Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1982 Pétur Sigurðsson, alþingismaður: Kaupin á „Einari Benediktssyni“ Kaflar úr þingræðu Pétur Sigurðsson (S) hóf umræðu utan dagskrár á Alþingi 2. apríl sl. vegna innflutningsleyfa og tilheyrandi heimilda til erlendrar lántöku á 10 ára brezkum togara. Hann vék fyrst að allnokkrum átakamálum í núverandi ríkisstjórn, þar sem vopnabrak einstakra ráðherra og raunar þingflokksformanns bærist um land allt, en sagði síðan: „En í raun er þetta inngangur að mínu máli hér, sem ég hef hér utan dagskrár, því að mér virðist svo sem enn eitt málið sé nú komið upp á yfirborðið, sem lykti heldur sterkt af silfri Egils. Ég á hér við síðustu skipakaupin til landsins, þegar keypt er um það bil 10 ára gamalt skip frá Englandi, skuttog- ari, sem kemur með furðulegum forsendum til landsins svo að ekki sé meira sagt. í máigagni sjávarútvegs- og viðskiptaráðherra í dag, Tíman- um, gefur sá fyrrnefndi þá yfirlýs- ingu, að hann hafi verið plataður í þessu máli, en hinn ráðherrann segir, að hann telji ekki ástæðu til að gera neitt frekar í þessu máli, jafnvel þótt þessi yfirlýsing liggi fyrir frá formanni flokksins. Nú eru það sjálfsagt aðrir þingmenn til þess að ræða þessi skipakaup frekar frá þessu sjónarhorni, enda ekki mitt meginmál hér í ræðustól að þessu sinni þótt ég hins vegar fari örfáum orðum þar um, sér- staklega þó þessa yfirlýsingu sjáv- arútvegsráðherra. Það kom fram hér á Alþingi í gær hjá 1. þingmanni Vestfirð- inga, Matthíasi Bjarnasyni, að hann talaði um Pramsóknarlag á gömlu skipi, sem nýkomið er til landsins. Það hafði verið soðið framan af stefni þess svo að mál stæðust og teldist skipið þá eftir það bátur en ekki togari. Með ekki mjög miklu ímyndunarafli má álíta að stefnt skuli að því að skip, sem er skuttogskip, yrði eins bæði að framan og aftan. Virðist því ekki fjarri lagi hjá Matthíasi að tala um Framsóknarlag á slíku skipi, sem yrði þá eins til beggja enda, opið í báða enda í sjó niður. En það læðist óneitanlega sá grunur að manni, þegar umrætt skip, sem ber nafnið Einar Bene- diktsson, hafði komið til landsins með sínu sérstaka Framsóknar- lagi, enda ber hofmóður yfirlýs- ingar viðskiptaráðherra þess best vitni. Það er tvennt, sem ég vil ræða um sérstaklega. Það hefur verið mín skoðun og ég veit að svo er um frammámenn í röðum sjómanna- samtakanna og útgerðarmanna líka, að Aldurslagasjóður fiski- skipa, sem er aldurstrygging fiski- skipa, sé sjóður, sem eigandi getur sótt bætur í, þegar hann vill hætta rekstri skips, enda hefur hann greitt iðgjald af þessari tryggingu. Það má því telja eðlilegt, að eig- anda skips sé frjálst að ráðstafa tryggingarbótum til að kaupa nýtt skip, ef bæturnar koma úr þessum sjóðum. Pétur SigurðsKon Úreldingarsjóður fiskiskipa er hins vegar fjármagnaður með hluta af útflutningsgjaldi og má því líta á þá fjármögnun sem framlag sjávarútvegsins, þ.e. útvegsmanna, sjómanna og fisk- verkenda. Tilgangur þessa sjóðs er að auðvelda útvegsmönnum að hætta rekstri úreltra skipa með styrk til viðbótarstyrks Aldurs- lagasjóðs, í þeim tilgangi að