Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1982 11 Emil Gunnar Guðmundsson, Gfsli Halldóreson og Margrét Ólafsdóttir i hlutverkum sínum. Hlegið að vandanum Leiklist Jóhann Hjálmarsson Leiklélag Reykjavikur: HASSIÐ HENNAR MÖMMll Höfundur: Dario Fo. Þýðandi: Stefán Ualdursson Lýsing: Daníel Williamsson. Leikmynd og búningar: Jón Þórisson. Leikstjóri: Jón Sigurbjörnsson. Það sem verður huganum áleitið þegar notið er leikrits eftir Dario Fo er kyndugt sambland alvöru og ærsla sem hann gerir að þunga- miðju. Sum verka hans eru svo ærslafengin að boðskapur þeirra verður aukaatriði eða kemst naumast til skila. Dario Fo fær áhorfendur fyrst og fremst til að hlæja. En auðvitað vill hann hafa áhrif, móta skoðanir fólks. Þegar ærslin hafa náð hámarki í Hassinu hennar mömmu er eins og Dario Fo geri sér það ljóst að gamanið hafi gengið of langt. Á sviðinu hefst einræða Rosettu um einmanaleikann, allt er einsemd- inni að kenna. Nú er ekki rétt að fjölyrða um efnisþráð Hassins hennar mömmu. Leikurinn skýrir sig best sjálfur. En í stuttu máli má gefa hugmynd um það sem gerist. Þeg- ar Luigi kemur heim virðist móðir hans, Rosetta, komin á kaf i hass- ið, en spilltastur er afi. Heimilið er orðið vettvangur hassræktar og hasssölu. Það þarf því heldur bet- ur að finna góð ráð þegar frændi Rosettu, Antonio, birtist og hefur fengið það verkefni hjá lögregl- unni að afhjúpa hasshneyksli í hverfinu. Það er presturinn sem hefur gefið vísbendingu um hass- söluna. Eins og gefur að skilja upphefst nú mikið fjör sem endar á því að Rosetta og afi hrósa sigri. Enginn fer verr út úr átökunum en Anton- io, enda er hann fulltrúi lögregl- unnar sem Dario Fo hæðist hvað mest að. Næst kemur prestastétt- in. Gísli Halldórsson hefur kannski náð mestum árangri allra ís- lenskra Fo-leikara. Margir muna hann í Lik til sölu og Nakinn mað- ur og annar í kjólfötum. Leikur Gísla í Hassinu hennar mömmu er mjög lifandi, persóna afa dæmi- gerð fyrir þann afkáraskap sem Fo er svo laginn. Rosetta cr leikin af Margréti Ólafsdóttur. Hin ítalska mamma kemur hér fram í óvæntu gervi, en leikur Margrétar er í senn hlýr og beinskeyttur. Margrét túlkar hlut- verk Rosettu mjög eftirminnilega. Kjartan Ragnarsson sér um að gera Antonio eins skoplegan og framast er unnt. Kjartan fær hér í hendur rullu sem á vel við hann og nýtir til fullnustu þá möguleika sem hún gefur. Smærri hlutverk eru í höndum Emils Gunnars Guðmundssonar, Aðalsteins Bergdals, Guðmundar Pálssonar og Ragnheiðar Stein- dórsdóttur. Luigi Emils Gunnars er í daufgerðara lagi, en er satt að segja fjarri því að vera litrík per- sónugerð hjá Fo. Aðalsteinn Berg- dal nær að miðla þeim óhugnaði sem ítalskt stjórnmálalíf einkenn- ist svo oft af, blóðugum átöjíum í senn milli andstæðinga og vina. Guðmundur Pálsson er auðvitað presturinn og túlkar hann laglega. Ragnheiður Steindórsdóttir er orðin svarthærð og blóðheit ítölsk stúlka og kann vel tök á slíku hlut- verki. Fólk skemmti sér vel í Iðnó. Það er ljóst að Dario Fo á marga ís- lenska aðdáendur. En ekki verður því neitað að Hassið hennar mömmu skilur eftir sig vissa tóm- leikakennd. Það er engu líkara en vandi Fos að sameina skemmtun og boðskap þrúgi sýninguna. Um það verður leikstjóra ekki kennt. Lýsing Daníels Williamssonar og leikmynd Jóns Þórissonar voru í ekta ítölskum anda. Þýðing Stef- áns Baldurssonar hljómaði vel. Á gelgjuskeiði Bragi Ásgeirsson Tveir kornungir menn hafa tekið höndunr saraan um sýn- ingu og er staðurinn Gallery Lækjartorg. Ungu mennirnir nefnast Óskar Thorarensen og Omar Stefánsson og kynna sig lítillega í sýningarskrá: „Ómar er fæddur í Keflavik 1960. Hélt fyrstu einkasýningu sína í Mokka-kaffi 1976, en hefur síðan tekið þátt í fjölmörgum samsýn- ingum og haldið aðra einkasýn- ingu í Rauða húsinu á Akureyri. Óskar er fæddur í Reykjavík 1959 og meira er eiginlega ekki um hann vitað annað en það, að hann fæst nú í fyrsta skipti til að sýna almenningi nokkuð af verkum sínum." Nokkuð snubbótt og unggæð- isleg kynning en hún leynir á sér því að í raun og veru kynnir hún sýninguna alla, — gegnumlýsir hana. Verkin á sýningunni eru vægast sagt ákaflega unggæðis- leg í útfærslu og kynórar þeir er koma fram í myndefninu minna einna helst á vinnubrögð teikni- lipurra unglinga á gelgjuskeið- inu. Óskar Thorarensen er mjög upptekinn af kynjaveröld Al- freðs Flóka og notar jafnvel mjög svipuð nöfn á myndirnar. En hann hefur langt frá því teiknifærni meistara síns né skipulagshæfni hans um mynd- byggingu. Það er mikil dulúð í litum þeim er Óskar notar og ber það vott um vissa litatilfinningu en hann þarf mjög að þroska tækni sína og þá einnig tjátækni. Ómar notar allt aðra málun- artækni en félagi hans en það er þeim þó sameiginlegt, að hugs- unin á bak við verk þeirra er ekki nægilega hnitmiðuð. Litur- inn er einnig sterkasta hlið Ómars, sem kemur fram í mynd nr. 28 „Afneitun", sem virðist vera handmáluð litógrafía. Báðir hafa þessir kornungu menn hætt sér út í myndmál, sem krefst mikillar þjálfunar og ósérhlífni, og hvorugur virðist enn sem komið er hafa það á valdi sinu. Þetta eru ungar listspírur með framtíðina fyrir sér og hinar listrænu frjóhirzlur sínar fullar, en hér skiptir sem jafnan megin- máli hvernig sáðkornin dafna og lífsins strik skrifast. I Fullar verslanir af stór glæsilegum vörum frá París — Amsterdam — Róm — London — New York — Reykjavík Opiö frá kl. 9—12 f.h. laugardaginn 10. apríl, nema á Laugavegi 66 lokað vegna breytinga Laugavegi 20. Sími Iri akiptiboröi 85055. Austurstræti 22, 2. hæö. Sími 85055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.