Morgunblaðið - 20.04.1982, Síða 23

Morgunblaðið - 20.04.1982, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1982 23 I>ingfréttir í stuttu máli: Þungur skriður á þingmálum Þungur skriður var á þingfund- um í gær og mál gengu á milli þing- dcilda eins og á færibandi. Kin lög vóru samþykkt, breyting á lögum um Innheimtustofnun sveitarfé- laga, þess efnis, að stofnunin geti tekið að sér innheimtu fyrir félags- málaráðuneytið á meðlagsskuldum erlendra ríkisborgara, sem búsettir eru hér á landi. • Frumvörp, sem gengu frá neðri deild til efri deildar, án þess að nokkur kveddi sér hljóðs við þriðju umræðu þeirra, fjöll- uðu um eftirfarandi efni: 1) breytingu á ábúðarlögum, 2) breytingu á jarðalögum, 3) nýja ríkisborgara, 4) breytingu á bún- aðarmálasjóðslögum, 5) hækkun á hlutafé Islands í Alþjóðabank- anum, 6) breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. • Á sama hátt gekk frumvarp um blindrabókasafn Islands og frá efri deild til neðri deildar án umræðu, en mælt var fyrir frum- vörpum um skyldusparnað (sjá frétt hér á síðunni) og lagmetis- iðnað, þ.e. framlengingu á einka- rétti Sölustofnunar lagmetis á sölu á niðursoðnum og niðurlögð- um sjávarafurðum til A-Evrópu- landa, þ.e. landa þar sem ríkis- einkarekstur er á innflutningi, en Hjörleifur Guttormsson iðn- aðarráðherra hafði orð fyrir því frumvarpi. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að þessi einkaréttur framlengist til 31. desember 1983. Sigurlaug Bjarnadóttir (S) mælti fyrir frumvarpi í efri deild, sem hún flytur ásamt fleiri þingmönnum um fræðsluskyldu í grunnskóla varðandi hættu af fíkniefnum, þ.á m. áfengi. • Miklar umræður spunnust í efri deild um skyldusparnaðar- frumvarp ríkisstjórnarinnar og í neðri deild um stjórnarfrumvarp um dýralækna, sem hávaðaum- ræður urðu um, en þingmönnum þóttu ýmis ákvæði í frumvarpinu ekki við hæfi, eins og varðandi „hagkvæm lán“ til bifreiðakaupa dýralækna o.fl. Þá kom fram breytingartillaga frá Vilmundi Gylfasyni og Álbert Guðmunds- syni, þess efnis, að þessi lög giltu aðeins til 1. janúar 1984, þó sam- þykkt verði nú. • Þingflokkafundir vóru kl. 4 i gær. Þingdeildarfundir áttu að hefjast aftur kl. 6 síðdegis og standa eitthvað frameftir kvöld- inu. Sýning helguð Halldóri Laxness opnuð OPNUÐ verður sýning sem helguð er Halldóri Ijixness í tilefni áttræð- isafmælis hans í MÍK-salnum í kvöld. Þar verða sýndar svartlistar- myndir, bókaskreytingar við út- gáfu Atómstöðvarinnar á hvít- rússnesku, ljósmyndir, veggspjöld og leikskrár frá sýningu Mali-leik- hússins í Moskvu á Silfurtungli Halldórs. En það var leikið þar á árunum 1955—1957. Einnig gefur að líta á þessari sýningu ljósmyndir af Halldóri sem tengdar eru starfi hans í MÍR, en hann var foseti félagsins 1950—1969. Sýningin stendur yfir í nokkrar vikur. Tónskólakórinn í Hallgrímskirkju í KVÖLD, þriðjudagskvöld kl. 20.30, mun kór Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar halda tónleika í Hall- grímskirkju á Skólavörðuholti. Á efnisskrá eru m.a. verk eftir Orff, Kodaly, Bizet, Ramírez og Bennett auk útsetninga á íslenskum þjóðlögum. Þungamiðja tónleik- anna verður Misa Criolla eftir Ariel Ramírez fyrir kór, einsöngvara og slagverk í suður-amerískum stíl. Einsöngvarar eru Sigrún Þor- geirsdóttir og Ásta Hr. Maack. Stjórnandi kórsins er Sigursveinn Magnússon. Öllum er heimill ókeypis aðgangur. Það kostar ekki nema 1500 krónur að auki að taka„s6lar^ádaruT með sér til Mexico d Hugsaðu þér bara! Sautján daga ferð tll œvtntýralandsins. Fyrst er floglð til New York með stórri Flugleíðaþotu. Síðan er haldið áíram til Mexico - til Mexico City eða Taxco eða Acapulco, þar sem sólin skín allan guðslangan daginn. Svona lerðir kosta auðvitað peninga, en það kostar ekki nema 1500 krónur í viðbót að taka .sólargeislann" með, - það er að segja ef hann er ekki orðinn 2ja ára! Annars kostar það örlitið meira. En það hlýtur að vera ánœgjunnar virði að harfa hann með í stað þess að þurfa að sakna hans alveg óskaplega í rúmlega hálian mánuð í sól og hlta í Acapulco „Sólargeislinn" gœti meira að segja sungið „Lítill Mexikani með som-som- brero" fyrir alla karlana í Acapulco. Til að byrja með verða famar 4 hópferðir með íslenskum farar- stjóra. Brottíarir eru 20. mars, 3. apríl (páskaíerð), 1. mai og 15. mctí. í þessum ferðum verður gist eina nótt í New York, 4 í Mexico- borg, 2 í Taxco og 9 í Acapulco. Svo er auðvitað hœgt að fram- lengja í New York í bakaleiðinni. Auk þessara hópferða eru í boði einstaklingsferðir til Mexico og er þar hœgt að velja um fleiri ferðamöguleika og brottfarardaga. Sennilega er .sólargeisllnn" ekki nógu gamall til að geta lesið þessar línur, en hún mamma hans les þœr vonandi. Annars geta pabbi og mamma fengið allar upplýsingar um œvintýraferðir Flugleiða til Mexico hjá Flugleiðafólkinu eða hjá nœstu ferða- skrifstofu. Verð fyrir fullorðna er frá 12.573 krónum MEXICO ACAPULCD _ FLUGLEIDIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.