Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1982 17 um sér og öðrum, allra sízt fyrir öðrum. Ég hafði mikið samband við Kristinn E. Andrésson. Það var hann sem átti hugmyndina að stofnun Hólaprents, því að hann vildi koma á fót prentverki fyrir Mál og menningu. Mér þótti í mik- ið ráðizt, en sló svo til. Að sjálf- sögðu var flest af vanefnum í fyrstu. Einkum var prentverkið fátækt af Ietri. Það voru í raun- inni bara tvær leturgerðir, sem allar bækur voru settar eftir. Samt komu menn að máli við mig og töluðu um að Hólar hefðu mikið leturval. Það var bara af því að maður notaði týpurnar þannig, segir Hafsteinn og hlær við. Það er persónuleiki yfir letrinu og sá persónuleiki þarf að fá að njóta sín. Á sama hátt þarf letrið að falla að persónuleika bókarinnar. — En tekur fólk eftir því? — Fæstir taka eftir því. — En við vorum að tala um Hóla. — Já, þar var ég í rúm 25 ár. — Voru það góð ár? — Að mörgu leyti. — Hvernig þá? — Það er ómögulegt að svara svona spurningum, segir Haf- steinn og verður svolítið pirraður á svipinn. Það er alveg eftir því við hvað maður miðar. Hvað fólk á við, þegar það spyr, hvort maður hafi lifað góða daga, og hvað mað- ur hafi afrekað mest. Þá fær Hafsteinn að heyra sög- una af karlæga manninum, sem ratað hafði í margar raunir og bjargað mannslífum. Eigi að síður taldi hann það hafa verið sinn stærsta sigur í lífinu að hafa unn- ið mál gegn embættismanni út af einhverju skúrræksni. Hafsteinn verður stöðugt meira undrandi eftir því sem á söguna líður og loks skellir hann upp úr. — Ég held að ég hljóti að eiga fátt sam- eiginlegt með þessum manni, — segir hann. — Þó er skiljanlegt að honum hafi þótt mikið til um að láta ekki ganga á rétt sinn. Ég vil ekki láta ganga á rétt minn. En ekki myndi ég telja svona nokkuð til afreka minna, þegar ég kveð þennan heim. Að minni hyggju er kærleikurinn það ráð sem gerir öll málaferli og öll stríð óþörf. Hann er eina ráðið sem við eigum gegn kjarnorkuvopnunum. Sá sem hef- ur kærleik í brjóstinu grípur ekki til þessara voðalegustu vopna, sem mannkynið hefur fundið upp. — Jú, líklega er mér óhætt að segja, að árin í Hólum hafi verið nokkuð góð. Útgáfan var blómleg, og mér er ýmislegt minnisstætt af því sem við gerðum. Ekki sízt 25 ára afmælisútgáfa Máls og menn- ingar, en það voru 12 bækur, sem ég sá um útlitið á og allt efni til þeirra að undanskildum textan- um, en þær komu allar út í einu og á síðara hluta árs. Tilgangur Kristins með þessari útgáfu var að afla fjár í „Rúbluna", þ.e. hús Máls og menningar á Laugavegi 18. Á öllum þessum bókum voru svokall- aðir tvítitlar og hver bók var í 150 tölusettum eintökum. Þetta var heilmikið átak sem maður hafði mikla ánægju af. Það átti allt að ganga fljótt og vel hjá Kristni, enda lét hann ekki sinn hlut eftir liggja. Ég hef áður sagt þá sögu, þegar honum sinnaðist við mig vegna útgáfunnar á Kvæðum og sögum Jónasar Hallgrímssonar, en af því að það er góð saga, ætla ég að láta hana flakka aftur. Þannig var að Kristinn hafði beðið mig að ganga frá verkinu á meðan hann dvaldist erlendis. Af ýmsum ástæðum vildi ég hafa það í litlu broti. Það var að vissu leyti mótvægi gegn áráttunni til að hafa sölubækur í hjólböruútgáf- um, áráttunni til að blása og þenja textann á