Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1982 Þau taka þátt í flutningi Mattheusarpassíunnar Auk Pólýfónkórsins taka Hamrahlíðarkórinn og Kór Öldutúnsskóla í Hafnarfirði þátt í flutningi Mattheusarpassí- unnar ásamt hljómsveit og einsöngvurum, undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar. Mbl. ræddi stuttlega við kórstjórana, Þorgerði Ingólfsdóttur og Egil Friðleifsson, svo og nokkra félaga Hamrahlíðarkórsins. Stórkostlegt að kynnast þessu listaverki svo náið — segir Þorgerður Ingólfsdóttir, stjórnandi Hamrahlíðar- kórsins, um Mattheusarpassíu Bachs MamrahlíAarkórinn er einn þeirra mörgu er við sögu koma við Dutning Mattheusarpassíu Bachs í Háskóla- bíói, en honum stjórnar Þorgerður Ingólfsdóttir. Hún hefur í vetur verið í leyfi frá kennslustarfi sínu við Tón- listarskólann í Reykjavík og notað tímann til náms og m.a. dvalist í Nor- egi. Ekki sleppti hún samt hendinni alveg af kórnum sínum, því þótt hún hafi verið í launalausu leyfi frá MH hefur hún komið hingað til lands þrisvar í vetur til að æfa kórinn. — Pólýfónkórinn leitaði til okkar í janúar um að vera með í að flytja Mattheusarpassíuna óstytta og hefur þetta verkefni verið okkur öllum ómetanleg reynsla og kórfé- lagar hafa varið ómældum tíma í æfingar, sagði Þorgerður Ingólfs- dóttir í samtali við Mbl. — Síðasta stórátak okkar var ferð til Þýska- lands sl. sumar og segja má að kór- inn sé nú svipað skipaður og þá. Mjög mikil samheldni hefur verið í hópnum og þegar ósk kom frá Pólýfónkórnum um að við værum með kallaði ég lið mitt til skrafs og ráðagerða. Var mikill áhugi hjá okkur öllum að taka þátt í þessu verkefni og fá að kynnast þessu stórkostlega listaverki svo náið. Og ég endurtek hve kórfélagar hafa verið duglegir að koma á æfingar, en í tvo mánuði höfum við æft alla laugardaga og sunnudaga og þrisvar-fjórum sinnum í miðri viku. Tónlistin leitar á hugann Og Þorgerður er beðin að lýsa því nánar á hvern hátt þau kynn- ast tónverkinu: — Þessi tónlist sækir mjög á og við höfum nánast fengið hana á heilann. Ég mæti krökkunum kannski á gangi í skólanum eða þau sitja niðri og bíða eftir að æf- ing hefjist, þá syngja þau heilu kaflana úr verkinu og þannig sæk- ir þessi tónlist sífellt á hugann. Ég tel líka fullvíst að allir þeir, sem taka þátt í þessum flutningi, verði á einn eða annan hátt fyrir áhrifum. Einhverjar nýjar dyr opnast, við erum ekki söm eftir að taka þátt í að flytja þetta mikla verk, bæði textinn og tónlistin hafa þessi áhrif. fyrrum félaga barnakórsins taka þátt í flutningnum nú, annað hvort syngjandi með kórunum eða sem hljóðfæraleikarar. Innihaldsríkt verk í Hamrahlíðarkórnum eru nú 78 félagar og segir Þorgerður hann svipað skipaðan og þegar hann Séð yfir sviðið í Háskólabíói en Hamrahlíðarkórinn er til hægri á myndinni Ingólfsdóttir kórstjóri með sínu fólki. Pólýfónkórinn og Hamrahlíð- arkórinn hafa nokkuð svipuðu hlutverki að gegna hvað umfang varðar, en verkið er samið fyrir 2 blandaða kóra og barnakór. Ýmist syngja þeir saman eða hvor fyrir sig, stundum saman í 8 röddum og stundum