Morgunblaðið - 28.03.1982, Síða 42

Morgunblaðið - 28.03.1982, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 Þórarinn Magnússon skósmiður — Minning Fæddur 29. mars 1895 Dáinn 19. mars 1982 Á framtaki fárra ötulla áhuga- manna grundvallast oftast störf félaga. Til þess að þau laði til sin ungt fólk, verða slíkir menn að fórna tómstundum sínum og vera sívakandi að stofna til athafna og axla þann vanda að hrinda þeim í framkvæmd eða ganga til sam- starfs og liðveislu við samstarfs- fólk að því megi takast að rækja verkefni til framvindu að tak- marki sem heildin hefur sett sér. Einn slíkur fórnfús félags- hyggjumaður var Þórarinn Magn- ússon skósmiður, sem andaðist 19. þ.m. og verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni i Reykjavík á morg- un, 29. mars. Hann fæddist að Dýrastöðum, Norðurárdalshreppi, Mýrasýslu, þann 29. mars 1895. Foreldrar hans voru Magnús bóndi Erlings- son, fæddur að Kirkjubóli, Hvít- ársíðuhreppi, Mýrasýslu, síðar bóndi að Dýrastöðúm og fleiri bæjum í Norðurárdal og kona hans, Ágústína Torfadóttir, fædd að Hóli, Norðurárdalshreppi, Mýrasýslu. Þau hjónin dvöldust síðast í Reykjavík á heimili Guð- mundar sonar þeirra og konu hans, Sveinbjargar Klemensdótt- ur. Af systkinum Þórarins er á lífi Torfi, bóndi og áður hreppstjóri að Hvammi í Hvítársíðuhreppi, Mýrasýslu. Árið 1914 réðst Þórarinn vinnu- maður að Hamraendum í Staf- holtstungum. Hann réðst til vinnumennskunnar með því skil- yrði, að hann fengi leyfi til þess að fara til Reykjavíkur og læra þar sund. Hann lætur verða úr þessu og iðkar sund í sundlaugum Reykjavíkur hjá Páli Erlingssyni. Er hann hefur náð því að verða vel syndur, ástundar hann sundiðkan- ir kappsamlega, er annir gefa stundir til, í tjörn hjá Hamraend- um, Lundalaug og Veggjalaug og á áhugasama sundfélaga, t.d. Jón íþróttakennara Þorsteinsson frá Hofstöðum. Er Guðmundur póstur flytur frá Hamraendum til Sleggjulækjar í sömu sveit, fylgir Þórarinn heim- ilinu og þar er hann talinn til heimilis 1917 er hann innritaðist í Hvítárbakkaskóla. Hann er þar nemandi í tvo vetur. Þórarinn mun hafa í Hvítár- bakkaskólanum notið frá skóla- stjóranum, Sigurði Þórólfssyni, samkennurum hans og skólafélög- um þeirrar hugarhlýju, vakningar og fórnarvilja, sem þar ríkti, enda skólinn mótaður af skólamanni og uppfræðara sem sótt hafði áhrif í skóla Torfa Bjarnasonar í Ólafs- dal og lýðháskólann í Askov í Danmörku. Leikfimistofa var í skólahúsinu frá 1913. Sá skólastjórinn um að ávallt væri í kennaraliðinu ein- hver, sem gæti leiðbeint í leikfimi og litið eftir iðkun annarra íþrótta, t.d. glímu og knattspyrnu, því að hann skildi vel gildi íþrótta og kom þessi áhugi eigi síður fram í því, að Sigurður skólastjóri leit til með ungmennasambandi Borg- arfjarðar við skipulag og stjórn fyrstu héraðsmótanna (1913 hið fyrsta) á Ferjukotsbökkum. Magnús Pétursson, síðar kenn- ari á Akureyri, var sá sem kenndi leikfimi við skólann er Þórarinn var þar við nám. Jón íþrótta- kennari Þorsteinsson hefur rómað kennslu Magnúsar og tjáð mér að hann hefði haft á sig mikil áhrif og hið sama mun óefað hafa verið um Þórarin. Þessir tveir og svp er um fleiri nemendur þessa skóla, hafa á langri ævi borið líkams- mennt og almennri fræðslu Hvít- árbakkaskólans gott vitni og borið áhrifin áfram til okkar sem höfum notið handleiðslu þeirra. í Borgarfjarðarhéraði eru forn- ar minjar eða heimildir um bað- menningu: Snorralaug í Reykholti, Krosslaug í Lundarreykjadal og Leirárlaug í Leirár- og