Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 36
36 MORGÚNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRIL 1982 Ingimar H. Jóhannes- son kennari — Minning Fæddur 13. nóvember 1891 Dáinn 2. apríl 1982 Kveftja Farsael og fögur mannsæfi er liðin. — Vinur minn Ingimar H. Jóhannesson, er látinn. Hann dó kl. 5 árdegis, 2. apríl sl. Mig langar til að færa honum hinstu kveðju mína. Hann var vinur minn, og vinur og ráðgjafi svo margra manna, sem dáðu umhyggju og hjartagæsku hans til allra manna, en mest til þeirra, er áttu eitthvað erfitt og bágt. Hann átti svo marga gæfu og gleðigeisla, til að gefa af, til að lýsa upp huga þeirra minnstu bræðra, er hret og hríðar mann- lífsins höfðu skyggt á þeirra sól- arsýn. Hann átti svo mörg, aðlað- andi og djúphugsuð orð, — til að hugga og styrkja þann veikbyggða með og leiða hann á heillabraut. Þessu öllu hef ég kynnst, við nána kynningu í 69 ár, eða frá 1913. — Þessum þáttum í æfi hans, hefur heill hópur og hópar manna kynnst, í gegnum barna- kennslu hans og fjölda samstarfs- manna og barna, og skólastjórn í mörgum skólum, ásamt alþekkt- um margvíslegum félagseiningum, sem hann starfaði í — og stofnaði til sumra. Alla manndómsæfi sína stóð hann ráðhollur, í hverju máli og leiðbeindi aumum, einnig þó þeir (aumir og hann) mættust úti á gangvegum. — Það var heillandi og gæfurík stund, fyrir dalabyggð- ina mína, Ingjaldssandinn, þegar þessi 22 ára, ungi og hressilegi maður, Ingimar, réðist sem kenn- ari á „Sandinum" 1913, til að kenna okkur, 14 skólabörnum, þar í dalnum. Við, skólabörnin, byrjuðum strax, að elska hann, og þau sem lifa enn af þeim, elska hann enn. — Hann Ingimar er svo góður, — hámark alls, sem gott er, sögðum við þá, og segjum enn. Þessi fórnfúsi góðvilji, var móð- urarfur og þjáifuð sjálfsköpuð hugsun í erfiðleikum, eftir sér- kennilegan atburð, þegar faðir hans fórst af slysförum 1899, af völdum fiskiskipstjóra, enskum, að veiðum á Dýrafirði. Æfibraut hans verður áreiðanlega skráð af öðrum, en vil aðeins senda vin- arkveðju, með persónulegri minn- ingu minni. Ég kynnist honum, sem 13 ára barn í skólanum. Svaf á sama svæfli og hann, heima hjá foreldr- um mínum, að Hrauni, þá 2 vetur sem hann kenndi á „Sandinum". Á þeim kvöldstundum, var mikið rætt um skólalærdóm, skyldur við foreldra mína, systkini, afa og ömmu og annað heimilisfólk, og að reyna alltaf að veita liðsinni öllu veiku og smáu, og einnig að reyna að prófa að þekkja sjálfan sig. Undirtónninn í öllum viðræðum hans, var að elska hið góða og iðka hið fagra í allri hugsun og gjörð- um til Guðs og manna. Það var fjölþætt veganesti, sem hann gaf mér, á þessum bernsku- og æskuárum mínum, í samtali og bréfum, okkar á milli full 60 ár. Öll með sama tónstigann og söng- lagið, alla tíð minnandi á að halda öll gefin loforð sín og heit. Einnig að varast ósiðina, að nota tóbak og vín. Ég hugleiði oft alla samver- una við hann á liðnum áratugum, og það gleður nú að hafa hlustað á ráðleggingar hans, og reynt að fara eftir þeim. Ég tala til Ingimars, þessar fyrstu stundir hans handan tjaldsins