Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1982 Stríðshugur í Bretlandi I»ndon, 6. apríl. AP. MIKILL stríöshugur hefur gripið um sig í Bretlandi eftir töku Falklandseyja og málið hefur endurvakið þjóðarstolt Breta. I viðtalsþáttum í útvarpi og bréfum til dagblaða hefur mikið verið rætt um „þessa hraustu stráka", brezku landgönguliðana sem börðust við argentínska land- gönguliðið áður en þeir voru yfir- bugaðir, og í bjórkrám er mikið talað um hvernig það verði að senda brezk herskip aftur til orrustu. Samkvæmt skoðanakönnun í sjónvarpi voru 70% þeirra sem spurðir voru hlynntir því að arg- entínskum herskipum yrði sökkt ef það reyndist nauðsynlegt til að ná aftur Falklandseyjum. Þótt deilan snúist um einangr- aðar eyjar þar sem kindur eru 300 sinnum fleiri en eyjaskeggjar láta menn heillast af hugsanlegum átökum. „Britannia ræður ríkj- um,“ stóð á spjaldi sem einhver hélt á þegar flotinn var kvaddur í Portsmouth. „Þetta er alveg eins og í gamla daga,“ sagði ung kona. „Við létum þá finna fyrir því við Trafalgar og gerum það aftur," sagði einn þeirra sem fylgdust með brottför flotans. Jafnvel The Times, sem venju- lega er varkárt blað, sagði í for- ystugrein: „Við erum allir Falk- lendingar núna.“ „Þegar innrás er gerð í brezkt yfirráðasvæði er það ekki aðeins árás á land okkar heldur þjóðarandann." „Við gefum þeim á ’ann“ sagði The Sun í fyrirsögn og á innsíðu stóð „Orrustan um eyjarnar“ yfir mynd af landgönguliða sem sést stíga í land. The Standard birti teiknimynd af kafbátaforingja skjóta kjarnorkueldflaug af mis- gáningi á Buenos Aires. Tesco-kjörverzlanahringurinn sagði í dag að allar argentínskar vörur í verzlunum þess yrðu fjar- lægðar og ákveðið hefur verið að enginn argentínskur matur verði fram borinn í mötuneyti Neðri málstofunnar. „Mér finnst að móðir þjóðþinganna ætti að ganga á undan með góðu eftirdæmi,“ sagði yfirmaður matseldar þing- manna. Þó eru ekki allir Bretar hlynntir stríði. í kommúnistablaðinu Morning Star mátti sjá fyrirsögn- ina „Við segjum: stöðvið þennan flota." Tony Benn, fyrrverandi orkuráðherra, sagði í dag að hann væri mótfailinn valdbeitingu til að fjarlægja Argentínumenn. Einhverjir írar stríddu Bretum í ölkrá í Portsmouth á því að deil- ur um yfirráðarétt væru stundum flóknar, eða þannig væri það á Norður-írlandi. Kráareigandinn hallaði sér fram yfir barborðið og lýsti því yfir að málið væri útrætt. Sex ráðherrar reknir í Bólivíu U Pk, 6. apríl. AP. CELSO Torrelio Villa Bólivíuforseti setti sex ráðherra af í dag og óbreyttir borgarar komust í meirihluta í stjórn hans í fyrsta skipti síðan herinn tók völdin í júlí 1980. Allir ráðherrarnir 18 sögðu af sér, einni viku eftir að yfirstjórn hersins lagði til að nokkrar breyt- ingar yrðu gerðar á stjórninni, en Torrelio ákvað að 12 þeirra skyldu halda áfram störfum, þeirra á meðal Gonzalo Romero utanrík- isráðherra og innanríkisráðherr- ann, Romulo Mercado ofursti. Nú eiga 10 óbreyttir borgarar sæti í stjórninni, en átta borgarar. Torrelio vék tveimur mjög um- deildum herforingjum, Javier Al- coreza ofursta, sem var fjármála- ráðherra, og Armando Reyes hershöfðingja, sem var varnar- málaráðherra og er frændi forset- ans. Talsmaður bandaríska sendi- ráðsins sagði að breytingarnar væru ekki róttækar, en málamiðl- un á grundvelli krafna andstæðra hópa í heraflanum. Ríkisstjórnin varaði Torrelio við því í sameiginlegu afsagnar- bréfi að „fresta endalaust" lausn á vanda sem við væri að glíma í efnahagsmálum, stjórnmálum og þjóðfélagsmálum. Stjórnarkreppan fylgir í kjölfar afsagnar forseta seðlabankans, Guido Salinas, á laugardaginn vegna ásakana um að dollara- varasjóður hefði verið seldur emb- ættismönnum og vinum ríkis- stjórnarinnar áður en stjórnin til- kynnti gengisfellingu 5. febrúar. Jenkins og Williams í slag um Ieiðtogaembætti l/ondon, G. april. AP. SÓSÍALDEMÓKRATAR í Bretlandi hyggjast nú ganga til leiðtoga- kosninga í kjölfar velgengni kosningabandalagsins í Hillhead í Glas- gow fvrir skemmstu. Helstu keppinautarnir um útnefninguna eru Roy Jenkins og Shirley Williams. Vegna hinnar hörðu gagnrýni, að mynda næstu ríkisstjórn. Því sem ríkisstjórn Margareth er nauðsynlegt að velja leiðtoga, Thatcher hefur orðið fyrir nú sem allra fyrst, sem gæti orðið síðustu daga vegna Falklands- forsætisráðherra ef sá möguleiki eyjamálsins telja sósíaldemó- gæfist. kratar sig eiga góða möguleika á Átök harðna í Nýju