minnka fiskveiðiflota okkar. Úr- eldingarsjóði er í sjálfu sér ekki falið eða ætlað að örva innflutning skipa, eða til að stuðla að endur- nýjun fiskiskipa nema að hluta. Ég vil benda á, að sú stefna hefur verið viðurkennd sem eðlileg, að í stað skipa sem farast, skuli smíða ný skip eða afla nýrra skipa og sú stefna er viðurkennd hér meðal hv. þm. að þetta eigi helst að ger- ast hér heima til þess að stuðla að og styrkja íslenskan iðnað. Nú hefur hins vegar brugðið svo við í tíð sjávarútvegsráðherra, að allt virðist eiga að koma tvöfalt, ef skip farast eða úreldast, bæði ný- bygging og einnig innflutningur — og þá á gömlu skipi í nær öllum tilfellum. Það verður að álíta, að þegar ráðherra gefur slíkt leyfi, þá beri honum skylda til þess að láta skoða, hvers konar skip er um að ræða, hvort það uppfylli ís- lenskar kröfur o.s.frv., hvernig búnaði þess sé háttað. En þegar þetta umrædda skip kemur hingað heim, kemur í ljós, að það getur í hæsta lagi haft 9 eða 10 manna áhöfn. Samningar milli sjómanna og útvegsmanna hljóða hins vegar á þann veg, að á þessu skipi eigi að vera 14 manna áhöfn. Það er enginn sem efar og það, að á okkar minni togskipum, sem hafa fram til þessa með vitorði bæði sjávarútvegs- og dómsmála- ráðherra brotið vökulögin svoköll- uðu; þar er ærin vinna þegar unn- in og æðilangur vinnutími hjá áhöfn, þótt um 14 manna áhöfn sé að ræða. Nú er hins vegar stefnt að því með kaupum á þessu skipi í skjóli sjávarútvegs- og viðskipta- ráðherra að enn frekari vinnu- þrælkun komi til og það kemur auðvitað ekki þessu máli við, þótt útgerðarmaður umrædds skips hafi hugsað sér að kaupa sér frið með einhverjum yfirborgunum til þeirrar áhafnar, sem hann hefur í huga að ráða á þetta skip. Þetta gerist á sama tíma og kvartanir berast til viðkomandi yfirvalda dag eftir dag, viku eftir viku, mán- uð eftir mánuð, ár eftir ár í sam- bandi við þessi umræddu lagabrot, sem eiga sér stað í sambandi við vökulögin og þá óhemju vinnu sem hvílir á þeim mönnum, sem á okkar skuttogurum vinna. Ég veit að þingmönnum sumum hverjum þykir nokkuð leiðigjarnt hjá mér að vera sífellt að minnast á þessi mál. En ég minni þó enn á, að um leið og pólitískir stuðningsmenn þessarar ríkisstjórnar í verka- lýðshreyfingunni hafa átt margs konar kaupskap við suma hæst- virta ráðherra, um svokallaða fé- lagsmálapakka, hafa sjómenn ver- ið skildir eftir að mestu leyti." Síðar í ræðu sinni sagði Pétur: „Ég vil leyfa mér í tilefni af þessum skipakaupum að óska eftir því við þessa hæstvirtu tvo ráð- herra að þeir gefi Alþingi skýrslu um aðdraganda þessara kaupa. Ég skal ekki fara frekar út í það hér, sem hefur þegar komið fram í blöðum í dag og öðrum fréttum. Það hefur verið dregið mjög í efa að þeir, sem flytja skipið inn, eig- endur skipsins, séu lögmætir eig- endur þeirra réttinda, sem kölluð hafa verið svo í sambandi við að fá skip í stað eldri skipa. Skal ég ekki fara nánar út í það vegna þess að ég vonast til þess að það komi fram hjá hæstvirtum ráðherrum. En það er ljóst, að hæstvirtur viðskiptaráðherra hefur gefið leyfi til þess að eigendur skipsins