Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1982 Frá aðalfundi Iðnaðarbankans: Innlán jukust um 66,1% á sl. ári Afkoma bankans hlutfallslega svipuð og árið áður Laugardaginn 27. mars sl. var að- alfundur Iðnaðarbanka íslands hf. haldinn í Súlnasal Hótel Sögu. Á fundinum var gerð grein fyrir rekstri og hag bankans árið 1981. Einnig var gerð grein fyrir starfsemi Iðnlánasjóðs. Skýrt var frá því að Valur Valsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda hefði verið ráðinn bankastjóri við Iðnað- arbankann. Gunnar J. Friðriksson, sem verið hefur formaður bankaráðs síðan 1974, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Aður en gengið var til dagskrár minntist formaður bankaráðsins Péturs Sæmundsen bankastjóra, sem lést hinn 5. febrúar 1982 að- eins tæpra 57 ára að aldri. Heiðr- uðu fundarmenn minningu Péturs með því að rísa úr sætum. Gunnar J. Friðriksson formaður banka- ráðsins flutti skýrslu bankaráðs. Þróun peningamála I upphafi máls síns rakti hann þróun peningamála árið 1981, sem hann taldi vera að ýmsu hagstæða framan af árinu. Verðbólga fór hjaðnandi, svo lítill munur var á vöxtum og á verðbólgustigi. Hins vegar hafi dæmið snúist við síð- ustu mánuði ársins, því hinni óraunhæfu gengisstefnu hafði þá ekki lengur verið hægt að halda til streitu. Hins vegar fylgdu vextir ekki verðbólgustiginu eftir og raskaðist þar með á ný það jafn- vægi sem náðst hafði. Gunnar vék að hinni sérstöku sveigjanlegu bindiskyldu, sem lögð var á inn- lánsstofnanir til viðbótar gömlu almennu innlánsbindingunni, sem um nokkurra ára bil hefur numið 28% af innlánum. Gunnar sagði nafn hinnar svokölluðu sérstöku sveigjanlegu innlánsbindingar óneitanlega minna á hinn upp- haflega yfirlýsta tilgang innláns- bindingar, sem átti að vera sveigj- anlegt hagstjórnartæki, en var það ekki í raun. Sagðist hann vona að sveigjanleiki yrði ekki bara uppávið að þessu sinni. Tollkrít Gunnar sagði fróðlegt að fylgj- ast með því, að á sama tíma og ráett væri um þörf á aðhaldi í pen- ingamálum, hafi fengið byr undir báða vængi hugmyndir um svo- kallaða tollkrít. Tollkrit væri hins vegar jafngildi útlána, þenslu- áhrifin væru hin sömu. Benti hann á að með tollkrít yrðu áhrif hinnar sérstöku sveigjanlegu bindingar að engu gerð, auk þess sem óeðlilegt yrði að teljast að ríkið færi inn á verksvið við- skiptabankanna með þessum hætti. Með tollkrítinni myndi fyrirtækjum verða mismunað eft- ir stærð, því hún væri aðeins ætl- uð stærri fyrirtækjum. Jafnframt væri augljóst að tollkrít myndi þýða skerta samkeppnisaðstööu íslensks iðnaðar gagnvart inn- flutningi. Hún myndi leiða til auk- innar einkaneyslu, minni sparnað- ar, aukinnar verðbólgu og verri gjaldeyrisstöðu landsins. Gunnar sagði það niðurstöðu sína að tollkrít væri ósamrýmanleg efna- hagslegum markmiðum ríkis- stjórnarinnar. Staöa bankans Þrátt fyrir það, að nærri bönk- um hafi verið gengið með aukinni innlánsbindingu, þ. á m. Iðnaðar- bankanum, sagði Gunnar J. Frið- riksson að ekki hefði orðið veru- legt afkomutjón hjá honum vegna hinnar traustu lausafjárstöðu bankans. Afkomu bankans sagði hann hafa verið hlutfallslega svip- aða og árið áður, en það ár var talið einstaklega gott ár. Formað- ur bankaráðsins sagðist þó vilja benda fundarmönnum á, að af- koma síðustu tveggja ára væri einstök og miklu mun betri ef af- koma fyrri ára. Sagðist hann vilja biðja hluthafana að reikna ekki með afkomu af þessu tagi eins og sjálfsögðum hlut, fyrir henni þyrfti að berjast stöðugt. Þá sagði formaður bankaráðsins að hin góða rekstrarafkoma síð- ustu tveggja ára hafi gert bankan- um kleift að ráðast í nokkrar dýrmætar fjárfestingar, sem hafi verið um árabil á óskalista bank- ans. Þannig hafi nýlega verið tekið í notkun nýtt húsnæði fyrir Laug- arnesútibúið, að Dalbraut 1—3, en gamla húsnæðið var aðeins 47m2. Utibúið fluttist um set í sama húsi og lætur nærri að gólfflöturinn hafi þrefaldast, því hann er nú 143 m*. Hafi þessi stækkun löngu verið orðin tímabær. Á árinu hafi einn- ig verið fest kaup á jarðhæð og kjallara í Hafnarfirði í sama húsi og útibúið er. Næmi möguleg stækkun á afgreiðslusal útibúsins eftir þetta 210 mz og kjallarinn