Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGUR 20. APRIL 1982 Islandsmótið í lyftingum á Akureyri: Haraldur Olafsson IBA stjarna mótsins, sló eitt Norðurlandamet og jaf naði annað Haraldur Ólafsson Akureyri niði mjög góðum árangri á íslandsmót- inu í lyftingum sem fram fór £ Akur- eyri um helgina. Hann setti Norður- landamet unglinga í jafnhendingu er hann lyfti 168 kg. Það er jafnframt íslandsmet fullorðinna og unglinga. Haraldur setti einnig Islandsmet fullorðinna og unglinga í snðrun er hann snaraði 130,5 kg. Samanlagt gerir þetta 2973 kg sem er Is- landsmet í unglinga- og fullorðins- flokki og jöfnun á Norðurlandameti. I laraldur keppti í 75 kg flokki. Hann er greinilega í mjög góðu formi um þessar mundir og verður gaman að fylgjast með honum i Norðurlanda- mótinu sem fram fer um na-stu belgi. Keppt var í sjö flokkum £ mót- inu. Fyrirhugað hafði verið að þeir yrðu níu, en keppendur mættu ekki f 52 og 60 kg flokkana. 56 kg flokkur: Aðeins einn keppandi var í pess- um flokki, Þorkell Þórisson Ar- manni, og sigraði hann því örugg- lega. Hann snaraði 77,5 kg og jafnhattaði 100 kg. Hann reyndi þrívegis við 108 kg í jafnhendingu, sem hefði orðið nýtt íslandsmet, en mistókst í öll skiptin. 67,5 kg flokkur Tveir keppendur bðrðust hér, Byþór Hauksson Akureyri og Friðrik Örn Egilsson KR. Eyþór náði forystunni í snörun. Hann Iyfti 70 kg en Friðrik örn aðeins 67,5 kg. Þeir lyftu síðan báðir 85 kg í fyrstu lyftum sínum í jafn- hendingu. Friðrik náði ekki að lyfta meiru, reyndi bæði við 90 og 92,5 kg. Eyþór var því öruggur sig- urvegari, en hann lyfti 95 kg. Ey- þór lyfti því samtals 165 kg en Friðrik 152,5. 75 kg flokkur Haraldur Olafsson keppti í þessum flokki eins og áður sagði og var að sjálfsögðu öruggur sig- urvegari. Aðeins einn annar keppti í flokknum, Ólafur bróðir Haraldar. Hann snaraði 85 kg og jafnhattaði 105 kg. Samanlagt gerir það 190 kg. 82,5 kg flokkur. Þrír keppendur voru í þessum flokki. Ekki var búist við sérstök- um árangri hjá þeim þar sem tveir þeirra áttu við meiðsli að stríða og sá þriðji var í lítilli æfingu. Sú varð og raunin. Freyr Aðalsteins- son Akureyri sem var meiddur í úlnlið snaraði 110 kg en náði ekki að lyfta byrjunarþyngdinni í jafn- hendingu, sem var 150 kg, og féll því úr keppni. Þorsteinn Leifsson KR sem einnig var meiddur í úln- lið snaraði 120 kg og jafnhattaði 152,5 kg sem gerir samanlagt 272,5 kg. Hann sigraði í þessum flokki. Annar varð Guðgeir Jónsson KR sem snaraði 112,5 kg og jafnhatt- aði 115 kg. Samanlagt gerir það 227,5 kg. Þess má geta að allir eiga þessir kappar yfir 130 kg í snörun. 90 kg flokkur: Hér bjuggust menn við gífur- legri baráttu fyrirfram. Fjórir keppendur voru í þessum flokki, Baldur Borgþórsson KR, tvibur- arnir Garðar og Gylfi Gíslasynir Kristján yffir 4,81 KKISTJÁN Gissurarson KR seUi peraónulegt met í stangarstökki innanhúss á innanfélagsmóti KR i síðustu viku, Htökk 4^1 metra. Að sögn Valbjarnar Þorlákssonar itti Kristjin góðar tilraunir við fimm metrana. „KrLstján nilgast Sigga hratt," sagði Valbjörn, „og ég verð vonsvik- in ef þeir fara ekki biðir vel yfir fimm metra í sumar." SMND^ÍMEnN6yMJ982 • llaraldur Ólafsson ÍBA að setja Norðurlandamet i jafnhöttun i Íslandsmótinu sem fram fór um helgina i Akureyri. I.jóxm. Reyair. 