Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982 Stjórnarkjör hjá STEFi: Þorbjörg Leifs hlaut 22.582 atkv. en Haukur Ingibergsson 11.815 I>orbjörg Leifs var endurkjörin í stjórn Stefs til næstu þriggja ára, en atkvæði í stjórnarkjöri voru talin í gær. Illaul Þorbjörg 22.582 atkvædi, en Haukur Ingibergsson hlaut 11.815. Um 250 manns hafa kosn- ingarétt, en vægi atkvæða ráðast af því fé er Stef úthlutaði til viðkom- andi aðila á sl. ári. I stjórn Stefs, Sambandi tónskálda og eigenda flutningsréttar eru fiinm manns: l'rír frá Tónskáldafélaginu, sem einnig kýs formann Stefs, einn er fulltrúi forleggjara og einn er full- trúi þeirra er gefið hafa Stefi heim- ild til að fara með rétt sinn vegna tónsmíða er þeir eiga flutningsrétt að eða hafa samið. Þessi síðasttaldi stjórnarmaður er kjörinn til þriggja ára í senn, og það eru þær kosningar sem nú er nýlokið. Þorbjörg Leifs, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að hún óskaði ekki eftir því að tjá sig um úrslit kosninganna. Haukur Ingibergsson sagði á hinn bóginn, er hann var spurður álits á niður- Sérkjara- samningar undirritaðir í Kópavogi Sérkjarasamningar hafa verið undirritaðir milli Kópavogskaup- staðar og Starfsmannafélags Kópa- vogs. Fela þeir í sér um það bil 3% meðaltalshækkun launa hjá lang- flestum. Þó er um meiri hækkun að ræða hjá sumum launaflokkum. Þannig voru þeir sem eru í 6. til 10. launa- flokki hækkaðir um einn flokk og er þar um meira en 3% að ræða, en meðaltalshækkunin er sem fyrr segir um 3%. Samningarnir voru undirritaðir sl. föstudag. stöðunum: „1 þann aldarþriðjung eða þar um bil sem Stef hefur starfað, hefur aldrei neinn fulltrúi þeirra er semja létta tónlist, átt sæti í stjórninni. Úrslitin þurftu því ekki að koma neitt sérstaklega á óvart. Ég hélt þó að skoðanir manna hefðu eitthvað breyst á þessum tíma, ekki síst vegna þess að hlutfall léttrar tónlistar er sí- fellt að stækka í þeirri tónlist sem leikin er í landinu." Haukur sagði einnig, að það væri talandi dæmi um það hve slælega Stef gengi fram í að kynna sjálft sig, að á síðasta ári hefðu verið sendir út um 640 launaseðlar, en þó hefðu aðeins um 250 manns átt kosn- ingarétt. „Þeir tæplega 400 sem þarna vantar uppá eru í flestum tilvikum höfundar léttrar tónlist- ar," sagði Haukur, „en þeir hafa ekki kosningarétt vegna þess að þeir hafa ekki gefið Stefi umboð til að fara með rétt sinn." Er atkvæði voru talin í gær, óskaði Haukur Ingibergsson eftir því að fá að vera viðstaddur taln- inguna. „Það var mér heimilað," sagði Haukur, „með því skilyrði að ég skrifaði undir drengskaparyf- irlýsingu þess efnis að ég skýrði ekki frá því sem þarna gerðist. Það vildi ég ekki," sagði Haukur að lokum. Reynir Guðmundur Jónasson Þrítugur mað- ur beið bana ÞRÍTUGUR maour beið bana í um- ferðarslysi i Reykjanesbraut skammt fyrir sunnan Bústaðaveg að- faranótt sunnudags. Hann hét Reynir Guðmundur Jónasson, til heimilis^að Rauðalæk 23, fæddur 23. janúar 1952. Reynir heitinn var á göngu norður Reykjanesbraut þegar hann varð fyrir bifreið á leið suð- ur Reykjanesbraut. Með hækkandi sól færist aukið fjor f alit Itf við sjóinn og unglingar sem eyða frístundunt sínum í siglingar eru þar engin undantekning. Siglingaíþróttin á auknum vinsældum að fagna i Akureyri þar sem þessi ungmenni huguðu að bitum sínum i dógunum. Frétt um undirboð neitað í Færeyjum Frá Jogvan Arge, frétlaritara Mbl. i K'prshofn i Fereyjum. BIRGER Danielsen, forstjóri Föroya Fiskasöla, sölusamtaka færeyskra fiskútflytjenda, hefur borið til baka í viðtali við færeyska útvarpið upplýs- ingar í íslenzkum og færeyskum blöðum um að Færeyingar hafi aug- lýst íslenzkan fisk á fiskmarkaði er- lendi.s á lægra verði en hk íslenzk- um fiskútflytjendum. Þessar upplýsingar, sem komu fram vegna þess að íslenzki sjáv- arútvegsráðherrann, Steingrímur Hermannsson, hefur beðið við- skiptaráðuneytið að banna land- anir íslenzkra fiskiskipa í Færeyj- um, eru skildar á þann veg í Fær- eyjum að Færeyingar hafi selt fiskinn sem íslenzkan fisk og und- irboðið íslenzka fiskútflytjendur. Danielsen forstjóri sagði að all- ur útflutningur Færeyinga væri seldur sem færeyskur fiskur, hvar sem hann væri veiddur. Um það eru ákvæði í lögum og Föroya Fiskasöla