Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1982 ilum aldraðra ALÞJÓÐAHEILBRIGÐISDAGURINN er í dag, 7. apríl. Að þessu sinni er hann helgaður málefnum aldraðra undir kjörorðinu „Gæðum ellina lífi“. í tilefni þessa merkisdags verður opið hús fyrir almenning á dvalarstofnunum fyrir aidraða á Reykjavíkursvæðinu. Mun starfsfólk á þessura stofnunum svara fyrirspurnum og sýna gestum húsakynni. Verður opið hús á eftirfarandi stofnunum: Norðurbrún 1, kl. 13—17. Er sérstaklega vakin at- hygli á félagsstarfi eldri borgara sem þar er til húsa. Hrafnistu- heimilum, dvalarheimilum aldr- aðra sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði, kl. 14—16. í langlegu- deild aldraðra í Hafnarbúðum, kl. 13.30—14.30, öldrunarlækninga- deild Landspítalans, Hátúni 10B, kl. 14.30—15.30. Sólvangi Hafnar- firði, kl. 14.30-15.30. Að þessari dagskrá standa tvær öldrunarnefndir, sem skipaðar voru á árinu 1982. önnur þeirra var sett á stofn fyrir atbeina heil- brigðisráðherra, Svavars Gests- sonar. Henni var ætlað að gera tillögur til ráðherra um samræm- ingu á skipulagi í heilbrigðisþjón- ustu til handa eldra fólki. Einnig var henni falið að annast undir- búning af íslands hálfu fyrir heimsráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna. Formaður þessarar nefndar er Páll Sigurðsson, ráðuneytis- stjóri. Alþingi kaus fulltrúa í hina nefndina í samræmi við þings- ályktun um málefni aldraðra. Formaður hennar er Sigurður H. Guðmundsson sóknarprestur. Þessar tvær deildir hafa unnið í sameiningu að sérstakri dagskrá vegna árs aldraðra. Má m.a. nefna að fyrirhuguð er ráðstefna um að- lögun starfsloka 14. maí nk. Þar verða rædd hlutastörf og hugsan- legar breytingar á almannatrygg- inga- og lífeyrissjóðakerfum með það í huga að starfslok yrðu sveigjanlegri en nú tíðkast. Einnig er ráðgert að halda sýn- ingu á Kjarvalsstöðum í sumar á listaverkum aldraðra. Þá er áætl- að að halda ráðstefnu um ellina og undirbúning hennar í haust. Þar verður m.a. fjallað um félagsstarf eldra fólks, fullorðinsfræðslu og heilsurækt. Ennfremur er fyrir- huguð þátttaka af íslands hálfu í heimsráðstefnu um öldrun á veg- um Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður í Vínarborg dagana 26. júlí til 6. ágúst. í bígerð er á vegum þessara öldrunarnefnda einnig að gefa út bókmenntarit þar sem m.a. verður fjallað um þátttöku aldraðra í bókmenntasköpun. Þá cr ráðgert að halda teikni- og ritgerðasam- keppni í grunn- og framhaldsskól- um, o.fl. ÁR ALDRAÐRA 1982 I tilefni Alþjóóaheilbrigðisdagsins hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hannað veggspjald sem prentað hef- ur verið með íslenskum texta. FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins í borgarráði, Davíð Oddsson og Magnús L. Sveinsson, lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn á fundi borgarráðs í gær: „Borgarráðsmenn Sjálfstæðis- flokksins óska eftir skriflegum upp- lýsingum borgarstjóra um eftirfar- andi atriði vegna útgáfu á svonefndu kynningarriti um skipulagsmál: a) Sundurliðaðan kostnað við útgáfu blaðsins, jafnt aðkeypta vinnu og efniskostnað og vinnu einstakra starfsmanna borgarinnar. b) Áætlaðan kostnað á fjárhags- áætlun ársins 1982. c) Upplýsingar um höfunda ritsins og hönnuði. d) Skýringar á því, hvers vegna það tók tæpa 10 mánuði að vinna rit, sem allar upplýsingar voru til- búnar í. f) Skýringar á því hvers vegna borg- arstjóri gat ekki á borgarstjórn- arfundi 1. apríl svarað spurning- um um, hvar blaðið væri prentað, hver hefði skrifað það og hvað væri áætlað að það kostaði. Borg- arstjóri, sem var ábyrgðarmaður þess og tekið var fram á nefndum borgarstjórnarfundi að hann væri aðalumsjónarmaður útgáf- unnar og blaðið var afhent frétta- mönnum fullprentað daginn eftir. Það fiefur varhfariðjramfijá neinum að það eru oð koma páskar. Að minnsta kosti höfam við fijá Nóa og 5ims ekki aldeiíis gfeymt því. Undanfoma daga fxöfum við annið dag og nótt við áð húaðdpáskaegg. Nóapáskaeggin era auðvitað fandsþekkt fyrir fömga, afþví að þau era svo góð, en okkurjmnst rétt að minna sérstakíega á þau núna ekkí síst vegna þess aðframBoð á erfendu sœígœti fiefar afdrá verið mára hér á fandi. En eggin fians Nóa era ekki bara ísfensk, - þau era fíka einstakfega gómscá. ♦ s farinn til spærlings- veiða EITT íslenzkt skip er nú haldift til spærlingsveiða og er þaft Börkur frá Neskaupstað. Aft sögn Jó- hanns K. Sigurftssonar, fram- kvæmdastjóra hjá Síldarvinnsl- unni í Neskaupstaft, er Börkur nú búinn að vera í tæpa viku á spærl- ingsveiftum, en fram til þessa hef- ur afli verift tregur. Jóhann sagði, að ekki væri ákveðið hve lengi Börkur yrði á spærlingsveiðum, það færi allt eftir aflabrögðum næstu daga. INNLENT Börkur NK Alþjóðaheilbrigðisdagurinn: Opið hús í dag á dvalarheim- Sjálfstæðismenn í borgarráði: Óska skriflegra upp- lýsinga um „kynningar- rit um skipulagsmál“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.