110 kg flokkur: Hér var Birgir Þór Borgþórsson KR öruggur sigurvegari og tryggði sér íslandsmeistaratitilinn fjórða árið í roð í þessum flokki. Hann snaraði 145 kg og jafnhattaði 182,5 kg sem er samanlagt 327,5 kg. Annar varð Guðmundur Helgason KR, sem snaraði 117,5 kg og í jafnhendingu lyfti hann 140 kg, og er samanlagður árangur hans því 257,5 kg. Þriðji var Agn- ar M. Jónsson KR. Hann snaraði 95 kg og jafnhattaði 125 kg. Sam- anlagt 220 kg. 110 kg flokkur: Ingvar Ingvarsson KR var eini keppandinn í þessum flokki. Hann snaraði 120 kg og jafnhattaði 160. Besta afrekið: Haraldur Ólafsson Akureyri vann besta afrekið á þessu móti og varð hann stigahæstur. Hlaut hann 381,573 stig en annar varð Birgir Borgþórsson KR sem hlaut 358,743 stig. Hlýtur Haraldur bik- ar að launum fyrir að vera stiga- hæstur. úr ÍBA og Kristján Falsson einnig frá Akureyri. Garðar og Kristján féllu báðir úr keppninni í snörun, þar sem þeir náðu hvorugur að lyfta þeim þyngdum sem þeir byrjuðu á. Baldur Borgþórsson byrjaði á því að snara 130 kg. Byrjunarþyngd Gylfa var 132,5 kg og náði hann því ekki fyrr en í annarri tilraun. Hann tók tölu- verða áhættu með því að byrja svona hátt þar sem þessi þyngd er jöfn hans besta árangri. Baldur reyndi síðan við 135 kg en missti þá þyngd tvisvar. Þá var aftur komið að Gylfa. Hann „reif upp" 137,5 kg og bætti persónulegt met þar með um 5 kg. Hann bað um 145,5 kg á stöngina og átti að reyna við Norðurlandamet ungl- inga. Þrátt fyrir mikinn stuðning áhorfenda vildi sú þyngd ekki upp, enda kannski töluverð bjartsýni að ætla það. Baldur lyfti 160 kg í snörun og þar með samanlagt 290 kg. Gylfi lyfti 165 kg og reyndi síðan tvisvar við 175,5 kg en mis- tókst í bæoi skiptin. Það var íslandsmeistaratilraun til að slá 4ra ára gamalt met sem Birgir Borgþórsson á. Samanlagður ár- angur Gylfa var því 302,5 kg og sigraði hann því nokkuð örugg- lega. Efstu lióin í Belgíu töpuðu ÞAÐ GEKK upp og ofan hji „ís- lensku" liðunum í Belgíu. Sérstak- lega eru sveiflurnar stórar hji Sæv- ari og félögum hji Cercle Brugge, sem tapaði 1—4 aðeins viku eftir að hafa skorað 8 mörk. Þi tapaði An- derlecht stórt og liðið hefur ekki verið sannfærandi eftir iramótin þó svo það sé enn með í slagnum. En úrslit leikja urðu sem hér segir: Beveren — Anderlecht 3—0 FC Liege - Kortryjk 0-0 Winterslag — Beringen 0—0 FC Mechlen — Waterschei 1—1 Ghent — Tomgeren 1—0 Molenbeek — Lokeren 1—1 FC Brugge — Lierse 1—0 Antwerpen — Cercle Brugge 4—1 Waregem — Standard 1—0 Standard heldur forustunni þrátt fyrir ósigurinn. Liðið hefur 42 stig eftir 31 leik, á sem sagt eftir að leika 4 leiki. Anderlecht