Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1982 KannKÓknarlögrcgla ríkisins vinnur nú aö rannsókn á hxarfi vörugáms úr Álafossi, skipi Kimskipafélagsins. Álítur tollgæzlan art gámurinn hafi horfiA eftir aA honum var skipaA á land úr skipinu í síAustu viku og hefur því beAiA rannsóknarlögregluna aA kanna máliA. Að sogn tollgæzlustjóra, Kristins Ólafssonar, kom hvarf gámsins í Litlar breyt- ingar á stjórn Flugleiða KNGAR breytingar urðu á aðal- stjórn Flugleiða á aðalfundi fé- lagsins, sem haldinn var í vikunni. Ur aðalstjórn áttu að ganga þeir 'Grétar P. Kristjánsson, sem var varaformaður félagsins, Halldór H. Jónsson og Kristinn E. Olsen. I'eir voru allir endurkjörnir ein- róma. Fyrir í stjórn félagsins voru Örn Ó. Johnson, Óttarr Möller og Kristjana Milla Thorsteins- son. Aðalfulltrúar ríkisins í stjórn félagsins voru þeir Rúnar B. Jóhannsson og Kári Einars- son, sem átti samkvæmt samn- ingi að ganga úr stjórninni. Hann var hins vegar tilnefndur að nýju. Fulltrúar ríkisins í varastjórn félagsins voru þeir Þröstur Ólafsson og Guðmundur Ein- arsson og verða þeir áfram. Hins vegar varð sú breyting á varastjórn, að Jóhannes Mark- ússon kom inn í stjórnina í stað Dagfinns Stefánssonar, en auk hans hlutu kosningu Einar Árnason og Ólafur Ó. Johnson. Vaxtakostnaður nú um 10,3% af rekstrartekjum félagsins sem er tilkominn vegna hins mikla taprekstrar árin 1979 og 1980 HEILDARTEKJUR Flugleiða 1981 urðu 823,9 milljónir króna, en voru 537 þeirra. Það má því segja, a HEILDARTEKJUR Flugleiöa 1981 urðu 823,9 milljónir króna, en voru 537 milljónir króna árið áður. Tap af rekstri félagsins varð 2,1 milljón króna. Rekstrartekjur félagsins árið 1981 jukust hlutfallslega um 53,4%, en rekstr- argjöld um 38,7%. Rekstrarhagnaður án fjármunatekna og gjalda var 18,9 milljónir króna árið 1981, en 40,8 milljóna króna tap árið 1980. Rekstraraf- koma félagsins hefur því batnað um 59,7 milljónir króna frá árinu áður. Þessar upplýsingar komu fram á aðalfundi Flugleiða, sem haldinn var i gær. Á árinu 1981 voru afskriftir Samkvæmt efnahagsreikningi samtals 50,9 milljónir króna, en námu heildareignir Flugleiða í voru samtals 53,4 milljónir króna árið 1980. Hreinn fjármagns- kostnaður nam 75,6 milljónum króna árið 1981 og gengistap 222,8 milljónum króna. Reiknaðar tekj- ur vegna verðbreytinga árið 1981 voru 222,6 milljónir króna, en 166,8 milljónir króna árið áður. árslok 1981 792,7 milljónum króna og skuldir samtals 808,3 milljón- um króna. — Flugvélar, fasteignir og aðrir varanlegir rekstrarfjár- munir hafa verið endurmetnir og afskriftir reiknaðar af endurmats- verði. Bókfært verð eigna er hins vegar mun lægra en matsverð þeirra. Það má því segja, að eig- infjárstaða félagsins sé mun betri heldur en efnahagsreikningurinn segir til um, sagði Sigurður Helga- son, forstjóri félagsins, á aðal- fundinum. Óhagstæð þróun helztu Evrópu- gjaldmiðla miðað við Bandaríkja- dollara varð Flugleiðum þung í skauti árið 1981. Vegna hins mikla taprekstrar árin 1979 og 1980 óx vaxtabyrði fyrirtækisins gífurlega og vaxtakostnaður er nú 10,3% af rekstrartekjum félagsins. — Þá hefur tregða yfirvalda um eðli- legar leiðréttingar á innanlands- fargjöldum stefnt þeirri grein rekstrarins í mikla erfiðleika og hefur ekki fengizt bót á þrátt fyrir ítrekuð tilmæli félagsins, sagði Sigurður Helgason, forstjóri fé- lagsins. Þá kom það fram á fundinum varðandi