mikla, eins og við gerð- um báðir í lifanda lífi. Ég veit líka, að hann les þessar línur mínar og hugsun, jafnóðum og þær koma á pappírinn hjá mér. Síðustu orð mín til hans, í þessari kveðju minni, skal vera ástarþökk mín, fyrir allt, og bæn til Guðs að varð- veita æskuvin minn Ingimar. Ég vil flytja honum kveðju allra systkina minna, og barna minna. Einnig frá elstu skólabörnum hans, sem lifa, frá Ingjaldssandi. Samúðarkveðju vil ég flytja öll- um, börnum Ingimars, tengda- og barnabarnabörnum. Ég veit að þau muna öll lengi góðan og ástríkan föður og afa. Guð varðveiti ættmenni hans. Svo kveð ég vin minn með ástúð- legri — eilífri þökk. Velferð hans löngu ráðin, til návistar og heilla hjá Guði. Veri hinn hjartkæri, aldni drengur kært kvaddur. Guðmundur Bernharðsson frá Ástúni Með Ingimar Jóhannessyni er genginn einstakur drengskapar- maður, sem á langri ævi hefur skilað þjóð sinni heilladrjúgu starfi og notið óskoraðs trausts og virðingar samferðamanna. Það er ekki ætlun mín að minn- ast hér fjölþættra starfa hans að félags- og menningarmálum. Það munu aðrir, mér hæfari, gera. Kveðjan er þökk gamals nem- anda til elskulegs vinar og vel- gjörðarmanns fyrir trausta, ein- læga vináttu og holla leiðsögn. Margs er að minnast og mikið að þakka. Það allt er geymt í þakklátum huga. t Eiginmaður minn og faðir, ATLI ARNASON, múrarí, Reynigrund 27, Kópavogi, lést laugardaginn 3. apríl. Sígríöur Þ. Ottesen, Kristín Atladóttir. t Dóttir mín, stjúpdóttir og móðir okkar. ELÍN THORARENSEN, hárgreiöslukona, Langholtsvegi 151, andaðist i Borgarspitalanum aöfaranótt 6. apríl. Ingibjörg Guðlaugsdóttir, Ingimundur Ólatsson, Ingibjörg Stefénsdóttir, Ólafur Kjartansson. t Móðir okkar og tengdamóöir, GUOLAUG GRÍMSOÓTTIR, lézt 28. marz 1982. Utförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. Þökkum auösýnda samúð. Börn og tengdabörn. Ingimar heitinn var kennari af guðs náð og sannur ræktunarmað- ur í þess orðs bestu merkingu. Frá ungum aldri áttu hugsjónir gömlu ungmennafélaganna og Góðtemplarareglunnar um bætt og fegurra mannlíf sterk ítök í honum og hygg ég að þessar tvær merku félagsmálahreyfingar hafi öðrum fremur mótað lífsviðhorf hans, ásamt einlægu trúartrausti og öryggri vissu um tilvist æðri forsjónar. Vinsældir hans meðal gamalla nemenda voru slíkar að fátítt mun vera og sýndu, hversu margir töldu sig hafa átt honum skuld að gjalda. Kom það ekki hvað síst fram á níræðisafmæli hans, þegar gamlir nemendur fjölmenntu til þess að hylla hann og votta honum virðingu. Fáir vandalausir menn hafa haft meiri né betri áhrif á lífs- hlaup undirritaðs en Ingimar heit- inn og fyrir það verð ég honum ævinlega þakklátur. í mínum huga er hann og verður ímynd sannrar manngæsku, maður sem hvar- vetna kom fram til góðs og varp- aði birtu og yl á lífsleið sína og þeirra, sem samfylgdar hans nutu. Slikra manna er gott að minn- ast. Sá Drottinn, sem hann svo fagurlega tignaði, veitir honum nú hlutdeild í dýrð ríkis síns. Ástvinum hans öllum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur og þakka fyrir að hafa átt hann að vini