fjórradda. Þegar við syngjum sálmalögin, sem íslend- ingar þekkja og borist hafa með lútherskunni, verður áheyrendum boðið að taka undir þegar við endurtökum sálmana. Þorgerður kveðst hafa kynnst þessu mikla verki Bachs þegar hún var í Bandarikjunum í háskóla- námi. Fyrir 10 árum, þegar verkið var flutt nokkuð stytt, stjórnaði hún barnakór. Segir hún marga flutti Dafnis og Klói með Sinfóníu- hljómsveit Islands í fyrra. — Við höfum haft þann hátt á að félagar hætti starfi sínu í kórnum sumarið eftir stúdentspróf, en í fyrra óskaði stjórnandi Sinfóníu- hljómsveitarinnar eftir því að kór- inn yrði stærri. Var þá skammur tími eftir til æfinga og ekki tími til að þjálfa upp alveg nýtt fólk og því greip ég til þess ráðs að kalla á nokkra fyrrverandi kórfélaga, sem þá voru hættir í skólanum. Þetta er stórkostlegt verkefni og mér finnst eiginlega að það hefði þurft að halda fyrir flytjendur sér- stakt námskeið um verkið sjálft. Fá hefði mátt sagnfræðinga og guðfræðinga til að fjalla um inni- Nokkrir félagar Hamrahlíðarkórsins, frí viastri: Agnar Óskarsson, Sigrfður Eyþórsdóttir, Jón Ingi Guðmundsson og Margrét Ponzi. með kórnum, eru komnir í aðra kóra, Langholtskórinn, Pólýfón- kórinn eða Háskólakórinn og jafn- vel farnir í söngnám og hefur þannig vaknað mikill tónlistar- áhugi hjá mörgum eftir starf með Hamrahlíðarkórnum. Margrét: Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og að starfa í kór er ekki síst skemmtilegt eftir á. Margar minningar eru tengdar hverju lagi, hvar það var fyrst flutt, og það hefur líka verið sér- lega ánægjulegt að starfa með er- lendum kórum eins og við höfum gert á ferðum okkar erlendis. Sigríður: Við lærum mjög mikið á að taka þátt í að flytja tónlist og hlusta á hana. Þetta verk syngur í manni nánast allan daginn og þeg- ar við lærum verk til að flytja öðr- um gleymist það ekki strax heldur situr í manni. Agnar: Hamrahlíðarkórinn tek- ur allan tíma okkar og við sinnum ekki öðrum tómstundastörfum á meðan. Það er nokkur munur að syngja með öðrum kórum og á æf- ingum tekur dálítinn tíma að finna samhljóminn, því alltaf kemur svolítið annar blær með öðrum stjórnanda en við erum vön. Ekki tefjum við þau lengur, en þau segja þetta verkefni leggjast vel í sig. Hamrahlíðarkórinn hefur fengið nokkur boð um utanlands- ferðir í sumar, en Þorgerður kór- stjóri Ingólfsdóttir sagði enn allt óráðið með þær. jt. og á tónleikunum syngur Þorgerður Ljósm. KÖE. hald verksins, því verkið er svo innihaldsríkt og hverjum manni nauðsynlegt að kynnast því sem best. Skemmtilegt starf Þá var rætt stuttlega við fjóra kórfélaga: Margrét Ponzi, Sigríður Eyþórsdóttir, Jón Ingi Guð- mundsson og Agnar Óskarsson hafa öll verið nokkur ár í kórnum og Jón Ingi er einn af „öldungun- um“. Jón Ingi: Ég var í kórnum í 4 ár og er nú aftur með, en þegar mikið liggur við hefur verið leitað til okkar sem höfum verið með áður. Margir af þeim, sem eru hættir Kannski eru þagnirnar erfiðastar! Litiö inn á æfingu hjá Kór Öldutúnsskóla Kór Öldutúnsskóla í Hafnarfirði syngur með Pólýfónkórnum og Hamrahlíð- arkórnum