óhagstæða þróun Evr- ópugjaldmiðla, að hefði meðal- gengi Evrópugjaldmiðla gagnvart Bandaríkjadollara haldizt óbreytt á árinu 1981 frá árinu 1980, hefðu, miðað við aðrar óbreyttar for- sendur, hreinar tekjur félagsins vegna sölu á Evrópumörkuðum verið netto 4,3 milljónir dollara, eða um 31 milljón króna hærri heldur en raun varð á. Heildartekjur Flugleiða 823,9 milljónir á síðasta ári: ljós er tollgæzlan gerði skyndikönn- un á innihaldi gáma úr tveimur skipum, Álafossi og Skaftá. Var þar að hans sögn um vanabundna skyndikönnun að ræða, en ekki vegna gruns á smygli, enda hefðu toilgæzlunni engin skilaboð borizt um slíkt frá Rotterdam, þar sem Álafoss var fermdur. Að sögn rannsóknarlögreglunnar er nú unnið að lausn málsins og hefur enn ekkert komið fram, sem bendir til þess að um smygl hafi verið að ræða. Frá aðalfundi Flugleiða: Örn Ó. Johnaon, stjórnarformaður félagsins, I ræðustóli. Frá hægri má sjá Leif Magnússon, framkvæmdastjóra flugrekstrarsviðs Flugleiða, fundarritara, Halldór H. Jónsson og Kára Einarsson, sem báðir sitja í stjórn Flugleiða, Sigurð Helgason, forstjóra, Jónas Aðalsteinsson, lögfræðing, fundarstjóra, Grétar P. Kristjánsson, Kristin E. Olsen og Kristjönu Millu Thorsteinsson. i.jósmynd Mbi. Kristján. RLR kannar hvarf gáms af Álafossi lan ( addy, Friðrik Einarsson, formaður Pólýfónkórsins og Michael Goldthorpe. Ljósm. Kristján. r Anægjulegt aö syngja aftur með Pólýfónkórnum - segir Michael Goldthorpe MATTHEUSARPASSÍA Bachs verA- ur flutt tvisvar á tónleikum í Há- skólabíói kl. 14 á föstudaginn langa og laugardaginn 10. april. Ingólfur GuAbrandsson stjórnar flutningnum og eru flytjendur Pólýfónkórinn, HamrahlíAarkórinn, Kór Öldu- túnsskóla, tvær kammerhljómsveitir og einsöngvararnir Michael Gold- thorpe tenór, lan Caddy bassi, Krist- inn Sigmundsson bassi, SigríAur Ella Magnúsdóttir altó og Klísabet Krl- ingsdóttir sópran. Konsertmeistari Kammersveitar I er Rut Ingólfsdóttir og Þórhallur Birgisson stjórnar Kammersveit II. Orgelleikari er Björn Kare Moe, semballeikari Helga Ingólfsdóttir, Alfred Lessing leikur einleik á Viola da gamba og Inga Rós Ing- ólfsdóttir og Gunnar Kvaran leika einleik á selló. — Mér er það mikil ánægja að koma hingað aftur, en ég tók þátt í flutningi Mattheusarpassíunnar með Pólýfónkórnum fyrir 10 árum, en margt í þessu verki er með því stórbrotnasta, sem fyrirfinnst í tónlistinni, sagði Michael Gold- thorpe I samtali við Mbl. Hann heldur ýmist sjálfstæða tónleika, syngur óperuhlutverk eða með kór- um: — Eg vil helst halda öllum leiðum opnum og vil skipta mér nokkuð jafnt milli þessara greina, en sumir kjósa frekar að halda sig við eitthvert eitt svið. — Nei, ég hef ekki sungiö áður með Pólýfónkórnum og vissi lítið um ísland nema af afspurn, að hér á að vera gróskumikið tónlistarlíf, sagði Ian Caddy er Mbl. ræddi stuttlega við hann. — Ég hef í vet- ur starfað með skosku óperunni og ferðast mikið um Bretland, en þess á milli hef ég haldið tónleika í heimalandi mínu og erlendis. Ferðalögin eru erfiðust, en ég hef engu að síður ánægju af því að syngja sem víðast. Sem fyrr segir verða tvennir tónleikar. Flutningur verksins tek- ur rúma þrjá tíma og í hléi verður tónleikagestum gefinn kostur á að kaupa kaffiveitingar í anddyri Há- skólabíós. Uppselt er orðið á fyrri tónleikana, en miðar eru enn fá- anlegir á þá síðari I Bókaverslun Sigfúsar Éymundssonar, hjá Út- sýn og