Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA fÞRÓTTABLAÐI 84. tbl. 69. árg. ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Hluti brezka flotans sem nálgast Falklandseyjar. Nöfnin eru ekki birt af öryggisástæðum. Á myndinni sjást einn eldflauga-tundurspillir og þrjár freigátur. Brezkir ráðherrar kanna nyjar w ^JT lx>ndo MARGARET Thatcher forsætisriðherra kvaddi helztu ráðherra i sinn fund i kvöld til aö kynna sér nýjar tillögur frá Alexander Haig. Seinna sagði í yfirlýsingu, að tillögurnar virtust ekki aðgengilegar við fyrstu sýn — þær samrýmdust ekki vilja brezka þingsins eða Falklendinga. Frú Thatcher las skýrsluna ein í Downing-stræti 10 áður en hún kallaði til sín þá Francis Pym utanríkisráðherra, John Nott varnarmálaráðherra og William Whitelaw inn- anríkisráðherra, auk Sir Terence Lewin floUforingja, yfirmanns varnarriðsins. Fréttastofan Press Association sagði, að tillögurnar væru „allt öðru vísi" en fyrri tillögur. En hún sagði að tillögurnar „fylltu ekki stjórnina sérstökum spenningi", þær vektu enga sérstaka hrifningu. Thatcher fékk tillögurnar kl. 9 að brezkum tíma, um það leyti sem Haig fór frá Buenos Aires til Wash- ington og sagði að „tíminn væri á þrotum". Hann kvaðst mundu láta brezku stjórninni í té þær tillögur, sem hann hefði rætt við Argentínu- stjórn um að afstýra styrjöld. Haig er ekki talinn hafa sett sig í sam- band við Thatcher síðan viðræður hans við Argentínustjórn hófust fyrir fjórum dögum þangað til hann sendi þetta skeyti. BBC hermir að tillögurnar geri ráð fyrir sameiginlegri stjórn Breta og Argentínumanna á eyjunum og milligöngu Bandaríkjamanna. Bret- ar mundu snúa flotanum við og Arg- entínumenn kalla heim um 9.000 hermenn sína. Samið yrði um yfir- ráðin síðar. Ríkisstjórnarfundur verður haldinn í fyrramálið. Ef Bretar samþykkja að fáni þeirra verði dreginn niður fellur frú Thatcher frá ítrekuðum yfirlýsing- um um að Bretar verði að fá aftur yfirráð yfir eyjunum áður en til mála komi að semja um framtíð þeirra. Thatcher stendur nú frammi fyrir mikilvægustu ákvörðun sinni í deilunni síðan hún hófst. Hún er tal- in hafa lagt pólitíska framtíð sína að veði til að ná eyjunum af Argentínu- mönnum. Bretar efldu fyrr í dag hernaðar- undirbúning sinn með því að senda 900 fallhlífahermenn í átt til Falk- landseyja, en Pym taldi ekki alla von úti um að Haig fyndi diplómatíska lausn á síðustu stundu. Pym sagði í Neðri málstofunni, áður en tillög- urnar bárust, að brottflutningur Argentínumanna væri enn krafa Breta, en bætti við: „Um aðferðirnar má ræða." „Við erum að auka hernaðarlegan, efnahagslegan og diplómatískan þrýsting á Argentínu," sagði Pym. „Flotalið okkar nálgast stöðugt Falklandseyjasvæðið ... Argentína ætti ekki að vera í nokkrum vafa um þann ásetning okkar að halda fram rétti okkar ef það reynist nauðsyn- legt." Hann sagði að sáttatilraunir Haigs væru „bezta vonin um að ná fram friðsamlegri lausn". Ronald Reagan forseti ræddi við Haig í fimm mínútur í síma í dag og talaði við Thatcher á laugardaginn. Newsweek segir að aðstoðarmenn Haigs óttist að hann missi starf sitt ef sáttatilraunir hans mistakast, en varablaðafulltrúi