stórar síður úr efnis- miklum pappír. Þegar Kristinn kom til baka og sá hvernig mér hafði unnizt varð hann heldur óánægður. Hann sagði að ég hefði eyðilagt fyrir sér útgáfuna með svona ræfilslegu broti. Hann sagði að það væri tíkó. Þá sagði ég: „Þú ættir að vita það Kristinn, eins vel lesinn maður og þú ert, að þegar ljóð Jónasar komu út í fyrsta sinn var sagt að heimasæturnar hefðu gengið með bókina á milli brjóst- anna. Sú bók sem þar kemst verð- ur að vera í hæfilega stóru broti." Kristinn fór síðan og talaði við dr. Jón Helgason prófessor, kom svo aftur og sagði: „Þetta er stórfínt. Doktor Jón segir að þú hafir alveg rétt fyrir þér.“ Og þannig fór að Kristni þótt sjálfum afar vænt um þessa útgáfu, en hún hefur komið út tvisvar sinnum. En í pólitíkinni gat enginn snúið Kristni. Hann hafði alltaf á tak- teinum rök og réttlætingar, þegar slæm tíðindi bárust að austan. Er það fréttist að Bería hefði verið drepinn sagði ég sisona í áheyrn Þóru Vigfúsdóttur, konu Kristins: „Aumingja Kristinn." Þessi elsku- lega kona varð alveg bálvond. Hún steytti framan í mig hnefann og sagði: „Hvað heldurðu að hann Kristinn minn hafi með þetta að gera?“ Svo rauk hún á dyr. Daginn eftir kom hún og bað mig fyrir- gefningar. Hún sagði að Kristinn hefði hlegið. Hann hafði þá skilið hvað ég átti við. Ég átti við að ég vorkenndi honum fyrir að þurfa að réttlæta svona atburði hvern á eftir öðrum. En hann leit öðrum augum á málin en ég. Hann leit ekki þannig á að sér væri vorkunn. Fallgryfjur af ofurgleði — Hvers vegna hættirðu í Hól- um? — Það lágu margvíslegar ástæður til þess. Ég hafði í nokkur ár starfrækt bókaútgáfuna Þjóð- sögu, fyrst með Gunnari Einars- syni, fyrrum meistara mínum úr ísafoldarprentsmiðju, og síðan einn. Smám saman jukust umsvif- in og árið 1963 fór ég að byggja eigin prentsmiðju, Prenthús Haf- steins Guðmundssonar. Þá hætti ég í Hólum. Þó fór svo að Hólar keyptu prentsmiðjuna mína, en ég varð prentsmiðjulaus bókaútgef- andi og er enn. — Hvernig stóð á því að prent- arinn fór að gefa út? — Það er löng og flókin saga. í stuttu máli getum við þó sagt, að umgengni mín við bækur hafi orð- ið til þess að ég fór að hugsa um að gefa út gott lesefni. Þessi hugsun varð stöðugt áleitnari, og einkum var mér hugstætt að gefa út þjóð- leg fræði. Á þeim hafði ég haft áhuga frá því ég komst yfir Úrval Björns Jónssonar í barnæsku. Fyrsta verkefni okkar hjá Þjóð- sögu var útgáfa á safni Jóns Árna- sonar, og útgáfa þjóðsagna hefur jafnan verið stór þáttur í starf- semi bókaútgáfunnar, sem komin er fast að þrítugu. Vinsældir þjóð- sagnanna eru ávallt miklar, það þarf aldrei að auglýsa þær. — Þótt gömul fræði eigi helzt upp á pallborðið hjá þér, finnst mér þú vera framúrstefnumaðurá þínu sviði. — Þú sagðir þetta en ekki ég. Mér þykir vænt um að vera kallað- ur framúrstefnumaður, en veit ekki hvort ég á það skilið. Samt hef ég tekið upp á ýmsu nýstár- legu, t.d. brjóstabrotinu, tvítitlun- um og hér ætla ég að leyfa þér að sjá eina bók, sem ég gaf út að gamni mínu fyrir 40 árum. Hún heitir Prentlistin 500 ára og er handlituð. Þegar hún kom út hafði ekkert slíkt verið gert í íslenzkri bókaútgáfu frá tímum handrit- anna. Allt var svart og hvítt. Mér fannst það skylda mín að breyta þessu. Þá hafði