Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 77. tbl. 69. árg. MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ótti við afeögn Thatchers veldur hruni verðbréfa íbúar Falklandseyja á gangi meðal landgöngudreka Argentínumanna í Port Stanley. Að sögn Argentínu- manna er líf aö færast í eðlilegt horf á eyjunum, en fregnir herma aó stöð- ugir liðsflutningar Argentínumanna til eyjanna eigi sér nú stað, á sama tíma og fjölmennur floti brezkra herskipa stefnir til Falklands. Simamjnd AP. London, 6. april. AP. MARGARET Thatcher forsætisráð- herra margítrekaði að hún mundi ekki segja af sér vegna töku Falk- landseyja, en ótti við afsögn ráðherr- ans leiddi til verðhruns á verðbréfum í kauphöllinni i London, pundið féll og hefur ekki verið lægra gagnvart dollar i fimm ár, og gullúnsan hækk- aði um 10 dollara vegna Falklands- eyjadeilunnar. Thatcher neitaði að verða við kröfum stjórnarandstöðunn- ar að segja af sér, og sagði við umræð- ur í þinginu, að nú þyrftu Bretar á viðnámsþreki og viljaþrótti að halda. Verðbréf féllu í verði um þrjá milljarða punda vegna mikillar sölu, og sögðu sérfræðingar seljend- ur hafa óttast að Thatcher neyddist til að segja af sér, og stefna hennar í efnahagsmálum mundi þar með líða undir lok. Verðbréfasalan væri því á sinn hátt traustsyfirlýsing við Thatcher. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu harða hríð að Thatcher, og sökuðu stjórn hennar um að van- meta leynilegar upplýsingar, sem borizt hefðu um miðjan marz, um fyrirhugaðar aðgerðir Argentínu- manna á Falklandseyjum. Thatcher sagði stjórn sína ekki hafa haft hugmynd um áform Argentínu- manna fyrr en sl. miðvikudag. Bæði Times og Daily Telegraph segja í dag, að yfirvöld í London hefðu fengið vitneskju um innrásina í síð- ustu viku marz, „en samt kosið að aðhafast ekkert". Brezka stjórnin hefur leigt „hluta" tankskipa BP til þess að fylgja flotanum, sem sigldi í gær til þess að reyna að ná Falklandseyj- um úr höndum Argentínumanna. BP á 45 tankskip. Jafnframt verður hald lagt „á býsna mörg" kaupskip til þess að flytja hermenn, þunga- vopn og aðrar birgðir til Falklands- eyja, að sögn formælanda varnar- málaráðuneytisins. Auk farþega- skipsins „Canberra", hefur verið lagt hald á flutningaskipið „Elk", sem er vel til þess fallið að flytja skriðdreka og herflutningabifreiðir, og dráttarbátinn „Salvageman", sem er einn öflugasti dráttarbátur heims. Einnig hefur verið lagt hald á fjórar Boeing 747-þotur British Airways til liðsflutninga. „Canberra" verður notuð til flutninga til Ascension-eyju, en tal- ið er að Bretar ætli að nota Ascen- sion sem stökkpall fyrir frekari hernaðaraðgerðir á Falklandseyj- um, til þess að styðja landgöngu- sveitirnar, sem eru um borð í flot- anum, sem lagði upp í gær. Hermt er að úrvalssveitir fallhlífarher- manna hafi þegar verið fluttar þangað. Argentínumenn hétu því í dag, að þeir myndu verjast á Falklandseyj- um, „hvað sem það kostaði", og héldu miklir liðs- og vopnaflutn- ingar áfram til eyjanna frá megin- landinu. Hermenn eru teknir til við að grafa sér skotgrafir og reisa varnarvirki. Að sögn „The Sun" óttast brezkir knattspyrnuleiðtogar að stjórnin krefjist þess að Englendingar, Skotar og Norður-írar dragi sig út úr úrslitakeppni heimsmeistara- keppninnar í knattspyrnu á Spáni í sumar, vegna hernáms Argentínu- manna á Falklandseyjum. Brezkir íþróttamenn tóku þátt í Ólympíu- leikunum í Moskvu gegn vilja ríkis- stjórnarinnar, en knattspyrnu- leiðtogar segjast ekki geta stungið höfðinu í sandinn og beitt sömu rökum og