Reagans sagði í yf- irlýsingu að forsetinn bæri mikla virðingu fyrir Haig og slíkur ótti væri ástæðulaus. Formaður utanríkisnefndar öld- ungadeildarinnar, Charles Percy, lagði til að málið yrði leyst með fundi í Camp David en ekki með ferðalögum til að koma á sáttum. Larry Pressler, félagi hans í nefnd- inni, lagði til að öldungadeildin tæki Haigs afstöðu með Bretum. Denis Healey úr Verkamanna- flokknum lagði til að framkvæmda- stjóri SÞ tæki við sáttatilraunum ef Haig mistækist, þannig að Banda- ríkjamenn þyrftu ekki að vera hlut- lausir í deilu árásaraðila og fórnar- lambs, lýðræðislegs bandamanns og einræðisstjórnar. Brezkir stjórn- málafréttaritarar telja að ef sátta- tilraunirnar mistakist muni Bretar vænta þess að Bandaríkin grípi til efnahagslegra refsiaðgerða gegn Argentínu. Fréttaritari í brezka flotaliðinu segir að það hafi komið til eyjunnar Ascension, 4.830 km frá Falklands- eyjum, á föstudaginn eftir 12 daga siglingu og talið er að fyrstu skipin komi til svæðisins um helgina. Sum- ir tala um að flotinn hafi hægt á ferðinni vegna sáttatilraunanna. Allir eyjaskeggjar nema 250 munu hafa flutt sig til afskekktra svæða. Vísindamenn og landgongulidar, sem voru á Suður-Georgíu, eru á heimleið frá Montevideo. Basil Hume kardináli segir að Jó- hannes Páll páfi II muni líklega hætta við fyrirhugaða Bretlandsferð í maílok ef stríð brýzt út. Glemp á förum til Rómar Varsjá. 19. apríl. Al'. VFIRMAÐUR pólsku kirkjunnar, Joz- ef Glemp erkibiskup, fer til Rómar á mánudag í næstu viku að ræða við Jóhannes Pál páfa II í annað skipti siðan herlög voru sett. Jafnframt er búizt við að Jaruz- elski hershöfðingi fari til Búdapest á morgun eða miðvikudaginn. Þetta verður fjórða heimsókn hans til Austur-Evrópuríkis. Annar helzti leiðtogi verkamanna í Ursus-verksmiðjunni, Wojciech Gilewski, segir í bréfi, sem var birt í dag, að sumar tillögur ríkisstjórnar- innar um endurvakningu Samstöðu séu rangar. Hann vill ekki sérsambönd innan Samstöðu, heldur landshluta- samtök, og heldur ekki bann við pólitískum verkföllum. „Hver á að segja hvort verkfall er pólitískt eða ekki?" spurði hann. Gilewski var handtekinn fyrst eftir setningu herlaga, en síðan lát- inn laus. Ráöherra fundinn sekur Tel Aviv, 19. apríl. AP. AHARON Abu-Hatzeira, verkalýðs- riðherra ísraels, var sekur fundinn i dag um þjófnað, fjársvik og trúnao- arbrot. Hann var leiddur fyrir rétt fyrir að draga sér fé úr góðgerða- sjóði, sem fær styrk frá ríkinu og var gefinn með gjafabréfi í nafni föður hans á árunum 1975—78. Vegna skorts á sönnunum var hann sýknaður af öðrum ákærum. Sakfellingin getur haft áhrif á stððu ríkisstjórnar Menachem Begins forsætisráðherra, þar sem ísraelsk lög kveða á um að þing- maður segi af sér ef hann er dæmdur. Begin þarf stuðning lítils flokks Abu-Hatzeira til að halda þing- meirihluta sínum. Begin hefur að- eins 61 þingsæti af 120. Tami- flokkur Begins hefur þrjú af þessu 61 þingsæti. Sjö falla í Guatemala (íuatemalaborK, 19. april. AF. SJÖ skæruliðar hafa fallið í itök- um við stjórnarhermenn i tveim- ur stöðum í héraðinu Quiche í norðvesturhluta Guatemala og einn stjórnarhermaður særzt, að sögn innanrikisráðuneytis