Morgunblaðið - 20.04.1982, Side 15

Morgunblaðið - 20.04.1982, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982 15 + Þessi bráðskemmtilega Ijósmynd var tekin I leik í „Bundesligunni", markvörðurinn frægi, Tony Schumacher, var ekki ánægður með úrskurð dómarans og lét hann heyra það. En dómarinn var ákveðinn og kallaði markvörðinn til sín og lét hann hafa orð í eyra eins og sjá má. Góður tími í 10 km Heimsklassaárangur náðist í 10 kílómetra hlaupi á frjálsíþróttamóti i Eugene í Oregonríki í Bandaríkjun- um fyrir skömmu, er heimsmethaf- inn í 3 km, 5km og 10 km hlaupi, Henry Rono frá Kenýa, og heims- methafinn í maraþonhlaupi, heima- hlaupi maðurinn Alberto Salazar, áttust þar við. Eftir harða keppni sigraði Rono á 27:29,9 mínútum, en Salazar var tæpu skrefi eftir á 29:30,0 mínútum, og þvi innan við sekúndu frá banda- ríska metinu. Heimsmet Ronos er 27:22 mínútur. Fundur hjá kylfingum GOLFSAMBANI) íslands hcldur fund mcð öllum bestu kylfingum landsins í kvöld kl. 20. í Golfskálan- um, Grafarholti. Allir kylfingar með forgjöf 5 og lægri og kvcnfólk með forgjöf 15 og lægri eru boðaðir á fundinn. Kætt verður um landsliðs- vcrkefni sumarsins, fyrir kvenna- karla- unglingalandslið. Þá hefur stjórn GSÍ skipað fyrir- liða landsliðanna sem verða: Kristín Pálsdóttir, Kjartan L. Pálsson og Stefán H. Stefánsson. Forysta Celtic EKKEKT lát er á sigurgöngu <'eltic í skosku úrvalsdeildinni ■ knatt- spyrnu, en liðið sigraði Dundee 4—2 á laugardaginn. Urslit leikja urðu sem hér segir: Airdrie — Kangers 0—1 Celtic — Dundee 4—2 Dundee lltd. — Hibernian 0—1 Morton — Aberdeen 2—1 St. Mirren — Partick Th. 2—0 örugg Og staðan er þessi: Celtic 30 20 6 4 64 29 46 Aberdeen 28 15 7 6 45 25 37 Kangers 30 13 10 7 45 36 36 Dundee Utd. 30 13 8 9 51 29 34 St. Mirren 28 13 7 8 43 35 33 llibcrnian 32 10 12 10 35 32 32 Morton 32 9 10 13 28 48 28 Dundee 31 9 4 18 42 60 22 Partick 30 5 8 17 30 49 18 Airdrie 31 5 6 20 30 70 16 Hamburger skaust fram úr Bayern um helgina — Bayern tapaði 3—4 fyrir Eintr. Frankfurt HAMBIJRGER SV náði forystunni í þýsku dcildarkcppninni í knatt- spyrnu um helgina er liðið sigraði Armenia Bielefeldt 3—1 á heima- velli á sama tima og Bayern mátti þola 3—4-tap gegn Eintrakt Frank- furt. Þá vann Köln stórsigur gegn fallkandídötum Bayer Leverkusen og smeygði sér upp að hlið Bayern í stigafjöldanum, en markatala liðsins er ívið lakari og telst liðið þvi vera í þriðja sæti. Manfred Kaltz skoraði tvívegis fyrir Hamburger, bæði mörkin úr vítaspyrnum, og Von Heesen skoraði þriðja markið eftir að Dronia hafði náð forystunni fyrir Armenia frekar snemma í leiknum. IJrslit leikja urðu annars sem her segir: Bor. Dortmund — Werder Brcmcn 1—0 Kintr. Krankfurt — Bayern M. 4—3 Hambur(;er SV — Arm. Bielefeldt 3—1 IhiLsburg — Mönchengl.bach 0—1 Braun.schweig — Karlsruher S(’ 0—0 Niirnb4‘rg — Darmstadt 98 1 — 1 FC Köln — Bayer Leverkusen 5—2 Stuttgart — VFL Bochum 3—0 KaLserslautern — Dus.seldorf 1 — 1 Frankfurt komst í 2—0 gegn Bayern á fyrstu 20 mínútum leiks- ins með mörkum Nachtweih og Pezzey, en