Melasveit. Upp úr miðri síðustu öld er efnt til sundnámskeiðs að Reykjalaug í Lundarreykjadal með Gesti Bjarnasyni sem kennara (Sund- og Glímu-Gestur). Árið 1894 er af 3 hreppum stofnað félag um: „Sundkennslustofnun á Norður- Reykjum" í Hálsasveit og mér telst til, að frá 1873 til 1912 verði til í héraðinu 11 torflaugar og sumar að nokkru steyptar'. Ég úygg, að er framkvæmd sund- skyldunnar hófst 1941, hafi fá hér- uð sem Borgarfjörður átt 20% íbúanna synda. Umf. Stafholts- tungna, stofnað 1912, varð fljótt félagsmálavettvangur Þórarins. Félagið hafði þá sem endranær mörg járn í eldinum og hamraði þau ötullega, svo að hugsjónir urðu að veruleika, t.d. endurbygg- ing eldri torflauga, laugarhús, samkomuhús, málfundir og sam- komur að vetrar- og sumarlagi, glímu- og sundiðkanir, iðnsýn- ingar o.s.frv. Frábært dæmi um félagshyggju og hug borgfirskra ungmennafé- laga til íþrótta, er þegar reistur var íþróttasalur héraðsskólans í Reykhoiti. Mig minnir að 32 væru þeir, sem algjörlega greiddu efni og vinnu smíðinnar. Átján ár tók þá að greiða lán og víxla. Enn er salurinn í notkun. Af öllum þessum verkefnum gekk Þórarinn af eljusemi. Hann mun hafa átt drjúgan þátt í að félagar hans unnu flokkakeppni í sundi á fyrstu 8 héraðsmótunum. Hug sinn til ungmennafélagsskap- arins í Borgarfirði sýndi Þórarinn með því að mæta á rúmlega 30 héraðsmót UMSB til stjórnar- og dómarastarfa eftir að hann var fluttur til Reykjavíkur, enda sæmdi sambandsstjórnin hann heiðursgullmerki fyrir nokkrum árum. Árið 1919 hefur Þórarinn skósmíðanám hjá Stefáni Ólafs- syni, skósmið í Borgarnesi. Eftir 3ja ára nám heldur hann til Reykjavíkur og kaupir skósmíða- verkstæði að Laugavegi 30, sem hann flytur fljótlega á Frakkastíg 13 og loks á Grettisgötu 28. Þórar- inn var vandvirkur skósmiður og því eftirsóttur. Meðal starfsfélaga sinna varð hann fljótlega í Skó- smiðafélagi Reykjavíkur mjög virkur. Árin 1938—1948 og eftir 1950—1962 er honum trúað fyrir formennsku. Árið 1940 gengst hann fyrir stofnun Landssam- bands skósmiða og er formaður þess 1940—1960. Landssambandið gengur til samstarfs við norræn samtök skósmiða og stendur fyrir tveimur fundum þeirra samtaka hérlendis. Fyrir atorkusemi Þór- arins í sambandi við þessa sam- vinnu sæmir sænska skósmiða- sambandið hann fyrstan útlend- inga gullmerki sambandsins. Rétt er að ég geti þess hér, að í 30 ár limdi hann sundkúta úr gúmmíslöngum og seldi við vægu verði. Er hann hætti, fengust sundkútar sömu gerðar gegn fimmföldu verði Þórarins. Þegar við komu sína til Reykja- víkur gengur Þórarinn í Glímufé- lagið Ármann. Hann tekur fljót- lega við forustu um sundiðkanir félagsins. Um dugnað hans við sundiðkanirnar nægir að vísa til vikulegra sundferða hans með sundfólkið 1927—1936 að Álafossi í Mosfellssveit, þar sem unnt var að æfa í stórri laug. Árangur lét heldur eigi á sér standa, því að sunddeildin vann frábær sundaf- rek undir hans stjórn. Samhliða þessu félagsstarfi tók Þórarinn að sinna dómgæslu í frjálsíþrótta- mótum og það er eigi langur tími liðinn frá því að sjá mátti ötul- leikamanninn léttstíga að störfum á Mela- og Laugardalsvelli og þá við víðavangshlaup ÍR og önnur slík hér í Reykjavík. Tímabilið 1927—1940 er Þórar- inn Magnússon í stjórn Glímufé- lagsins Ármanns. Árið 1932 vinn- ur hann með öðrum að því að semja sögu félagsins sem leiðir af sér þá fullvissu, að 1888 er það stofnað og hefur aldrei verið lagt niður, þó dauft hafi verið yfir því 1907, svo að þeir sem þá hófu kröftuglega að