Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 43 Jón Magnússon frá Ólafsvík - Minning Fæddur 20. maí 1892 Dáinn 7. mars 1982 Nýlátinn er gamall maður, Jón Magnússon frá Ólafsvík. Hann lést þ. 7. mars sl. á Hrafnistu í Reykjavík, tæplega níræður að aldri. Útför hans fór fram í Reykjavík þ. 12. sama mánaöar. Síðastliðin ár hafði hann legið rúmfastur og má segja að heilsa Birting afmælis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendi- bréfsformi. Þess skal einnig get- ið, af marggefnu tilefni, að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. ræðisaldur, að hann flutti frá æskustöðvum sínum vestra og hingað að Hrafnistu. Hann gegndi á yngfi árum sjómennsku og um skeið búskap, en síðari ár ævinnar vann hann við fiskvinnslustörf í landi. Hjá Jóni mun hafa farið saman, sem oft er um dugnaðar- fólk, mikið skap og einörð skap- höfn, sem ekki lét sinn hlut, ef á var hallað. Hann var greiðvikinn og hjálpsamur og sýndi það með rausn. Á efri árum hans fannst mér ríkast í fari hans umburðar- lyndi, ásamt hlýju og trausti til Guðs og manna. Hann var þakk- látur öllum sem einhver afskipti höfðu af honum, jafnvel þó lítið væri annað en vinsamlegt viðmót. Hann var þakklátur fólkinu á Hrafnistu sem annaðist hann af mikilli alúð og elskusemi síðustu árin. Eins og hjá þeim sem auðn- ast þannig að móta sín lífsviðhorf, varð ellin honum mildari en ella, og samneyti við hann varð um leið öðrum ljúft. Við, sem þekktum Jón, gleð- jumst yfir að hann hefur fengið kærkomna hvíld eftir langan dag. Börn okkar hjóna og ég minnumst með þakklæti kynnanna, góðvildar hans og hlýju, sem við þekktum svo vel. Megi Guðsblessun fylgja þess- um gamla manni og öllu hans fólki, og minningunni um það. KrLstjana Kristjánsdóttir + Öllum þeim sem vottuöu okkur hlýhug og samúö viö fráfall ÁSLAUGAR EINARSDÓTTUR trt fvarsseli, sendum viö bestu þakkir. Lovísa Einarsdóttir og fjölskylda. Gunnar Bjarnesen. Þökkum innilega hlýhug, samúö og virðingu sýnda viö andlát og útför HÓLMFRÍÐAR MARÍU KRISTINSDÓTTUR, Guö blessi ykkur öll. Guöný Björgvinsdóttir, Hólmfríður Vigfúsdóttir, Björgvin Sveinsson. og kraftar hafi með öllu verið þrotnir, aðeins eftir að slokkna að fullu á lífskveiknum. Saga þessa gamla manns — hver var hún? Að líkindum var hún ekki frábrugðin sögu þeirra manna og kvenna, sem lifað hafa þetta tímabil í þessu landi, við erf- ið lífskjör og fátækt. Fárra kosta var völ annarra en að bjarga sér á einhvern hátt við að fullnægja frumþörfum lifsins. Þrátt fyrir andstreymi og efnalega fátækt, átti Jón þó i uppvexti sínum það, sem bæði þá og nú er haldbesta lífsveganestið, ást og umhyggju foreldra sinna. Þau hétu Þórunn Árnadóttir og Magnús Jóhannes- son og voru góðar manneskjur, sem útdeildu örlát af sínu ríki- dæmi, hjartagæskunni. Um lífs- hlaup þeirra mætti margt segja, sem næsta ótrúlegt er á okkar tíma. Það er á vissan hátt hetju- sagna og er um leið enn eitt dæm- ið um reisn manneskjunnar í bar- áttunni við erfiðleika lífsins. Mér er lítilsháttar kunn þessi saga, þarsem mér er málið skylt. Þessi hjón, þá öldruð, tóku í fóstur eig- inmann minn, Þorleif Þórðarson, nú látinn, eftir að hann mjög ung- ur hafði misst móður sína. Astrík- is þeirra naut hann í ríkum mæli. Stoð og stytta þessara foreldra sinna var Jón frá fyrstu tíð og voru bæði á heimili hans og konu hans til þeira dauðadægurs. Jón kvæntist einstakri myndar- og sómakonu, Elínborgu Jónsdóttur frá Elliða í Staðarsveit, sem lést árið 1972. Þau eignuðust ekki börn saman, en ólu upp son hennar Jón Jónsson, búsettan hér í Reykjavík og Eggert Jóhannsson, systurson Jóns, búsettan í Ólafsvík. Jón var orðlagður dugnaðar- og elju- maður, sístarfandi fram undir átt-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.