með þeim. Blessuð sé minning drengskap- armannsins Ingimars Jóhannes- sonar. Tómas Sturlaugsson Með samþykki laga um fræðslu barna 1907 var stofnuð fræðslu- málaskrifstofa árið 1908. Annað- ist hún fjölþætt stjórnvaldsstörf, eftirlit og umsjón með skólastarfi en ekki hvað síst voru þaðan ynnt af hendi margskonar þjónustu- störf. Með lögum frá 1969 og síðar auglýsingu byggðri á þeim um verkefni, skipulag og starfsreglur menntamálaráðuneytis 1971 er fræðslumálaskrifstofan lögð niður eða réttara sagt starfsemi hennar færð til ráðuneytisins. Meðan eigi voru fræðsluskrif- stofur í kjördæmum og fræðslu- fulltrúar í kaupstöðum má ljóst vera að um allt sem varðaði skóla- málin var leitað til fræðslumála- skrifstofu ríkisins og þá meðal annars var hún tengiliður kenn- ara, skólastjóra og skólanefnda við Alþingi og ráðherra. Mikilsvert var því skrifstofunni að hún byggi yfir starfskröftum sem hefðu mikla reynslu í skóla- málum og hefðu haft náin tengsl við skóla og starfslið þeirra. Þetta hafði skrifstofunni tekist frá upp- hafi og eigi dró úr er Ingimar H. Jóhannesson varð fulltrúi þáver- andi fræðslumálastjóra, Helga Eiíassonar, 1947. Þessu starfi hélt hann þar til í ársbyrjun 1962 er hann lét af fulltrúastarfinu. Fram undir 1970 annaðist Ingimar ýmis störf fyrir skrifstofuna. Hið síð- asta þeirra var uppröðun og skráning safns kennslubóka. I fjarveru fræðslumálastjóra ann- aðist Ingimar störf hans. Er Ingimar kom í skrifstofu fræðslumálastjóra hafði hann að baki reynslu frá störfum farkenn- ara í Mýrahreppi, V-ísafjarðar- sýslu, 1913—’15, kennara við barn- askóla Eyrarbakka 1920—’29, skólastjóra heimavistarskólans að Flúðum í Hrunamannahreppi 1929—’37, yfirkennarastarf Skild- ingancsskólans í Reykjavík 1937—’46 og Melaskóla 1946-’47. Um skeið hafði hann verið full- trúi Barnaverndarnefndar Reykjavíkur formaður Kennara- fél. Árnesinga var hann fyrstu starfsár þess, formaður Barna- kennarafélags Reykjavíkur 1937—’42, í stjórn Sambands ísl. barnakennara 1942—’50 og for- maður þess 1943—’50. Þá hafði hann afskipti af félagsmálum sem sköruðu störf skóla t.d. starfaði hann ötullega að málefnum Umf. Mýrahrepps og Núpsskóla, var stofnandi og í stjórn Umf. íslend- ings, Andakílshreppi, Borgarfirði; formaður Umf. Eyrarbakka 1926—’30, í stjórn Héraðssam- bandsins Skarphéðins 1926—’30; virkur félagi í Good-Templara- reglunni frá 1906, og gegndi ýmiss konar embættum innan reglunnar meðan heilsa leyfði, meðal annars var hann í Reykjavík aðalmaður barnastúku. Samhliða öllum þess- um störfum innan og utan skóla ritaði hann fjölda greina, ritstýrði ritinu Jólagjöf frá 1940, samdi 40 ára starfssögu Héraðssambands- ins Skarphéðins o.s.frv. Hæfileikar Ingimars voru margir. T.d. var hann góður hag- yrðingur og leikari. Afrek vann hann sem leikari, er hann 1965 á landsmóti UMFÍ að Laugarvatni, 73 ára, lék aðalhlutverk í leikþætti séra Sigurðar Einarssonar „Ás- hildarmýrarsamþykktin" sem Umf. Hrunamanna tók að sér að flytja. Opinber skrifstofa má sín lítils, ef hún eigi hefur á að skipa starfs- fólki, sem kann til verka og hefur