Morgunblaðið - 20.04.1982, Síða 20

Morgunblaðið - 20.04.1982, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982 Níundi sigur Liverpool í röð - og liðið stefnir enn hraðbyri í Englandstitilinn LIVERPOOL vann sinn níunda sigur í röð í ensku deildarkeppninni í knattspyrnu á laugardaginn og vék því á engan hátt af brautinni að Eng- landsmeistaratitlinum. Hefur Ijðið fimm stiga forystu umfram Ipswich, en það er í sjálfu sér lítil forysta þegar liðin fá nú orðið þrjú stig fyrir hvern sigur. Og það á vissulega eftir að reyna á þolrifin i þeim Liverpool-mönnum, sex af sjö síðustu leikjum þeirra fara fram á útivöllum á sama tíma og helsti kcppinauturinn, Ipswich, á eftir 3 heimaleiki og fjóra útileiki. Þegar á þetta er litið, er Ijóst að Swansea og Manchester Utd eiga enn nokkra möguleika á því að blanda sér í slaginn um efsta sætið, þó trúlega verði það Liverpool eða Ipswich sem hreppir það þegar upp er staðið. Annars var það athyglisvert, að sex af sjö efstu liðum deildarinnar unnu leiki sína á laugardaginn, keppnin um UEFA-sætin því heldur betur farin að harðna. En Liverpool hafði mikla yfirburði gegn WBA, sem tapaði fimmta leik sínum í röð og er komið í alvarlega fallhættu. Markvörður liðsins, Mark Grew, varði hvað eftir annað snilldarlega, en gat ekki komið í veg fyrir mark Ken Dalglish á 68. mínútu. Skoraði kappinn úr fremur þröngu færi eftir snjallan undirbúning þeirra Alan Kennedy og Craig Johnstone. En úrslit leikja í 1. deild urðu sem hér segir: • Kevin Keegan átti frábæran leik með Southampton. Arsenal — Nott. Forest 2—0 Aston Villa — Middlesbrough 1—0 Coventry — West Ham 1—0 Ipswich — Stoke 2—0 Leeds — Southampton 1—3 Liverpool — West Bromwich 1—0 Manch. Utd. — Tottenham 2—0 Notts County — Brighton 4—1 Sunderland — Everton 3—1 Swansea — Manch. City 2—0 Wolverhampton — Birmingh. 1—1 Ipswich var ekki í vandræðum með slakt lið Stoke City og endur- koma þeirra Paul Mariner og Terry Butcher hefur gerbreytt liði Ipswich til hins betra. Yfirburð- irnir miklir gegn Stoke og lokatöl- urnar segja lítið um gang leiksins. Paul Mariner skallaði knöttinn í netið seint í fyrri hálfleik og eftir það var það aðeins klaufaskapur leikmanna Ipswich og snilld markvarðarins, Steve Fox, sem hélt skotinu niðri. Þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka tókst Ipswich þó að bæta um bet- ur, John Wark skallaði í netið, 2-0. Swansea og Manchester Utd. unnu sannfærandi sigra og fórn- arlamb síðarnefnda liðsins, Tott- enham, getur líklega afskrifað þá möguleika sem liðið hafði á því að ná Liverpool að stigum. Leikmenn Tottenham hafa verið í eldlínunni STAÐAN 1. DEILD Uverpool 35 22 « 7 68:26 72 Ipswkh 35 21 4 10 63:45 67 Swaotm 36 20 6 10 52:39 66 Mwbester IJld. 35 1711 7 49:26 62 SouthmmptoB 37 18 811 63:54 62 Ttttteiham 32 17 7 8 53:33 58 Araenal 3« 16 10 10 36:32 58 WeotHam 36 13 13 10 57:46 52 Maache»ter CHj 3€ 13 11 12 45:45 50 Nottingham For. 35 13 11 11 35:39 50 Aaton Villa 35 13 10 12 48:45 49 Kngbton 36 12 1311 39:43 49 Rverton 36 12 12 12 45:45 48 Notta (oonty 35 12 7 16 53:55 43 (oventry 3t 11 17 42:54 41 Woherbamptoa 37 9 9 19 27:55 36 Weat Bromwirh 33 8 11 14 37:42 36 Siittderlattd 