Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1982 35 Sjötugur í dag: Hafsteinn Guðmunds- son í Þjóðsögu Einn eftirminnilegasti maður, sem ég hefi kynnst um dagana, fyllir sjöunda áratuginn í dag. Eg hefi þó ekki þekkt hann nema um það bil síðasta sjöunda hluta ævi hans. Ásannast hér sem einatt fyrr, að persónutengsl og vina- kynni fara ekki eftir tímalengd, heldur manngerðum og þeim at- vikum lífsins, sem skáka sál að sál — ósjaldan af einberri hendingu, að því er virðist. Að vísu hafði ég bæði séð og heyrt Hafstein Guð- mundsson prentsmiðjustjóra og bókaútgefanda áður en fundum okkar bar saman til persónulegra kynna, og af því sem lá í loftinu og ég sjálfur skynjaði álengdar, hafði ég áhuga á manninum miklu fyrr en orð féllu milli okkar. Er ekki að orðlengja það, að strax fannst mér maðurinn athyglisverður fyrir þann hógværa sjarma, sem um hann lék, og ekki varð dulinn. Það var því engin furða, þótt ég dræg- ist að honum — öllu fremur hitt, að hann skyldi geta liðið mig. Hafsteinn Guðmundsson er fæddur í Vestmannaeyjum á páskadag 7. apríl 1912, og ólst þar upp — sonur hjónanna Guðrúnar Kristjánsdóttur frá Auraseli í Fljótshlíð og Guðmundar Helga- sonar sjómanns, í Lambhaga, frá Grímsstöðum í Vestur-Landeyj- um. Þegar á fermingaraldri hóf Hafsteinn nám í prentiðn þar heima i Eyjum, svo með sanni má segja, að snemma beygðist krók- urinn að því, er verða vildi. Það var svo árið 1932 að hann lauk námi í iðn sinni frá ísafoldar- prentsmiðju í Reykjavík, 19 ára að aldri, og vann svo hjá því fyrir- tæki um nokkurra ára skeið. Ekki leið samt á löngu áður en útþráin og frekari lærdómslöngun sigruðu og Hafsteinn hélt utan til náms við Fagskolen for Boghaandværk í Kaupmannahöfn. Það var árið 1939. Heimkominn úr þeirri fram- haldsnámsför árið 1942, réðist Hafsteinn sem prentsmiðjustjóri hjá Prentsmiðjunni Hólum sem hann átti hlut í. En þótt Hafsteinn Guðmunds- son hafi verið mikilvirkur á sínu sviði sem fagmaður, er langur veg- ur frá, að starfsferill hans sé hér tíundaður til fulls. Svo mjög hefur hann um áratuga skeið látið til sín taka á sviðum tengdum fag- mennskunni. Má þar fyrst geta þess sem hæst ber og trúlega mun halda nafni Hafsteins lengst á loft, en það er stofnun og starf- ræksla bókaútgáfunnar Þjóðsögu. Það var árið 1954, sem hann ásamt nokkrum félögum stofnaði þetta fyrirtæki, en frá 1961, eða í full 20 ár, hefur Hafsteinn verið einkaeigandi og stjórnandi þessar- ar rómuðu og að mörgu leyti sér- stæðu bókaútgáfu. Þrátt fyrir umsvif á hinu eigin- lega athafnasviði, hefur Hafsteinn Guðmundsson látið mjög til sín taka félagsmál „kollega" sinna. í stjórn félags ísl. prentsmiðju- eigenda sat hann frá 1947 til 1967, eða í full 20 ár. Formaður skóla- nefndar Prentskólans hefur Haf- steinn verið frá upphafi 1950. Fulltrúi í Iðnráði frá 1960. Og þó að Hafsteinn hafi setið í öllum þessum stjórnum, nefndum og ráðum svo lengi, hefur hann víðar Smágos í St. Helens V'ancouver, 5. apríl. Al*. ELDFJALLIÐ St. Helens vaknaði skyndilega af hálfsmánaðar dvala og gaus tvisvar í gær, sunnudag, og í morgun. Bæði gosin voru lítil, en í seinna gosinu þeytti eldfjallið frá sér ösku og gufu í 6,4 km hæð. Ekki reyndist nauðsynlegt að flytja fólk burt af svæðinu og engin