Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1982 t>að nýja-sta í vetraríþróttunum er að fólk er farið að renna sér á þar til gerðum skiðabrettum. Skíðaskór og bindingar eru lögð til hliðar ásamt skíðastöfunum og aðeins er notast við eitt bretti, sem minnir töluvert á hin svokölluðu brimbretti. En þau eru notuð við brimbrettasiglingu. Skíðabrettin eiga nú þegar nokkrum vinsældum að fagna í Evrópu og þegar hefur verið stofnaður skóli þar sem notkun þeirra er kennd. Á enskri tungu kallast þetta „snow surfing". Hraðamót um páskana í körfuknattleik kvenna DAGANA 10. og 11. apríl verður haldið hraðmót í körfuknattleik með þátttöku þriggja íslenskra og þriggja erlendra liða. I'etta er í fvrsta sinn sem slíkt mót er haldið hér á landi og er það fyrst og fremst hugsað sem þáttur í uppbyggingu og kynningu á kvenna- körfuknattleik, sem hefur verið stundaður hér í áratugi. A síðustu árum hefur færst mikið líf í kvenfólkið í greininni og þykir nú orðin full ástæða til að rjúfa einangrunina hér á landi og bjóða erlendum liðum til þátttöku í móti á íslandi. Landslióið í badminton heldur utan á Evrópumót N/ESTA laugardag, 10. apríl, heldur landslið íslands í badminton til Pýskalands til þátttöku í Evrópu- meistaramóti i badminton. Mótið fer fram í Böblingen dagana 11.—17. apríl. Landsliðið skipa: Kristín Magn- úsdóttir TBR, Kristín Kristjáns- dóttir TBR, Þórdís Eðvald TBR, Broddi Kristjánsson TBR, Sigfús Ægir Árnason TBR og Viðar Bragason TBR. Fararstjóri og þjálfari er Hrólfur Jónsson. Keppnin hefst með landsleikj- um milli þjóðanna og spilar Island í 5. riðli ásamt Júgóslavíu, Sviss, Italíu og Frakklandi, sem hafa verið svipuð að styrkleika og við. Einstaklingskeppnin hefst svo á miðvikudag, og þar keppa allir sterkustu badmintonspilarar í Evrópu. I.andslió íslands í badminton sem leikur á Evrópumeistaramótinu talið frá vinstri: Hrólfur, Broddi, Guðmundur, en hann slasaðist það illa á íslands- mótinu að hann fer ekki utan, Sigfús, Kristín, Þórdís, og Kristín M. Óskar, Oddur og Einar standa sig vel í Texas Frjálsíþróttamennirnir Óskar Jak- obsson ÍR, Oddur Sigurðsson KR og Einar Vilhjálmsson UMSB stóðu sig með miklum ágætum á miklu frjáls- íþróttamóti, sem háð var á íþrótta- svæði skóla þeirra í Austin í Texas um helgina. Óskar sigraði i kúlu- varpi, varpaði 20,02 metra, og varð annar í kringlukasti með 61,10 metra. Einar sigraði í spjótkasti með 76,70 metra kasti, sem er hans næstbezti árangur, og Oddur hljóp síðan í skólasveitinni, sem setti skólamet i 4x400 metra boðhlaupi, hljóp á tíma sem er á heimsmæli- kvarða, 3:04,46 minútum. Sveitin varð þó aðeins í öðru sæti, en vert er að hafa hugfast að hvergi eru jafn sterkir 400 metra hlauparar og i Bandaríkjunum. „Þetta var mikið mót og árang- ur góður. Ég varð að sætta mig við annað sætið í kringlukastinu, bandaríski háskólameistarinn frá því í fyrra sigraði með 64 metra kasti. Ég náði mínu bezta í ár, og vonandi er maður á uppleið í kringlunni. Kúluvarpið vann ég örugglega, næsti var með 19,20 metra. Nú reynir maður að ein- beita sér að uppbyggingunni þenn- an mánuðinn, svo að vel gangi á mótunum í maí og júní,“ sagði Óskar Jakobsson ÍR í spjalli við Mbl. i gær. „Þetta er allt að smella saman hjá Einari og gaman að hann skyldi sigra. Hann á eftir að kasta miklu lengra. Boðhlaupssveitin átti einnig góðan dag, þeir hlupu allir vel, strákarnir, og koma til með að eiga góða möguleika á há- skólameistaramótinu," sagði Óskar ennfremur. Það bendir allt til þess, að þessir þrír knáu frjáls- íþróttamenn muni keppa til verð- launa á háskólameistaramótinu, sem fram fer fyrri hluta júnímán- aðar, en þess er skemmst að minn- ast, að fyrir tveimur árum hlaut Óskar silfur í kringlukasti, og bronz í kúluvarpi á bandaríska há- skólameistaramótinu. Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik: Tekst Þrótti að sigra í kvöld? í KVÖLD kl. 20.00 leika Þróttur og Dukla Prag fyrri leik sinn í Evrópu- keppni bikarhafa í handknattleik í Laugardalshöllinni. I.eikur liðanna er liður í 4 liða úrslitum keppninnar. Takist Þrótti að sigra í leiknum í kvöld með 3 til 4 marka mun, á liðið án efa góðan möguleika á að komast í úrslit keppninnar. En til þess að sigra í leiknum í kvöld þarf lið Þróttar að sýna allar sínar bestu hliðar og ná topp leik. NM í judó Eins og frá var skýrt í Morgun- blaðinu í gær, fer Norðurlandamótið í júdó fram um páskana, nánar til- tekið í iþróttahúsi Kennaraháskól- ans. Hér fer á eftir dagskrá mótsins, sem hefst á laugardaginn. Laugardagur 10. apríl Kl. 8.00—9.00 Vigtun fyrir keppni einstaklinga. 9.00—9.30 Morgunverður. Dómarafundur. 10.00—12.00 Keppni í riðlum í þyngdarflokkum. Keppt til úrslita í þungavigt. 12.30 Hádegisverður. 14.30 Setning mótsins. 15.00 Undanúrslit og úr- slit í þyngdarflokk- um og í opnum flokki. 19.00 Kvöldverður. 20.00 Aðalfundur Júdó- sambands Norður- landa. Sunnudagur 11. april Kl. 11.00 Vigtun fyrir sveita- keppnina. 13.00 hefst sveitakeppn- in. Um kvöldið sameiginlegur kvöldverður og veiting sérverð- launa. Haukar í und- anúrslitin Haukar sigruðu UMFA naumlega 18—17 í 8-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ og er þá aðeins einum leik í þeirri umferð ólokið, viðureign FH og Stjörnunar sem fram fer í Hafn- arfirði 10. apríl. Nú hafa auk Hauka lið Vals og KR tryggt sér sæti í und- anúrslitunum og hefur þegar verið dregið. Haukar mæta KR, en Vals- menn annað hvort FH eða Stjörn- unni, eftir þvi hvort liðið sigrar þann tíunda. Lið Dukla er mjög sterkt og í liðinu er fimm leikmenn sem leika með tékkneska landsliðinu. Ólafur H. Jónsson, þjálfari Þróttar, sagði að lið hans þyrfti að ná upp góðum varnarleik í leiknum í kvöld og markvarsla liðsins yrði að vera í lagi ef sigur ætti að vinnast. Ilann sagði að leikmenn Þróttar væru í góðri æfingu og myndu berjast eins og kostur væri og gera allt til að ni fram sigri i leiknum. Hann sagði að ÍSLENSKA golflandsliðið færði frjálsíþróttadeild Ármanns nýlega gjöf í formi bikars sem ber nafnið Framfarabikar Ármanns. Er um far- andgrip að ræða og munu Ármenn- ingar framvegis færa hann þeim frjálsíþróttamanni deildarinnar sem mestu framfarirnar sýnir ár hvert. Tilefni þessarar gjafar golflandsliðs- ins er, að það æfði síðasta vetur með frjálsíþróttafólki Ármanns og naut mikillar velvildar. Ákváðu golfmenn þá að færa Armenningum einhverja gjöf ef þeir stæðu sig vel á Evrópu- keppninni á St. Andrews i Skotlandi, en golfmennirnir voru einmitt að æfa fyrir það mót undir væng Ár- manns. Kylfingarnir stóðu sig svo vonum framar og efndu heit sitt. I fyrrakvöld var svo bikarinn afhentur í fyrsta skiptið, en hann Olafur Benediktsson yrði með liðinu í kvöld, hann væri búinn að ná sér að mestu eftir meiðslin sem hann hlaut á dögunum. Þá mun mikið mæða á stórskytt- um Þróttar í leiknum þeim Sigurði Sveinssyni og Páli Ólafssyni. En með góðum stuðningi áhorfenda er Ijóst að lið Þróttar á vel að geta náð langt í leiknum og jafnvel knúið fram sigur. —ÞR féll í hlut Geirlaugar Bj. Geir- laugsdóttur. Geirlaug er aðeins 14 ára gömul, en 12 ára keppti hún á Kalott fyrir íslands hönd. í fyrra, 13 ára gömul, keppti hún með ís- lenska landsliðinu í frjálsum íþróttum í Evrópukeppninni á Spáni og hún virðist eiga fast sæti í landsliðinu í ár. 1981 átti hún 12,84 sekúndur í 100 metra hlaupi og í dag er besti tími hennar í vegalengdinni 12,24, sem er ís- landsmet allt upp í 18 ára aldurs- flokk. Tími hennar í 50 metrum er 6,3 sekúndur, en að sögn Stefáns Jóhannssonar, þjálfara Geirlaug- ar, er það með því besta sem gerist á Evrópumælikvarða, hér sé því fágætt efni á ferðinni, ekki bara likamlegt, heldur einnig andlegt, því keppnisskap Geirlaugar er að sögn eins og best verður á kosið. • Kjartan L. Pálsson landsliðsþjálfari I golfi færir Geirlaugu bikarinn fal- lega. Við hlið Geirlaugar stendur Stefán Jóhannesson þjálfari frjáls- íþróttadeildar Armanns, þá eru einnig á myndinni fleiri Ármenningar, bæði iþróttafólk og leiðtogar. Ljósm. óskar s*m. Geirlaug fyrsti handhafi framfarabikarsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.