36 8 10 18 29:48 34 Leeda tlaited 34 8 10 16 26:47 34 Rirminpham 35 7 1216 42*3 33 ■Stoke Citj 35 9 6 20 35:55 33 MwldleHhrough 35 5 13 17 27:44 28 2. DEILD Lttten 35 21 10 4 69:35 73 Watferd 36 1910 7 61*7 67 ShefTield Wed. 37 19 8 10 50:41 65 Kotherham I td. 37 18 5 14 54:45 59 Leicester 34 1« 10 8 49:35 58 (Jueen’R Park R. 36 17 6 13 48*4 57 NeweastJe 37 16 8 13 45*8 5« Norwich 36 17 5 14 51:46 5« Blackhurn 37 15 10 12 41:34 55 Barnsiey 36 15 9 12 51:37 54 Chelsea 36 15 8 13 54:51 53 OMham 37 1213 12 42:47 49 (’harfton 37 12 11 14 48*8 47 Derby (’ounty 36 10 10 16 45*1 40 Wrexham 35 10 9 16 33:44 39 Cardiff 33 11 6 19 40*4 39 Boiton 37 11 6 20 32:50 39 ('ryKtal Palace 34 10 8 16 28:3« 38 íambridge 36 10 8 18 39:49 38 Shrtwsbury 35 8 12 15 30:46 36 (irímaby Town 34 7 13 14 42:56 34 Orient 34 9 7 18 29:47 34 Enska knatt- spyrnan að undanförnu og gegn United á laugardaginn lék liðið sinn fimmta leik á tíu dögum. Framan af gat allt gerst, en þegar líða tók á leikinn náði heimaliðið æ betri tökum á leiknum, leikmenn Tott- enham urðu þreyttari og þreytt- ari. A 66. mínútu brotnaði svo ís- inn, Paul Price braut á Frank Stapleton innan vítateigs og Steve Coppell skoraði úr vítaspyrnunni. Einstefna var að marki Tottenh- am eftir þetta og á 88. mínútu bætti hinn 18 ára gamli Scott McGarvey öðru marki við. Fyrsta mark hans í 1. deild, en hann hef- ur leikið stöðu miðherja við hlið Stapletons síðustu vikurnar í fjar- veru Garry Birtles sem á við meiðsl að stríða. Swansea tók á móti nágranna- liði Man. Utd., Man. City, og var í engum vandræðum með firna lé- legt Manchester-liðið, sem hefur fengið á sig 11 mörk í síðustu þremur leikjunum. Garry Stanley skoraði fyrra mark Swansea með glæsilegu skoti af 30 metra færi og Bob Latchford bætti síðan síðara markinu við fyrir leikhlé, fylgdi vel eftir hörkuskoti Robbie James, sem Joe Corringan tókst að pára frá markinu. Leikmenn Swansea tóku lífið með ró í síðari hálfleik, höfðu samt mikla yfirburði. Southampton sýndi snilldar- knattspyrnu í fyrri hálfleiknum gegn Iæeds, sem mátti alls ekki við því að tapa. Þó náði liðið for- ystu eftir aðeins 90 sekúndur, en Frank Worthington skoraði. Dave Armstrong jafnaði metin og Kev- in Keegan bætti síðan tveimur mörkum við áður en blásið var til leikhiés. Gæði leiksins fjöruðu verulega út í síðari hálfleik • og fleiri urðu mörkin ekki. Arsenal lék vel gegn Notting- ham Forest og vann minni sigur en efni stóðu til. Brian Talbot náði forystunni fyrir liðið á 38. mínútu, spyrnti þrumuskoti viðstöðulaust í netið eftir fyrirgjöf frá Ken San- som. Graham Rix skoraði síðara markið með skalla á 64. mínútu. Ef við snúum okkur nánar að fallbaráttunni, þá sýndi Sunder- land sömu framfarirnar og síð- ustu vikurnar, sjötti leikur liðsins í röð án taps er það lagði Everton að velli á Roker Park í Sunder- land. Garry Rowell skoraði fyrst fyrir Sunderland með skalla á 18. mínútu. Fimm mínútum fyrir leikhlé jafnaði Alan Irwine fyrir Everton, en leikmenn Sunderland hafa fengið sjálfstraustið á nýjan leik og þeir eygja möguleika á því að bjarga sér frá falli. Hafði liðið talsverða yfirburði í síðari hálf- leik og þá skoruðu þeir