í Mattheusarpassíunni. Stjórnandi hans er Egill R. Friðleifsson og leit Mbl. inn á æBngu hjá kórnum stundarkorn um síðustu helgi. Egill R. Friðleifsson stjórnar Kór Öldutúnsskóla á æfingu. Ljósm. RAX. — Þetta er risastórt verk og gjörólíkt því sem við höfum áður sungið, enda eitt af öndvegisverk- um tónbókmenntanna, sagði Egill Friðleifsson kórstjóri. — Én þetta er skemmtileg upplifun og ný reynsla fyrir mig sem stjórnanda og raunar alla í kórnum. Venjulega syngjum við án undirleiks og oftast ein, en hér erum við í sam- starfi við aðra kóra og hljómsveitir spila undir. Á hvern hátt er verkið sjálft öðruvísi en annað sem þið hafið sungið? — Það sem við syngjum í þessu verki er í sjálfu sér ekki mjög flók- ið eða erfitt, en hins vegar eru þagnirnar erfiðastar! Við syngjum kannski nokkra takta og síðan er margra takta þögn. Þessar inn- komur þurfum við að æfa, en við syngjum aðallega í fyrsta hlutan- um. Ég sé um að æfa kórinn og að hann kunni sinn þátt í verkinu, en Ingólfur Guðbrandsson stjórnar flutningi verksins og samæfingun- um og má segja að ég afhendi hon- um kórinn nú þegar að flutningn- um kemur. Er það nokkuð undar- leg tilfinning fyrir mig sem stjórn- anda að sjá annan mann taka þarna við og ein's og ég gat um áðan ný reynsla fyrir mig. Núna er 41 stúlka í Kór Öldu- túnsskóla, nánast hinar sömu síð- ustu 2 árin. Er þetta 17. starfsár kórsins. En þótt þetta stórvirki sé á verkefnaskránni núna er líka ýmislegt fleira framundan og ekki smátt heldur. Egill rekur það: — Já, það er ýmislegt framund- an og til að byrja með má nefna vortónleika í lok apríl og þar koma aðrar deildir kórsins við sögu, en hann starfar í 3 deildum. Um miðj- an mai höldum við síðan til Lathi í Finnlandi og tökum þar þátt í kóramóti. Einnig er ráðgert að við komum þar fram í útvarpi og sjón- varpi. Þegar Finnlandsferðinni er lokið styttist í stóra reisu, en það er ferð til Hong Kong og Kína. Förum við af stað um miðjan júlí og hefur verið mjög stíft æft að undanförnu og verður svo áfram Hafnarfjarðarbær hefur styrkt okkur mjög rausnarlega fyrir þá ferð og réði það úrslitum fyrir okkur. Annars förum við ýmsar fjáröflunarleiðir, höldum kökubas- ar og fleira og þannig vonumst við til að allt gangi upp. Kór Oldutúnsskóla kemst þá í sumar í 4. heimsálfuna og er það í 8. sinn, sem hann heldur í tónleika- ferð út fyrir landsteinana. Hefur hann sungið í ýmsum löndum Evr- ópu, Ameríku og Afríku. En er þetta ekki mikil törn og jafnvel fórn fyrir kórfélaga á öðrum svið- um? — Ekki virðist svo vera. Þær fara á skíði, sumar fóru á ball í gær og aðrar eru í hljóðfæranámi og þannig mætti áfram telja og auövitað sinna þær skólanum líka. Það er tími fyrir það sem menn hafa áhuga á. Nú hefur kórinn starfað þetta lengi, eru fyrrum kórfélagar farnir að syngja með öðrum kórum? — Já, sumir hafa sungiö með Pólýfónkórnum, í vetur sá ég kunnuglegt andlit í Dómkórnum og sumir hafa jafnvel lagt fyrir sig söngnám. Leiðirnar liggja því víða eftir starfið í Kór Öldutúnsskóla. jt-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.