Morgunblaðið - 20.04.1982, Page 13

Morgunblaðið - 20.04.1982, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982 13 Góð byrjun nægði ekki EINS OG vænta mátti eftir fjögurra marka ósigur Þróttar gegn Dukla Prag í Laugardalshöllinni á dögun- um, var liðið slegið út er liðin léku siðari leik sinn í fjögurra liða úrslit- um keppninnar í Prag um helgina. Lokatölurnar í Prag urðu 23—19 fyrir Dukla, sem vann með fjögurra marka mun í Höllinni, því saman- lagt með 8 mörkum. Dukla Prag mætir austur-þýska liðinu Rostock sem sigraði Gunzburg í samanlögðu, tapaði að vísu 18—22 fyrir Gunzburg um helgina, en hafði áður unnið með 8 mörkum. Þróttarar byrjuðu annars mjög vel gegn Dukla, skoruðu hvert Þróttara gegn Dukla markið af öðru og áður en varði hafði liðið náð fjögurra marka forystu. Hefði liðið haldið því og skorað fleiri mörk en í Reykjavík hefði það nægt, en fljótlega kom í Ijós að ekkert yrði úr þeim draumi. Tékkarnir sóttu í sig veðr- ið, jöfnuðu í 7—7 og náðu síðan fjögurra marka forystu fyrir leikhlé, 13—9. Hélst sú forysta síðan allt til leiksloka og raunar lítil spenna. Mörk Þróttar skoruðu: Sigurður Sveinsson 6, Jens Jensson 5, Páll Ólafsson 4, Gunnar Gunnarsson 2, Einar Sveinsson og Gísli Óskars- son eitt hvor. Blikadömur á alþjóðamót ÍSLANDSMEISTARAR Breiðabliks í kvennaknattspyrnu ætla greinilega að búa sig vel undir 1. deildarkepp- nina í ár. Stúlkurnr munu halda til Danmerkur í næsta mánuði til þátt- töku á svonefndu ID ’82 móti. Er hér um að ræða alþjóðlegt mót kvennaliða og eru þátttakendur um 500 talsins. Er leikið í fjórum ald- urshópum og keppa Blikastúlkurnar í ejsta flokki. í þeim flokki verða lið frá einum sjö þjóðlöndum þannig að róðurinn verður hreint ekki svo léttur. v Oddný nær sínu bezta í 400 m ODDNÝ Árnadóttir hlaupakona úr ÍR setti persónulegt met í 400 metra hlaupi er hún keppti á frjálsíþrótta- mótinu mikla í San Jose í Kali- forníu, sem kennt er við Bruce Jenn- er. Oddný varð fimmta í úrslitum 400 metra hlaupsins á 56,28 sek- úndum, en hlaupið vannst á 53,11 sekúndum. Oddný átti bezt áður 56,3 sekúndur, en sá tími var tek- inn á handklukkur. Rafmagnstím- inn svarar til um 56,1 sekúndu á handklukku. Undanfarna tvo mánuði hefur Oddný dvalizt í Kaliforníu við æf- ingar, en er væntanleg til landsins um næstu helgi. Oddný var sprettharðasta frjálsíþróttakonan hér á landi í fyrra, setti íslands- met í 100 og 200 metra hlaupum. • Landsliðshópurinn í sundi sem stóð sig svo vel í Kalottkeppninni. Talið neðst frá vinstri: Anna F. Gunnarsdóttir Ægi, Guðbjörg Bjarnadóttir Selfossi, Hugi S. Harðarson Selfossi, Guðrún F. Ágústsdóttir Ægi, María Gunnbjörns- dóttir ÍA, Kagnheiður Runólfsdóttir ÍA, Ingi Þór Jónsson ÍA, Ingólfur Gissurarson aðstoðarlandsliðsþjálfari, Snorri Magnússon landsliðsþjálfari, Árni Sigurðsson ÍBV, Tryggvi Helgason Selfossi, Sigurður Ólafsson fararstjóri og Þröstur Ingvarsson Selfossi. 7 íslandsmet hjá íslenska sundlandsliðinu í Finnlandi SJÖ ÍSLANDSMET voru sett í Kalott-keppninni í sundi sem fram fór í Oulun í Finnlandi um helgina. Auk þess fékk ísland 9 gullVerðlaun af 24 mögulegum, 3 silfurverðlaun og eitt brons. Verður það að teljast allgott, en engu að síður náði ís- lenska liðið aðeins þriðja sætinu af fjórum, breiddina vantaði, íslenska sundfólkið annað hvort í fararbroddi eða rekandi lestina. Ef rennt er yfir metin sjö, þá sá Ingi Þór Jónsson um tvö þeirra í einstaklingskeppnunum. Hann synti 100 metra skriðsund á 53,03 sekúndum og varð þar í þriðja sætinu. Þá synti hann 200 metra flugsund á 2.10,94, en hann sigraði í því sundi. Guðrún Fema Ág- ústsdóttir