Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 20. APRÍL 1982 Afmæliskveðja: Anna Guðmunds- dóttir leikkona Anna Guðmundsdóttir leikkona tók upp á því í gær að verða áttræð. Nánast að óvörum, því að hún hef- ur með ólíkindum leitt framhjá sér árin, og engan bilbug á sér látið finna í þeim hlutverkum, sem hún hefur leikið með miklum sóma nú á undanförnum árum — en það eru þá hvorki meira né minna en tíu ár síðan hún lét af störfum fyrir ald- urs sakir — og hefði átt að setjast í helgan stein, ef maður tæki bók- stafinn bókstaflega. En það var nú góðu heilli ekki, því að hún hefur þennan undanfarna áratug átt mörg ágætis hlutverk og verið prýði í leikhópnum, þegar hún hef- ur verið með; ég gæti hér nefnt ým- is hlutverk en vel úr eina litla perlu: grannkonuna í Vopn frú Carrar. Á þessum tímamótum fyrir tíu árum, var Anna Guðmundsdóttir í hópi fastráðinna leikara Þjóðleik- hússins, á svokölluðum A-samn- ingi, og átti að baki langan og fjöl- breyttan leikferil, fyrst í Iðnó, allt frá því um 1930, en síðan í Þjóð- leikhúsinu, þar sem hún aðallega lék, eftir að það kom til. Það fór því vel á því, að Anna var þar sérstak- lega heiðruð á 75 ára afmæli sínu, en það kvöld lék hún eitt þeirra hlutverka, sem henni hafði lengi verið kært og gert garðinn frægan með: Vilborgu grasakonu í Gullna hliðinu. En auðvitað mætti setja hér á langa tölu ýmissa hlutverka, svo sem hægurinn er, þegar okkar bestu leikarar eiga í hlut, stór og smá, og ég get ekki stillt mig um að nefna hér nokkur, þó ekki nema af því að þeir, sem leiksagan vekur áhuga í framtíðinni, mega þar gjarna hafa vitneskju: auk Vil- borgar grasakonu, sem var mild fordæða — læknir manqué — myndi ég vilja nefna frú Petrínu Skagalín, smáborgaralega sóma- konu, sem þó átti bæði til myndug- leika og skilning, dómarafrúna í Elsku Rut, létta í lund en afskap- lega trúverðuga (lékum við betur gamanleiki hérna áður?), konu Jóns Hreggviðssonar í íslands- klukkunni, kleinkunst úr skíra- málmi, Nillu í Jeppa, sem gerði það augljóst, af hverju Jeppi drakk, að ógleymdum fóstrunni góðu í Rómeó og Júlíu, undarlegt sambland af hrekkleysi og bragð- vísi — og loks pressarakonunni sælu í Dúfnaveislunni, í hnitmiðuð- um samleik við Þorstein Ö. Steph- ensen, upphafið andófið í velferð- arkapphlaupinu lifandi komið. Það þarf heldur ekki að koma á óvart, að Anna á einnig sum sín bestu hlutverk í öðrum íslenskum verk- um, hún hefur þar verið ágætur arfberi hins þjóðlega og hins alþýð- lega. Einn hennar metnaðarfyllsta leik, sem Ásu í Pétri Gaut, sá ég hins vegar ekki, en þeir sem sáu létu vel af og þarf það engum að koma á óvart. Þannig hefur þessi leikferill ver- ið mjög fjölbreytilegur, hlutverkin með árunum orðin býsna mörg og langt frá því öll þau, sem mest er sóst eftir, en ótrúlega mörg hafa nú orðið minnisstæð samt og Anna fyllt sinn óumdeilda sess í leik- hópnum af einurð og skemmtilega