Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 41
I MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 41 Skólaganga Helga varð ekki löng því hann lauk aðeins barna- skóla, en á honum sannaðist að til eru fleiri skólar en skóli bókanna. Helgi reyndist snemma hagur mjög við allar smíðar. Þetta var á þeim árum sem flug á íslandi var að slíta barnsskónum og með flug- inu kom svifflugið til íslands. Heillaðist Helgi fljótt af þessum þögulu farartækjum og urðu þau hans aðal áhugamál í starfi og leik alla ævidaga. ÁRið 1937 urðu fyrstu þáttaskil- in í lífi hans. Þá kom hingað þýsk- ur svifflugleiðangur. Helgi kynnt- ist einum leiðangursmanna betur en öðrum, en þar var Herbert Böhme, þekktur þýskur leikari. Herbert kom því til leiðar að Helgi fór utan haustið 1937 á svifflugskóla þýska flughersins og reyndist honum þá sem faðir enda kallaði Herbert Helga ætíð son sinn. Slíku ástfóstri tók hann við Helga. Þar með byrjaði kafli í ævi Helga sem varaði næstu tvo ára- tugi því eftir heimkomuna frá Þýskalandi 1939 starfaði Helgi hjá flugmálastjóra og hafði þann starfa á sumrin að reka svif- flugskóla á Sandskeiðinu þar sem flestir af eldri flugmönnum lands- ins fengu sína fyrstu tilsögn í flugi. Um þennan þátt í lífi hans er hér fjallað um af öðrum er bet- ur þekkja til. Góðum mönnum er gæfan hlið- holl. Árið 1935 kynntist hann stúlku sem átti eftir að verða sam- ferðamaður hans í gegnum lífið, Sigríði Einarsdóttur. Vinátta þessara ungmenna þróaðist í heita ást og gagnkvæma virðingu. Þau voru gefin saman í heilagt hjóna- band 9. maí 1943. Samrýndari hjón eru vandfundin og tók Sigríð- ur ríkan þátt í öllu starfi Helga. Fyrstu mánuði hjónabandsins bjuggu þau hjá foreldrum Sigríð- ar, Guðfinnu Jóhannsdóttur, sem er látin, og Einari Pálssyni, blikksmíðameistara, að Miklu- braut 28, en um áramótin fluttust þau í Selás 3C, stórt hús, sem Fil- ippus hafði reist sér og sínum. Þar uppfrá bjuggu Sigríður og Helgi til 1958 er þau fluttu í íbúð að Goðheimum 21, sem þau byggðu sér í sameiningu. Eins og fyrr er getið reyndist Helgi snemma smiður góður. Á það reyndi mjög við smíðar á svifflugunum því þær fyrstu voru allar smíðaðar hér á landi. Hag- leiki Helga og bræðra hans varð til þess að þeir stofnuðu fyrirtæk- ið Flugmó og hófu smíði allskonar leikfanga og flugmódela, en þetta var á árunum kringum 1950 þegar ekkert var flutt inn af leikföngum en þörfin til staðar þá sem nú. Einnig ráku bræðurnir í samein- ingu Tómstundabúðina, sem var stærsta verslun á sviði tóm- stundaiðju þess tíma. Við þessi fyrirtæki starfaði Helgi jafnhliða starfinu hjá flugmálastjóra. Vegna rekstursins snerist áhugi Helga og Sigriðar, því upp frá þessu störfuðu þau ávallt saman, að verslun. Á árunum kringum 1950 var komin allmikil byggð þar sem hét Árbæjar- og Selásblettir. Þetta voru svæði, sem hafði verið út- hlutað og seld sem sumarbústaða- lönd, en sökum húsnæðiseklu í borginni höfðu margir bústaðir verið teknir í notkun sem heilsárs íverustaðir. Þjónusta var lítil. Sími aðeins einn í húsi, Selási 3C hjá Sigríði og Filuppusi. Lítil verslun, Selás- búðin, var þarna. Þessa verslun keyptu Helgi og Sigríður 1955 og réðu til 1959, en reksturinn hvíldi að mestu á herðum Sigríðar. Árið 1957 verða enn þáttaskil í lífi þeirra hjóna, því þá keyptu þau blómaverslunina Flóru, sem var ein af þekktari blómaverslun- um bæjarins. Þarna opnaðist þeim nýr heimur og átti Helgi sér mikla drauma um að