Morgunblaðið - 20.04.1982, Page 12

Morgunblaðið - 20.04.1982, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Öryggi, afvopnun og sambandið við Evrópu Ráðstefnu um öryggi og afvopnun með sérstöku tilliti til Norður-Atlantshafs og Norðurlanda lauk hér í Reykjavík í gær. Til hennar var efnt fyrir frumkvæði nemendasambands norska varnarmálaháskólans. Ráðstefnuna sátu auk Norðmanna fulltrúar frá Danmörku, Svíþjóð og íslandi. Utanríkisráðherra Ólafur Jóhannesson flutti ávarp á ráðstefnunni en þar var í upphafi kynnt hernaðarstaðan á Norður-Atlantshafi og í Norð- ur-Evrópu og sérstaklega fjallað um öryggismál íslands. Síðan var rætt um afvopnunarviðræður og tilraunir til að takmarka vígbúnað og loks um nýjar hugmyndir til að tryggja frið og öryggi. Orðið nýjar ætti raunar að setja innan gæsalappa af þeirri einföldu ástæðu, að í þessu efni eins og flestu, er snertir stríð og frið, stendur mannkynið frammi fyrir gamalkunnum vandamálum, sem þó hafa tekið á sig nýjan blæ vegna tilvistar kjarnorkuvopnanna. A ráðstefnunni var það þó samdóma álit, að það væru ekki vígtækin og vopnakerfin, sem réðu ferðinni, heldur mennirnir. Frá tæknilegu og fræðilegu sjónarmiði er unnt að leggja fram margvíslegar hugmyndir um takmörkun vígbúnaðar og niður- skurð eldflauga, á hinn bóginn miðar lítið í þeim viðræðum, sem fram fara á alþjóðavettvangi um þessi mál, þar vantar í senn pólitískan vilja og gagnkvæmt traust. Augljóst er, að fyrir frum- kvæði áhrifamanna í Bandaríkjunum eru að hefjast þar umræður um grundvallaratriði þeirrar stefnu, sem Bandaríkjamenn fylgja varðandi kjarnorkuvopn og snerta að sjálfsögðu einnig stefnu Atlantshafsbandalagsins. Þar hafa fjórir mikilsvirtir áhrifamenn um utanríkis- og öryggismál skrifað sameiginlega tímaritsgrein og leggja til að tekin verði upp sú stefna, að Bandaríkin verði ekki fyrst til að beita kjarnorkuvopnum. Verði fallist á tillögu þeirra, hefur það í för með sér, að auká verður varnir með venjulegum herafla í Evrópu til að tryggja öryggi Vesturlanda, það krefst í senn meiri mannafla og fjármuna en framkvæmd þeirrar stefnu, sem nú er fylgt. Á ráðstefnunni hér í Reykjavík var því hreyft, hvort ekki væri skynsamlegt, væru Bandaríkjamenn á því að breyta kjarnorkuvopnastefnu sinni með þessum hætti, að þannig yrði staðið að málum í framkvæmd, að ákvörðunin tæki gildi eftir fimm ár, svo að tími og ráðrúm gæfist til að byggja upp venju- legan herafla. Tillögur fjórmenninganna í Bandaríkjunum eiga ekkert skylt við hinar svonefndu friðarhreyfingar, en á það var bent á um- ræddri ráðstefnu, að þessar hreyfingar væru að taka á sig svip- mót hefðbundinna andstöðuhópa, er setja sér markmið, sem njóta ekki stuðnings meirihluta almennings. Enginn vafi er á því, að „friðarhreyfingarnar" í Mið-Evrópu munu halda áfram starfi sínu, því að það er ekki fyrr en á næsta ári, sem á það reynir, hvort til dæmis í Vestur-Þýskalandi verði komið fyrir kjarn- orkueldflaugum til varnar gegn SS-20 eldflaugunum sovésku. Hin svonefnda friðarhreyfing spannar yfir mörg ólík þjóðfélagsöfl og í Vestur-Þýskalandi hefur það