vinna að málefnum þess, teldu það endurstofnað það ár. I fundargerðum félagsins má lesa hve Þórarinn er þroskaður í félagsmálum og heldur fast á lög- um og reglugerðum. Fyrir öll hin margvíslegu störf í þágu Glímufélagsins Ármanns var Þórarinn kjörinn heiðursfélagi þess 1945. Á ársþingi ÍSÍ 1941 var Þórar- inn Magnússon kosinn í fram- kvæmdastjórn sambandsins. Þar átti hann sæti til 1943, en um margra ára skeið var hann annar endurskoðenda reikninga ÍSÍ. Fyrir störf að málefnum ÍSÍ var Þórarinn sæmdur gullmerki ÍSÍ og á 50 ára afmæli sambandsins afmæliskrossi ÍSÍ. Fyrir störf að málefnum frjáls- íþrótta og þá ekki síst fyrir dóm- gæslu á frjálsíþróttamótum í ára- tugi, sæmdi frjálsíþróttasamband íslands (FRÍ) Þórarin gullmerki. Auk þeirra félagsmála, sem hér hefur verið greint frá, var Þórar- inn um árabil í stjórnum Borgfirð- ingafélagsins og bræðrafélags Frí- kirkjusafnaðarins. Þórarinn Magnússon hóf ungur iðkun íþrótta og hélt þeim áfram meðan aldur og heilsa leyfðu, þrátt fyrir tímafrek iðnaðarstörf og félagsmálaforustu. Hann mátti löngum sjá við sundiðkanir í sundlaugum Reykjavíkur, sem hann sótti gangandi um nokkurn veg og tók þá oft til hlaupanna. Hann var því fram til síðustu tveggja ára beinn í baki og léttur í spori, glaður og hlýr í viðmóti. Er Þórarinn Magnússon hafði tryggt sér vinnuaðstöðu í Reykja- vík, hélt hann 1923 á heimaslóðir og gerði brúðkaup í Reykholti til Ingibjargar Guðmundsdóttur. Ingibjörg er fædd 5. janúar 1900 að Hlöðutúni, Stafholtstungnahr., Mýrasýslu, dóttir hjónanna Guð- mundar pósts Kristjánssonar, bónda að Hamraendum og Sleggjulæk í Stafholtstungum (fæddur Hólakoti, Borgarhr.) og Guðbjargar Ólafsdóttur frá Ás- bjarnarstöðum í sömu sveit. í Reykjavík hafa þau Ingibjörg og Þórarinn átt heimili frá 1923. Lengst af að Haðarstíg 10. Börn þeirra hjóna eru: Guð- mundur íþróttakennari, f. 1924, var kvæntur Elínborgu Jóhann- esdóttur, á 2 börn og 4 barnabörn, Magnús leiksviðsstjóri Þjóðleik- hússins, f. 1926, kvæntur Guð- björgu Jónsdóttur, eiga 2 börn og 2 barnabörn. Helga handavinnu- kennari, f. 1928, Guðbjörg hús- freyja, f. 1930, gift Gunnari Helgasyni bólstrara, eiga 1 barn. Þuríður húsfreyja, f. 1932, gift Þorgrími Halldórssyni verkfræð- ingi. Með fráfalli Þórarins Magnús- sonar er genginn ágætur fulltrúi frá upphafi ungmennafélaganna í Borgarfirði og Hvítárbakkaskóla. Frá því að vinna algeng sveita- störf gerist hann iðnaðarmaður. Fluttur með iðn sína til Reykja- víkur, gerist hann virkur íþrótta- leiðtogi þéttbýlisins þar, trúr hug- sjónum félags og skóla úr heima- héraði. Störf hans færa með sér heill og því eru honum látnum þökkuð frábær og ötul fjölþætt störf um leið og eiginkonu hans er þakkað umburðarlyndi við félög og einstaklinga, sem svo oft köll- uðu eiginmanninn að heiman. Af stjórn Glímufélagsins Ár- manns var mér falið að rita um Þórarin minningargrein og bera fram þakkir til hans, en tjá eig- inkonu hans, börnum og öðrum ástvinum samúð félagsins og láta í ljós þá ósk, að því megi takast að bera fram félags- og íþróttastarfið sem hann hefði helst kosið. Þorsteinn Einarsson HAGKAUP + Inmlegar þakkir fyrlr auösýnda samúö og hlýhug viö andlát oa útför y DAGBJARTAR ÓLAFÍU ÞORSTEINSDÓTTUR, Langholtsvegi 3. Kristjana Guöjónsdóttir, Aöalsteinn Stefénsson, Björn Aöalsteinsson, Guöjón Aöalsteinsson, Gy®» Agnarsdóttir, Dagbjört Aöalsteinsdóttir, Hrafnkell Björnsson, Stafán Aöalsteinsson, Guöbjörg Garöarsdóttir og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.