Paul Breitner jafnaði fyrir leikhlé. Karl Heinz Rumme- nigge jafnaði síðan á fyrstu mín- útu síðari hálfleiks, en Körbel náði forystunni þó fljótlega aftur fyrir Frankfurt. Enn tókst Bayern að jafna er Augenthaler skoraði á 66. mínútu og hélst jafnræðið allt þar til aðeins 4 minútur voru til leiksloka, en þá tókst Kunzt að skora sigurmarkið fyrir Frankfurt við geysilegan fögnuð 60.000 áhorfenda. Köln sýndi frábæra takta gegn slöku liði Leverkusen og Englend- ingurinn Tony Woodcock fór hreinlega á kostum, skoraði þrjú af fimm mörkum Kölnar-liðsins. Köln komst í 3—0 fyrir hlé og 5—0 áður en Leverkusen náði að svara fyrir sig undir lokin. Hin tvö mörk Kölnar skoruðu Reiner Bonhof og Gerd Strack, en Arne Larsen Ök- land og Gelsdorf svöruðu fyrir gestina. Stuttgart sækir enn í sig veðrið og franski landsliðsmaðurinn Did- ier Six hefur greinilega sett stefn- una á HM á Spáni, því hann lék frábærlega í leik þessum og skor- aði tvívegis. Þriðja markið (reynd- ar fyrsta markið) skoraði hins vegar Dieter Múller. Af öðrum leikjum er það helst að segja, að Manfred Burgsmúller skoraði sigurmark Dortmund gegn Werder Bremen og Bödeker sá um sigurmark Borussia Mönch- engladbach gegn Duisburg, sem virðist dæmt til að falla í 2. deild. Atli Eðvaldsson kom lítið við sögu er Dússeldorf tók stig af Kaisers- lautern, hann lék aðeins síðustu 10 mínútur leiksins. Weikl skoraði mark Dússeldorf, en Hofdietz mark heimaliðsins. Dressel skor- aði fyrir Darmstadt gegn Núrn- berg sem svaraði með marki Matt- ern. Staðan í deildinni er nú sem hér segir: llamburger 27 15 8 4 74:34 Múnchen 27 17 3 7 66:40 37 Köln 28 15 7 6 54:25 37 Dortmund 28 15 4 9 50:33 34 Bremen 27 12 8 7 43:38 31 B. Mönchengl. 28 12 8 8 48:43 32 Kaiserslautern 27 11 9 7 54:47 31 Stuttgart 28 12 7 9 51:42 31 Braunschweig 28 14 3 11 52:46 31 Krankfurt 28 13 2 13 68:64 28 Bochum 28 10 7 11 41:40 27 Bielefeldt 28 9 5 14 32:41 23 Nurnberg 28 9 5 14 40:62 23 Karlsruher 28 8 6 14 41:54 22 Dusseldorf 28 6 9 13 41:61 21 Leverkusen 28 7 5 16 37:64 li Duisburg 28 7 3 18 34:62 17 Darmstadt 28 4 9 15 .‘15:65 17 400 þátttakendur í Andrésar andar-leikunum sem settir verða á morgun ANDRÉSAR andar-leikarnir, fjöl- . mennasta skíðamót sem haldiö er JL + Andrésar andar-lcikarnir á skíóum er eitt stærsta og fjölmennasta iþrótta- mót sem fram fer árlega hér á landi hjá yngri kynslóðinni. Keppendur koma víðs vegar aö af landinu og frá Noregi. Myndin hér að ofan var tekin af nokkrum keppendum við setningu leikanna i fyrra. Ungt skíðafólk bíður jafnan með mikilli eftirvæntingu eftir mótinu. Ljósm. i-r. hér á landi, verða settir í sjöunda sinn við Akureyrarkirkju á morgun. Gengið verður i skrúðgöngu frá Lundarskóla að kirkjunni þar sem setningarathöfnin verður. Keppend- ur á lcikunum að þessu sinni verða um 400 talsins, að sögn Gísla Kr. Lórenzsonar, formanns Andrésar andar-nefndarinnar og er það mjög svipaður fjöldi og keppti i fyrra. „Keppendur eru frá 14 stöðum en engir erlendir keppendur taka þátt í keppninni að þessu sinni,“ sagði Gísli. Ilverjar eru keppnisgreinarnar? „Það er keppt í sömu greinum og í fyrra, svigi, stórsvigi, göngu og stökki.