Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1982 25 i i rækta arinnar ósvipað því að koma til eyja norð- ur af Skotlandi." Dr. Sturla sagði, að þótt skammt væri til Argentínu, og samgöngur miklar þangað og ungt fólk færi þangað til framhalds- náms, þá væri sterk bresk þjóð- ernisvitund meðal eyjarskeggja. Víða í gluggum hefði t.d. mátt sjá skilti með áletruninni „Keep the Islands British". Enga frum- byggja sagði hann hafa verið á eyjunum er Evrópumenn fundu þær, og engin villt spendýr. Hið merkasta í náttúru eyjanna væri á hinn bóginn fuglalífið, sem væri afar fjölbreytt. Þar væru t.d. fimm tegundir mörgæsa, þar á meðal kóngamörgæs sem byggi í mörgæsabyggðum um eyjarnar. Þá væri þarna að finna albatrosa, en sá fugl hefði verið nefndur styrmir á íslensku, sérstæður fugl, sagði dr. Sturla. Við ströndina eru svo selir, sæfílar og sæljón og hvalir úti fyrir. ALLT bendir nú til, aö yfirstand- andi vetrarvertíð verði með þeim betri, sem menn muna eftir og þeg- ar netabátar drógu upp netin í fyrra- kvöld, vegna veiðibannsins yfir páskana, voru þeir yfirleitt komnir með betri afla, en á sama tima í fyrra. í sumum verstöðvum, eins og Vestmannaeyjum, Þorlákshöfn og Grindavík, er heildaraflinn nú þeg- ar oröinn 5000—6000 lestum meiri en á sama tíma í fyrra. Afli báta var almennt mjög góður síðustu daga fyrir veiðihannið. Aflahæsti bátur á landinu er nú, sem oft áður, Þórunn Sveinsdóttir frá Vestmannaeyjum, en á mánudagskvöld hafði Þórunn landað 983 tonnum. Skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur er Sigurjón Oskarsson. Næsthæsti bátur á land- inu er síðan Vörður frá Grindavík, með 865 tonn. Skipstjóri á Verði er Guðmundur Guðmundsson. Morg- unblaðið hafði í gær samband viö flestar höfuðverstöðvarnar og spurð- ist fyrir um aflabrögðin. Ljósm. Sigurgeir Jónuson. Skipverjar á Sjöfn VE innbyrða hér aætnilegt hal. ÉœÆtl s Jfp 7' BP Góð vetrarvertíð um allt land Höfn í Hornafirði Vertíðin á Höfn í Hornafirði hefur gengið sæmilega það sem af er, en tíðarfar hefur háð sjósókn nokkuð í vetur. Á land eru nú komin rösklega 9600 tonn, en það er afli 23 báta. Aflinn frá því í fyrra hefur aukist um 40%. Afla- hæsti báturinn er nú Hvanney, með 744 tonn, og næstur kemur Vísir, með 639 tonn. Fjórir aðrir bátar frá Höfn eru komnir með um 600 tonn. Akranes Tíu bátar eru gerðir út frá Akranesi í vetur, níu netabátar og einn trollbátur. Afli þessara báta var orðinn 3919 tonn á mánu- dagskvöld, en þann 6. apríl á síð- astliðnu ári var aflinn 3515 tonn. Aflahæsti báturinn á Akranesi er Grótta, með 521 tonn, og þá kem- ur Haraldur, með 519 tonn. Vestmannaeyjar Um síðastliðin mánaðamót var heildaraflinn í Vestmannaeyjum orðinn 20.879,9 tonn, en á sama tíma í fyrra var aflinn 14.770,1 tonn og er því aflaaukningin í Eyjum mikil í vetur, sérstaklega þegar það er haft í huga að vetr- arvertíð hófst nú mun síðar en í fyrra, sökum sjómannaverkfalls. Afli Vestmannaeyjabáta var mjög góður síðustu dagana fyrir veiði- bannið. í vetur eru gerðir út 36 netabátar frá Eyjum og 14 tog- bátar, þá eru 4 togarar gerðir það- an út. Þórunn Sveinsdóttir er eins og fyrr segir, langhæst