maður enga tækni til að láta hjálpa sér, en nú er það öðruvísi. — Já, tæknin, — heldur Haf- steinn áfram. — Hún hefur fært okkur margt, nánast óendanlega möguleika, en svo líka heilar fall- gryfjur af ofurgleði, sem gömlum verðmætum hefur verið varpað í. Það er skortur á menningu, skort- ur á ræktarsemi í garð genginna kynslóða að fara illa með gamlar bækur, gömul tæki og verkfæri. Heilu prentsmiðjunum hefur verið hent. Innan nokkurra ára getum við ef til vill ekki sýnt ungu fólki, hvernig mín kynslóð fór að því að búa til bækur, sem gæti þó orðið næsta forvitnilegt að vita, því að enginn veit hversu lengi enn bæk- ur verða búnar til. — Heldurðu að það verði gam- an, þegar bókin sem slík verður úr sögunni? — Ég sé ekkert skemmtilegt við það að fá efni bóka yfir á sjón- varpsskerm. Ég sé heldur ekkert skemmtilegt við það að fá bækur lesnar upp af segulbandi, þótt ég myndi líklega þiggja það, ef ég væri blindur. Én mér finnst ég þurfa að handfjatla bók. Ég get ekki gert mér í hugarlund, hvernig heimurinn verður, þegar bókin er ekki lengur til. Ég vona að hún verði alltaf til. Um kerfi og fleira — Ert þú bókasafnari í orðsins fyllstu merkingu? — Já, ég hef ástriðu fyrir þessu. Að vísu fer ég yfirleitt ekki á bókauppboð, því að ég hef enga löngun til að láta bera á mér sem peningamanni. En ég hef náð mér í eitt og annað fágætt. Til dæmis náði ég nýlega í fyrstu útgáfu Biblíufélagsins frá 1825. Hún var meira að segja í óbrotnum örkum á handgerðum pappír og arkirnar voru allar vatnsbleyttar. En ég á erfitt með að gera upp á milli bók- anna minna. Mér finnst þær allar merkilegar, þótt ég verði að viður- kenna að ein hafi kannski meira gildi en önnur. Það eins og annað fer þó allt eftir þvi hvaða mæii- kvarða við notum. — Eins og hjá mannfólkinu? — Einmitt. En þótt ég viður- kenni fúslega að allir menn séu jafn virðingarverðir, höfða þeir til mín á mjög mismunandi hátt. Sumir menn ergja mig. Aðrir finnst mér tæmandi. Slíkum mönnum reyni ég bara að sneiða hjá. Ég hef heldur ekki áhuga á öllum bókum. — Þú sagðir áðan að letrið hefði persónuleika. Þykir þér vænna um einn staf heldur en annan? — Nei. Þeir eru hver með sínu lagi, sumir staðfastir og aðrir duttlungafullir, en þeir bæta hver annan upp. A er t.d. mjög symm- etrískur stafur, en S-ið getur mað- ur táknað með alls konar hlykkj- um og sveiflum, enda er það duttl- ungafullt. En mér þykir vænt um alla stafina og get engan þeirra misst. — Þú verður þó að vera án zet- unnar? — Nei, það er vitleysa. Ég ætla mér ekkert að vera án hennar. Ég skrifa hana eins og ég kann, en ugglaust hef ég alla tíð skrifað hana vitlaust, — segir Hafsteinn og hlær dátt. — Annars er mjög fróðlegt að kynna sér tilurð ritlist- arinnar, — heldur hann áfram. — Hún hefur þróazt með mismun- andi hætti í heiminum, en þar eins og alls staðar kemur skýrt fram sú árátta manneskjunnar að fella allt inn í einhvert kerfi. Samfélög manna eru mismunandi, en þó ber þar allt að sama brunni. Mann- eskjan sjálf er jafn kerfisbundin og allt sem hún reynir að gera. Örveran í moldinni er hluti af sama kerfi og sólin, sem hún þigg- ur ljós sitt frá, og er 8 mínútur á leiðinni til hennar. Allt sem er í geimnum er hluti af þessu sama kerfi og það er þetta kerfi, sem ég kalla