“ Nú fóru einhverjir keppendur á leikana í Kongsberg í Noregi fyrir skömmu. Hvernig stóðu þeir sig? „Já, það fóru fjórir keppendur þangað, Kristín Ólafsdóttir, Reykjavík, Björn Brynjar Gísla- son, Ólafsfirði, Hilmir Valsson, Akureyri og Gréta Björnsdóttir, Akureyri. Þetta eru þau fjögur sem stóðu sig best í 12 ára flokki á leikunum hér hjá okkur í fyrra. Þau stóðu sig nokkuð vel, sérstak- lega var athyglisverður árangur Björns en hann varð 13. í stór- svigi. Hvernig er með aðstæður í fjall- inu, þið eruð ekkert hræddir við snjóleysi? „Nei, alls ekki. Við höfum aldrei lent í vandræðum í sambandi við það og erum bjartsýnir á að svo verði einnig nú.“ Verður mótshaldið með sama sniði og undanfarin ár? „Já, að langmestu leyti. Kepp- endur munu búa í Lundarskólan- um þar sem verður mötuneyti. Þar verður einnig komið upp leiktækj- um og öðru slíku til að hafa ofan af fyrir krökkunum. Þá munum við taka einhvern hluta mótanna upp á video og sýna krökkunum í skólanum á kvöldin." Nú er þetta fjölmennasta skíða- mót sem haldið er hér á landi. Er ekki erfitt að halda það? „Svona mót er ekki haldið nema með samvinnnu margra aðila. Allt skíðafólk og skíðaunnendur leggj- ast á eitt ásamt fararstjórum og keppendum um að gera þetta sem glæsilegast. Ég vil koma á fram- færi, fýrir hönd Andrésar andar- nefndarinnar, þökkum til þeirra fjölmörgu fyrirtækja og einstakl- inga víða um land sem hafa stutt við bakið á okkur og gert okkur kleift að halda mótið. Andrésar andar-leikarnir éru orðnir viss hluti af bæjarlífinu hér á Akur- eyri og svo verður vonandi i fram- tiðinni," sagði Gísli að lokum. Miðvikudagur 21. apríl: kl. 19.30 Skrúóganea frá Lundarskóla aó Akurcvrarkirkju. kl. 20.0« Andakt í Akureyrarkirkju. Brestur séra l*órhallur llöskuldsson. kl. 20.10 Mótssetning. Sigurdur Sifrurósson form. /Kskulyósr. kl 20.20 Mótseldurinn kveiktur. kl. 21.30 Skemmtun í Lundarskóla. Tommi og Jenni í video. kl. 22.00 Fararstjórafundur í Lundarskóla. Fimmtudagur 22. apríl: í Hjallabraut: kl. 10.00 Stórsvig 7, 8 og 9 ára. Við Strýtu: kl. 10.00 Svig 11 ára. kl. 12.00 Svig 12 ára. kl. 14.00 Stórsvig 10 ára. kl. 20.00 Verólaunaafhending vió Lundarskóla. kl. 21.00 lllutar úr keppni dagsins sýndir í video í Lundarskóla. Diskótek. kl. 21.00 Fararstjórafundur í Lundarskóla. Köstudagur 23. apríl: ViÓ Strýtu: kl. 10.00 Svig 10 ára. kl. 12.00 Stórsvig II ára. kl. 14.00 Canga. 12 ára stúlkur og yngri 2,5 km, 12 ára drengir 2,5 km, II ára drengir 2,0 km. 10 ára drengir 1,5 km, 9 ára drengir 1,0 km. kl. 18.00 Kvikmyndasýning í Borgarbíói. Video í Lundarskóla og diskótek um kvöldió. kl. 20.00 Verólaunaafhending vió Lundarskóla. kl. 21.00 Fararstjórahóf aó (.aliala k. I.augardagur 24. apríl: Við Strýtu: kl. 10.00 Stórsvig I2ára. í Hjallabraut: kl. 10.0« Svig 7, 8 og 9 ára. Við Strýtu: kl. 15.00 Slökk. allir dokkar. Við Skíðastaði: kl. 18.00 Verólaunaafhending og mótsslit.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.