Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 Sextugur: Barði Friðriksson hæstaréttarlögmaður Fyrir sextíu árum fæddist þeim sæmdarhjónum Guðrúnu Hall- dórsdóttur ljósmóður og Friðriki Sæmundssyni bónda að Efrihólum sonur sem nú skal örljtið fjalla um, náinn frændi minn og einlæg- astur vinur, sem ég hef eignast og er þá allmikið sagt. Nýlega var ég að glugga í gömul handrit föður míns og rakst þá á boðskap, sem hann hefur flutt nemendum sínum á Húsavík 1930 og talið þeim hollan. Þar segir: „I meira en þúsund ár hafa fá og gróðursnauð holt eða móar vaxnir viði og lyngi víðsvegar um þetta land beðið þess kyrrlát og hljóð, að iðin mannshönd og átakaþétt leysi gróðurmögn þessara móa úr læðingi, svo þeir yrðu hamskift- ingar eins og konungsbörn leyst úr álögum og breyttust í iðjagræn yndisfögur og nytjasæl tún. En aldirnar liðu, móarnir biðu, og mannshöndin hreyfði ekki tækin, sem megnað gætu að leysa álaga- haminn. Á síðasta mannsaldri og einkum þó hin seinustu ár, hafa gerst breytingar í þessum efnum. Mönnum hefir skilist, að í skauti þessa lands býr auður og afl, ef fast er knúið á hurðir þeirra töfra- halla er slíka fjársjóðu geyma. Mönnum hefir skilist að það er í rauninni mikil hamingja, að þeir eiga lítt numið land, því að ein- mitt þess vegna bíða þeirra óunn- ar þrekraunir og einnig niðja þeirra, einmitt þess vegna bíður þeirra sköpunarstarf, sú tegund mannlegra athafna, sem best megnar að veita mönnunum sann- an lífsfrjóvan þroska, einmitt þess vegna eru Islendingar þeir gæfu- menn að vera landnámsmenn, landnámsmenn í nýjum skilningi. Og eitt kemur í ljós eftirtekt- arvert og ævintýri líkast, þegar litið er á nokkrar staðreyndir í landnámi síðasta aldarfjórðungs. Svo gott land er ísland, ef gæði þess eru numin á réttan hátt, að undrun sætir. Ein slík staðreynd á að tala hér. Og hún er sönnunar- dæmi þess, hversu glæsileg sköp- unarverk gerast nú með þjóð vorri, og glæsilegt hlutskipti hlotnast þeim manni, sem vinnur slíkt sköpunarverk, því að hann er einn af smiðum gróanda þjóðlífs. Einn þessara manna er Friðrik bóndi Sæmundsson á Efrihólum í Presthólahreppi í Norður-Þing- eyjarsýslu." Síðan segir: „Friðrik kvæntist árið 1901 Guðrúnu Halldórsdóttur frá Syðribrekkum á Langanesi, og reistu þau bú að Þórunnarseli í Kelduhverfi, þar sem þau dvöldust í tvö ár. En árið 1903 fluttust þau að Efrihólum og hafa búið þar síð- an. Þegar þau komu að Efrihólum, Isíensk. Nafn ........ ................................. Alls krónur \ Heimilisfang ...................................... fá tor^},n sena» '-tkrow Eg undirritaður óska eftir að fá eftirtalin fornrit send í póstkröfu. • mmm. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar Austurstræti 18, Reykjavík. Sími 18880. XV ... ./■, $§»3 ;.V/ * ___________________________________________________________________________. □ Islendingabók, Landnámabók □ Egils saga Skalla-Grímssonar p Borgfiröinga sögur □ Eyrbyggja saga □ Laxdæla saga □ Vestfirðinga sögur □ Grettis saga □ Vatnsdæla saga □ Eyfirðinga sögur □ Ljósvetninga saga □ Austfirðínga sögur □ Brennu-Njáls saga □ Kjalnesinga saga □ Heímskringla I □ Heimskringla II □ Heimskringla III □ Orkneyinga saga i iju ,i,i i m wSSBSL kr. 370.50 kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr. 370.50 370.50 370.50 370.50 370.50 370.50 370.50 370.50 370.50 370.50 370.50 370.50 370.50 370.50 370.50 370.50 B,.