til dæmis gerst nýlega að „hinir grænu“, umhverfisverndarmenn, hafa lýst því yfir, að þeir geti ekki lengur starfað í sömu hreyfingu og kommúnistar, sem neiti að líta austur fyrir járntjaldið, þegar þeir ræða um „frið“. Við íslendingar undrumst ekki slík átök. í Samtökum her- stöðvaandstæðinga hafa löngum tekist á vinir Sovétríkjanna og aðrir. Samtökin hafa verið í mikilli lægð undanfarið og því hefur verið spáð um nokkurt skeið, að þau myndu, eins- og gerst hefur áður í sögu þeirra, skipta um nafn án þess þó að breyta um markmið. Því skal ekki slegið föstu á þessu stigi, að þessi þróun sé þegar byrjuð. Hitt er víst, að kröfu herstöðvaandstæðinga um einhliða varnarleysi íslands er ekki unnt að styðja neinum skyn- samlegum rökum. Á ráðstefnunni í Reykjavík kom fram, að hug- myndin um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum hefur engan byr lengur og þess vegna hlýtur sú spurning að vakna, hve lengi þeir hópar muni halda áfram að starfa, sem berjast fyrir framgangi þessarar hugmyndar. Ekkert af því, sem hér hefur verið nefnt, kemur í raun á óvart. Evrópa hefur nú verið átakalaust svæði um rúmlega þriggja áratuga skeið. Þess vegna þurfa rök þeirra að vera mjög sterk, sem ætla að sannfæra menn um, að þessu friðarkerfi skuli breytt. Fyrir okkur íslendinga er sérstök ástæða til að gefa einu atriði gaum, sem töluvert var rætt um á þessari ráðstefnu um öryggi og afvopnun, og það er vaxandi tilhneiging aðildarlanda Evrópu- bandalagsins (Efnahagsbandalags Evrópu) til að taka sameigin- legar ákvarðanir um utanríkis- og jafnvel öryggismál. Ljóst er, að Norðmenn hafa af því töluverðar áhyggjur að standa utan við þessa þróun og eru þeir þó í meira almennu samneyti við Evrópu- ríkin en við. íslendingar líta á sig sem Evrópuþjóð og þrátt fyrir ágætt varnarsamstarf og mikil viðskipti við Bandaríkin, sækjum við menningarlegan og að ýmsu leyti pólitískan styrk okkar til Evrópu. Nauðsynlegt er að halda þannig á málum, að tengslin við Evrópu séu jafnan sem mest og best. Guðmundur Halldórsson frá Bergsstöðum: sæll Ragnar“ „Vertu Nú um nokkurra ára skeið hafa staðið yfir furðulegar umræður og áskoranir um virkjunarmál af hálfu talsmanna Blönduvirkjunar. Kosnar hafa verið nefndir í við- komandi hreppum til áþreifingar við opinbera aðila um málið. Hafa slíkir fundir staðið á Blönduósi, í Reykjavík og víðar. Þarna var að mínum dómi gengið feti of langt í undanhaldi. í þess stað áttu land- eigendur, sem þarna stóðu önd- verðir, að sameinast um yfirlýs- ingu þess efnis, að þeir væru ekki til viðtals um að sökkva afrétti sínum og fósturjörð undir vatn og hóta hörðum aðgerðum ef virkjun- armenn létu sér ekki segjast. Sú helstefna sem hér um ræðir — af eðli náttúruhamfara eins og Heklugosa með langan hala af er- lendri stóriðju á eftir sér — er ekki eingöngu okkar mál, heldur einnig framtíðarinnar, sem kynni að hafa skaplegri sjónarmið gagn- vart varðveislu lands og gróður- lífs. Framkvæmdir þessar verða hvorki varðar með fjárhags- eða siðferðilegum rökum á meðan hagkvæmari virkjunarkostir liggja ónotaðir við þjóðbrautina. Gagnvart