Eyjabáta, með 983 tonn, þá kemur Suðurey, með 820 tonn, og Álsey er með 740 tonn. Af trollbátum er Freyja hæst, með 594 tonn, og Björg er með 462 tonn. Sandgerði Um mánaðamótin höfðu 10.256 tonn borist á land í Sandgerði, en á sama tíma í fyrra var heildar- aflinn 9773 tonn. Fjörutíu bátar eru nú gerðir út frá Sandgerði. Af heildaraflanum er afli bátaflot- ans 8488 tonn á móti 7822 tonnum í fyrra, en togararnir hafa nú landað 1768 tonnum á móti 1951 tonni um mánaðamót marz-apríl á síðasta ári. Arney KE er nú aflahæst Sandgerðisbáta, með 570 tonn, því næst kemur Sandgerð- ingur, með 418 tonn, og Bergþór hafði landað 385 tonnum um sl. mánaðamót. Sveinn Jónsson er aflahæstur skuttogaranna, með 970 tonn. Keflavík I Keflavík var búið að landa 7846,2 tonnum um síðustu mán- aðamót og kemur sá afli úr 798 sjóferðum. Á sama tíma í fyrra var heildaraflinn 7279 tonn í 826 sjóferðum. Um 30 bátar eru nú gerðir út frá Keflavík. Aflahæst- ur er Ólafur Ingi, með 601 tonn, og Pétur Ingi er annar í röðinni, með 578 tonn, og voru það einu bátarnir, sem komnir voru með meira en 500 tonn um síðastliðin mánaðamót. Þorlákshöfn Þorlákshafnarbátar höfðu landað 16.700 tonnum um síðast- liðin mánaðamót, en á sama tíma í fyrra var heildaraflinn 10.700 tonn og hefur aflinn aukist um 6000 tonn frá því í fyrra. Fimmtíu bátar leggja nú upp afla í Þor- lákshöfn, en í fyrra voru þeir í kringum fjörutíu. Aflahæsti bát- urinn í Þorlákshöfn er nú Njörður ÁR, með 807 tonn, þá kemur Arn- ar, með 778 tonn, og Húnaröst er með 747 tonn. Alls hafa 15 Þor- lákshafnarbátar fengið meira en 600 tonn. Grindavík Nú eru 25.225 tonn komin á land í Grindavík, sem er um 5000 tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Meðalafli Grindavíkurbáta er 11,4 tonn í róðri. Það hefur vak- ið athygli sjómanna í Grindavík að undanförnu að smærri þorskur hefur ekki sést á miðunum og er uppistaða aflans mjög vænn þorskur. Ólafsvík Búið er að landa 8600 tonnum á Ólafsvík, sem er 2000 tonnum meira en í fyrra og er það afli 29 báta. Aflahæsti báturinn er Gunnar Bjarnason, með 572 tonn, þá kemur Jón Jónsson, með 491 tonn, og Garðar II er með 484 tonn. sem einstaklinga með margbreyti- legar þarfir, sem aðrir þjóðfélags- þegnar. Þeir sætta sig ekki við að vera álitnir eldri en þeim sjálfum finnst þeir vera, una því ekki að vera álitnir sérstakur hópur, sem haldinn er kvillum, sem ekkert verði gert við, hópur, sem kominn er á grafarbakkann, ófær til ást- arlífs, ófær um að sjá um sig sjálf- ur, hvað þá um aðra. Aldraðir benda á, að þegar tækifæri hafi gefist, hafi þeir margsinnis sýnt fram á, að þeir geta skilað góðu dagsverki og þar með þjóðfélaginu talsverðuni arði og þannig verið nýtir þjóðfélagsþegnar, þeir hafi jafnvel í einstökum tilvikum unn- ið afreksverk, t.d. á sviði lista og vísinda. I Japan vinnur helmingur karla, 65 ára og eldri, fulla vinnu. I mörgum þróunarlöndum eru þjóð- flokkar, sem halda reynslu gam- alla manna og visku þeirra úr skóla lífsins sérstaklega í heiðri og gera þá jafnvel að leiðandi mönnum í þjóðlífinu. E.t.v. nýttist framlag aldraðra til meðbræðr- anna best með daglegum samvist- um