land.s ins i dag, minudag. Alls voru 200 kassar með matvælum, skotfær- um, vopnum og iróðursritum gerðir upptækir. Þúsundir manna sóttu í gær útifund gegn skæruliðum í borginni Gaspar Chajul, 96 km norður af Santa Cruz del Quiche þar sem hert hefur ver- ið á aðgerðum gegn skærulið- um og tilraunum til að ráða nýliða í varðsveitir. Skæruliðar hafa verið all- umsvifamiklir á þessu fjalla- svæði og notið stuðnings margra indíána, en stjórnin segir nú að dregið hafi úr stuðningi við vinstrisinna og íbúarnir veiti þeim ekki lengur mat og húsaskjól. Eftir byltinguna í marz dró úr ofbeldisverkum, en lands- menn segja að þau hafi aukizt aftur síðustu vikuna, einkum í Quiche. Fjölskyldur fluttar burt frá Sinaiskaga Yamil, Sinaiskaga, 19. apríl. Al\ ^i W' il, Sinaiskaga, 19. apríl. ÍSRAELSKIR hermenn ílutlu á brott með valdi 23 fjölskyldur frá bænum Yamit í dag, mánudag, og þar með er hafínn víðtækur flutningur þjoðernissinnaðra heittrúarmanna, sem eru andvígir brottflutningi Israelsmanna, frá Sinaiskaga. ísraelsmenn eiga að skila Egyptum skaganum á sunnudaginn og Walter Stoessel, varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Kamal Hassan Aly, utanríkisráðherra Egyptalands, ræddu í dag, mánudag, við Menachem Begin forsætisráðherra í Jerúsalem um vandamál í sambúð Egypta og Israelsmanna. Herinn meinaði fréttamönnum Vopnaður ísraelskur her- maður fjarlægir dreng með valdi frá Yamit á Sinai- skaga. að fara til Yamit, en samkvæmt samtölum í talstöðvum voru 23 fjölskyldur fluttar frá Talmet Yosef, átta km austur af Yamit. „Sumir grétu og allir eru miður sín, bæði við og hermennirnir," sagði Menachem Granit, sem var fluttur með valdi frá Talmei Yos- ef, í talstöð. Granit sagði að nokkrir land- nemar, sem höfðu hörfað upp á húsaþök, hefðu streitzt gegn nokk- ur hundruð hermönnum er settu þá í búr sem var híft upp með krana. Hermennirnir voru óvopn- aðir og komu vel fram og svo til engu ofbeldi var beitt, sagði ísra- elska útvarpið. Hægt er farið í sakirnar, bætti það við. Hermenn urðu að brjóta upp hurðir í Talmei Yosef þar sem landnemarnir neituðu að hlýða út- burðartilskipun lögreglunnar. Granit sagði að landnemarnir hefðu sagt lögreglunni: „Þið hafið ekkert vald til að reka Gyðinga frá landi ísraels." Útrýmingar sex milljóna Gyð- inga í heimsstyrjöldinni verður minnzt í kvöld og á morgun og aðgerðirnar í Yamit liggja niðri í einn dag. Hömlurnar á blöðunum voru harðlega gagnrýndar og fáir fréttamenn í Yamit hlýddu skipun hersins um að fara. Blaðamanna- félag ísraels kvað ástandið óþol- andi og félag erlendra blaða- manna bað Hæstarétt ísraels að kveða upp úrskurð gegn hömlun- um. Blaðið „Maariv" sagði að brottflutningurinn væri ekki hernaðarlega viðkvæmt mál þar sem landnemarnir væru ekki óvin- urinn. „Ríkisstjórnin hefur farið yfir mörkin og hin frjálsu blöð munu ekki þegja," sagði blaðið. Talsmaður Begin sagði að góðar horfur væru á lausn á þeirri deilu, sem hefur risið vegna kvartana ísraelsmanna um að Egyptar hafi brotið friðarsamninginn frá 1979 og ágreinings um hvar landamær- in eigi að liggja á 15 stöðum á Sinai.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.