tækju 67% af kaupverði þess að láni í erlendri mynt. Mín spurning til hans er til viðbótar vegna þess að því hefur ekki verið mótmælt hér á Alþingi, sem komið hefur fram, að hann hafi útvegað erlend lán til þess að flytja skip á milli staða hér á íslandi, hvort þessir sömu aðilar hafi fengið frekari fyrirgreiðslu um erlend lán til þess að fjármagna þau 33%, sem á vantar. Og mínar spurningar til sjávarútvegsráðherra eru þessar: Sendi hann lýsingu á þessu skipi til Siglingamálastofnunarinnar og fékk hann álit Siglingamálastofn- unar á því, hvort skipið væri búið til þess að sigla hér á íslandsmið- um að vetrarlagi og í ís, hvort það væri búið til þess að veita áhöfn þau hlunnindi um borð, getum við kallað það, sem ber samkv. samn- ingum, sem í gildi eru á milli sam- taka útgerðarmanna og sjómanna. Og ég vil jafnframt spyrja hæst- virtan ráðherra, hver svör siglingamálastjóra hafi verið, þeg- ar leitað var til hans. Ef ekki hef- ur verið leitað til hans, þá vil ég gjaman fá að heyra það frá sjáv- arútvegsráðherra hver það sé í hans ráðuneyti eða utan þess, sem ráðleggur honum um slík kaup? Hinir skyggnu Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson HINIK SKYGGNU Nafn á frummáli: The Shining. Kramleióandi og leiksljóri: Stanley Kubrick. Ilandrit: Stanley Kubrick og Iiiane Johnson. Tónlist: Béla Bartok. Myndataka: John Alcott. Sýningarstaóur: Austurhajarbíó. I’áskamynd ’82. Stanley Kubrick höfundur páskamyndar Austurbæjarbíós The Shining ætlaði einhverju sinni að gera mynd um Napól- eon. Hann lýsir svo á einum stað í viðtali hvernig hann undirbjó sig undir myndatökuna: „Fyrsta skrefið var að lesa allt sem ég náði í um Napóleon Bonaparte. Ég held ég hafi pælt í gegnum hundruð bóka, allt frá nítjándu aldar samtíðarævisögum til nú- tíma ævisagna er snerta Napól- eon. Ég renndi í gegnum þessar bækur í leit að handhægum upp- lýsingum og fiokkaði þær skipu- lega. Þannig hef ég upplýsingar er snerta matarsmekk Napól- eons, eins veðrið á ákveðnum orrustudegi. Allt þetta er skráð samkvæmt sérstökum aðferðum er gera efnið handhægt. I viðbót við þessa lesningu hef ég aðgang að prófessor Felix Markham í Oxford sem hefur helgað sein- ustu þrjátíu og fimm ár ævi sinnar markvissum rannsóknum á Najsóleon Bonaparte. Prófessor Markham er ætíð til reiðu að svara hverri spurningu sem kemur upp. Þá hef ég þegar gert líkön af orrustum Napóleons eft- ir samtíðarlýsingum og mál- verkum. Tuttugu manns vinna að þessu verkefni dag og nótt.$.$. „Ég rannsaka einnig hverja ein- ustu kvikmynd sem snertir Na- póleon á einhvern hátt". Stanley Kubrick gerði aldrei mynd um Napóleon svo ég viti en lýsing kappans á undirbúningi að fyrirhuguðu kvikmyndaverki er líkt og í hnotskurn lýsing á hvernig Kubrick-mynd verður til. Þar er sko ekki kastað til höndunum. Hvort sem um er að ræða kniplinga á nærfötum hreskrar hefðarmeyjar á nítj- ándu öld eins og í myndinni Barry Lyndon eða rás í rafheila á tuttugustu og fyrstu öld einsog í myndinni 2001: A Space Odyssey Ekkert er of lítilvægt og smálegt fyrir meistara Kubrick að endurgera í sem upprunalegastri