Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 33 Snorri Sveinn FriAriksson myndlistarmaéur. Ljósm. Emíiia. skapa myndir, þar koma þó margir við sögu, en hér er ég einn á ferð. Snorri Sveinn sýnir 14 olíumál- verk og 14 kolteikningar. Hann er spurður hvort mjög ólíkt sé að vinna með þessum tveim aðferð- um: — Já, það er mjög ólíkt, en ég hef stundað báðar aðferðirnar nokkuð jöfnum höndum og stund- um hef ég þó sýnt einvörðungu kolteikningar. Mismunurinn er að- allega fólginn í því að í kolteikn- ingunni finnst mér ég vinna milli- liðaminnst. Ég vinn mjög hratt þegar ég teikna með kolum, en það er mjög vandmeðfarið efni og ekki má skeika neinu. Teikningin er einstakt listform, hún fæðist meðan það andrúm varir, sem henni er ætlað að nema, rétt eins og ljóð. Teikningin lifir á svo hárfínum mörkum þegar hún er best. Og það þarf ef til vill meiri myndþroska til þess að meðtaka hana. Menn verða bara að átta sig á listgildi teikningarinnar annars vegar og málverksins hins vegar. Málverk er einfaldlega annað og það býður upp á aðra möguleika sem tjáningarform, það getur tek- ið til stærra sviðs. Oft er það stór- fenglegra myndmál og í olíumál- verki er hægt að gefa myndefninu fleiri víddir og meiri dýpt og um leið ríkari frásagnarmátt. En list- in lætur samt ekki fanga sig í form, hvorki með málverki né teikningu, né neinu öðru listformi, verkin gefa aðeins í skyn það sem máli skiptir. Við getum sagt að þau séu mis- munandi tær. Þá sjáum við í þeim lífsblossann og af honum ræðst myndgildið ásamt nokkru fleiru. Þú nefndir áðan að menn vildu rabba við ykkur, vilja sýningar- gestir heyra hvað listamaðurinn er að fara í verkum sínum, vilja menn fá einhverjar útskýringar? — Oft er það svo og stundum er ágætt að fá að rabba við áhorfend- ur um verkin, því við upplifum þau ekki öll á sama hátt. Eg sé í þeim ákveðið viðfangsefni, sumir sjá annað og mér finnst tilgangi svona sýningar náð ef tekst að ljúka ein- hverju upp fyrir áhorfendum, ef verkin geta skýrt eitthvað fyrir þeim, hvort sem ég kem þar nokk- uð við sögu sjálfur eða ekki. Menn hafa stundum viljað veigra sér við að tjá sig um eigin verk, en ég er að komast æ meira á þá skoðun að það sé rangt að byrgja sig inni og listamenn eiga að fylgja verkum sínum eftir gagnvart áhorfendum sínum, sé þess þörf. Er þessi sýning ólík þínum fyrri sýningum? — Einhver þráður kemur fram frá fyrri sýningum þótt langur tími líði milli þeirra, en ég hef þó reynt að taka upp ný viðfangsefni. Það fylgir að sækja á dýpri mið. Við förum ekki út í að ræða um einstakar myndir, en sýning Snorra Sveins Friðrikssonar og Hjörleifs Sigurðssonar er opin daglega kl. 16 til 22 og kl. 14 til 22 um helgar. Henni lýkur sunnudag- inn 4. apríl. jt- Verkalýðsfélagið Þór: Atelja harðlega ákvörð- un iðnaðarráðherra SVOHLJÓÐANDI tillaga var samþykkt samhljóða á fundi í Verkalýðsfélaginu Þór á Selfossi 22. marz sl. „Fundur í stjórn og trúnað- armannaráði Verkalýðsfél. Þórs, haldinn á Selfossi mánu- daginn 22. marz 1982, átelur harðlega þá ákvörðun iðnað- arráðherra, að ákveða stein- ullarverksmiðju stað á Sauð- árkróki, þar sem öll rök sýna, að hagkvæmara væri að reisa verksmiðjuna í Þorlákshöfn." EFÞAÐERFRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU URVALS Páskaferð til Akureyrar 7.—12. apríl Hótel Varðborg — Hótel Akureyri Verö frá kr. 1.565,- í 5 nætur m/morgunverði í Hlíðarfjalli er eitt besta skíðasvæði landsins, hvort sem er fyrir svig, brun eða göngu. Einnig er boðið upp á skíðaleigu og skíðakennslu. AKIBETU IH nsu Stundar þú líkamsrækt? Ertu í megrun? Safnast aukakílóin á vissa hluta líkamans? Álfheimum 74, Reykjavík. S. 82922391. Ef svo er, þá er „BBF Spot Reducing Discovery“-kremiö eitthvaö fyrir þig. BBF-kremiö er frábær uppfinning fyrir alla þá sem stunda lík- amsrækt, en ná ekki aö losna viö þá aukafitu sem oft safnast á vissa hluta líkamans, svo sem maga, læri og mjaömir. Meö því aö nota BBF-kremiö á æfingum, eykst útstreymi svita og annarra úrgangsefna líkamans til mikilla muna. BBF hæfir viö alla líkamsrækt, gefur þægilegan ilm og gljáandi hörund. Þaö er einnig mjög gott fyrir þá sem stunda gufuböö og þá sérstaklega fyrir þá sem eiga erfitt meö aö svitna. BBF hefur reynst mjög árangursríkt gegn staöbundinni fitu (cellu- lite). 1\ ÍMI W: •Jk- IT HEILDSÖLUBIRGÐIR: Piz Buin-umboðið. Sími 37442. UTILIF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.