hefur aldrei auglýst ís- lenzkan fisk, sagði hann. Hann sagði ennfremur að För- oya Fiskasöla hefði aldrei undir- boðið íslendinga, en samtökin hefðu oft verið látin vita frá ís- lenzkri hálfu að verð Færeyinga væri hærra en íslendinga. Danielsen sagði að í svipinn væri mikill þrýstingur frá öllum hliðum að selja fisk. íslendingar hefðu miklar birgðir af saltfiski í Grikklandi og á Spáni, en birgðir Færeyinga væru í lágmarki. „Kaupendur óska eftir hluta frá okkur og hluta frá íslandi og þess vegna er ástandið kannski þannig að meiri eftirspurn sé eftir fær- eyskum fiski, bæði í Grikklandi og á Spáni. Samkeppnin við íslend- inga á saltfiskmarkaðnum er mjög hörð og það er hörmulegt að við getum varla unnið saman," sagði Birger Danielsen. Hann benti á að í Grikklandi væri saltfiskmarkaðurinn um 10.000 lestir á ári og þar af taldi hann að Færeyingar og íslend- ingar hefðu um 75%. „Við erum hvenær sem er reiðu- búnir að sætta okkur við samning við Islendinga á þá lund að við fengjum t. d. 25% af markaðnum og íslendingar 50%. Markaðs- skipulagið er þannig að kaupendur mundu samþykkja þetta. Við höf- um oft stungið upp á svona kerfi, en hingað til án árangurs," sagði Birger Danielsen, forstjóri Föroya Fiskasöla. Félagsfundur Einingar: Bætt verði kjör verkafólks í lægri launaflokkunum Aðflutningsgjöld af tölvum: „Halda niðri þróun í iðnaði hér á landi" VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Eining hélt almennan félagsfund 13. apríl, þar sem aðallega var fjallao um stöðuna i kjaramilum. Samþykkt var ályktun, þar sem höfuðáhersla er lögð á nauðsyn þess, að bætt verði kjör verkafólks í hinum lægri launaflokkum, ekki síst með tilliti til þess, að nýleg könnun sýni, að fólk í efri launa- flokkunum nýtur í ýmsum tilvik- um talsverðra yfirborgana, sem hinsvegar séu nær óþekktar í lægri launaflokkunum. Sé því enn brýnni nauðsyn en áður að leggja höfuðáherslu á kjarabætur til handa þeim, sem neðarlega eru í töxtum. Þá samþykkti fundurinn stuðn- ing við byggingu steinullarverk- smiðju á Sauðárkróki. Ennfremur var samþykkt, að félagið legði fram kr. 30.000.- sem hlutafé í Iðn- þróunarfélagi Eyjafjarðarbyggða. Loks var samþykkt að færa elli- heimilinu í Olafsfirði gjöf á sumardaginn fyrsta, en þá verður heimilið formlega vígt. Samningafundur f lugmanna og Flugleiða í gær SAMNINGANEFNDIR Félags ís- lenzkra atvinnuflugmanna og Flug- leiða hittust i fundi hji sittasemjara ríkisins í gærmorgun. Farið var yfir kröfugerð flug- manna og annar fundur hefur ver- ið boðaður í dag. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins er ekki um beinar kaupkröfur að ræða í kröfugerð flugmanna, en aðallega farið fram á samræmingu samn- inga FÍA og Félags Loftleiða- flugmanna. segir Valur Valsson, f'ramk væmcJastjóri FÍI „AÐFLUTNINGSGJÖLD af tölvum halda hreinlega niðri þróun í iðnaði hér á landi, þvi þau vega svo þungt í verði tölvubúnaðar," sagði Valur Valsson, framkvæmdastjóri Félags íslenzkra iðnrekenda, í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir mikil- vægi þess, að iðnaðurinn fii niður- felld aðflutningsgjöld af tölvum, en yfirlýsingar þess efnis hefur rikis sijórnin ítrekað sett fram, en ekkert hefur gerst. Síðast lýsti Hjörleifur Gutt- ormsson, iðnaðarráðherra, því yfir á aðalfundi Félags íslenzkra iðn- rekenda í síðasta mánuði, að hann væri því fylgjandi, að aðflutn- ingsgjöldin yrðu felld niður. „Menn draga það í lengstu lög að endurnýja búnað sinn og^kpma með hagkvæmari tæki og síðan eru margir, sem gjarnan vildu nýta sér tölvutæknina, en treysta sér hreinlega ekki til þess vegna hinna háu aðflutningsgjalda. Þessi gjöld draga því ótvírætt stórlega úr tölvunotkun í iðnaði og reyndar fleiri iðngreinum og þar með ýmis konar möguleikum á framleiðniaukningu, sem er talin vera forsendan fyrir bættum hag iðnfyrirtækja," sagði Valur Vals- , ^on eanfremur. • •••• « • Beðizt afsökunar á myndabrengli VEGNA mistaka birtist röng mynd með viðtali við Dr. Guð- rúnu P. Helgadóttur skólastjóra í hluta af upplagi Morgunblaðs- ins sl. sunnudag. Þessi mistök voru leiðrétt þegar búið var að prenta tæplega helming af upp- lagi blaðsins. Morgunblaðið biðst afsökunar á þessum mistökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.