mannkyni, sem nú berst við hungur, landleysi og mengun yrði þessi virkjun litlu minna glapræði. Þótt ég persónulega eigi hér ekki hagsmuna að gæta, vil ég að gefnu tilefni, að þessi afstaða mín liggi ljós fyrir og skömm mín á þeim hernaðarkenndu áformum sem uppi hafa verið í þessu máli. Ég er alfarið á móti Blöndu- virkjun. Þingflokkur Alþýðubandalags- ins hefur talið sig verndara lands- ins í víðtækasta skilningi þess orðs og sýnt það í orði og stundum í verki. Ég hef kosið það í þeirri trú. Nú hafa Ragnar Arnalds og Hjörleifur Guttormsson farið í fylkingarbrjósti óheillastráka er sökkva vilja afrétti margra sveita undir vatn og kalla yfir sig er- lenda stóriðju. Ég á ekki samleið með slíkum reisendum og verð ekki einn um það af kjósendum Ragnars. Ég tek undir með Helga Baldurssyni í Varmahlíð og segi: Vertu sæll, Ragnar. Megi ham- ingjan leiða þig til farsælli starfa og þjóðnýtari. Sauðárkróki, 17. apríl 1982, Guðmundur Halldórsson frá Bergsstöðum. Grethe Værnö: NATO nauðsynlegt til að tryggja öryggi Norður- landanna sem í því eru „RÁÐSTEFNAN fjallaði um örygg- ismál og spurninguna um afvopnun i þeim Norðurlöndum, sem eru aðilar að NATO, íslandi, Danmörku og Noregi. Þessi lönd eiga margt sam- eiginlegt og við höfum verið sam- mála um málsmeðferð á ráðstefn- unni. Hún hefur verið mjög nyt- samleg og fræðandi og umræður og kynning hafa mikil áhrif í því að auka sameiningu okkar svo og styrkinn. Með þessari ráðstefnu höfum við upplýst íslendinga um skoðun okkar á öryggismálum og minnt erlendu þátttakendurna á mikilvægi íslands og herstöðv- arinnar í Keflavik fyrir öryggi Norður-Kvrópu. Þá var áherzla lögð á umræður um afvopnun, þar sem hún er hluti af öryggismálunum," sagði Grethe Værnö, norskur þing- maður og stjórnandi ráðstefnu um öryggismál í samtali við Morgun- blaðið. „Við vorum sammála um þá ógnun, sem þessum löndum stafar af Sovétríkjunum og nauðsyn þess, að gera sér grein fyrir því í hverju vandinn er fólginn. Bæði Noregur og ísland eru á svæði, sem Sovétmenn ásælast. Það er um tómarúm á því valdasvæði að ræða og það verður að koma í veg fyrir að Sovétmenn fari að reyna að fylla upp í það. Þess vegna verður að auka varnir landanna og gæta þess að ganga ekki of langt í afvopnun. Staðan verður að vera þannig að ógnun stafi af vopnastyrknum í löndunum þann- ig að Sovétmenn hætti sér ekki til að reyna að ná yfirráðum á svæð- inu. Vegna þessa er NATO algjör nauðsyn til að tryggja öryggi þjóðanna. Þá var rætt um kjarn- orkuvopn og að hafa kjarnorku- laust landsvæði á Norðurlöndun- um og flestir töldu það auka ör- yggi á Norðurlöndunum ef svo væri. Ef til styrjaldar kæmi ætti að nota kjarnorkuvopn, svo fremi sem Sovétmenn verði ekki stöðv- aðir á annan hátt og beiti slíkum vopnum sjálfir. En bezt væri ef ógnun af kjarnorkuvopnum væri það mikil að hún haldi mönnum frá því að hefja vopnaátök. Það hefur verið mjög góður ár- angur af þessari ráðstefnu og ráðstefnugestir voru sammála um meðferð málsins og að gæta verði þess að ræða málið í heild, en ekki kljúfa út úr einhver minni mál svo auðveldara verði að ná niður- stöðu. Auðveldu lausnirnar hafa oft öfug áhrif við það sem ætlazt var til.