Morgunblaðið - 20.04.1982, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 20.04.1982, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982 21 Edda Jónsdóttir hlaut verðlaun á alþjóða- sýningu 1 Bretlandi EDDA Jónsdóttir, myndlistar- kona, hlaut verðlaun á sjöunda breska alþjóðlega grafík „bienaln- um“, sem nýlega var haldinn í Bradford í Englandi og hlaut hún verðlaunin fyrir verkið Nálægð. Eddu Jónsdóttur var boðið að sýna á þessari sýningu og sýndi hún þar ásamt Valgerði Bergs- dóttur og Þórði Hall. Þetta er með virtari alþjóðlegun grafik- sýningum og í dómnefnd eru þekktir myndlistarmenn og safnafólk. Lóðaúthlutun í Ártúnsholti BORGARRÁÐ samþykkti úthlutun á raöhúsalóAum til eftirtalinna einstakl- inga á fundi sinum í gær: í Reyöarkvísl: Nr. 2: Egill Stephensen, Laugar- nesvegi 55 nr. 6: Hannes Þorkelsson, Fálka- götu 1 nr. 8: Magnús Ásgeirsson, Dúfna- hólum 4 nr. 10: Örn Árnason, Dalalandi 10 nr. 12: Ólafur G. Sveinsson, Ból- staðarhlíð 48 nr. 14: Guðmundur I. Gíslason, Bólstaðarhlíð 48. Eftirtaldir hlutu úthlutun eftir út- drátt, en þeir höfðu hlotiö 88 stig. I Fiskakvísl: Nr. 2: Guðbjörn Guðmundsson, Glaðheimum 20 nr. 4: Guðmundur Pétursson, Dalseli 10 nr. 6: Magnús Hjartarson, Skafta- hlíð 29 nr. 8: Magnús Helgason, Barma- hlíð 48 nr. 10: Guðmundur Finnbogason, Hraunbæ 73 nr. 12: Andrés Guðnason, Lang- holtsvegi 23 nr. 14: Guðmundur Björnsson, Hjallalandi 27 nr. 16: Ásgeir Friðjónsson, Snæ- landi 1 nr. 18: Ögmundur Kristinsson, Dalalandi 12 nr. 20: Magnús Gissurarson, Skaftahlíð 16 nr. 22: Axel Smith, Krummahól- um 4 nr. 24: Ólafur Ófeigsson, Laugar- nesvegi 108 í Laxakvísl: Nr. 1: Hallur Hallsson, Klepps- vegi 144 nr. 3: Bergur Sigurpálsson, Nes- vegi 63 nr. 5: Jenný Ásmundsdóttir, Ak- urgerði 7 nr. 7: Þorvaldur Þorsteinsson, Drápuhlíð 45 nr. 9: Örn H. Jacobssen, Sóleyjar- götu 13 nr. 11: Halldóra Sveinsdóttir, Spóahólum 10 nr. 13: Guðmundur Árnason, Gaukshólum 2 nr. 15: Bjarni Gunnarsson, Keilu- felli 4 í Reyöarkvísl: Nr. 1: Ólafur J. Bjarnason, Kambaseli 29 nr. 3: Guðmundur Ásgeirsson, Jörfabakka 2 nr. 5: Gunnar Óli Ferdinandsson, Langholtsvegi 166 nr. 7: Guðlaugur Guðmundsson, Barmahlíð 54 nr. 9: Gunnar Gunnarsson, Furu- gerði 21 nr. 11: Agnar Svanbjörnsson, Flókagötu 41 nr. 13: Stefán Carlsson, Háagerði 45 nr. 15: Eyþór Ólafsson, Espi- gerði4 nr. 4: Anna G. Egilsdóttir, Laug- arnesvegi 53 nr. 16: Tómas Þórhallsson, Fellsmúla 10 nr. 18: Rúnar Sveinsson, Lang- holtsvegi 118 Næstu rétthafar eru: Þorleifur V. Friðriksson, Vestur- götu 46a Sverrir Hermannsson, Kambs- vegi 15 Jóhann Gunnarsson, Eskihlið 35 Benedikt K. Bachmann, Leiru- bakka 20 Björn Guðjónsson, Gautlandi 5 Aðalbjörg Hólmsteinsdóttir, Háa- leitisbraut 26. Þorsteinn Pálsson: VSÍ leggur áherzlu á raunhæfar viðræður „VSÍ HEFUR LAGT ríka áherzlu á, að samningaviðræður gætu orðið raunhæfar og í ályktun 72-manna nefndar ASÍ kemur fram mikill misskilningur," sagði Þorsteinn Páls- son, framkvæmdastjóri VSÍ, í samtali við Morgunblaðið í gær. í ályktun 72-manna nefndarinnar síðastliðinn fimmtudag, vítir samninganefnd ASÍ vinnubrögð vinnu- veitenda, sem sífellt reyni að tefja viðræður og drepa málum á dreif og skorað er á vinnuveitendur að ganga þegar til raunhæfra viðræðna. Þorsteinn Pálsson