Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.04.1982, Blaðsíða 22
2 2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982 Þorvaldur Garðar Kristjánsson: Unga fólkið að hverfa af nýbyggingarmarkaði Furðuleg óskammfeilni ríkisstjórnar ÞaÓ er lurðuleg óskammfeilni fjármálaráðherra og ríkisstjórnar, eftir að hafa svipt Byggingarsjóð ríkisins helzta tekjustofni hans, launaskattinum, og þar með a.m.k. 220 m.kr. tekjum 1982, að stilla sér nú upp sem sérstökum fjárhagslegum björgunarmönnum hús- næðisiánakerfisins. Þessi óskammfeilni eykst síðan um allan helm- injj þcgar það yfirskin er notað til að réttlæta enn einn viðbótar- skattinn, nú í formi skyldusparnaðar, að ella verði ekki hægt að auka á frumlán til fyrstu íbúðar viðkomenda, þegar jafnframt er vitað, að þessi þvingaði sparnaður dugar ekki einu sinni til að greiða yfirdráttarskuld byggingarsjóðs ríkisins frá fyrra ári við Scðlabank- ann. Sparnaðurinn á að gefa 35 m.kr. en yfirdráttarskuldin, sem gjaidfellur eftir framlengingu í septembermánuði nk., er 40 m.kr. Þingkempur í þingönnum Hér má líta þrjár þingkempur, sem horfa fram á miklar þingannir, en stefnt mun að þinglausnum um eða upp úr ntestu mánaðamótum: Páll Pétursson, formaður þingflokks framsóknarmanna, Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) og Olafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna. Skyldusparnaður hátckjufólks Ragnar Arnalds, fjármálaráð- herra, sagði hér um að ræða skyldusparnað á hátekjufólk, þ.e. 6% bindingu til 3ja ára á tekju- skattsstofni umfram 135 þúsund krónur. Þessi sparnaður á að gefa 35 m.kr. og ríkissjóður mun fram- lána hann Byggingarsjóði ríkisins með sömu kjörum. Það verða að- eins um 5% skattgreiðenda sem hér koma við sögu, sagði ráðherra. Ráðherra sagði tvennt koma til, sem réttlætti þennan skyldu- sparnað: 1) Nokkrir fjárhagserfið- leikar Byggingarsjóðs ríkisins og 2) sú ætlun að hækka frumlán til þeirra sem eru að eignast sína fyrstu íbúð. Ljóst er, sagði ráðherra, að frumvarp þetta mætir andstöðu hér í þinginu, og yfirlýsingar ein- stakra þingmanna (Alberts Guð- mundssonar og Eggerts Haukdal) í fjölmiðlum sýna, að ekki er ljóst, hvort það nýtur meirihlutafylgis. Ríkisstjórnin rústar húsnæöislánakerfíð Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) hóf andmæli sín gegn frum- varpinu á efnisatriðum, sem rakin eru í upphafi þessarar fréttafrá- sagnar. Helztu efnispunktar í ræðu hans vóru: • 1) Ríkisstjórnin hefur svift Byggingarsjóð ríkisins helzta tekjustofni sínum, launaskatti, sem hefði að óbreyttu gefið sjóðn- um 220 m.kr. tekjur 1982. Með því að gera sjóðnum þess i stað að taka lán til skemmri tíma og með hærri vöxtum en heyra til útlán- um hans er verið að stefna honum í hreina eyðingu. • 2) Byggingarsjóður ríkisins tók 40 m.kr. bráðabirgðalán hjá Seðlabanka á sl. ári til að standa við skuldbindingar sínar þá, eftir að stjórnarstefnan hafði skekkt sjóðinn. Þetta bráðabirgðalán átti að greiða í febrúar 1982 en fékkst framlengt til septembermánaðar. Ljóst er að skyldusparnaðurinn er ætlaður til að mæta þessari van- skilaskuld en bætir ekki að öðru leyti fjárhagsstöðu Byggingar- sjóðs 1982 — né heldur til fram- búðar. • 3) Það er því í senn furðuieg óskammfeilni og hrein markleysa þegar því er haldið fram, að hér sé verið að treysta fjárhagsstöðu Byggingarsjóðs eða húsnæðis- lánakerfisins og skapa forsendur fyrir hærri lánum til þeirra, sem eru að eignast íbúð í fyrsta sinn. Sannleikurinn er sá, að einkum ungt fólk, er að hverfa út af ný- byggingarmarkaði íbúða, vegna þess m.a., að húsnæðisstefna Al- þýðubandalagsins er að rústa hús- næðislánakerfið. • 4) Greiðsluáætlun Bygg- ingarsjóðs ríkisins 1982, sem