vilja og dug til að sinna þeim. Þessa eiginleika átti Ingimar sam- hliða hinni miklu reynslu í skóla- og æskulýðsmálum. Hann bjó einnig yfir þeim mannkostum að vera starffús þjónustumaður, skilningsríkur mannasættir og al- úðlegur embættismaður. Hag og rétt barna — nemenda — var hann skilningsríkur á og var fast- ur fyrir að verja, ef honum fannst að hneigð væri til áníðslu eða van- gjörða. Deilur fékk hann til við- fangs til að setja niður. Reyndi þá oft á mannkosti hans og hæfni. Okkur, samstarfsfólki Ingimars, verður hann ógleymanlegur starfsfélagi. Maður sem lét ávallt gott af viðmóti sínu leiða. Hlýr og gamansamur í umgengni. Lét oft hnittnar vísur um dagleg sam- skipti berast. Návist hans var ljúf og bar léttleika inn í hversdags- leikann. Störf Ingimars H. Jóhannessonar að fræðslu- og æskulýðsmálum í löngu ævistarfi urðu heillarík og við sem nutum samstarfs við hann stöndum í þakkarskuld við hann og viljum með þessum fátæklegu minn- ingarorðum tjá börnum hans og öðrum nákomnum samúð okkar og þakkir fyrir að hafa átt hann að vini og samstarfsmanni. Samslarfsfólk á fræðslumálaskrifstofu Kristín Teitsdóttir Hnúki — Fædd 7. nóvember 1891 Iláin 31. janúar 1982 Mig langar að minnast örfáum þakkar- og kveðjuorðum, Kristín- ar Teitsdóttur, fyrir mig og fjöl- skyldu mína. Við kynntumst þeim hjónum, Kristínu og.Jóhannesi Sigurðssyni á Hnúki, fyrir 16 ár- um, þegar þau tóku 8 ára son okkar í sveit. Var það upphaf góðra og ógleymanlegra kynna og vináttu. Oft fórum við í heimsókn að Hnúki og alltaf voru móttökur jafn innilegar og rausnarlegar. Var alltaf eins og að koma heim, að koma á þann bæ. Þótt ekki væri Kristín hávaxin hefi ég ekki kynnst stórbrotnari né duglegri konu í öllu fari. Hún var ljósmóðir í 50 ár, og á þeim tíma var það starf ekki heiglum hent, lélegar Minning + Móðir okkar, JÓSABET KATRÍN GUDMUNDSDÓTTIR frá Haga í Holtum, andaðist föstudaginn 2. apríl. Börn hinnar látnu. t Okkar innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, ÓSKARSVATNSDALS, •ímritara, Akurayri. Valgeröur Guömundsdóttir, Ásdís Ó. Vatnsdal, Þorvaldur H. Þóröarson, Auóur Ó. Vatnsdal, Guójón Ingi Gastason, Ingólfur H. Ingólfsson, Bárbel Schmid-lngólfsson, og barnabörn. samgöngur og erfið ferðalög. En í því, sem öðru skaraði Kristín fram úr. Á Hnúki var oft gestkvæmt, kom fyrir að á annað hundrað gestir komu á einum degi. En allir fengu góðgerðir af rausn og alúð. Þó oft væru margir næturgestir en húsakynni ekki stór, kom það ekki að sök, einhvers staðar fengu allir svefnstað, það var oft eins og húsakynnin stækkuðu með fleiri gestum. Ekki taldi Kristín eftir sér að bíða langt fram eftir, ef von var á gestum, til að geta gefið þeim mat eða kaffi. Þó háöldruð væri gerði hún þetta eins og ekk- ert væri sjálfsagðara og ekki um- talsvert. Við þökkum Kristínu framúrskarandi góða og ógleym- anlega viðkynningu, og vitum að í sinni síðustu för hefur hún hlotið þær móttökur sem henni sómdu. Jóhannesi sendum við þakkir okkar og samúðarkveðjur. Á.stráður Ingvarsson og fjölskylda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.