Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 r Gefðu fermingarbarninu aöeins vandaða gjöf "\ HALLARMULA 2 LAUGAVEGI 84 HAFNARSTRÆTI 18 VARANLEG LAUSIM á þök, loft og veggi Seltuvarðar álplötur með innbrenndum litum. Auðveldar í uppsetningu, hrinda frá sér óhreinindum og þarf aldrei að mála. Álklæðið þökin og losnið við eilíft viðhald - það er ódýrara þegar til lengdar lætur. Einnig bjóðum við ýmsar gerðir klæðninga á veggi og loft - úti sem inni. Leitið upplýsinga, við gefum verðtilboð og ráðleggingar ef óskað er. INNICAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012. SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400. morgum þótti. Það leyndi sér ekki, að hann var öldurmannlegur og íhaldamannalegur. Hann kvað fast að orði og fór með hetjuljóð og vísur og var með spaks manns spjarir á vör, hvar sem hann fór eins og títt er um margan Þingey- inginn. Sá, sem þetta ritar, kynntist honum í skólaportinu, sem svo oftlega var þreyttur í prófunum til hressingar af nemendunum. Hann kvaðst heita Barði og vera Frið- riksson af Efrihólum í Núpasveit í námunda við Kópasker. Hann byrjaði þegar að ræða mann- kynssöguna, fór að tala um Caesar og Rómverja, senatorana, guði þeirra, stjórnvísindi þeirra, og greinarhöfundi, sem þá var á stuttbuxnaskeiði, þótt þessi þykkvaxni Norður-Þingeyingur ólíklegur til að biðjast afsökunar á sjálfum sér og uppruna sínum. Þó tjáði hann, að hann væri bágur í ensku og tölvísi, sér leiddust þær greinar óhemjulega. Hins vegar var ekki hægt annað en að dást að kunnandi piltsins í sögulegum efn- um og innlifunarkennd hans. Hann var skemmtilegur á sinn persónulega hátt, en með skemmtilegu fólki er alltaf gott að vera. Barði byrjaði ungur á bókar- mennt í föðurgarði, ólst upp við ramíslenzka menning, fastheldni við sveitasiði á stórheimilum, fjöl- skyldan var stór og framsækin. Friðrik faðir hans þótti sérstakur greindarmaður, móðir hans, frú Guðrún ljósmóðir, stór í lund og holl í hverjum ráðum. Það var mikið líf á heimiiinu á Efrihólum, gestkvæmt, og Barði, yngstur sinna systkina, þótti á ýmsan hátt bráðger um margt, athugull og spyrjandi. Hann drakk í sig Ís- lendingasögurnar og ljóðskáldin, hámaði klassísku bókmenntirnar íslenzku í sig einsog fjallagrös og hefur búið að því siðan. Kunningj- ar eldri bræðranna, sem voru i skóla, fluttu Kommúnistaávarp Marx inn á þetta hægri sinnaða heimili. Barði las það og lærði það utan að innan tólf ára aldurs. Það er haft eftir Halldóri Kiljan Lax- ness, að engpr menn á Vesturlönd- um séu betur að sér í marxískum fræðum — dogmanu — en dómin- íkanamúnkar og jesúitar, höfuð- andstæðingar kommúnismans, mun betur að sér en akademískir stofukommar. Barði lærði snemma að þekkja kommúnistana að innan, þekkti hugsjónina og forsendur fyrir henni. Síðar átti hann eftir að kljást við fulltrúa stefnunnar æði mikið eins og menningarfulltrúar hinnar al- mennu kirkju gjöra. Það beinlinis féll í hans hlut einsog annarra sið- næmra fulltrúa hægri stefnu í líf- inu, sem vita, hvað marxismi er. Þess vegna hefur Barði aldrei ver- ið smeykur í rökræðum og póli- tískum þrætum. Hann er kjark- maður í því sem öðru með rósemi hins kyrrláta íhaldsmanns, sem trúir fremur á einstaklinginn en hópsálina — múginn. Við bekkj- arbræður hans gáfum honum við- urnefnið sýsli — stytting úr sýslu- maður — og í Carmínu á dimitt- endakvöldinu okkar var hann teik- naður með embættissvip og látinn bergja á viskíi úr silfurfleyg. Ann- að þótti ekki sæma Barða, svo og var hann með digran vindil að hætti höfðingja. Barði er einn þeirra, sem hefur verið íhaldssál nálega frá fæðingu — að minnsta kosti frá frum- bernsku — gat ekki verið annað. Fornu fræðin urðu honum snemma hjartfólgin — ástríða — hann las aðra klassík líka, m.a. Sögur Herlæknisins, Kynjalyfið, Þúsund og ein nótt í þýðingu Steingríms Thorst. — af Ijóðum íslenzkum voru það kvæði Einars Ben, sem hann svalg í sig. Þar þekkti hann norðlenzka og norður- þingeyska orðfærið — kann ljóð hans meira og minna utan