þó er miðuð við þann mikla samdrátt í íbúðabyggingum sem orðinn er frá 1978 og skiptir mörgum hundruð- um íbúða á ári, gerir ráð fyrir 90 m.kr. fjárvöntun 1982 til að standa við lánaskuldbindingar. Þar að auki stendur til að lækka svokölluð G-lán 1982, sem þýðir, að ungt fólk, sem hugðist bjarga sér út úr vandanum með því að kaupa gamalt húsnæði, fær einnig hurðarskell stjórnarliðsins fram- an í sig. Neikvæðar undirtektir Aðrir þingmenn, sem þátt tóku í þessari umræðu fram að þinghléi kl. 4, vóru: Kjartan Jóhannsson (A), Eiður Guðnason (A), Karl Steinar Guðnason (A) og Sigur- laug Bjarnadóttir (S). Mæltu þau öll í móti frumvarpinu og gagn- rýndu þá þróun sem orðið hefur í húsnæðislánakerfinu í tíð núver- andi ríkisstjórnar. Ekki er rúm til að rekja þessar umræður frekar nú en að þeim verður e.t.v. vikið síðar hér á þingsíðu Mbl. Stjórnarfrumvarp um Húsnæðismálastofnun: „Ekki unnt að taka ákvörðun um að 1 % af launaskatti renni til Byggingarsjóðs ríkisins“ í gær var lagt fram á Alþingi sljórnarfrumvarp um breytingu á log- um um Hú.snæði.s.stofnun riki.sins. í greinargerA með frumvarpinu segir svo um helztu breytingar, sem það felur í sér: • 1. Tekið er inn í frumvarpið ákvæði þess efnis að framlag rikissjóðs til Byggingarsjóðs ríkisins skuli á næsta ári vera tvöfalt hærra að verðgildi en framlagið á fjárlögum ársins 1982 eftir að sett hafa verið sér- stök lög um aukna fjáröflun til Byggingarsjóðs ríkisins. Hér er um að ræða hækkun sem næmi 50— 60 milljónum króna á verð- lagi fjárlaga ársins 1982. Bygg- ist þetta ákvæði á þeirri for- sendu að í haust verði lagt fyrir alþingi frumvarp, sem tryggi Byggingarsjóði ríkisins þann tekjustofn sem þarf til að standa undir þessum útgjöldum og samsvara tekjur Bygg- ingarsjóðs ríkisins þá, að sam- þykktum slíkum lögum, þeim tekjum sem koma af 1% launa- skatti. I tillögum húsnæðis- málastjórnar var gert ráð fyrir því að tekjur af 1% launaskatti rynnu beint til Byggingarsjóðs ríkisins. Miðað við núverandi fyrirkomulag hefði það haft í för með sér samsvarandi tekýu- skerðingu fyrir ríkissjóð og rík- isstjórnin telur ekki unnt að taka ákvörðun um slíkt nema jafnhliða verði tekin ákvörðun um aðrar tekjur í staðinn. • 2. Til þess að greiða fyrir bygg- ingu leiguíbúða er lagt til að fella niður það bann, sem jafn- an hefur verið í lögum, við því að veita einstaklingum sem eiga íbúð lán til að byggja leiguíbúð- ir. Eftir að öll lán eru verð- tryggð er ekki ástæða til þess að neita þeim um lán til nýbygg- inga sem vilja leggja fjármagn í nýbyggingar. Sama gildir þá um fyrirtæki sem vilja byggja leiguibúðir fyrir starfsfólk sitt. Tilgangurinn með þessum breytingum er að örva bygg- ingar leiguíbúða fyrir almennan markað og afnema úreltar hömlur úr lögunum. • 3. Áhugi og þörf fyr-ir bygg- ingar íbúða og vistheimila fyrir aldrað fólk hefur farið mjög vaxandi á síðustu árum. Þrátt fyrir stórauknar fjárveitingar til þessara mála vantar enn mikið á að þörfinni sé fuilnægt. Sérstaklega eru sveitarfélög sem í slíkum byggingum standa í miklum vanda með að fjár- magna þær. Hér er lagt til að heimila og stofnunum sem byggja slíkar íbúðir að selja skuldabréf þeim einstaklingum sem með kaupum á skuldabréf- um vilja tryggja sér rétt til íbúðar eða vistar á dvalarheim- ili. Vegna þeirra sem ekki eiga fjármagn eru settar þær hömlur að ekki má ráðstafa nema helm- ing ibúðanna gegn sölu skulda- bréfa nema með sérstöku leyfi húsnæðismálastjórnar. Á það ákvæði að tryggja rétt þeirra sem ekki eiga fjármagn til kaupa á skuldabréfum. • 4. I 35. gr. gildandi laga er ákveðið að allir skuli fá lánað sama hlutfall af byggingar- kostnaði staðalíbúðar, miðað við fjölskyldustærð. Með