listrænni glöggskyggni. Fyrir það senda félagar hennar í Þjóðleik- húsinu henni sínar innilegustu þakkir á þessum tímamótum og árna henni heilla og blessunar. Sveinn Einarsson. Híldudalur: Mikil kjörsókn við prestskosningar Bíldudal, 19. apríl. f GÆR, sunnudag. fór fram prests- kosning í Bíldudalsprestakalli. Einn umsækjandi var séra Dalla hóroar- dóttir, settur prestur. Kjörsókn var mjög gód. í Selárdalssókn voru 20 á kjörskrá og greiddu 11 atkvæði, 7 voru fjar- verandi og gátu þess vegna ekki kos- ið. í Bíldudalssókn voru 226 á kjör- skrá, atkvæði greiddu 166, fjarver- andi voru 45 og gátu því ekki kosið. Væntanlega verða atkvæði talin á skrifstofu biskups síðar í vikunni. Margir hér eru óánægðir með að geta ekki kosið prest sinn utan- kjörstaðar er þeir dvelja kannski tímabundið fjarri heimili sínu. Skuttogarinn Sölvi Bjarnason landar hér í dag 160 tonnum. At- vinna er næg, rækjuafli hefur^verið góður og rækjan góð. í frystihúsinu hefur ekki fallið niður dagur að und- anförnu, en fiski er jafnað á milli húsa ef lítið er á einum stað. - Páll. Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga: „Gæðahringir — japansk- ar stjórnunaraöferöir FRÆÐSLUNEFND Félags við- skiptafræðinga og hagfræðinga mun á næstunni halda tvo fræðslufundi. Sá fyrri er haldinn í dag, þriðjudag 20. apríl, klukkan 17.00, en þar mun Páll Jensson, forstöðumaður Reikni- stofu Háskólans fjalla um tölvu- og reiknilíkön við stjórn og skipulagn- ingu. Dr. Ingjaldur Hannibalsson, forstöðumaður tæknideildar FÍI, mun á seinni fundinum, sem hald- inn verður 29. apríl nk. klukkan 17.00, fjalla um: Gæðahringir- japanskar stjórnunaraðferðir. Báðir fundirnir verða haldnir í Lágmúla 7, 3. hæð, og eru öllum opnir meðan húsrúm leyfir. r^mmwm^ wh ^^^^mÉ^m^mi UXXl sumri með íBKCADWAY föstudagskvöld 23. apríl Kl. 19.30 — Húsiö opnar. Afhending happdrætt- ismida, sala bingóspjalda. Kvikmynd frá Útsýnarferöum 1981. Bordhaldiö hefst. Kl. 20.30 Matseöill: Forréttur: Rækjukokteill Adalréttur: Lambahryggur á la Chef Verö aðeins 180 kr. Ljósmyndafyrirsætukeppni Útsýnar Kynntar veröa 10 fegurðardísir, sem dómnefnd hefur valið úr hópi 40 þátttakenda í keppninni Ungfrú Otsýn 1982. Tízkusýning Model 79 sýnir. Miðasala og boröapantanir í I^S^D^Z-A^ kl. 15.00-18.00. YSLI kynning ¦fww^nK Heiöar V «| Jónsson ¦ snyrtir kynnir R «C*\ r^W ¦¦ nýjustu B sumarlínuna ¦k M Kaleidoscope í L *" -Æ snyrtivörum frá n <^^% £ Yves Saint 1 w^ wl Laurent. M/'r'" 1 *jf'm '«. *nj "i i BING0 Spilaöar veröa 3 umferðir um 3 Útsýnarferðír. HAPPDRÆTTI fynr alla Dregíö kl. 21.00 og kl. 24.00 um tvær glæsilegar Útsýnarferöir. GETRAUN fyrir alla. Verölaun: Gtsýnarferö. DANSSYNING JAZZSPORT meö nýtt ævintýralega gott atrioi. Nemendur Dansskóla Heiöars Ástvaldssonar sýna nútíma- dansinn „LUCIFER" undir stjórn Kolbrúnar Aöalsteins- dóttur. • saæfcayRiœis*^^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.