setti íslandsmet og sigraði í 200 metra bringusundi, synti á 2:43,54 og Eðvald Eð- valdsson sigraði og setti Islands- met í 100 metra baksundi, synti á 1:02,22. Þá sigraði íslenska karla- sveitin í 4x100 metra fjórsundi á nýju íslandsmeti, synti á 4:04,27. Islenska karlasveitin setti einnig met í 4x200 metra skriðsundi, synti á 8:06,24, en varð að gera sér annað sætið að góðu. Loks setti íslenska kvennasveitin Islandsmet í 4x100 metra fjórsundi, synti á 4:47,2, en varð þó engu að síður í fjórða og neðsta sætinu í þeirri grein. Þá eru metin sjö upptalin, en auk þess sigraði Tryggvi Helgason í 200 metra bringusundi á 2:30,99 og Árni Sigurðsson varð þar ann- ar á 2:31,45, því glæsilegur árang- ur í þessari grein þrátt fyrir að met væru ekki slegin. Guðrún Fema sigraði í 100 metra bringu- sundi kvenna án þess að standa í metaslætti, og Ingi Þór gerði slíkt hið sama í 100 metra flugsundinu. ísland hafnaði í þriðja sæti stigakeppninnar, fékk 177 stig en þar af hreppti karlaliðið 122 stig. Má því segja að stúlkurnar hafi ekki staðið sig sérlega vel. ís- lensku piltarnir voru jafnir Svíum í sveitakeppni karla, en það voru einmitt Norður-Svíar sem sigruðu, fengu 246 stig. Norður-Finnar veittu harða og mikla keppni, en þeir fengu samtals 241 stig. Sem fyrr segir var keppt í 24 greinum, 8 keppendur voru í hverri grein, 2 frá hverri þjóð. Sunfl ..... ... ... . Oddur Sigurðsson virðist vera kominn í góða æfingu, eins og timi hans í 400 metra hlaupinu sýnir. Ljósm. Mbl. Is'trarinn Kagnarsson. Oddur setur nýtt met í 400 metrum „ÞAÐ hlaut að koma að þessu, ég hef verið það léttur á sprettinum að undanförnu. Og vonandi er þetta að- eins upphafið að enn meiri bætingu metsins,” sagði Oddur Sigurðsson spretthlaupari úr KK í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann setti nýtt Islandsmet í 400 metra hlaupi á frjálsíþróttamóti í Baylor i Banda- rikjunum um helgina, hljóp á 46,4 sekúndum. „Ég hljóp fyrst á 46,72 sekúnd- um í riðli, var sem sagt sex hundr- uðustu frá metinu. Þetta var mjög létt hlaup og bjóst ég því við góðri bætingu í úrslitunum. Ég fékk góða keppni, varð fjórði og fékk 46,4 sekúndur, en skólafélagi minn sigraði á 45,7 sekúndum. Raf- magnstímatökutækin þurftu endi- lega að bila í úrslitahlaupinu, og handtímatakan því látin ráða, en með tilliti til mismunar á milli handtímatöku og rafmagnstíma- töku hef ég hlaupið á sekúndu- broti betri tíma en gildandi raf- magnsmet er,“ sagði Oddur. Oddur Sigurðsson átti sjálfur bezta árangur íslendings frá upp- hafi, hljóp á 46,64 sekúndum sumarið 1980. Tími Odds í Baylor svarar til 46,54 á rafmagnstíma- tæki. „Það eru ýms mót framundan og NÚ LIGGJA fyrir fjórar beiðnir hjá llandknattleikssambandi íslands um leyfi fyrir crlenda leikmenn. Lið KA sem réði til sín danskan þjálfara eins og skýrt hefur verið frá óskar eftir leyfi fyrir hann og tvo aðra Dani sem léku með honum i danska liðinu Kibe. Það er því hugsanlegt að þrír danskir leikmenn verði í liði KA vonandi fæ ég gott tækifæri til að bæta mig enn frekar,“ sagði Oddur í samtalinu við Mbl. Oddur kemur heim um miðjan júní, eftir banda- ríska háskólameistaramótið. Þeir Óskar Jakobsson ÍR, sem er á sama skóla og Oddur, hafa tryggt sér rétt til þátttöku á mótinu. í handknattlcik næsta keppnistima- bil. Þá bíða KK-ingar eftir að fá leyfi fyrir Anders Dahl en hann ætlar að leika með KK-liðinu na sla keppnis- tímabil. Andcrs lék líka með Kibe- liðinu. Það má þvi segja að hálft Kibe-liðið verði hér á landi næsla keppnistímabil. —ÞK. Leika þrír Dan- ir með KA?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.