Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 t húsi skálds Jón úr Vör Jón úr Vör tekur sér sæti í stofu sinni. Maður lágur vexti, en þrekinn og höfuð- ið stórt. Hann krossleggur faetur og styður hönd við kinn. Skáldið sem orti Þorpið. Það var í Svíþjóð, segir hann lágt; sem ég orti Þorpið. Ég var 2ja bóka maður er ég kvæntist, seldi Útvarpstíðindi og hélt til Svíþjóðar að yrkja Þorpið. Það var góður tími. Eina skiptið sem ég hef alfarið getað sinnt ritstörfum. Þorpið var mín þriðja bók. Fyrsta bókin mín fékk mjög góðar viðtök- ur, sú næsta hins vegar svo vondar að vinir mínir töldu að það væri búið að drepa mig. Þorpið fékk enn verri viðtökur og höfundurinn hefur aidrei notíð almennings- hylli. Mig langaði alltaf til að verða alþýðlegur rithöfundur sem næði til almennings. En reyndin er þveröfug. Ef ég næ til nokk- urra, þá er það til manna sem ég vildi síst af öllu tala við. Það eru einungis ákveðnir bókmennta- menn sem kunna að meta Þorpið. Ég hef alla tíð stefnt að því að tala við sjálfan mig eins og ég var, unglingur vestur á Patreksfirði — en hvar er hann sá unglingur? Er hann til? Jón rís á fætur og gengur þenkj- andi um stofu sína. Þar eru marg- ar myndir á veggjum. Meðal ann- ars lítil Kjarvalsteikning. Við vorum kunningjar við Kjarval, segir Jón, og skiptumst á bókum. Hann teiknaði þessa mynd á bakhlið umslags sem hann sendi mér eitt sinn. Og þetta er Magnús Á. Árnason? Já, þessa mynd málaði Magnús. Hann var nágranni minn útá Nesi. Nei, það var hér í Kópavogi; á Kársnesinu. Við fluttum þangað hjónin eftir Svíþjóðardvölina. Settumst að í sumarbústað. Ég byggði hann upp og áttum við þar heimili þar til fyrir hálfu öðru ári. Við kunnum vel við okkur útá Nesi. Magnús bjó skammt frá okkur. Ég þekkti hann vel frá fornu fari. Yndislegur maður og hans kona; hvort öðru betra. En hver er þetta? Þetta, skal ég segja þér, er Kristján Davíðsson. Líklega ein elsta myndin sem til er eftir Kristján — hún hefur verið á sýn- ingum. Og þarna er önnur eftir Kristján og þarna er sú þriðja. Við erum æskufélagar frá Patreks- firði. Hann málaði og ég orti. Og þetta mikla teppi? Það er konan, maður, sem gerði það. Saumaði það eftir íslensku teppi frá 17du öld. Rétt sem Jón sleppir orðinu, færir Bryndís okkur vöflukaffi; hún vill lítið gera úr sinu afreki. Yfir vöflunum rífumst við um pólitík, en Jón úr Vör er, eins og hann segir sjálfur: Óflokksbundinn, en ákveðinn vinstri maður. Ég hef alla tíð verið það. Samt er ég íhaldssamur í eðli mínu. Nei, ég er ekki beint póli- tískur í minni ljóðagerð. Ég dreg fremur upp myndir heldur en að ég prediki. Það fer fæstum vel að yrkja pólitísk kvæði. En hvað segir skáldið um nú- tímann? Þú átt við hið mikla eyðslu- og Morgunblaftið/ Ragnar Axelsson BlLLIMM SB1SHIIR ^HSKSIALFUR Þægilegt aftursæti breytt i vöggu iagt fram gatt svefnpláss FIAT UMBOÐIÐ PANDA er alveg ný gerð af FIAT.— í PANDA-bilnum leggja FIAT-verk- smiðjurnar áherslu á að finna jafnvægi milli bíls og þjóðfélags i samræmi við þær hröðu efnahags- og þjóðfélags- breytingar, sem orðið hafa nú siðustu ár. FIAT verksmiðjurnar hafa þróað PANDA til aö fullnægja hinum margvis- legu þörfum hinna mörgu og ólíku við- skiptavina og leitast þannig við að þókn- ast þeim líka sem krefjast fjölhæfni, þ.e. a.s. frábærra aksturseiginleika, styrk- leika, sparneytni og auk þess einkenn- andi hreinan stil. Mjög nýstárleg innrétt- ing með fjölbreytt notagildi. Ótrúlega gott farþega og farangurspláss. SMIÐJUVEGI 4, KÓP. SÍMI 77-200 SÖLUMENN 77-720 kröfuþjóðfélag? Ég hef aldrei haft samúð með eyðslu, eða kröfum sem gerðar eru langt