hafði þetta um málið að segja: „Það er alveg ljóst, að meðan svo óraunhæf kaupkröfugerð er uppi, eins og núna, þá mun Vinnuveitendasambandið ekki flýta fyrir að samið verði á þeim grundvelli. Við höfum á hinn bóginn lagt til, að samið verði með tilliti til efnahags- legra aðstæðna og við höfum óskað eftir ýmsum nauðsynleg- um upplýsingum þar að lút- andi, fyrst og fremst til að gera samningaviðræðurnar raun- hæfar. Það er þess vegna alger misskilningur í ályktun 72-manna nefndarinnar, að Vinnuveitendasambandið hafi með sínum aðgerðum á þessu sviði verið að stuðla að því að viðræðurnar yrðu óraunhæfar. Þvert á móti er stefnt að því að þær geti orðið raunhæfar. Við treystum því, að þessi mis- skilningur verði leiðréttur í næstu ályktun 72-manna nefndarinnar. Það má líka benda á það í þessu sambandi, að á síðustu kjaramálaráðstefnu Verka- mannasambandsins kom það alveg skýrt fram af hálfu eins af forystumönnum verkalýðs- félaganna, að óraunhæfar kaupkröfur gætu leitt verka- lýðsfélögin út í langvarandi verkföll, sem skiluðu takmörk- uðum árangri og langa verk- fallið 1955 hafi meðal annars orðið vegna óraunhæfrar kaup- kröfugerðar. Það er alveg ljóst, að finnist ekki einhver annar flötur á samningaviðræðum en núverandi kaupkröfugerð, þá stefnir í stórkostleg átök ef einhver alvara er á bak við þessa skjótu verkfallshótun strax í upphafi samningavið- ræðna þegar heill mánuður er eftir af samningstímanum," sagði Þorsteinn Pálsson. Aðspurður um heildarkröfur einstakra félaga og sambanda innan ASÍ sagði Þorsteinn Pálsson, að kröfurnar væru þær sömu og síðastliðið haust. Það virtist ljóst, að þeir sem væru í efsta hluta launastigans gerðu mestar kaupkröfur, eins og t.d. byggingamenn, en kröf- ur t.d. Verkamannasambands- ins og Iðju væru lægri. Vinnuveitendasambandið metur kaupkröfur nokkurra helztu félaga og sambanda sem hér segir: Verkamannasambandið 15—17% strax og 40% hækkun á tveggja ára samningstíma. Byggingamenn 32—35% strax og 82—88% á 2'á ári. Iðnverkafólk 12—13% strax og 32—34% á tveimur árum. Verzlunarmenn 24—25% strax, 50—54% á tveggja ára tímabili. Málmiðnaðarmenn 30—34% strax, 86—91% á tveggja ára samningstíma. Matreiðslumenn 104—106% strax og 133—135% á tveggja ára tíma. Ófaglært starfsfólk í veit- ingahúsum 28—30% strax og 55—59% á tveggja ára samn- ingstíma. Frá fyrsta viðræöufundi aðila í vor. Framboðslisti sjálfstæðismanna á Patreksfirði: Hilmar Jónsson í 1. sæti Stefán Skarphéðinsson og fleiri bjóða fram lista „framfarasinna“ Sjálfstæðismenn á Patreksfírði hafa ákveðið framboðslista sinn við hreppsnefndarkosningarnar í næsta mánuöi, og skipa eftirtalin listann, í þessari röð: Hilmar Jónsson spari- sjóðsstjóri, Erna Aradóttir húsmóð- ir, Ingimundur Andrésson vélstjóri, Haraldur Karlsson póstfulltrúi, Sig- urður Jóhannsson byggingarmeist- ari, Jón Þ. Arason málarameistari, Haraldur Aðalsteinsson vélsmíða- meistari, Ingveldur Hjartardóttir skrifstofumaður, Gísli Olafsson vinnuvélastjóri, Einar K. Jónsson húsasmiðameistari, Gísli Þór Þor- geirsson múrarameistari, Héðinn Jónsson útgeröarmaður, Sjöfn A. Ólafsson ritari og Árni Bæringsson verkamaður. Framboðslistinn var samþykkt- ur á fundi sjálfstæðismanna, með þorra greiddra atkvæða, en þrír fundarmenn