Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRIL 1982 33 Páll Pálsson frá Söndum — Minning Fæddur 19. mars 1909 Dáinn 30. mars 1982 í dag, 7. apríl 1982, verður Páll Pálsson, húsasmíðameistari, lagð- ur til hinstu hvílu í Fossvogs- kirkjugarði við hlið eiginkonu sinnar, Jóninnu Jórunnar Eyþórs- dóttur, sem hann giftist 10. ágúst 1946. Konu sína missti Páll eftir að- eins 6 ára sambúð og var það mik- ið áfall fyrir hann, þar sem hjóna- band þeirra var vissulega byggt upp á gagnkvæmum kærleika. Nú þegar hann er kominn yfir móðuna miklu, laus úr viðjum lík- amans, laus við þrautir hins erfiða sjúkdóms, veit ég að hans bíða mörg ný verkefni, sem honum verður falið að leysa. Ég efast ekk- ert um að hann mun leysa þau af hendi með prýði, ekkert síður en verkefni sín hér á jörðinni. „Krjúptu að fótum friðarboð- ans, fljúgðu á vængjum morgun- roðans, meira að starfa Guðs um geim.“ Sigurjón Björnsson. Barrok-tónlist í Útskálakirkju (iardi, 5. apríl. FYRIR nokkru var hér á ferð hóp- ur listamanna á vegum Tónlistar- félagsins sem kallar sig Musica Antica. Héldu þau tónleika í Út- skálakirkju og komu 70—80 manns að hlýða á flutning þeirra en þau flytja svokallaða barrok- tónlist. Sóknarpresturinn sr. Guð- mundur Guðmundsson bauð listamennina velkomna í upp- hafi tónleikanna, sem þóttu takast mjög vel en alls voru 6 verk á dagskránni. Hópinn skipa fimm manns: Camilla Söderberg, blokkflautur, Micha- el Shelton, fiðla, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir leikur á gömbu og Helga Ingólfsdóttir á sembal. Þá er ung og upprennandi söng- kona í hópnum, Signý Sæ- mundsdóttir. Forsvarsmenn tónlistarfé-" lagsins hafa beðið undirritaðan að flytja listamönnunum sínar beztu þakkir fyrir komuna. Arnór. Páll var fæddur að Búlandsseli í Skaftártungu þann 19. mars 1909, fyrsta barn Margrétar Þorleifs- dóttur og Páls Pálssonar, sem þar bjuggu þá. Árið 1919 flytjast for- eldrar hans með börn sín, sem þá voru orðin fimm, að Söndum í Meðallandi. Búlandsselið var þá orðið óbyggilegt vegna öskufails frá Kötlugosinu 1918. Strax á unglingsárum sínum hneigðist hugur Páls mjög til smíða, enda átti hann ekki langt að sækja slíkt, þar sem Páll faðir hans var mikill hagleikssmiður bæði á tré og járn. 23 ára flyst Páll alfarið að heiman og lá leiðin til Reykjavík- ur, þar sem hann tekur fljótlega að stunda nám í húsasmíði hjá Einari Einarssyni, húsasmíða- meistara frá Svínadal í Skaftár- tungu. Hann lauk námi á tilskildum tíma og stundaði síðan húsasmíði óslitið þar til nokkur síðustu árin, en þá vann hann á trésmíðaverk- stæði hjá JP-innréttingum í Reykjavík. Páll hafði mikinn áhuga á ferðamálum, og var mörg ár virk- ur félagi í Ferðafélagi íslands, og tók að sér að sjá um byggingu fjöl- margra sæluhúsa félagsins, upp um öræfi landsins. Margoft heyrði ég hann segja hvað honum fyndist skemmtilegt að dvelja uppi á ör- æfum landsins að sumri til, við einhver störf þar, eða með veiði- stöngina sína við eitthvert fjalla- vatnið eða ána. Þar fann hann hið hreina og tæra fjallaloft, sem endurnýjaði krafta hans til þess að takast á við vandamál líðandi stundar. stofunum er bókað 2 til 3 mánuði fram í tímann. Skrifstofubáknið vex þrátt fyrir tölvuvæðingu og pappírseyðslan er í hámarki og á þessu hafa allir efni. Þar sem einn var áður að verki, þarf nú þrjá og fjóra og rík- isstarfsmenn hafa aldrei verið fleiri þrátt fyrir allan sparnað. Og svo er verið að biðja um meira og meira af svo góðu. Það er talað um erfiðleika. Þeir liggja ekki í vönt- un fjármuna, heldur í meðferð þeirra. Þeir liggja ekki í meiri kröfum, heldur því að stilla þeim í hóf og hafa hagsmuni þjóðarinnar í sigti, vinna landi og þjóð fyrst og fremst og taka svo sjálfan sig með í leiðinni, sem kemur af sjálfu sér ef rétt er á haldið. Erfiðleikarnir liggja í vissri öfugþróun sem vit og þekking verða að snúa við. Við vitum að vísitalan er eins og brennivínið, landi voru til bölvun- ar, og meðan í hana er haldið, vex ekki hagur þeirra sem minnst bera úr býtum. Ég held því að við verðum að fara að hugsa, átta okkur á hvar við stöndum. Hætta þessu víli og voli og láta ekki ímyndun villa okkur sýn. Upp- hrópanir og það að setja út á allt, vera á móti öllu er liðin tíð. Við þurfum ekki betri stjórn, heldur meira af þegnskap, þakklæti og svo drenglyndari og betri stjórn- arandstöðu. Stykkishólmi 20. mars 1982 Árni Helgason ik ,mi v iHflíí i>JJSU i;(m« *>j -i i i i i / i 1 >. i n * t » .luijá k * i j * ■»-. . - - <- A ....... . '■'**"* de °e POHssage Boor- ert schuurset Set pulitura-foratura Eftirfermingunaer stutt ífulloröinsárin. Þessvegna bendum viöykkurá Bosch rafmagnsborvélasett- iö sem góöa fermingargjöf. Petta borvélasettinni- heidur: Rafmagns- borvél, bora, mælistiku fyrir bordýptog plasttappastærö, vírBusta, bónpúöa, sandpappírsskífur, stuöningshandfang sem festerframan á borvélina, stöng sem stöövar borun ífyrirfram ákveöinni dýpt, bortappar og tveggja metra langan tommustokk. Paö þarf auövitaö ekki aö taka þaö fram aö mikill fjöldi aukahluta í þessar rafmagnsborvélareru fáanlegir hjá okkurt.d. stingsög, hjólsög, smergel, rennibekkur, borstanduro.fi. o.fl. frá Bosch hefur Gunnar Ásgeirsson hf. Sudurlandsbraut 16 Sími 91 35200 B0SCH þjónustan er í sérflokki! Umboðsmenn um land allt!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.