- w sem er nokkuð afskekkt býli fast við heiði þá er liggur milli Núpa- sveitar og Þistilfjarðar, var þar jörðin smákot eitt og harla léleg húsakynni. Túnið var um 9 dag- sláttur að vísu en mikið af því kargaþýft og varð naumast komið við öðrum tækjum til sléttunnar en spaða og kvisl, enda er lang- mest af jarðabótum Friðriks með þeim tækjum unnið. Engjar eru þarna nálega engar, aðeins reyt- ingsslægjur í móum og mýradrög- um suðaustur til heiðar, og skil- yrði engin til engjabóta. Til þess að efla búskap á þessari jörð varð því að snúast að túnræktinni. Landgæði til beitar eru að vísu góð þarna. En Friðrik var ljóst að þeir vetur hlytu að koma við og við, þegar sauðfé yrði sett á gadd- inn einan saman, og því varð að skapa skilyrði til aukinna fóður- birgða, enda var hafist handa þeg- ar i stað og hver tímastund notuð til þúfnasléttunar í túninu, er svo var ógreiðfært, að Friðrik varð sumstaðar að bera á það áburðinn á bakinu. Ekki léku þó örlögin dátt við hann í upphafi. Á öðru búskap- arári hans um hávetur þegar hann sjálfur var við fjárgæslu úti við, brann bærinn til kaldra kola nema skemma ein, sem bjargað varð. Grannar Friðriks buðu honum vist hjá sér það sem eftir var vetr- ar og töldu hann af því ráði að endurbyggja bæinn um vorið og ílendast á þessum afskekkta stað með vegleysur á allar hliðar. En Friðrik fann, að hér biði ævistarfið og siguriaunin. Hann snerist þegar að því ráði að slá skyndiþiljum innan í skemmu þá er óbrunnin stóð, og í skemmunni hírðist svo fólkið til vors. En þá var kappsamlega tekið til húsa- gerðar. Og nú getur að líta þarna glæsilegt höfuðból, þar sem híbýli öll og útihýsi mörg eru úr timbri og steini, nema gamla skemman, sem stendur enn bæði til minja og til nytja. Og húsakynni eru rúm- góð vel, enda gerðist þess þörf, þegar stundir liðu. Nú er gamla túnið alsléttað, en auk þess hefir Friðrik numið og gert að grösug- um töðuvelli land, sem nemur full- um 25 dagsláttum. Megnið af tún- um þessum eru þaksléttur unnar í holþýfðum hraunmóum, þar sem víða þurfti að ryðja grjóti á burt. En moldin er frjó og hlý og gefur því góðan ávöxt. Töðufallið er því jafnan mikið og þá búskaparhætti hefur Friðrik tamið sér frá upp- hafi að eiga margra ára fyrningar til tryggingar fénaði sínum. Eitt saman þetta er stórvirki í nýju landnámi þjóðar vorrar. En samhliða þessu hafa þau hjónin eignast 10 börn, flest upp komin og hin mannvænlegustu, enda hef- ir ekki til þess verið sparað af hálfu foreldranna að láta þau njóta náms og menningar bæði nær og fjær. Samtök foreldra og barna, vinnusemi og vinnugleði hafa jafnan haldist í hendur á þessu heimili." Af því sem nú er rakið sýnir glöggt úr hverjum jarðvegi Barði frændi minn er sprottinn. Akarnið fellur sjaldan langt frá eikinni. Vel man ég þegar við frændur hittumst fyrst, en áður höfðum við haft spurnir hvor af öðrum. Þetta var að haustlagi á Akureyri og setning menntaskólans í vændum daginn eftir. Dýrlegt haustveður, hlýtt og dimmt. Við settumst á góðan bekk í Grúthúsagili og þar hóf Barði að flytja mér kvæði Jak- obs Thorarensens um hákarla- menn. Aldrei mun ég gleyma slík- um flutningi og þegar við skildum um kvöldið þótti