íþróttaforystan hefði þá gert. Bandaríkjamenn greiða fyrir samningaviðræðum Brezka herakipið „Fearleaa" lagéi af stað áleiðis til Falklandseyja i gær- morgun. í kjölfar skipsins sigla þrir landgonguprammar, sem síðar voru teknir um borð i „Fearless". Skipið sigldi fri Portsmouth. Símamjmd ap. Washington, 6. april. AP. FYRIR tilstilli Bandaríkjastjórnar hóf- ust í dag tilraunir háttsettra manna til þess að greiða fyrir hugsanlegum vio- ræðum Argentínumanna og Breta til lausnar Falklandseyjadeilunni. Alex- ander Haig utanríkisráðherra ræddi i Washington við sendiherra ríkjanna beggja, í sínu lagi hvorn, og einnig við Nicanor Costa Mendez, utanríkisráð- herra Argentinu. Brezka stjórnin fagn- aði öllu frumkvæði af hálfu Banda- rikjamanna til lausnar deilunni um Falklandseyjar. Nánir samstarfsmenn Haigs sögðu að ekki bæri að líta á viðræður hans við fulltrúa ríkjanna sem upp- haf málamiðlunar í deilu Argentínu- manna og Breta. Talsmaður varn- armálaráðuneytisins sagði Banda- ríkjamenn ætla að sigla milli skers og báru í deilunni, og hvorugum að- ila ieggja lið. Mikil samstaða er hins vegar með Bretum í ríkjum EBE og samveldis- löndum, sem flest hver hafa gripið til einhverra aðgerða gegn Argent- ínumönnum. Fyrirtæki í Austurríki hafa hætt framleiðslu skriðdreka og annarra hergagna fil Argentínu- manna. Páll páfi lét í ljós áhyggjur vegna deilunnar, en Tass-fréttastof- an kenndi Bretum um klúður og gaf í skyn stuðning við Argentínumenn í deilunni. Stjórnin í El Salvador lýsti stuðningi við Argentínumenn. Atvinnulausum fjölgar um 300.000 í Póllandi Varaji, 6. apríl. AP. ATVINNULAUSUM mun fjölga um 300 þúsund á þessu ári í Póllandi, þrátt fyrir tilraunir herstjórnarinnar til að bæta úr hráefnaskorti og orkuskorti, sem neytt hefur fjölmargar verksmiðjur til að loka, að sögn blaðsins Zycie Warszaw. Að sögn blaðsins kemur atvinnu- leysið þó ekki aðeins til með að bitna á iðnaðarverkamönnum, bú- ast megí við samdrætti í öðrum greinum atvinnulífsins, svo sem í ýmsum greinum þjónustu. Því var fagnað í dag í Varsjá er pólsk sendinefnd undirritaði sam- komulag við rúmlega 500 banka á Vesturlöndum, er veitir Pólverjum fjögurra ára frest til að greiða tæplega 2,4 milljarða dollara skuld- ir, sem féllu í gjalddaga í fyrra. í sameiginlegri yfirlýsingu, sem gefin var út í Varsjá og Prag í kjöl- far heimsóknar Jaruzelskis, segir, að leiðtogar landanna hafi ákveðið að vinna að meiri samvinnu og auk- inni samræmingu á sviði efna- hagsmála. Talið er m.a. að Pólverj- ar framleiði ýmsar vörur fyrir Tékka, gegn því að fá frá Tékkum ýms nauðsynleg hráefni, sem skort- ur er á í Póllandi. Ný tilfelli gin- og klaufaveiki Kaupmannahöfn, 6. apríl. AP. TVEIMUR nautgripahjörðum var eytt á Fjóni í dag, eftir að ný til- felli gin- og klaufaveiki fundust á eynni. Hefur þá 3.365 svínum og nautgripum verið eytt frá því veik- innar varð fyrst vart 18. marz sl. Hjarðirnar tvær, sem höfðu sýkt dýr að geyma, voru á sama svæði og fyrri tilfelli fundust á. Samtals var 252 dýrum lógað í dag. I sumum dýranna var sýk- ingin á háu stigi, og vantaði t.d. alveg tunguna í eitt þeirra. Gripið var til mikilla varúð- arráðstafana á Fjóni eftir að gin- og klaufaveikin kom þar upp í marz. Svæðið, sem veikin fannst á, var einangrað, og fólk hefur verið hvatt til þess að fækka ferðum sínar til eyjarinn- ar. Danir hafa beðið mikið efna- hagslegt tjón af völdum veikinn- ar, þar sem ýms helztu við- skiptaríki þeirra gripu til inn- flutningsbanns á danskar land- búnaðarvörur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.