Alþýðublaðið - 06.07.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.07.1931, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBbAÐlÐ Atviimuleysið. Eftir farandi bréf hefir mið- stjórn Alpýðusambands Jsdands sent öllum verk I ýðsf él ögum á landinu, sem í sambandinu eru: Reykjavík, 25. júní 1931. AI})ýðuf 1 okkurinn vill undirbúa kröfur til alpingis um atvinnu- bætur nú í sumar og á vetri komanda, og jafnframt gera til- lögur við fjárlagafmmvarpið 1932 um víðtækar opinberar fram- kvæmdir á næstta ári. Þess vegna eru Alpýðuflokksmenn og verka- mannafélög alls staðar, þar sem þörf verður á slíkum atvinnubót- unt úti um land vegna atvinnu- leysis, beðin að koma með til- lögur um ákveðnar framkvæmdir í umdæmi sínu, hvenær skuli vinna þær, og helzt einhverja kostnaðaráætlun eða tillögu um fjárveitingu. Við biðjum þig því að annast um, að Alþýð'usambandinu verði símaðar skriflega eða munnleg^ (sími 980 í Reykjavik) tillögur viðvíkjandi þínum stað eða hér- aði, ásamt skýringu á hve marga menn þurfi að taka í vinntu, og staðfesta þetta imeð bréfi með fyrstu ferð. Sé um bæjar- eða hrepps- framkvæmdir að ræða, væri rétt að gera áskoranir til hlutaðeig- andi bæjarstjórnar eða hrepps- nefndar, en skýra okkur frá í hverju þær séu fólgnar og að hve imiklu leyti væri æskilegt að fá rikisstyrk. Við höfum sérstak- lega í huga vegagerðir, brúar- gerðir, hafnargerðir og lendinga, ræktun lands, virkjanir og opin- berar byggingar, en auk þess geta komið til mála margvíslegar aðr- ar ráðstafanir vegna atvinnuveg- anna og til að auka atvinnu verkalýðsins. Við væntum skjótlegs svars, því að þingið kemur saman 15. júlí n. k. Með flokkskveðju. Ritari AIpf/diisambands Isíapds Nú er kornið roitt sumar — og nafnið festist við þessa árstíð nú — nafnið „dauða sumarið", því að dauði er yfir öllu, sem grund- vallar annars afkomu alþýðu- heimilanna —r atvinnunni. Enn eru fjöldamargir verkamenn, sem verið hafa atvinnulausir síðan í október í fyrra, og mikill fjöldi verkamianna hefir að eins fengið handtak og handtak nú síðustu mánuðina. Þeir, sem þannig hafa áskotnast daglaun við og við, berjast enn áfram án þess að leiía á náðir hins opinbera. En launin eru svo iítil, að það er hvorki hægt að lifa á þeim eða deyja. Hér i blaðinu hofir verið skrif- að um atvinnuleysið látlaust síð- an í fyrrahaust, og á það hefir \e íð bent með rökum, að ef ekki yrði bót á ráðin, þá færi fólk að hrynja niður. Haustið og veturinn voru eins og allir vita, — en menn vonuðu, að með vorinu og sumrinu myndi eitthvað rofa til. Svo kom þing- rofið og auðvaldsflokkarnir báðir skáru niður allar bjargarvonir. Kosningarnar komu og meiii hluti þjóðarinnar lýsti sig fylgjandi sultarpólitík íhaldsins og með sundrungartilraunum sínum í al- þýðufélögunum efldu kommúnist- arnir íhöldin bæði til herferðar- innar gegn alþýðunni. Eftir rúma viku á alþingi að koma saman. Þá er þess enn vænst, að eitthvað verði gert til aö bjarga frá yfirvofandi hallæri. Menn verða að gera sér það Ijóst, að nú er hér á landi í stærstu kaupstöðunum komið ;atvinnu- leysi og hungurástand, sem mjög er