Hljóðfærahúsinu. Tilboð Stáls hf. o.fl. í Sultartanga: Stærsta málmiðnað arútboð á þessu ári Al) SÖGN Guðjóns Tómassonar, fram- kva-mdastjóra Sambands málm- og skipasmiðja, er tilboð nokkurra fyrir- tækja innan Sambands málm- og skipasmiAja í smíði og uppsetningu lokubúnaðar fyrir botnrás Sultartanga- stíflu stærsta málmiðnaðarútboð hér- lendis á þessu ári. Hann sagði einnig að lægsta alís- lenska tilboðið í þetta sinn hefði verið á vegum Stáls hf., og fleiri fyr- irtækja innan Sambands málm- og skipasmiðja. Þar væri áætlað að innlendur kostnaður hráefnis og vinnuafls yrði tæplega 77% við þessar framkvæmdir. Guðjón kvað tilboðið hagkvæmast með tilliti til þjóðarhags þó að það væri þriðja lægsta tilboðið. T.a.m. væri það um 23% undir kostnaðar- áætlun þeirri sem Landsvirkjun hafði gert um þessar framkvæmdir. Lægstu tilboðin sem finnskir og ís- lenskir aðilar standa að í samein- ingu væru að vísu 10% lægri en til- boð Stáls o.fl. fyrirtækja, en í þeim væri gert ráð fyrir að erlendir aðilar sæju um hönnun og framleiðslu lokubúnaðarins, en íslensk fyrirtæki einvörðungu um uppsetningu hans. Af þeim sökum væri hinn erlendi hluti um 70% heildarkostnaðarins. Ennfremur mætti ætla að sá munur sem sé á hinu alíslenska til- boði og hinna tveggja lægri tilboða Jtlovðunþlnþiti MORGUNBLAÐIÐ gefur að venju út stórt páskablaA, 112 síð- ur. Það verður prentað í þrennu lagi og borið til kaupenda í tvennu lagi; í dag og á morgun. Fyrsta blað eftir páska kemur út miðvikudaginn 14. apríl. myndi að öllum líkindum skila sér í formi skatta og gjalda sem fyrir- tækjum og starfsmönnum sé gert skylt að greiða hér á landi. Að lokum kvað Guðjón það mikil- vægt að Landsvirkjun fæli íslensku járniðnaðarfyrirtæki þetta verk sökum þess m.a. að útlit er fyrir verkefnaskort á árinu 1982 fyrir þessi fyrirtæki. Þannig væri þeim gert kleift að auka verkþekkingu á þessu sviði hérlendis. JÓN SIGURÐSSON, framkvæmda- stjóri íslenzks markaðar hf., hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Holta- garAa sf., og mun hann hefja þar störf á komandi hausti. Holtagarðar sf. er sameignarfyr- irtæki Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis, Sambands ísl. sam- vinnufélaga, Kaupfélags Hafnfirð- inga, Kaupfélags Kjalarnesþings og Kaupfélags Suðurnesja. Fyrirtækið mun á næsta ári hefja rekstur alhliða stórverzlunar við Holtaveg. I verzlunarhúsnæðinu, sem verður allt að 8.100 fermetrar að stærð, mun verða fjölbreytt vöruúrval í mörgum verzlunar- deildum. Stjórnarformaður hins nýja fyrirtækis er Þröstur Ólafsson hagfræðingur. Jón Sigurðsson er fæddur í Jón SigurAsson Ólafsvík 8. des. 1941. Hann lauk prófi frá Verzlunarskóla íslands 1%2 og stundaði framhaldsnám í London. Eiginkona hans er Ólöf Jóna Sigurgeirsdóttir og eiga þau 3 börn. Að loknu námi starfaði Jón hjá Lögmönnum Eyjólfur Konráð Jónsson o.fl., sem fulltrúi í Verzlun- arráði íslands, hjá UNCTAD, Verzlunar- og þróunarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna í Genf í Sviss og sl. 11 ár hefur hann verið fram- kvæmdastjóri íslenzks markaðar hf. á Keflavíkurflugvelli. Jón hefur starfað mikið að fé- lagsmálum, m.a. á vettvangi ungra sjálfstæðismanna, og hann var varaþingmaður Sjálfstæðisflokks- ins í Vesturlandskjördæmi 1974-1978. Jón Sigurðsson ráðinn framkvæmda- stjóri Holtagarða sf. Opna stórverzlun á liðlega 8.000 fermetrum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.