að enn- þá — og allt þetta gerði sveinninn ungi af Efrihólum á aldrinum 7—13 ára, áður en verulegt skóla- nám hófst. Átta vetra flutti hann reiprennandi kvæðið Sveinn dúfa við inntökupróf í Núpasveitar- skóla. Kennari og prófdómandi vildu fá meira að heyra. Hann flutti þá Grettisljóð Matthíasar eins og ekkert hefði i skorizt. Með þessa undirstöðumenntun að við- bættri ást hans á sögu Rómverja, sem hann hreifst af, vegna þess að honum fannst stjórnkerfi þeirra vera í svo föstum skorðum, — með þetta veganesti lagði hann út á langskólabrautina, lauk stúd- entsprófi við Norðlenzka skólann (MA) 1943 og síðar lögfræðiprófi 1949. Á námsárum sínum stundaði Barði ýmis störf, var 4 ár hjá Olíu- verzlun íslands 1944—’48 í þjón- ustu frænda síns, Héðins Valdi- marssonar; eitt ár starfaði hann í Dómsmálaráðuneytinu. Þá hann hafði lokið laganámi, tók hann að vinna sem erindreki hjá Vinnuveitendasambandi ís- lands undir stjórn Eggerts heitins Claessens, sem verið hefur að sumu leyti eins konar von Papen og jafnframt Nestor íslenzkra júr- ista. Þar naut Barði handleiðslu Claessens, sem reyndist honum vel í hvívetna, enda minnist Barði hans með virðingu og þakklæti æ siðan. Seinna varð Barði fulltrúi hjá Vinnuveitendasambandinu og síðar skrifstofustjóri og gegndi því starfi um langt skeið, en und- anfarin fimm ár hefur hann verið framkvæmdastjóri hjá fyrr- greindri stofnun. í öllum þessum trúnaðar- og ábyrgðarstörfum sínum hefur Barði getið sér gott orð fyrir elju og lipurð, ekki hvað sízt í erfiðum samningum milli vinnuveitenda annars vegar og fulltrúa ýmissa iðnaðar- og verka- lýðsstétta hins vegar. Mætti segja manni, að hinn rólegi húmor Barða reyndist oft sterkt vopn í leiðinlegri viðureign og leysti marga flækjuna. Að því leyti er persónuleiki hans ósínkur á sjálf- an sig. Þess vegna er Barði einn þeirra manna, sem gaman er að hitta og gleðjast með — einmitt fyrir þessa náðargjöf — kímni- kenndina. Starfssvið Barða er vítt og nær m.a. yfir Verkamannasamband ís- lands og fjölmörg önnur stéttar- félög. Hann kemur fram við alla samninga, flytur mál fyrir félags- dómi og hæstarétti sem lögfræð- ingur Vinnuveitendasambandsins. Þess vegna leiðir af sjálfu sér, að Barði er þaulkunnugur atvinnulíf- inu og hefur kynnzt viðhorfi beggja deiluaðilja í sambandi við starf sitt. Eitt sinn spurði ég Barða, hvers konar reynslu hann hefði af full- trúum hins vinnandi fólks, verka- lýðsforingjunum. Þótti mér ég fá jákvætt svar, þegar hann sagði eitthvað á þessa leið: „Ég efast ekki um, að verkalýðsforingjarnir vilji umbjóðendum sínum vel, vilji heill umbjóðenda sinna, en mér þykir þeir of íhaldssamir í sam- bandi við ýmsar fyrirkomulags- breytingar á starfstilhögun, t.d. tregðu þeirra um að koma á ákvæðisvinnu, vaktavinnu o.fl., sem er þjóðarnauðsyn. Mér fellur hins vegar persónulega vel við næstum alla þá verkalýðsforingja, sem ég hef átt í samningum við M Barði Friðriksson hefur kynnt sér nýjungar vegna starfs síns. Hann hefur heimsótt skóla dönsku verkalýðsfélaganna í Esbjerg og vinnuveitenda að Egelund til að kynnast starfsemi þeirra. Hann er þeirrar skoðunar, að fræðslustarf- ið, sem Danir halda uppi á þessum stöðum, geri ómetanlegt gagn. Hann telur þörf á, að íslendingar taki upp áþekka fræðslu, svo að ólíkar stéttir þjóðfélagsins skilji hver aðra betur, kunni að meta gildi hver annarrar og hag allan. Allt beinist þetta að friðsamlegri lausn þjóðfélagsvandamála, góð lækning á hatri og misskilningi og öfund, sem svo oft ríkir meðal stétta og skapar stéttaskiptingu á röngum forsendum. Barði trúir á fordæmi Eysteins Noregskonungs, spekingsins ráðsnjalla, sem var manna glaðastur og lítillátastur og ástsæll alþýðu. Eysteinn stjórnaði þegnunum með viti — þannig vann hann ríki sitt, en ekki eins og Fróði Friðleifsson, Dana- konungur, sem unni ambáttum sínum hvorki svefns né matar. Barði hefur lagt út af þessu í grein, sem hann skrifaði í Vinnu- veitandann fyrir mörgum árum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.