landlægt í auðvaldsríkjunum í kring um okkur. Jafnvel borg- ararnir vita til hvers slíkt 'á- stand getur leitt, og ef ‘ekkert verður gert til að skapa 'atvinnu- skilyrði hér í sumar, haust og vetur, þá leiðir hér til atburða, er fáa órar ef til vill fyrir nú, Þetta er engin hótun, heldur skýrt frá málinu a.Iveg eins og það liggur fyrir nú og ein.s og það óhjákvæmilega' hlýtur að fara, ef ekkert verður gert til bjargar. Menn verða að muna það, að atvinnuleysi og hungur leiðir til þess að menn spyrja hvorki að lögum né reglu — og þótt ýmsir menn hafi fullan hug á því að stofna launaðan ríkislögregluher til að vera viðbúnir því að reka ágenga allslausa heimilisfeðurna í vetur öfuga inn í hungurkot sín, er þeir ætla að gerast ágengir við valdhafa og peningamenn, þá má búasít við, að sú leið verði ekki farin, því Jónas frá 'Hriflu og Óiafur Thors, sem fastast standa gegn viðreisn alþýðuheimilanna, eru ekki menn til að standa í slíkum stórræðum. Hér eru engir atvinnumöguleik- ar nú og útlitið er beinlínis ógur-- legt. Á fundi, er verkamannaí- félagið „Dagsbrún" hélt s. I. laug- ardagskvöld, var mikið rætt um baráttuna fyrir atvinnubótunum. Á fundinum voru eftir farandi ályktanir samþyktar: Áiyktanír. 1. Vegna hins mikla atvinnu- leysis, sem nú er hér í bænum og veldur þvi, að fjöldi manna er bjargarlaus, og fyrirsjáanlegt er, að þeim mönnum fjölgar mikið, ef engar opinberar ráðstaf- anir verða gerðar, skorar verka- mannafélagið „Dagsbrún" á al- þingi, ríkisstjórn og bæjarstjórn, að láta nú þegar auka að miklum mun alla opinbera vinnu. 2. Félagið samþykkir að kjósa þriggja manna nefnd til þess að bera þessar kröfur fram við al- þingi, ríkisstjórn og bæjarstjórn. 3. Félagið samþykkir að láta fara fram skráningu atvinnu- lausra imanna. Síðan var nefndin kosin. ^ Frá Siglufirði. Á' laugardaginn barst hingað fregn um atvinnuleysið á Siglu- firði. Eru þar nú hátt á 2. hundr- að heimamenn atvinnulausir og mikill fjöldi stúlkna. Mjög iít útlit er þar um ^alla atvinnu, og er því að fara úr illu i verra fyrir verkamenn hér að fara þangað norður. Það ættu því eng- ir að gera. Stórstúko|)iiigið. í framkvæmdarnefnd stórstúk- unnar voru kosin: Sigfús Sigur- hjartarson guðfræðingur, Rvík, stórtemplar, Sigurður Jónsson skólastjóri, Rvík, stórkanzlari, Þóra Halldórsdóttir, Rvík, stór- varatemplar, Magnús V. Jóhann- esson, Rvík, stórgæzlumaður ung- lingastarfs, Árni Johnsen, Vest- mannaeyjum, stórgæzlumaður löggjafarstarfs, Jóhann Ögm, Oddsson, Rvík, stórritari, Friðrik Ásmundsson Brekkan irithöfund- ur, Reykjavík, stórfregnriti, Jón E. Bergsveinsson, . Rvík, stór- fræðslustjóri, Jakob Möller, Rvík, stórgjaldkeri, og Sigurgeir Gísla- son, Hafnarfirði, stórkapellán. Fyrrverandi sitórtemplar, Pétur Zóphóníasson, á einnig sæti í framkvæmdanefndinni. Mælt var með Borgþóri Jósefssyni sem um- boðsmanni hátemplars. Skuldagreiðsl hléið. París, 4. júlí, UP.—FB. Samkomulag hefir náðst í grundvallaratriðum um fyrirvara Frakka viðvíkjandi greiðslufrests- tillögum Hoovers,. Frá Washington er símað: Gastle, settur innanrikismálaráð- herra, hefir tilkynt, að Hoover líti þeim augum á svar Frakka, að ekki sé fengið fult samkomu- lag í ígrundvallaratriðum um grieiðslufrestsráðagerðina. Washington, 6. júlí, UP.