mér ljóst, að þarna hefði sá þáttur vináttu ver- ið undinn, sem ekki yrði sundur snúinn. Snurða hefur ef til vill einstaka sinnum hlaupið á þráð- inn en afar sjaldan og aldrei til baga né langrækni. Auk frænd- semi okkar og vináttu foreldra okkar var það sem tengdi okkur nánast frá upphafi ást okkar á ís- lenskri tungu og þrá eftir því að tala og rita hana lýtalaust, sem engum hefur auðvitað tekist og engum mun takast, enda vand- fundinn dómarinn. Barði var tveimur bekkjum á undan mér í skóla og margir ágæt- ir menn sem ég hef tengst órjúf- andi vináttuböndum og skal þó skýrt fram tekið að þetta má með engu móti skiljast svo, að bekkj- arsystkin mín væru mér ekki jafn- kær, og litið var víðar. Þetta full- yrði ég að hafi verið fallegt mannlíf með næstum öll tilbrigði af gleði og vonbrigðum, þ.e. lífið sjálft. Þegar ég sá á eftir þessari bekksögn suður um jökla setti að mér söknuð, og fór jafnvel að paufast við að yrkja og getur þar á að líta m.a. speki slíka sem þessa, sem ég sendi þessum vinum mín- um. „(>ledi og gaman gullin spunnu símu sjpldar um sálir órar. B«kur og blöd á bug hröktum; skugga ei skap vort né skammdegi þekktL Söknudur sveitir sár fyllir. Urt við úLsker ein drúpir. Söngva ei sjeta svanur lengur kveður kátlega, en klökkur hnípir. Ekki er nú frumlega ort, e.t.v. „einn fyrir viðleitni" eins og þar stendur. En öll él birtir upp um siðir. Fundum okkar Barða og annarra góðra vina bar aftur saman syðra hér, og hátíðinni á Mánagötu munum við ekki gleyma ár hvert á þessum degi. Ef til vill er mér minnisstæðust veislan mikla þar, þegar Laufey litla var svo sem ársgömul og móðir hennar hafði búið um hana í vagni frammi í eldhúsi, þegar nóg þótti um teiti inni í stofu, sungið var af kappi við undirleik Tryggva móðurbróð- ur hennar og ræður ófáar, sumar latínuskotnar. Á þessum árum í Háskólanum vann Barði af kappi með náminu, en óstuddur var hann ekki þá, né endranær, þar sem Lúlu var og er. Við Barði vor- um lengi saman í stjórn Stúdenta- félags Reykjavíkur og dreif þá margt á daga okkar. Grænastofa er sérkapituli. Einnig unnum við saman á málflutningsskrifstofu, sem jafnframt var höfuðstöðvar VSÍ, þar sem Barði hefur getið sér góðan orðstír, svo sem alkunnugt er, og framlag hans til sátta í vinnudeilum hygg ég, að alldrjúgt sé orðið til heilla landi og lýð. Þetta veit ég bæði af eigin reynslu og af vitnisburði fulltrúa verka- lýðs og atvinnurekénda. Eitt með öðru í fari Barða, sem við vinir hans dáum ef til vill mest, er orðkynngi hans og fyndni, og landsfleygir eru sumir brand- arar hans um menn og málefni, aldrei illskeyttir, en þó ekki allir dúnmjúkir. Auk þess að stunda af kappi og hollustu störf sin við innisetur hefur honum jafnan tekist að sameina störfum sínum útivist við lax- og silungsár, útreiðar og hvers konar unun aðra í skauti náttúrunnar, og engu hefur þá spillt örlítill glasaglaumur. Fáa eða enga hef ég þekkt, sem betur kunna að njóta og lýsa töfr- um landsins. Nú hlýt ég að enda hróður þenn- an, en að lokum vil ég, frændi og aldavinur, þakka þér alla vináttu og gleði, sem þú hefur veitt mér og mínum, og Kristín, ég og fjöl- skyldan öll sendum þér og Lúlu og frændgarði árnaðaróskir og alúð- arþakkir fyrir vináttu og tryggð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.