umfram eig- inlegar þarfir manna: Lúxuskröf- ur. En ég vil jafna kjör manna og gera hvers kyns forréttindi burt- ræk úr þjóðfélaginu. Til að mynda finnst mér eignarrétturinn alltof virtur. Menn tala jafnvel um „helgi" í sambandi við eignarrétt! Ég fylgi alþýðuflokksmönnum varðandi eignarrétt á landinu. Landið er eign allra landsmanna, en ekki einstaklinga. Menn eiga að fá ábúðarréttindi um lengri og skemmri tíma, en þau réttindi eiga ekki að ganga í erfðir. Megin- hluti íslendinga er úr sveitum, en það eru einungis örfáir menn sem eiga sveitirnar. Hugsaðu þér að það skuli vera einstaklingar sem eiga heilu fjallgarðana, en ekki þjóðin! Eða nytjarétt á auðæfum landsins! Skáldið þagnar í sinni hneyksl- an. En ég er svo sem ekki að segja að þetta sé meira óréttlæti en ým- islegt annað í þjóðfélaginu. Hún er mörg vitleysan. Áður fyrr fundu allir þegar um leirburð var að ræða, en nú virðast menn ekki gera mun á leirburði og góðum skáldskap, hvort sem hann er rímaður eða órímaður. Ég veit ekki hvernig stendur á þessu — mig grunar það — en ég kæri mig ekki um að tala um það. Ég hef gaman af því þegar koma fram á sjónarsviðið menn sem sópar að og eru vandvirkir, en það er leið- inlegt að sjá mistökin. Mörg þeirra hefði mátt laga, aðeins ef einhver hefði ómakað sig og hnippt Iítillega í þetta unga fólk. En það er ástæðulaust að vera svartsýnn, held ég. Það koma hæð- ir og lægðir í skáldskapnum eins og öðru. Eitt finnst mér samt eft- irtektarvert og það eru hinar miklu sveiflur. Tískan dugir ekki nema í örfá ár — í stað þess sem áður var að hún dugði heilum kynslóðum. Þú gafst út Ijóðabók nú um jól- in, Jón? Já, það var mín ellefta bók. Það má segja að ég hafi sent frá mér bók á fimm ára fresti, frá því sú fyrsta kom út en nú er handrita- safn mitt svo mikið að vöxtum að ég veit varla hvernig ég á að fara með það. Þar á meðal er fjöldi þýddra ljóða. Hér á landi er ekk- ert tímarit sem tekur við slíku. Þetta er vandræðaástand að ekki skuli vera til tímarit í landinu sem stendur skáldum opið. Ég sagði þeim í Almenna bókafélaginu að mér fyndist nær að þeir héldu uppá aldarfjórðungs afmæli sitt með því að hleypa af stokkunum veglegu bókmenntatímariti, í stað þess að efna til skáldsagnasam- keppni. Það er slæmt þegar ljóð- skáld geta ekki birt sum ljóða sinna í tímaritum áður en þau koma út á bók. Bækurnar seljast í litlum upplögum og það virkar svo á höfundinn sem hann sé að yrkja fyrir mjög fámennan lesendahóp. Maður verður að sætta sig við það að vera ekki það vinsæll að fólk kæri sig um að taka á sig krók til að hlusta á mann tala. Það er ekk- ert við slíku að gera. Halda bara sínu striki. Hvernig kann skáld við sig í stórri blokk? * Prýðilega. Ég hef alltaf getað skrifað, þó það sé umgangur í kringum mig; ég lærði það ungl- ingur á Patreksfirði. Annars er ég að reyna að hætta þessu. Býst við að gefa út eina bók til viðbótar. Kann betur við töluna tólf en ell- efu. En það er töluverð vinna að safna í bók, þó maður eigi yfrið nóg í fórum sínum. Maður reynir að velja úr dóti sínu hluti sem mynda einhverja heild. Það er það sem ég ætla að gera. En ég sé enga ástæðu til að bæta við þetta dót mitt. Ég er tekinn að reskjast og heilsan er léleg. En maðurinn vill hafa eitthvað fyrir stafni og gerir þá frekar vitleysur, heldur en ekki neitt. En það er skrítið, að þá sjaldan ég lít í bækur mínar verð ég eiginiega hissa á sjálfum mér: Ég er svo samkvæmur sjálfum mér, virðist vera frá fyrstu tíð til þessa dags. Það er eins og ég hafi ekkert lært; sé sama barnið ... J.F.Á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.