mynd. Ég efa ekki að nýjasta mynd Kubricks The Shining sé byggð á álíka traustum grunni og hér hefur verið lýst. Þannig veit ég að Kubrick hefur skoðað ógrynni hryllingsmynda og kafað í djúp dulvísinda, jafnvel farið á mið- ilsfundi í því skyni að gera myndina sem sannferðugasta. Samt finnst mér kappinn hér ekki hafa erindi sem erfiði. Að vísu er The Shining gædd óhugn- anlegu seiðmagni en samt er ein- Jack Nicholson í ham. sog aðalpersónuna Jack Torr- ance (sem Jack Nicholson leikur af djöfulmóð) skorti neistann sem kveikir í tundrinu. Þannig springur aldrei hið eldfima efni sem söguþráðurinn reyndar er. Ef til vill var ætlun Kubricks að koma í veg fyrir þessa spreng- ingu. Stigmögnun spennu sem héldi áfram í sálarlífi áhorfand- ans að lokinni sýningu var ef til vill það takmark sem Kubrick setti sér í þessari mynd. Það hefur verið bent á í þekktu kvikmyndatímariti að hinn andsetni Jack Torrance sé í rauninni bara venjulegur maður, slíkur sem við mætum á götu hvunndags. Að Kubrick hafi ætl- að sér í The Shining að vekja menn til umhugsunar um þá óhugnanlegu sálarkrafta sem geta búið innra með hverjum einasta manni. Sálarkrafta sem virðast sækja næringu og afl í ríki dauðra. Ég held að með hófsamari beitingu tónlistar (úr smiðju Béla Bartok, flutt undir stjórn stálmannsins von Kara- jan) og með markvissari lýsingu og látlausari umgerð hefði Ku- brick tekist að vekja með áhorf- andanum býsna óhugnanlegan grun í þá veru að Jack Torrance sé í raunar bara Jón Jónsson. Hin gassalega tónlist og yfir- spenntur leikur Nicholson ásamt yfirnáttúrulegum viddum leik* sviðsins og raunsæislegri lýs- ingu gera hinsvegar atburðarás- ina heldur framandi og fjarlæga. Þó er ég ekki frá því að The Shin- ing verði minnisstæð vegna frá- bærrar myndatöku John Alcott og þeirra merkilegu kenninga um samband lifandi og dauðra sem þar eru viðraðar. Taka kvikmyndar- innar Trúnaðar- mál hefst í maí Káðgert er að hefja töku kvik- myndarinnar Trúnaðarmál i lok mai á þessu ári. Það eru fyrirtækin Saga Film og Hugmynd hf. sem standa að gerð hennar. Björn Björnsson, einn þriggja handritshöfunda myndarinnar, sagði í samtali við Mbl. að hann vildi lítið gefa upp um efni henn- ar þar sem handritið væri enn í vinnslu. Þó fjallaði hún í stuttu máli um ungt fólk sem flytur í gamalt hús í Reykjavík. Smám saman gerir fólkið sér Ijóst að það tengist langri sögu hússins á ýmsan hátt. Að sögn Bjarnar er kostnaður við gerð myndarinnar áætlaður 2,7 millj. kr. En til þess að hún standi undir sér þyrftu um 60.000 manns að sjá hana. Björn sagði að styrkur að upphæð 200 þús. kr. hefði fengist úr kvikmyndasjóði til gerðar myndarinnar og einnig 50 þús. kr. lán. Þessa dagana er nú verið að ráða leikara í myndina. Leik- stjóri er Egill Eðvarðsson. Hand- ritið er eftir þá Björn Björnsson, Egil Eðvarðsson og Snorra Þór- isson. Framkvæmdastjóri við gerð myndarinnar er Jón Þ. Þór- isson. Það kom ennfremur fram hjá Birni að kvikmyndatöku myndi að öllum líkindum ljúka um 10. júlí nk. En fyrirhugað væri að frumsýna hana í apríl á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.