Delhi, 6. apríl. AP. VORHLÝINDI virðast hafa leitt til harðnandi bardaga í Afghanistan sam- kvæmt fréttum frá diplómötum í Kabul. Jafnframt hefur Khalil Ahmed Abawi verið skipaður varaforsætisráðherra og formaður ríkisskipulagsnefnd- arinnar, sem Sultan Ali Keshtmand forsætisráðherra var áður í forsæti fyrir. Skólastjóri verzlunarskólans í voru skotnir til bana í Kabul á Kabul og vinsæll trúarleiðtogi föstudaginn. voru ráðnir af dögum á fimmtu- Skæruliðar gerðu eldflaugaárás daginn. Tveir afghanskir hermenn á höllina Chekel Setoun í Suður- lcoigfó Argentínskir landgönguliðar á verði vid bækistöðvar Falk- landseyjafélagsins í Port Stanley. Maöur í fréttunum: Pym: rólegur maður á hverju sem gengur FRANCIS Pym, hinn nýi utanríkisráöherra Breta, er sextugur að aldri, maður grannvaxinn og hefur haft orð á sér fyrir að hafa alltaf verið rólegur á hverju sem gengur, hvort heldur í stríðinu, þegar hann var ungur liðsforingi, eða síðan hann varð reyndur stjórnmálamaður, og hann hefur náð stöðugt meiri frama þrátt fyrir ágreining við Margaret Thatcher for- sætisráðherra. Falklendingar á ferli á götum Port Stanley umkringdir landgönguvögnum Argentínumanna. Innfellda myndin er af Mario Benjamin Menendes hershöfðingja, sem hefur verið skipaður herstjóri á Falklandseyjum. Uggur í Argentínu í kjölfar BuenoH Aires, 6. apríl. AP. ALLIR Argentínumenn hafa fagnað töku Falklandseyja og telja að þeir hafi alltaf átt þær. En sigurvíman er smám saman að gufa upp og komu brezka flotans er beðið með ugg. sigurvímu Öll blöðin fögnuðu töku eyjanna með stórum fyrirsögnum og töl- uðu um „sögulega endurheimt" þeirra. Ekki er talað um „innrás" í Argentínu og ef minnzt er á „hernámslið" er spurt á móti: „Hvernig getum við hernumið okkar eigið yfirráðasvæði?" Allir stjórnmálaflokkar birtu yfirlýsingar þar sem „endurheimt- inni" er fagnað, þótt þeir hafi gagnrýnt sex ára stjórn herfor- ingjanna. Peronista-leiðtoginn Deolindo Bittel hyllti forsetann, Leopoldo Galtieri hershöfðingja, þótt hann sé ósammála honum í svo til öllum málum. Verkalýðssambandið skoraði á ættjarðarvini að taka þátt í fagnaðarlátum á Plaza de Mayor, þótt leiðtogar þess hafi Kabul og aðalstöðvar stjórnar- flokks marxista í hverfinu Dar- ul-Aman í marzlok. Bardagar geisuðu einnig á þremur svæðum nálægt Kabul í síðustu viku og í Kandahar, ann- arri stærstu borginni, og héruðun- um Parwan og Wardak. verið handteknir fyrir að skipu- leggja opinber mótmæli. Galtieri fyrirskipaði að um 200 af þeim 2.000, sem handteknir voru í óeirðum á þriðjudaginn, yrðu látnir lausir. Ríkisstjórnin hóf mikla áróðursherferð í útvarpi og sjónvarpi, sem hún ræður yfir. Argentínski fáninn var sýndur í sjónvarpinu þegar fréttir um tök- una voru sagðar og í útvarpi var leikið hergöngulag með viðlaginu „Las Malvinas Argentinas". Það hæðnislega var að fagnað- arlætin fóru fram á sama torginu og fimm þúsund óeirðalögreglu- menn beittu kylfum, táragasi og gúmmíkúlum gegn andófsfólki að- eins þremur dögum áður. Alvarlegur samdráttur hefur orðið í efnahagslífi Argentínu, Skæruliðar hafa látið til sín taka á 15 kílómetra kafla þjóðveg- arins í norður frá höfuðborginni til Paghman og þar hefur þrívegis slegið í brýnu. Skæruliðar stöðv- uðu umferð að vild og hörfuðu ekki fyrr en fjölmennt stjórnar- herlið kom á vettvang. 12% vinnufærra manna eru at- vinnulausir, en það er mesta at- vinnuleysi í tíu ár, og kaupmáttur hefur rýrnað. „Nú verður ríkis- stjórninni þakkað fyrir að endur- heimta Malvinaseyjar, en ekki kennt um mestu efnahagskreppu aldarinnar," sagði argentínskur bókari. Leigubílstjóri nokkur sagði að fólk skildi ekki alvöru málsins og líkti átökum við Breta við viður- eign manns með riffil og manns með vélbyssu. Annar Argentínu- maður lét í ljós ósk um stuðning erlendra ríkja ef til styrjaldar kæmi og taldi meiri von um aðstoð Rússa en Bandaríkjamanna. Fimm dóu í eldgosi Jakarta, <i. apríl. AP. KLIMIOS, sem braust út í Indón- esíu hefur kostað fimm manns lífið. Að auki hafa þrír særst. Fundust lík hinna látnu undir húsum, sem hrunið höfðu í ná- grenni eldfjallsins. Tugþúsundir íbúa voru flutt- ir í burtu af gossvæðinu til að koma í veg fyrir frekara manntjón. Eldfjallið, sem er á Vestur-Jövu er annað stærsta eldfjallið í Indónesíu. Fjögur þúsund manns létu lífið í mesta gosi eldfjallsins, Gal- unggung, sem varð 1896. Afghanistan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.