reisa stóran blóma- og grænmetismarkað, samskonar og er rekinn í stórborgum erlend- is. Hugmyndir sínar festi hann á blað og sendi bæjaryfirvöldum ásamt umsókn um lóð sem því miður nutu ekki náðar fyrir aug- um lóðanefndar, svo ekki rættist þessi draumur Helga. En hann lét ekki deigan síga. Á þessum árum var ekki mikið úrval að finna i blómabúðum. Helgi hóf því fljótt að flytja inn þær vörur sem nauðsynlegar eru við rekstur slíkra verslana. Á þessu sviði varð hann algjör brautryðjandi enda dafnaði Flóra vel í höndum þeirra hjóna. Sem blómakaupmaður og síðan stórkaupmaður varð Helgi snemma jafnvinsæll meðal við- skiptavina sinna og hann hafði áð- ur verið meðal nemenda sinna á svifflugnámskeiðunum á Sand- skeiði, því hans ljúfa lund og bros- ið blíða heillaði fólk auðveldlega, enda opnaði það honum margar lokaðar dyr á lífsleiðinni. Innflutningurinn var fljótt mjög umfangsmikill því garð- yrkjumenn og aðrir blómakaup- menn áttu við hann síaukin við- skipti. Þetta leiddi til þess að árið 1968 stofnuðu Sigríður og Helgi ásamt dætrum sínum, fyrirtækið Helgi Filippusson hf. og yfirtók það allan innflutning, en Flóra hélt áfram sem blóma- og gjafa- vöruverslun. Innflutningurinn hélt áfram að aukast. Helgi vildi þó ekki auka hann meira en svo að þau réðu við hann með aðstoð fjöl- skyldunnar. Þar kom árið 1970 að þau seldu Flóru, því þau önnuðu ekki meiru. Helgi Filippusson hf. var fyrsta áratuginn til húsa í Selási 3C, kjallaranum. Þarna unnu Helgi og Sigríður ásamt einni dóttur, síðan annarri og loks einum tengdasyni, við mjög erfiðar aðstæður, því ekki var allt tóm léttavara, svo sem ýmiss konar leirvara og kerti. Aðstæðurnar ásamt síauknum innflutningi urðu til þess að ráðist var í að byggja yfir fyrirtækið. Helgi hafði oft sótt um lóð en var alltaf neitað þar til loks árið 1977 að honum var úthlutað lóð að Tunguhálsi 7 hér í borg. Grunnur hússins var tekinn í ágúst sama ár. Faðir Helga var mikill áhugamaður um nýjungar í byggingariðnaði, svo var einnig um Helga. Hann valdi að reisa sér stálgrindarhús sem er klætt ein- angruðum þiljum. Róiega var far- ið því fyrst voru sökklar og kjall- ari undir fjórða hluta væntanlegs húss steyptir. Sjálft húsið var síð- an reist sumarið 1979. Sumarið 1980 var síðan steypt gólfplata og skrifstofurými innréttað. Húsið var síðan formlega tekið í notkun í október 1980, þegar Helgi Filipp- usson hf. flutti að Tunguhálsi 7 og allt er hann gjörir lánast honum. Skólaganga Helga varð ekki löng, en Helgi notaði tímann vel og árin urðu honum góður skóli. Útsjónarsemi hans og hyggjuvit var slíkt að bygging hússins að Tunguhálsi kom tiltölulega lítið niður á rekstri fyrirtækisins, enda hagaði hann framkvæmdum þannig að svo yrði ekki. Eins og gefur að skilja urðu viðbrigðin mikil þegar flutt var úr kjallaranum í Selási 3C í þetta stóra og glæsilega hús, en skrif- stofuna bjuggu Sigríður og Helgi þannig að allir sem koma þangað í fyrsta sinn halda að þeir séu að koma inn á einkaheimili en ekki innflutningsfyrirtæki. Það var því sannarlega bjart framundan og fyrirtækið dafnaði. Áhugi Sigríðar og Helga á fyrir- tækinu var óendanlegur og var hugur þeirra í því vakandi og sof- andi. Þau önnuðust fyrstu árin öll innkaup og þurftu því oft að fara utan á kaupstefnur. Viðskipti Helga beindust mikið til Þýska- lands enda þekkti hann vel til og talaði málið reiprennandi frá dvöl sinni þar fyrir stríð. Marga kunn- ingja hafði hann og