frum- varpinu er lagt til að heimila að lána hærra hlutfall til þeirra sem enga íbúð eiga og hafa ekki átt íbúð á síðastliðnum tveimur árum. Þá er einnig heimilað að þeir sem byggja á lögbýlum í sveit- um skuli fá lán samkvæmt staðli 2 þó að aðeins einn maður sé þar með lögheimili. • 5. Kaupskylda á íbúðum í verkamannabústöðum sem koma til endursölu hefur vakið umræður meðal sveitarstjórn- armanna og sætt nokkurri gagnrýni við framkvæmd lag- anna. Kaupskyldan var sett á sveitarfélögin vegna þess að íbúðir í verkamannabústöðum voru á nokkrum stöðum seldar hæstbjóðanda og lög og reglu- gerðir voru virt að vettugi að talið var. I þessu frumvarpi er lagt til, að kaupskyldan nái ekki til eldri verkamannabústaða og aðeins til þeirra íbúða sem byggðar eru samkvæmt lögum nr. 51 frá 1980. Þá er kaup- skyldutíminn styttur sam- kvæmt þeim lögum úr 30 árum í 15 ár. Með þessu ákvæði er kom- ið til móts við óskir sveitar- stjórnarmanna í landinu en í tillögum húsnæðismálastjórnar var gert ráð fyrir því að kaup- skyldan yrði almennt stytt úr 30 árum í 15 ár. í þessu frumvarpi, eins og það er nú flutt af ríkis- stjórninni, er gengið nokkuð lengra en upphaflega var óskað eftir af húsnæðismálastjórn og er það, eins og áður segir, í sam- ræmi við þær óskir sem bárust Kaupskyldu breytt í forkaups- rétt á eldri verkamanna- bústöðum Framlag ríkissjóðs til bygging- arsjóðsins 1983 tvöfalt framlag 1982 frá samtökum sveitarstjórnar- manna. • 6. Reglur um framreikning á verði íbúða í verkamannabú- stöðum og um matsgerðir við eigendaskipti eru gerðar fyllri og skýrari með frumvarpi þessu. Mikilvægasta breytingin er sú að hætta að láta eigendur íbúðanna öðlast verulega auk- inn rétt aðeins við 10 eða 20 ára eignarhald á íbúðunum. í stað þess er með frumvarpinu lagt til að þeir sem eiga íbúð í verka- mannabústað eignist tiltekinn rétt til eignarauka fyrir hvert ár sem þeir hafa átt íbúðina, er þar um verulega réttarbót að ræða fyrir þá sem þurfa að selja íbúð sína áður en þeir hafa átt hana í 10 ár. • 7. Skyldusparnaður unglinga var fyrst settur í lög árið 1957 og hefur síðan verið einn af tekjustofnum Byggingarsjóðs ríkisins jafnframt því að stuðla mjög að því að ungt fólk gæti eignast íbúð. Með breytingum sem orðið hafa á ávöxtun spari- fjár var þess ekki gætt að bæta sem skyldi ávöxtun þessa fjár sem haldið var eftir af launum unglinga. Jafnframt var illa staðið að innheimtu þessa skyldusparnaðar. Þrátt fyrir stórlega bætta ávöxtun skyldu- sparnaðarins með lögunum um Húsnæðisstofnun ríkisins nr. 51/1980 þá er nú svo komið, að skyldusparnaðurinn skilar ekki umtalsverðum tekjum til Bygg- ingarsjóðsins og kemur þá ekki heldur að tilætluðum notum fyrir unga fólkið við íbúðar- kaup. Liggur því ekki annað fyrir en afnema lögin eða endurbæta þau verulega svo að þau fari aftur að gegna hlut- verki sínu. Með frumvarpi þessu er lagt til að breyta verulega innheimtukerfi skyldusparnað- arins og setja fastari reglur um endurgreiðslur á því sem kemur inn í Byggingarsjóð ríkisins. • 8. Komið er til móts við sjón- armið sem nefnd um málefni aldraðra kom á framfæri við ríkisstjórnina og gerist það í 7. i gr. frumvarpsins. Þar er gert ráð fyrir því að ef lántaki er 70 ára eða eldri, og fjárhag hans þannig varið að sýnt þyki að hann fái ekki staðið undir af- borgunum af láni, sé heimilt að fresta afborgunum af láninu. Lánið falli hins vegar í gjald- daga og endurgreiðist að fullu við eigendaskipti. Hið sama gildir ef lántaki flytur úr hús- næðinu og Ijóst er, að hann muni ekki flytja þangað aftur. Hér er um að ræða viðbót við þær breytingar sem húsnæð- ismálastjórn lagði til.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.