sátu hjá. Sjálfstæð- ismenn eiga nú tvo af sjö hrepps- nefndarmönnum, þá Hilmar Jóns- son og Stefán Skarphéðinsson. í prófkjöri sem nú var efnt til, varð Stefán efstur að atkvæðum í fyrsta sæti, en Hilmar gaf á hinn bóginn ekki kost á sér í prófkjörið. Síðan hefur það gerst að Hilmar hefur tekið sæti á framboðslistan- um eins og að ofan greinir, en Stefán ekki. Stefán og fleiri hafa á hinn bóginn ákveðið að bjóða fram annan lista, „lista framfarasinna", að því er Stefán sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Listann skipa eftirtalin, í þessari röð: Stefán Skarphéðinsson lögmað- ur, Pétur Sveinsson fulltrúi, Sig- urður G. Jónsson lyfsali, Jón Sverrir Garðarsson mjólkur- bústjóri, Rannveig Árnadóttir húsmóðir og verkakona, Grétar Guðmundsson verkamaður, Magn- ús Guðmundsson sjómaður, Ólaf- ur Jónsson verkamaður, Stefanía Haraldsdóttir húsmóðir, Bjarni Valur Ólafsson bifreiðastjóri, Ólafur Magnússon skipstjóri, Árni Magnússon sjómaður, Dröfn Árnadóttir húsmóðir og Guð- mundur Friðriksson vélgæslumað- Stefán sagði, að löng saga væri að baki þessu framboði „framfara- sinna“ nú. Hann hefði flutt til Patreksfjarðar 1977, og síðan ver- ið kjörinn í hreppsnefnd fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1978. Nú hefði hann síðan gefið kost á sér til prófkjörs, og orðið þar í efsta sæti. „Síðan gerðist það, að mér fannst ég verða fyrir ákveðnu vantrausti af hálfu þriggja manna innan flokksins, sem þar eru í forsvari eða telja sig vera það,“ sagði Stef- án. „Ég hef ekki áhuga á að vera á lista með mönnum sem ekki treysta mér, og því ákvað ég að taka ekki sæti á lista sjálfstæð- ismanna. Menn getur svo greint á um það hvort mér var beint eða óbeint bolað þaðan í burt. Síðan gerðist það svo að til mín leitaði fjöldi fólks og hvatti til þessa framboðs. Þar kom að mér fannst ég verða að taka ákvörðun, og hún liggur semsagt fyrir nú.“ Hilmar Jónsson sparisjóðs- stjóri, efsti maður á lista Sjálf- stæðisflokksins, sagði á hinn bóg- inn, að hann hefði ákveðið að taka sér hvíld frá hreppsmálum, eftir að hafa setið í hreppsnefnd síðan 1974. Því hefði hann ekki gefið kost á sér í framboð í prófkjörinu. Þegar það svo hefði gerst, að Stef- án vildi ekki vera á listanum, hefði mönnum þótt slæmt ef báðir hreppsnefndarmenn Sjálfstæðis- flokksins hættu. „Því ákvað ég að verða við óskum um að vera aftur í framboði," sagði Hilmar. „Stefán hefur talið sig órétti beittan, en okkur er ekki ljóst í hverju það felst, og vitum ekki til að flokks- bræður hans hafi barist gegn hon- um. Enda er það svo, að hefði hann kosið að vera á lista sjálf- stæðismanna hefði hann að mín- um dómi verið þar í samræmi við niðurstöðu prófkjörs. í þessu sam- bandi er þó rétt að hafá það í huga að prófkjörið var ekki bindandi," sagði Hilmar að lokum. I samtali við Morgunblaðið í gær, vildi Stefán Skarphéðinsson leggja á það áherslu, að listi sá er hann og fleiri byðu fram væri listi „framfarasinna" og bæri ekki að líta á hann sem klofningslista út úr Sjálfstæðisflokknum. „Ég er sjálfstæðismaður, og ekki er vert að blanda um of saman landsmál- um og skiptingu manna i stjórn- málaflokka, og málefnum eins hreppsfélags eins og Patreksfjarð-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.