eignaðist þar í gegnum svifflugið, því ætíð voru mikil tengsl á milli íslenskra og þýskra svifflugmanna. Kaupstefn- urnar í Þýskalandi eru líka meiri- háttar viðburðir á sviði verslúnar og viðskipta. Kaupstefnurnar í Frankfurt og Leipzig eru meðal þeirra stærstu, en Helgi var ein- mitt að koma úr sinni 50. ferð þangað er hann lést. Góðum mönnum er gæfan hlið- holl. Sigríður og Helgi eignuðust þrjár dætur: Kristínu Sjöfn, gift Skúla Möller, sem starfar í fyrir- tækinu, Hrafnhildi, gift Georg Guðjónssyni sem rekur prent- smiðjuna Litlaprent og Guðfinnu Björk, gift Helga Þór Axelssyni, en þau reka verslanirnar Virku og Árbúð. Alls eignaðist Helgi 9 barnabörn og barnabarnabörnin eru orðin 2. Helgi Filippusson hf. er fjöl- skyldufyrirtæki. Börn tveggja elstu dætranna, sem vinna þar hafa þvi verið með mömmu í vinn- unni. Það hefur því oft reynt á þolinmæði afa og ömmu. Barn- elska þeirra gerir þetta mögulegt. Þegar góðs og elskulegs manns er minnst er oft erfitt að stöðva pennann. Gaman væri að geta um öll ferðalögin sem Helgi og Sigríð- ur fóru um landið, um sumarbú- staðinn við Þingvallavatn, þar sem Helgi undi sér vel og margs annars úr lífi hans, en frásagnir Helga af þeim unaðsstundum verða geymdar í minningu fjöl- skyldu hans. Hér skulu að lokum fluttar kveðjur frá litlu dætrasonunum, sem hafa á undanförnum þremur árum horft á eftir tveimur lang- ömmum og einum langafa, og nú afa sem var svo óendanlega þol- inmóður við að sinna þeim, hvort heldur það var við að leysa flækt- ar fiskilínur á Þingvöllum eða að- stoða þá í leik á Tunguhálsinum. Ekki gera þeir sér fulla grein fyrir hvað skeð hefur. En þegar þeim er sagt að afi sé nú hjá langömmu og langafa á himnum eru þeir sáttir því hjá þeim var alltaf svo gott að yera. Helgi andaðist 16. mars sl. fyrirvaralaust í Hamborg á heim- ili fornvinar síns Herberts Böhme og var heittelskuð eiginkona hans við hlið hans er hann kvaddi. F*r þú i fríði, fridur (>uÓ8 þig blewi, hafdu þökk fyrir allt og allt. Skúli Möller Kveðja frá Svifflugfélagi íslands Helgi Filippusson, sem jarð- sunginn verður frá Dómkirkjunni á morgun, mánudag, var einn af frumherjum Svifflugfélags ís- lands og heiðursfélagi. Hann var stjórnandi og aðaldriffjöður mörg fyrstu ár félagsins, og það svo skörulega að enn má merkja áhrif hans á starf og viðgang félagsins. Svifflugmenn sjá hér á eftir svifflugmanni sem byggði upp svifflugstarf hér á landi og þróaði í þá átt sem það nú er í. Hann hélt því öðrum fremur á þeirri þekk- ingu á sögu svifflugsins á íslandi sem þyrfti að varðveita fyrir þá sem á eftir koma, til þess að þeir hafi einhvern grunn að byggja á. Missir svifflugmanna er því mikill, er Helgi fellur frá í fullu starfsfjöri og fyrir aldur fram. Ég vil fyrir hönd félaga í Svif- flugfélagi íslands votta aðstand- endum Helga innilegustu samúð á þessari sorgarstundu. Þorgeir L. Árn&son Ungar stúlkur vilja aöeins það besta. Verksmiöjan Hlín hf., Ármúla 5. Sími 86202. Þær velja yfirhafnirnar frá Gazella: — Fallegar — Vandaðar — Vel sniðnar ÚTSÖLUSTAÐIR: Versl. Kápan Reykjavík Versl. Pandóra Reykjavík Versl. Hæðin Akranesi Versl. Einarog Kristján ísafirði Versl. Einars Guðfinnssonar Bolungarvík Kaupfélag Vestmannaeyja Vestmannaeyjum Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki Versl. Túngata 1 Siglufirði Vöruhús K.E.A. Akureyri Versl. Markaðurinn Akureyri Kaupf. Þingeyinga Húsavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.