Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGUR 20. APRÍL 1982 Frægasti körfuboltamaður Bandaríkjanna, Larry Bird: Varð að slást um eina boltann á heimilinu Larry Bird má hiklaust telja einn besta körfuknatt- leiksmann í Bandaríkjunum um þessar mundir. Því til stuónings má nefna, að í „All Star"-leik þessa keppnis- tímabils, þar sem allar skærustu stjörnur bandarísku atvinnumannadeildarinnar í körfuknattleik, NBA, voru samankomnar, var Bird kosinn maöur leiksins. Hlaut hann að launum sæmdarheitið MVP (The Most Valuable Player of NBA). í leiknum skoraöi hann þó „aöeins" 19 stig. Ber það vitni um einstaka fjölhæfni hans, en Larry er jafnvígur í vörn og sókn. Átti t.a.m. 12 fráköst í „All Star"-leiknum. „All Star" er fastur viöburður þar sem bestu körfu- knattleiksmenn Bandaríkjamanna leiða saman hesta sína í keppni milli austur- og vesturríkjanna. Eins og gefur að skilja, er slíkur leikmaður ekki á neinum sultarlaunum. Skv. núgildandi samningi milli hans og Boston Celtics (núverandi NBA-meistara), eru árslaunin litlir 650.000 dollarar (um 6 %h milljón íslenskra króna) og við þá upphæð bætast auglýsingatekjur. Sök- um þess hve Bird hefur staðið sig frábærlega vel frá því hann gekk til liös við Boston Celtics haustiö 1979, er reiknað með að árslaun hans fari upp í tvær milljonir dollara, hvorki meira né minna, ef hann endurnýjar samning sinn við Celtics, er núverandi samningur renn- ur út árið 1984. Larry Bird er 2,06 m á hæö, sem þó nægir ekki, heldur má þess utan telja geysilega þjálfun og frábæra hæfi- leika helstu orsakir velgengni hans. Eða eins og kappinn sagöi sjálfur, er ég rabbaði stuttlega við hann: — Þetta hefur verið bölvaö púl. Taldi hann þrotlausar æfingar tvímælalaust undirrót velgengni sinnar. Hvað eftir annað fær Larry harkalega meðferð hjá andstæðingum sínura. Hér lig^ur hann í gólfinu eftir harkalega meðferð. Það er ekki auoveu ao sioova uirry Kird. Hér er það Michall Ray Richard- son sem það reynir. Velgengni ffátæka drengsins Saga Larry Birds er dæmigerö saga um velgengni tátæka drengs- ins. Hann fæddist áriö 1956 í bæn- um French Lick í Indiana-fylki. Fjölskylda hans var fátæk og varö hann aö slást um eina körfubolt- ann á heimilinu viö eldri bræöur sína, Mark og Mike. Eins og nærri má geta, beiö hann oftast lægri hlut. Fór því oft svo, aö hann æföi þegar aörir voru farnir aö sofa á heimilinu, eöa áöur en þeir risu úr rekkju á morgnana. Eftir aö hann eignaðíst sinn eiginn körfubolta, skildi hann boltann vart við sig og æföi öllum stundum. Má þvi með sanni segja, að Larry sanni spak- mæliö góöa: „Æfingin skapar meistarann". Þótt hann sé orðinn eins konar „meistari", lætur hann þó ekki deigan síga, langt því frá. í sumar, er leikmenn Celtics voru í æfingabúöum fyrir keppnistímabil- ið, var Bird vanur aö verða einn eftir í salnum og taka séræfingar eftir æfingu meöan aörir leikmenn voru dauöfegnir aö komast í baö. Hann hefur því svo sannarlega þurft að hafa fyrir þvi að vera tal- inn sá besti. Aö loknum leik milli Boston Celtics og Atlanta, sem leikinn var ekki alls fyrir löngu í Boston, fékk ég leyfi til aö taka nokkra leikmenn Celtics tali. Þegar þeir heyröu, aó þar væri kominn skiptinemi alla leiö frá fs- landi, lengst noröan úr Atlantshafi, var mér fúslega veitt leyfi