hefur 41 stig og á fjóra leiki eftir, en síðan koma Antwerpen og Ghent með 40 stig hvort og bæði eiga einnig fjóra leiki eftir. Arnór og félagar hjá Lokeren hafa 38 stig í fimmta sætinu. Enn einn lífshættulega slasaður á ítalíu í ANNAÐ skiptið i þessu keppnis- timabili gerðist það i ítólsku deild arkeppninni að leikmaður var bor- inn af leikvelli nær dauða en lífi eftir heiftarlegt samstuð við mót- herja. f haust var það Giancarlo Ant- ognioni hji Fiorentina og það var ekki fyrr en í byrjun þessa minaðar að hann hóf að leika með liði sínu i ný. Og á laugardaginn rotaðist Stefan Chiodi hjá Bolognia og fékk heilahristing eins og hann gerist verstur. Steinrotaðist hann og varð að hnoða hjarta hans í gang inni á vellinum áður en sjúkrabíll kom á vettvang og flutti hann í snarhasti á sjúkrahús. Hann fékk fljótlega rænu, en síð- ustu fregnir hermdu að hann væri enn með nokkra lömun í útlimum og alls ekki úr lífshættu. Grosswallstadt tapaöi SVISSNESKA handknattleiksliðið St. Othmar fri St. Gallen, góðkunn- ingjar FH-inga, gerði sér lítið fyrir og sigraði þýska stórveldið Gross- wallstadt í undanúrslitum Evrópu- keppni bikarhafa. Svissiendingarnir unnu beimaleik sinn 16—15 og komu síðan geysilega i óvart með því að sigra 18—17 i útivelli. Liðið mætir líklega ungverska liðinu Honved i úrslitum keppninnar. • Eyþór Hauksson ÍBA sigurvegari í 67,5 kg flokki. Rejrair. Karl og f élagar eiga möguleika — eftir naumt tap í fyrri leiknum gegn St. Etienn* ATTA LIÐA úrslitin í frönsku bikar- keppninni í knattspyrnu fóru fram um helgina og þar kom einn af mörgum íslenskum atvinnumönnum við sögu. Karl Þórðarson og félagar hans fengu það erfiða verkefni að sækja St. Etienne heim, en leikið er hehna og heiman í þessari umferð. St. Etienne sótti mikið, en leikmenn Laval börðust grímmilega og „upps- káru" aeeins 0—1 Up ef svo mætti að orði knmast. Möguleikar þvi fyrir hendi að komast í undanúrslit. Úrslit hinna leikjanna þriggja urðu sem hér segir: Paris SG — Bordeaux 2—0 Valenciennes — Bastia 1—0 Tolouse — Tours 1—1 Bordeaux virðist vera í einhver- jum öldudal um þessar mundir, en fyrir rúmri viku tapaði liðið einnig, þi i heimavelli fyrir Lens og skoraði Teitur Þórðarson sigurmark Lens í [ Knaltspyrna þeim leik eins og reyndar var fri greint i sinum tima. Perú lagöi Ungverja PERÚ sigraði Ungverjaland í vin- áttulandsleik í knattspyrnu í Búda- pest um helgina, og var leikurinn liður í undirbúningi beggja fyrir átökin i Spini í sumar. Lokatðlurn- ar urðu 2—1, eftir að staðan i hilf- leik hafði verið 1—0 fyrir Ungverja. Ungverska liðið lék án þeirra Nyilazi og Torozic, en hafði engu að síður talsverða yfirburði í fyrri hálfleiknum. Og liðið fékk óska- byrjun er Szentes skoraði strax á 1. mínútu. í síðari hálfleiknum dalaði heimaliðið hins vegar veru- lega og Perúmenn náðu þá undir- tökunum. Uribe skoraði þá tvíveg- is og innsiglaði sigur sinna manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.