slys urðu á mönnum. Hræringar hófust í fjallinu 19. marz og búizt er við framhaldi á þeim. komið við á sviði félagsmála, og hvarvetna markað sína björtu braut með geðþekkri framkomu til orðs og æðis. Alkunna er, hver snillingur Hafsteinn Guðmundsson er „i höndunum". Hann kenndi fag- teikningu prentara við Iðnskólann í Reykjavík um 20 ára skeið og hefur annazt prentlistarfrágang fjölmargra bóka, sem bera meist- ara sínum fagurt vitni. Sama er að segja um útgáfubækur Þjóðsögu sem vakið hafa verðskuldaða at- hygli fyrir listrænt útlit. Það þarf ekki að sjá nema eina setningu — jafnvel eitt orð — úr penna Haf- steins til að þekkja handbragð hans og frágang allan. Mér hefur ekki dottið í hug jafnoft í sam- bandi við nokkurn annan mann vísan alkunna: „Sálin fleyg og höndin hög hlíU sama dómi: Kilíf ráóa lista lög litum, svip og hljómi.“ En það er víðar, sem listrænir eiginleikar Hafsteins Guðmunds- sonar koma i Ijós. Hann á þá líka til samofna vitrænum og trúarleg- um lífsviðhorfum. Um það er mér kunnugt, og um það ber m.a. vott stefna hans í útgáfumálum. Vitað er, hver fyrirgreiðslumaður hann hefur verið bæði ungum og öldn- um skáldum; komið þeim á fram- færi í einkar smekklegum útgáf- um, sem hafa gert þau svo miklu aðgengilegri en ella. Þetta er því þakkarverðara sem betur er vitað hverja allt að því andúð flestir bókaútgefendur hafa á Ijóðaút- gáfu — að vísu af skiljanlegum ástæðum. Fleiru hefur bókaútgáfa Hafsteins sinnt, sem sannarlega verður að rekja til annars en fjár- hagslegrar ágóðavonar. Má þar t.d. nefna hinar fróðlegu og at- hyglisverðu bækur „Krishna- murti“ og „Nýjar víddir í mann- legri skynjun", að ógleymdum bæklingunum „Þráðurinn gullni", — „Starfsrækt" og „Meistarinn og leitin", sem mér finnst ótvírætt endurspegla lífsviðhorf Hafsteins og leit hans sjálfs að ljósi og sannleika. Af stórútgáfum Hafsteins má hér fyrst nefna hinar miklu, al- þjóðlegu árbækur á íslenzku frá árinu 1965, um „stórviðburði líð- andi stundar í máli og myndum, með íslenzkum sérkafla". En svo kemur það, sem mér og mörgum öðrum finnst mest til um og sérstaklega er einkennandi fyrir bókaútgáfu Hafsteins og ger- ir nafn fyrirtækisins, Þjóðsaga, svo mikið meira en réttlætanlegt. Hér á ég við hina stórbrotnu þjóð- sagnaútgáfu. Sýnir sú mikla út- gáfa stórhug útgefanda, kjark hans og umhyggju fyrir þeim dýru þjóðlegu menningarverðmætum, sem löngum ásamt guðstrúnni hafa verið fólkinu í þessu landi, öldum saman, „langra kvelda jóla- eldur". Mun það stórvirki standa framvegis um alla tíð sem óbrotgjarn minnisvarði um ein- stætt menningarafrek. Það er með ólíkindum, að sami einstaklingur- inn — fjárhagslega einn og óstuddur — skuli á aðeins tiltölu- lega fáum árum hafa komið út í stórglæsilegum búningi obbanum af þjóðsagnageymd landsmanna. Útgáfurnar eru þessar: Islenskar þjóðsögur og ævintýri Jóns Árnasonar, 6 bindi — Is- lenskar þjóðsögur Ólafs Davíðs- sonar, 4 bindi — Gríma hin nýja Þorsteins M. Jónssonar, 5 bindi — Gráskinna hin meiri Nordals og Þórbergs, 2 bindi — og Rauð- skinna hin nýrri Jóns Thoraren- sen, 3 bindi. Allar þessar útgáfur skera sig úr um útlit og frágang. Mér þykir vænt um að geta fyrir tilviljun skýrt frá því, að í dag — á 70. afmælisdegi Hafsteins — er