“ Fyrri lagasetningar um skyldusparnað: Verðbætur greiddar í bæði skiptin en vextir aðeins í öðru tilvikinu TVISVAR hefur Alþingi samþykkt lög um skyldusparnað skattgreiðenda og komu þau til framkvæmda við álagningu árin 1976 og 1978 vegna tekna frá árunum 1975 og 1977. í fyrra tilvikinu voru skyldusparnað- arskírteinin innleysanleg frá 1. febrú- ar 1979 og í því siðara má leysa þau út frá 1. febrúar 1984. í lögum um skyldusparnað, sem sett voru á Alþingi í maí 1976 segir að þeir sem tekjuskattskyldir séu skv. lagaákvæðum skuli leggja til hliðar fé til varðveislu í ríkissjóði, 5% af skattgjaldstekjum, þó með ákveðnum frádrætti. Bar skyldu- sparnaðurinn 4% ársvexti frá 1. janúar 1977 og eru skírteinin lengst til 15. desember 1991, en frá 1. febr. 1979 var eigendum heimilt að inn- leysa þau. Við endurgreiðsluna greiðir ríkissjóður verðbætur á höfuðstól og vexti í hlutfalli við þá hækkun sem kann að verða á vísi- tölu framfærslukostnaðar frá 1. nóv. 1976 til 1. nóv. næst á undan endurgreiðslu. í skyldusparnaðarlögunum frá því í desember 1977 segir m.a. að þeir sem skattskyldir séu skuli á árinum 1978 leggja til hliðar fé til varðveislu í ríkissjóði, 10% af skattgjaldstekjum, einnig eftir nokkurn frádrátt. Segir í lögunum að hið sparaða fé skuli bundið vaxtalaust á reikningum til 1. febr. 1984, en verðbætt í hlutfalli við þá hækkun sem verða kann á vísitölu framfærslukostnaðar frá 1. jan. 1979 til 1. jan. 1984. Þá segir að standi inneign á reikningi fram yf- ir 1. febr. 1984 greiði ríkissjóður af innistæðum jafnháa ársvexti og greiddir séu af almennum spari- sjóðsbókum á hverjum tíma og hafi innistæður ekki verið teknar út í síðasta lagi 31. janúar 1994 falli þær til ríkissjóðs, finnist ekki að þeim réttur eigandi. Hæstiréttur fjallaði um mál er reis vegna skyldusparnaðar og fleiri atriða varðandi skattamál og afturvirkni laga. Áfrýjaði skatt- greiðandi í Reykjavík, Leifur Sveinsson lögfræðingur, árið 1979 er krafist var lögtaks hjá honum vegna skyldusparnaðar er lagður var á hann 1978, svo og eigna- skattsauka, sérstaks tekjuskatts og sérstaks atvinnurekstrarskatts. Borgarfógeti í Reykjavík úrskurð- aði að lögtak mætti fara fram vegna gjaldanna og var það niður- staða Hæstaréttar að sá úrskurður skyldi standa. Þríklofnaði Hæsti- réttur í þessu máli. Tveir af fimm dómurum komust að þeirri niður- stöðu að löglegt væri að leggja á skyldusparnaðinn og afturvirku skattana og lögtökin ættu að ná fram að ganga. Tveir dómarar skil- uðu sératkvæði og töldu álagningu skyldusparnaðarins löglega en að afturvirku skattarnir hefðu ekki stoð í lögum. Loks skilaði einn dómari sératkvæði og taldi aftur- virku skattana löglega en skyldu- sparnaðinn ekki styðjast við lög. Varð niðurstaðan sú að meiri- hluti dómenda taldi farið að lögum varðandi báða þættina, fjórir af fimm töldu farið að lögum hvað varðar skyldusparnaðinn og þrír af fimm töldu farið að lögum varð- andi afturvirknina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.