—FB. Samkvæmt áreiðanlegri heirn- ild hefir Hoover forseti, eftir að bafa rætt við Castle og Mills, á- kveðið að tilkynna frakknesku stjórninni út af orðsendingu benn- ar viðvíkjandi greiðslufreststillög- um hans, ,að ameríska stjórnin geti ekki fallist á efni orðsend- ingarinnar. Mills og Castle hefir verið falið að skýra Mellon fjár- imálaráðherra, sem er í París, nánar frá áliti forsetans á orð- sendingu Frakka. Skipafréttir. „Botnía“ og „fs- Iand“ komu í gær frá útlöndum. Jónsmessuhátíð sína, hina árliegu, hélt málfunda- félagið ‘ „Magni“ í Hafnarfirði sunnudáginn 28. júní, og var á. henni mesti myndarbragur að vanda. Ræður héldu, auk setning- arræðu formanns, kennarannir Gunnlaugur Kristmundsson og Jóhann Þorsteinsson, og var gérð- ur að ’ ágætasti rómur. Kariakór- inn „1. maí“ undir stjórn Lárusar' Jónssonar söng nokkrum sinn- um, en lúðrasveit lék öðruhvoru allan daginn. Hallsteinn Hinriks- son leikfimikennari sýndi íþróttir barna, og þótti þáð bezta skemt- un. Reinholdt Ricnter las upp og söng fyrir fólkið, og er óþarfi að fjölyrðia um viðtökurnar. Að lokum var danz stiginn til mið- nættis. Starf „Magna“-félagsin:s er hið eftirtektarverðasta, og með því að formaður þess, Valdimar Long,. rakti í stórum dráttum megin- þætti sögu þess í setningarræðu Jónsmessuhátíðarinnar, er ræðan birt hér. Háttvirta samkoma. Félagið „Magni“ , býður yður öll velkomin á Jónsmessuhátíð' sína, sem er nú sú níunda í röðinni. En þótt svo margar há- tíðir séu á undan gengnar, hefir’ þessi sérstöðu (með.al þeirra.. Henni er ekki ætlað eingöngu að vera leið til fjáTsöfnunar, er nægi til að bera uppi ræktunarstarf félagsins í skemtigarðinum í Hellisgerði. Hún á enn fremúr að vera minning um tíu starfsár, siem „Magni“ telur nú að bakí isér. Verður hans því rninst nokkru gerr en ella hefði orðið. Það mun yfirleitt játiað sem staðreynd, að öll afrek mannanna eigi upptök sín í draumum þeirra, vökudraumum. Athafnir „Magna“ eru um þetta engin undantekning. Fyrir tíu árum dreymdi nokkra mienn hér í Hafnarfirði um það, að kleift myndi að halda uppi málfundafélagi, er hefði það hlut- verk með höndum, að efla and- legan áhuga og þroska meðlimí? sinna, en væri um leið megnugt. þess, að orka á andlegt lif bæj- arins í heild, til umbóta. Um drauma þá, er ég nefndi, er vitanlega farið eins og aíla aðra hluti, að afdrif þeirra verða á ýmsa vegu. Sumir rætast að öllu, aðrir að nokkru, en margir að engu. „Magni“ hefir verið giftudrjúgur um þesisa hluti. „Magna“-menn fullyrða allir, aö þieir hafi grætt mikil andleg verð- mæti á viðskiftum sínum innan félagsins. Óg snertandi áhrif þesis út á við nægir að benda á al- þýðufræðslu þá, er það befir haldið uppi, fyrst í samvinnu við Stúdentafélagið, en stíðar eitt. Hef- ir hún hlotið opinbera viðurkenn- ingu bæjarfélagsins og einróma þakkir bæjarbúa. En „Magni“ bafði ekki starfað lengi, þegar stærri draumar fóru

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.