Garry Rowell (víti) og Colin West. Middelsbrough tapaði loks eftir frækna sex leikja röð án taps. Al- an Evans skoraði sigurmark Villa með skalla á 23. mínútu, eina mark leiksins, og þrátt fyrir mikla baráttu leikmanna Boro að undan- förnu virðist engin undankomu- leið frá fallinu. Mikill fallslagur var háður á Molinew í Wolverhampton, þar sem heimaliðið tók á móti Birm- ingham. Síðarnefnda liðið hefur ekki unnið leik á útivelli í meira en 18 mánuði, en það virtist ætla að rætast úr, því liðið hafði for- ystu gegn Wolves allt þar til að fjórar mínútur lifðu leiksins, er Andy Gray skoraði og tryggði lið- inu annað stigið. Mick Harford hafði skorað fyrir Birmingham snemma í síðari hálfleiknum. Coventry og Notts County unnu góða sigra og heiðruðu um leið um sig á sæmilega öruggum stað í deildinni. Coventry fékk West ham í heimsókn og vann öruggari sigur en tölurnar gefa til kynna. Mark Hately skoraði sigurmarkið, en Steve Whitton fór illa að ráði sínu, brenndi þrisvar af fyrir opnu marki. Og Notts County lék Brighton sundur og saman. Trevor Christie var hetja NC, hann skor- aði þrennu í leiknum, sína fyrstu og lagði þar með grunninn að stór- sigri liðsins. Staðan í hálfleik var 2—0, en mark frá Mick Robinson snemma í síðari hálfleik kveikti smá von hjá Brighton, sú glóð reyndist ekki langlíf. Það var ann- ars Mark Goodwin sem skoraði fjórða mark NC. 2. deild: Blackburn 1 (Stone- house) — Watford 2 (Callaghan, Blissett) — Charlton 1 (Walsh) — Rotherham 2 (Moore, Seasman) — Cr. Palace 4 — Hilaire 2, Mabbutt 2) — Oldham 0 — Derby 0 — Norwich 2 (O’Neil, Bennett) — Grimsby 3 (Moore, Cooper, Kil- more) — Chelsea 3 (Walker 3) — Leicester 3 (Lineker 2, Lynex) — Cardiff 1 (Kitchen) — Luton 3 (Stein 3) — Newcastle 2 (Mills, Trewick) — Orient 3 (Godfrey, McNeil, Silkman) — Bolton 0 — QPR 2 (Flannagan, Allen) — Shrewsbury 1 (Dungworth) — Sheffield W. 2 (Taylor, Pearson) — Cambridge 1 (Street) — Wrexham 0 — Barnsley 0, Úrslit í 3. og 4. deild 3. deild: Brentford — Preston 0—0 Bristol C — Swindon 0—3 Carlisle — Millwall 2—1 Chesterfield — Exeter 2—1 Fulham — Bristol R. 4—2 Lincoln — Reading 2—1 Newport — Wimbledon 0—0 Oxford — Burnley 0—0 Plymouth — Huddersf. 1—1 Portsmouth — Doncaster 0—0 Southend — Chester 2—1 Walsall — Gillingham 1—0 4. deild: Aldershot - Sheff.Utd. 1-1 Blackpool — Colchester 0—0 Bournem,— Hartlepool 5—1 Bury — Torquai 0—1 Crewe — Hull 1—1 Darliagton — Northampt 3—0 Halifax—Wigan 0—0 Mansfield — Tranmere 3—0 Peterbrough — Bradford2—0 Port Vale — Scunthorpe 2—1 Rochdale — Hereford 0—1 Stockport — York 4—1 Markhæstu leikmenn Markhæstir í 1. dcild eru nú þessir Kevin Keegan South. 27 lan Rush Liverp. 27 Alan Brazil Ipsw. 23 Cyrille Regis WBA 22 Og í 2. deild eru þessir kapp- ar markhæstir: Simon Stainrod QPR 21 Garry Bannister Sheff. 19 Ronnie Moore Rotherh. 19 Auk þess hefur Keith nokkur Houcben hjá Orient skorað 19 mörk, en öll fyrir Hartlepool áður en hann gekk til liðs við Lundúnaliðið. • Ken Dalglish skorar gegn Ipswich fyrr I vetur. Hann skoraði sigurmark Liverpool gegn WBA á laugardaginn, 19. mark hans á þessu keppnistímabili.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.