guð, rúmið og tímann. Hvort tveggja er ómæli. Inn í það dreg ég það líf, sem ég lifi, og inn í það mun vitund mín hverfa þegar ég kveð þennan heim. — Eru bækur hinum megin? Hafsteinn hugsar sig um stund- arkorn og segir svo: — Ég er viss um það. Þar er nóg af öllu, sem maður vill. Vistin þar er einfald- ari en hér hjá okkur, því að þar er það hugarspennan sem stjórnar þjóðsagnasafn — Þó að ég trúi, vil ég líka leita. Kirkjufeðurnir segja að maður eigi ekki að leita heldur bara að trúa, en fólk vill fá að leita. Það er manninum eiginlegt. En eitt sinn dreymdi mig merkilegan draum, sem ég tel einn órækasta vitnis- burðinn um guðlega handleiðslu, sem ég hef fengið. Það var fyrir nokkrum árum að ég hafði eldað með mér erfiðleika, sem ég hafði þungar áhyggjur af. Mér fannst ég vera kominn niður í Dómkirkju, sem var full af fólki, og sitja þar á fjórða bekk. Það er spilaður sálm- ur á orgelið og ég stend upp og syng með. Ég finn að ég syng eitthvað falskt, en hugsa sem svo, að ég geti rétt mig af r næsta er- indi. Bak við mig heyri ég að 4—6 persónur fara að hlæja og ég finn að þær eru að hlæja að mér. Ég skeyti því engu, en held áfram að syngja. Þegar ég er búinn að finna lagið, hverfa persónurnar út úr kirkjunni og ég heyri í þeim úti við Álþingishús, en held áfram að syngja. Þegar ég vaknaði næsta morgun var draumurinn ljóslif- andi fyrir mér. Ég mundi eftir melódíunni, sem ég hafði sungið, en gerði mér samt ekki grein fyrir því, hvað sálmurinn hét, og fannst miklu skipta að vita það. Ég hrað- aði mér niður á skrifstofu mína og fletti upp í sálmabókinni, þar til ég fann sálminn, sem ég hafði leit- að að. Þetta var þá sálmurinn „Ó þá náð að eiga Jesúm, einkavin í hverri þraut". Þá áttaði ég mig á, að ég hafði miklað fyrir mér hég- óma, því yfir mér var vakað eins og öllum. Enda tókst mér fyrir- hafnarlítið að sigrast á því sem framundan var. — En hvað er svo framundan núna? — Ég á mér marga drauma, sem ekki hafa rætzt ennþá, og sjálfsagt rætast sumir þeirra aldrei, því að ég á enga heimtingu á því að lifa lengur og fá fleiri óskir uppfylltar en aðrir. Hins vegar er einn langþráður draumur minn í þann veginn að rætast. Það er útgáfa á íslenzkum þjóðsögum og sögnum eftir Sigfús Sigfússon, en fyrsta bindið af 8 í þeim flokki kemur út einhvern næstu daga. Þetta er 6. þjóðsagnasafnið sem kemur út hjá Þjóðsögu, og það er Óskar Halldórsson sem séð hefur um þessa útgáfu með mikilli prýði eins og hans var von og vísa. Ég hef yfirleitt verið afar heppinn með samstarfsmenn við útgáfu- störfin, og það á ekki minnstan þátt í því hve allt hefur gengið í haginn. Safn Sigfúsar kom fyrst út árið 1922, en verður með leið- réttum texta, viðbótum og úrfell- ingum. Það mun taka sinn tíma að koma öllum þessum bindum út, en ekki er ég hræddur um að ég kom- ist nokkru sinni í þrot með verk- efni, því að önnur söfn bíða út- gáfu. Svo ætla ég að halda áfram að njóta lífsins eftir beztu vitund. Það er þægileg tilfinning að vera ánægður með lífið eins og maður hefur lifað því og vera sannfærður um að ennþá fullkomnara líf taki við að því loknu. — ge. fyrir þig: , nákvæmlega, þaö aö sýna? ... Þá er HLJÓMTÆKJADEILD KARNABÆR Hverfisgata 103. Sími 25999.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.