þessara aðila, samveru og samvinnu, eftir því sem þjóðfé- lagshættir frekast leyfa. Þeim, sem sannfærðir eru um að þeir ráði yfir nægri starfsorku, er það oft mikið kappsmál að telja jafnvel lífshamingju sína undir því komna, að þeir fái að halda áfram starfi eftir að því aldurs- marki, sem meinar þeim það, er náð. í ýmsum löndum er unnið að því, að gera aldurstakmarkið og eftirlaunakerfið sveigjaniegt, og búa aldrað starfsfólk undir starfslok, hugsanlega framhald á starfi eða umskipti til annarra starfa. Þannig hefur verið reynt að láta starfsfólk hætta störfum smám saman að eigin ósk. Skylt er þó að taka eðlilegt tillit til starfs- ins sjálfs, og hafa ber í huga að ekki eru menn ætíð sjálfir dóm- bærir um, hversu lengi þeir eru hæfir til þess starfs, sem þeir gegna. Þá hefur í vissum löndum verið höfð hliðsjón af almennu at: vinnuástandi í þessu sambandi. í Frakklandi hefur t.d. komið til tals að draga úr atvinnuleysi þar með því að lækka aldursmark við lausn frá starfi og miða það hjá körlum við 60 ár og hjá konum við 55 ár. Elliárin eru viðkvæmur aldur, viðkvæmasti hluti ævinnar næst á eftir ungbarnaaldri. Öldrun fylgir fyrr eða síðar hrörnun, sem ryður sjúkdómum og ellikvillum braut, auk þess sem gömlu fólki er hætt- ara við slysum en yngra fólki. Aldraðir eiga erfitt með að átta sig á mörgum breytingum í dag- legu lífi nýtískufólks, einkum þeir sem eru sjóndaprir, heyrnarsljóir og fatlaðir. Vanmáttur, sem er tíður í lífi gamals fólks, ^etur orð- ið að alvarlegu vandamáli. Einlífi, sem oft er þeirra hlutskipti, fylgir títt öryggisleysi, einmanakennd og þunglyndi, en sannað er vís- indalega, að þunglyndi getur dreg- ið úr mótstöðu gegn sjúkdómum. Hjá öldruðum er oft stutt frá sjálfsumönnun í vanrækslu á sjálfum sér. Þegar út af ber á ein- hverju þessu sviði, ríður á að fljótt sé við brugðið, svo að komist verði hjá að vandinn vaxi meira en nauðsyn er. Gamalt fólk þarfnast því oft eftirlits, en gæta verður jafnan vandlega sjálfsvirðingar hins aldraða og réttar hans til einka- lífs. Gamalt fólk þarfnast ástúðar, umönnunar, heilsuverndar, heilsugæslu og endurhæfingar. Það hefur sérþarfir varðandi fæði, þrifnað, hreyfingar og einnig oft varðandi húsakynni, flutning og persónulegt öryggi. Þegar þeir, sem umgangast hinn aldraða mest, venjulega fjöl- skyldan, geta ekki lengur veitt honum nauðsynlega aðstoð, verða aðrir aðilar að koma til, vinir, kunningjar, nágrannar, sjúkra- vinir góðgerðafélaga eða heima- hjúkrun og heimilishjálp á vegum sveitarfélaga og loks heimilis- læknirinn. Með góðri samvinnu þessara aðila má i ótal tilvikum veita hinum aldraða þægilegt og gleðiríkt líf í heimahúsum, þar sem hann oftast kýs að eyða ævikvöldinu. Hafi hann hins veg- ar óskir um eða aðstæður krefjist að hann dveljist á dvalar- eða hjúkrunarheimili, hjúkrunar- eða sjúkradeild, er það hlutverk opinberra aðila að sjá um að þau úrræði séu fyrir hendi. (Dr. Jón Sigurðsson fyrrv. borg- arlæknir tók saman með hliðsjón af gögnum Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar vegna Alþjóða- heilbrigðisdagsins 1982.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.