til aö rabba viö kappana. Fyrst rabbaöi ég viö Larry Bird sjálfan. Var hann hinn almennilegasti og svaraöi góöfúslega öllum spurningum mín- um. Vinsæll leikmaður Mestu ánægju sína í daglegu lífi sagði hann vera að spila golf eöa drekka bjór í góöra vina hópi, fjarri sviösljósinu. Síöan barst taliö aö íslandi, en það eina sem Larry vissi (taldi sig vita) um Island, var, aö þar væri afskaplega kalt og bandariski herinn væri meö her- stöö þar. Þegar ég spurði Bird, hvern hann teldi bestan í NBA nú, sagði hann, aö þar væru margir góðir og ekki væri hægt að til- greina neinn sérstakan. Leikmenn kæmust kannski i stuö og væru „bestir" í nokkrum leikjum. Væri afar erfitt aö segja einhven ákveö- inn bestan. Bird taldi upp 15 leik- menn sem hann gæti ekki gert upp á milli Sjálfur var hann ekki í þeim hóþi, en hæverska og hlédrægni eru einkennandi fyrir Bird. Ég spuröi félaga Birds hjá Celtics hvað þeir hefðu um Larry að segja. Svörin voru öll á sömu lund. Öllum kom þeim saman um aö hann væri sá besti í NBA í dag og rómuöu óeigingirni hans og framkomu alla, jafnt innan vallar sem utan. Félagi Birds, M.L. Carr, haföi t.d. þetta um hann aö segja: „Þaö er engin spurning um það, aö Larry er sá besti i NBA í dag. Þaö er frábært aö spila meö honum. Öeigingirni hans er einstök, hann hugsar ávallt fyrst um samherj- ann." Danny Ange tók í sama streng. Bird væri sá besti. Þrátt fyrir aö hann vekti langmesta athygli meö- al almennings, væri hreint ekki hægt aö vera öfundsjúkur, hann væri einfaldlega frábær. Hann kvaöst ekki segja þetta vegna þess aö hann væri í liöi meö Bird og kannski hlutdrægur. Þetta væri einfaldlega staöreynd. Larry Bird leikur framvörð með Celtics. í leikjum gerir hann nær allt sem hægt er að gera í körfu- bolta, „treður", hittir úr ótrúlegasta færi, „stelur" boltanum, „blokker- ar" skot, nær fjölda frákasta og matar félaga sína i sifellu meö snilldarsendingum. Það gegnir þvi lítilli furöu, hve vinsæll hann er meöal þeirra. En óeigingirni er ein- mitt sá eiginleiki í fari Birds sem félagar hans sögöust kunna hvaö best að meta, er ég ræddi viö þá. Celtics næst- neðstir 1978—1979 — NBA-meistarar 1980—1981 Svo vikiö sé aö félagi Larry Birds, Boston Celtics, þá má hik- laust telja þaö frægasta körfu- knattleiksliö í heiminum nú, (sé sýningarliðiö Harlem Globetrotters ekki talið meö). Á þeim 32 árum sem atvinnumannadeildin banda- ríska, NBA, hefur veriö við lýöi, hafa Boston Celtics hvorki meira né minna en 14 sinnum oröið NBA-meistarar, mun oftar en nokkurt annaö liö í deildinni. Celt- ics voru í mikilli lægö keppnistíma- biliö 1978—1979. Liöiö vann að- eins 29 leiki, en tapaöi 53, og varð neðst í sínum riðli innan NBA, sem skiptist í fjóra riðla. Jafnframt uröu Celtics næstneðstir að stigum í NBA. Sama keppnistímabil lék Larry Bird meö háskólaliöi Indi- ana-fylkis og leiddi þaö til 33 sigra í röð. Bird var potturinn og pannan i liöinu, skoraði aö meöaltali 30 stig og átti u.þ.b. 15 fráköst í leik. Háskólaliö Indiana varö annaö besta háskólaliöiö í Bandaríkjun- um það keppnistímabil, tapaöi naumlega í úrslitum. Árið 1979 gekk Bird til liös viö Boston Celtics og þá fóru hjólin aö snúast á nýjan leik. Er skemmst frá því aö segja, aö Celtics voru með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.