væntanlegt fyrsta bindið af ís- lenskum þjóðsögum og sögnum Sigfúsar Sigfússonar. Er það áætlað ein 8 bindi, svo ekki lætur þjóðsagnaútgefandinn mikli enn- þá deigan síga, er hann ræðst í þessa stórútgáfu, sem trúlega má heita kórónan á lífsstarfi Haf- steins að þessu leyti. Fráleitt væri í þessu sambandi að gleyma merku fræðiriti, sem Hafsteinn gaf út þegar 1964, og e.t.v. má líta á að einhverju leyti sem beinlínis forsendu þeirrar þjóðsagnaútgáfu, sem á eftir hef- ur farið. Hér er um að ræða hina sérstæðu Skrá um íslenskar þjóð- sögur og skyld rit í samantekt Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum. Einstætt heimildarrit. Að lokum vil ég svo nefna það stórátak Hafsteins að gefa út endurprentun Árbókar hins ís- lenzka fornleifafélags frá árinu 1880 til um 1950, samtals ein 12 bindi frá þessum 70 árum. Hér er í svo mikið ráðist, að ég veit svei mér ekki hvort frambærilegt er gagnvart útgefanda — sjötugum manninum — að óska þess að fleiri áþekkar útgáfur megi ennþá grafast upp og á eftir fara! Allt þetta, sem ég nú hefi nefnt — að viðbættu því ónefnda — er svo mikilfenglegt ævistarf, að með ólíkindum er, og maðurinn sjálfur að baki þar eftir. Hvaða þakkir og viðurkenningu Hafsteinn á skilið, veit ég ekki, en víst er, að það verður aldrei af neinum látið af hendi rakna, hversu vel sem til tækist. En sjálf íslandssagan get- ur varla gleymt slíkum afreks- manni. Hafsteinn Guðmundsson er yf- irlætislaus og prúður maður — hljóður í framgöngu til orðs og æðis, þótt sjálfstæðið og stefnu- festan leyni sér ekki. Er slíkt lífsstíll margra mikilla manna, sem með dæmi sínu sýna, hvað raunsönn menning er. Og þótt Haísteinn sé slíkur framkvæmd-^ anna maður og hér hefur verið gefið í skyn og rökstutt — og hann þannig standi alltraustum fótum á jörðinni — er hann jafnframt víð- sýnn og kreddulaus hugsjónamað- ur — og þó ekki allur þar sem hann er séður. Bakvið ytra fas og yfirbragð þessa dulspaka manns, býr ljósleitandi sál, sem veltir fyr- ir sér ráðgátum lífsins — útyfir gröf og „dauða". Kæri vinur, Hafsteinn! Ég óska þér og þínum hjartanlega til ham- ingju með þetta merkisafmæli þitt, og allt það góða, sem því er tengt. Þeir eru áreiðanlega marg- ir, skyldir og vandalausir, sem á þessum tímamótum senda þér hugheilar þakkir fyrir dáðríkt líf þitt og starf. Við vitum — eins og stéttarbróðir þinn, sem þú dáir og hefir raunar á vissan hátt átt samleið með, Guðmundur Magn- ússon (Jón Trausti), sagði, að „oft þótt sóu öröug skeiðin, aldrei djarfa sveitin hikar — jafnvel sjaldan sýnist þreytt.“ Og gaman væri að hitta þig í fjöru — þessa heims og/ eða ann- ars — í samfélagi með (St«r. Thorst.) „hugum, sem í hæðir snúa; hefja von til sólarlanda — þeim, sem eilífð birtu ber.“ Baldvin Þ. Kristjánsson GEFURPÚ FERMINGARGJÖF ÍÁR? Eí svo er,þá viljum vid benda þér á ad værdarvoðir okkar eru vin- sælar íermingaigjaiir. Værdarvoð er hlý og mjúk, og til margra hluta nytsamleg - sem rúm- ábreida, til þess ad halla sér undir þegar komið er inn úr kuldanum, og til þess að bregda yfir sig og halda á sér hita í útilegum - svo nokkur dæmi séu netnd. VÆRÐARVOÐ - FERMINGARGJÖFIN SEM HLÝJAR. ^llafoss- búöin Vesturgötu 2 simi 13404

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.