferðabil eða aftur- sætinu I barnarúm. Ungt fólk ætti aó athuga PANDA bllinn. FIAT 131 SUPER er gjörbreyttur utan sem innan, meó mjög sparneytna endurhannaóa vél, 1400 cc. auk 2000 cc. vélarinnar. Þessi vinsæli bíll hefur mörg önnur þægindi, aflstýri, rafmagns rúóuupphalara, rafmagns huróalæsingar, litaó gler og plussklæóningu. FIAT RITMO Fiat Ritmo eini innflutti bíllinn á Bandarikja- markaöi sem stóöst öryggisprófun neytenda- samtakanna. Fiat Ritmo hefur hlotiö viöur- kennmgu gagnrýnenda um heim allan. Aksturseiginleikar og hönnun hans er talin ein sú fullkomnasta sem fram hefur komió i mörg ár. Sumir hafa gengió svo langt aó telja Ritmo bil þessa áratugar. Sunnudag 28.mars kl. 11-18, EGILL / / FIAT , / VILHJÁLMSSON HF. / / UMBOÐIÐ /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.