næði 123 m2. Loks skýrði hann frá því að Grensásútibúinu við Háa- leitisbraut hefði nú verið tryggð stækkun um 76m2, eða úr 92 mz i 169 m2. Nú stæðu vonir til að rætt- ist úr þeim þrengslum og þeirri örtröð sem oft myndast í þessu stærsta útibúi bankans og væri ánægjulegt að geta skýrt frá því að framkvæmdir væru þegar hafnar. Síðast en ekki síst sagði formað- ur bankaráðsins þær fréttir af vettvangi útibúanna, að í desem- ber sl. hefði iðnaðarráðherra veitt bankanum leyfi fyrir nýju útibúi í Garðabæ. Væri ætlunin að það yrði fyrst um sinn rekið í stjórn- unarlegum tengslum við Hafnar- fjarðarútibúið, enda staðsett á markaðssvæði þess. Skýrði hann frá því að útibúinu hafi verið til að byrja með valinn staður í bygg- ingu sem Pharmaco hf. er að reisa við Bæjarbraut, gegnt bensínstöð Skeljungs og hafi þegar verið und- irritaðir samningar um það. Gunnar J. Friðriksson, formað- ur bankaráðs, sagði það fyrst og fremst vera stefnu bankans með fjárfestingum sínum, að auka af- kastagetuna í þeim útibúum sem bankinn hefur haft um árabil. Mundi það vonandi leiða til þess að rekstrareiningarnar yrðu stærri og hagkvæmari í framtíð- inni. Reikningar bankans Bragi Hannesson bankastjóri gerði grein fyrir reikningum bankans fyrir árið 1981. Skýrði hann frá því að í árslok 1981 hafi heildarinnlán bankans numið 357,5 m.kr. og hafi þau aukist um 66,1% á árinu. Árið 1981 hafi verið fjórða árið í röð sem innlán bank- 15 ans hafi aukist verulega að raun- gildi. Raungildisaukning innlán- anna, miðað við lánskjaravisitölu, hafi verið 12% á síðasta ári. Eigið fé bankans hafi í árslok 1981 num- ið 38,9 m.kr., og hafi það hækkað um 66,2% á árinu. Hafi aukning eiginfjárins því verið nánast hin sama og innlánsaukningin. Meðal- fjöldi starfsfólks Iðnaðarbankans hafi verið 127 árið 1981, saman- borið við 121 árið áður. Sé þá mið- að við fjölda slysatryggðra vinnu- vikna. Tekjuafgangur til ráðstöf- unar eftir afskriftir árið 1981 var 6,2 m.kr., samanborið við 4,4 m.kr. árið áður. I loks máls síns sagði Bragi Hannesson: „í stuttu máli má segja að árið 1981 hafi verið Iðnaðarbankanum á margan hátt hagstætt ár. Bankanum tókst að auka heildarútlán sín um tæp 90% án þess að rýra lausafjárstöðuna við Seðlabankann, með því að auka endurkaup frá Seðlabanka um 138% og útlán verðdeildar bankans um 310%, þrátt fyrir nokkru minni innlánsaukningu en sem nemi meðaltali bankanna. Auk þess var afkoman á síðasta ári hagstæðari bankanum en mörg undanfarin ár. Á aðalfundinum var samþykkt að auka hlutafé bankans um 42,11% með útgáfu jöfnunarhluta- bréfa, til jafns við hækkun vísitölu jöfnunarhlutabréfa, sem ríkis- skattstjóri gefur út. Einnig var samþykkt að greiða 5% arð til hluthafa. Iðnlánasjóður Ragnar Önundarson aðstoðar- bankastjóri gerði grein fyrir starfsemi Iðnlánasjóðs árið 1981. Á árinu voru afgreidd samtals 343 lán að fjárhæð 93,6 m.kr. Til sam- anburðar hafi verið afgreidd 352 lán árið áður að fjárhæð 55,8 m.kr. Eigið ráðstöfunarfé sjóðsins á ár- inu var 42,8 m.kr. Tekjuafgangur Iðnlánasjóðs 1981 var 16,6 m.kr. Bein framlög til sjóðsins, iðnlánasjóðsgjald, framlag ríkissjóðs og framleiðslu- gjald af áli námu samtals nokkurn veginn sömu tölu eða 16,5 m.kr. Sagði Ragnar þessa tölu sýna að Iðnlánasjóður hefði getað verið án beinna framlaga á árinu 1981. í bankaráð Iðnaðarbanka ís- lands hf. voru kjörnir: Davíð Sch. Torsteinsson forstjóri, Sveinn Valfells verkfræðingur og Gunnar Guðmundsson rafverktaki. Til vara: Magnús Helgason forstjóri, Leifur Agnarsson framkvæmda- stjóri og Sveinn A. Sæmundsson forstjóri. Iðnaðarráðherra skipaði þessa: Kjartan Olafsson ritstjóra og Sigurð Magnússon rafvéla- virkja. Til vara: Guðrúnu Hall- grímsdóttur matvælaverkfræðing og Guðjón Jónsson járnsmið. Endurskoðendur voru kjörnir Haukur Björnsson framkvæmda- stjóri, Sveinn Jónsson löggiltur endurskoðandi og Þórleifur Jóns- son framkvæmdastjóri. Bankastjóri er Bragi Hannesson og aðstoðarbankastjóri er Ragnar Önundarson. Frá aðalfundi Iðnaðarbankans. Talið frá vinstri: Gunnar J. Friðriksson, Víglundur Þorsteinsson, Bragi Hannesson, Ragnar Önundarson og Sveinn Hannesson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.